Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 29.08.2002, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 29.08.2002, Blaðsíða 2
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR FYRST OG FREMST GLÆSILEG SÝNING RAUÐU ÖRVANNA í KEFLAVÍK Breska listflugssveitin Rauðu örv- arnar hélt glæsilega flugsýningu i Keflavík um kl. hálf fjögur á mánudag. Ellefu þotur sveitarinnar flugu oddaflug yfir byggðina í Keflavík og síðan tvo stóra sýning- arhringi yfir Keflavíkurflugvelli. Þar var farið í ýmsar slaufur og reyk sleppt eins og sveitinni einni er lagið. Þeir sem til sáu sögðu sýn- inguna stórfenglega. Sveitin er á leið til Bandaríkjanna en gisti í Keflavík yfir nótt. Lokavika umhverfis- átaks í Reykjanesbæ Nú stcndur yfir lokavikan í umhverfisátaki Reykja- nesbæjar. Áhersla hefur verið á að hreinsa járn og annað rusl af jaðarsvæðum í bæjar- félaginu. Alls hafa um 160 tonn af járni safnast á sl. tveimur vikum. Þó eru stærstu járnbitarnir eftir, sem beðið hafa stórtækra vinnu- tækja svo unnt sé að „klippa” þá niður. Nú er komið að því. Fyrsta verkefnið var niðurrif á vinnukrana í steypustöðinni við Fitjar sl. þriðjudag. Einnig er m.a. ráðgert að taka niður oliu- tank i Ytri-Njarðvík, lýsistank við gömlu Fiskiðjuna, snigil á gamla HF ffystihúsinu og einn meltutank í Njarðvíkurhöfn. Bæjarbúar og fyrirtækjastjóm- endur eru hvattir til að nýta tækifærið þessa síðustu viku i lokahreinsun svæða sinna. Minnt er á að flutningur efnis er ókeypis á meðan á átakinu stendur. (Fréttatilk. frá bœjarstjóra). Gunnar Þórðarson verður með konsert í Stapa á Ljóasnótt. - sjá nánar í næsta blaði. Sparisjóðurinn í Keflavík Minni hagnaður á fyrri hluta árs Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrstu sex mánuði ársins nam 75,7 m.kr. króna fyrir skatta og óreglulega íiði sam- anborið við 114,1 m.kr. á sama tímabili árið 2001. Að teknu tilliti til skatta var hagnaðurinn 64,6 m.kr. samanborið við 81,8 m.kr. á sama tíma árið 2001. Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu á 1.016,2 m.kr. og vaxtagjöld 639,8 m.kr. Hreinar vaxtatekjur námu því 376,3 m.kr. samanborið við 332,6 m.kr. á sama tima árió 2001. Er þetta aukning upp á 43,7 m.kr. eða 13,2%. Aðrar rekstrartekjur vom 119,7 m.kr. á árinu á móti 133,5 á sama tíma árið 2001. Önnur rekstrargjöld námu alls 352,6 m.kr. og jukust um 17,9% frá fyrra ári. Framlag í afskriftareikning útlána var 67,7 m.kr. en var 52,9 m.kr. á sama tima árið 2001. Heildarinnlán í ásamt lántöku námu um 12.596,6 m.kr. Þannig jukust innlán um 671 m.kr. eða um 5,6%. Utlán Sparisjóðsins ásamt markaðsskulda- bréfúm námu 14.786,8 m.kr. og höfðu aukist um 803,9 m.kr. eða um 5,8%. I júnilok var niðurstöðutala efnahagsreiknings 17.828,2 m.kr. og hafði hún hækkað á árinu um 889,9 m.kr. eða 5,25%. Eigið fé Spari- sjóðsins nam 1.746,3 m.kr. og er eiginfjár- hlutfall Sparisjóðsins samkvæmt CAD-regl- um er 9,23% en má lægst vera 8%. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 7,4% Sparisjóðurinn í Keflavík rekur fimm af- greiðslur sem starfræktar eru i Keflavík, Njarðvík, Garði, Grindavik og Vogum en höf- uðstöðvar Sparisjóðsins eru í Keflavík. Skýfall á fyrsta skóladegi Fyrsti skóladagur í grunn- skólum Suöurnesja var á mánudag. Hundruð barna streymdu í skólana. Mörg fengu far með pabba eða mömmu, en önnur urðu að ganga. Veðurguöirnir tóku þeim börnum ekki fagnandi því sannkallað skýfall var af himnum. Þessi nemandi Myllubakkaskóla hefúr örugglega mætt „hundvot- ur” í skólann. Vikurfréttamynd/Hilmar Bragi. 160 milljóna kr. Saltfisksetur opnar í Grindavík eftir nokkra daga Heildarkostnaður við upp- setningu Saltfiskseturs Is- lands í Grindavík er um 160 millj kr. Verkinu miðar áfram samkvæmt áætlun og er fyrir- hugað að opna setrið þann 6. september nk. Fyrir liggur lánsloforð frá lslandsbanka til Grindavíkurbæjar til fjár- mögnunar á Saltfisksetrinu fyrir 100 milljónir kr. Lánið er til 15 ára með 6.75% föstum vöxtum til 5 ára. Bæjar- ráð Grindavíkur hefur gefið grænt ljós á lántökuna og falið bæjarstjóra að ganga frá þeim málum. Þá hefúr forstöðumaður Saltfiskseturs verið ráðinn til eins árs. Það er Kjartan S. Krist- jánsson en hann er ráðinn sem Markaðs- og ferðamálafulltrúi Grindavíkurbæjar. ■■■■■■■■ 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.