Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 29.08.2002, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 29.08.2002, Blaðsíða 21
35. tölublað • fimmtudagurinn 29. ágúst 2002 FRETTIR/MANIMLIF Myndina tók Hilmar Bragi í bókabúðinni þar sem þessi unga dama var í þungum þönkum yfir skólainnkaupunum. Líf og fjör í Bókabúðinni Skólabókaflóðið cr hafið! Mikil örtröð hefur verið í Bókabúð Keflavíkur/Pennan- um. Fóik var í öllunt hornum að velja sér stílabækur, ritföng og jafnvel ný pennaveski á meðan aðrir voru á skipti- bókamarkaði og gerðu góð kaup. Þorsteinn Marteinsson verslunar- stjóri og hans fólk er vel undir- búið enda má búast við töm í nokkra daga á meðan skólafólk er að „vígbúast" fyrir veturinn. Það eru ekki alltaf jólin - því nú er það skólinn. Sannkölluð sorpblaðamennska! Bæjarstjórar og sveitarstjór- ar sveitarfélaganna á Suð- urnesjunt fengu afhentar fyrstu sorptunnurnar sem munu taka við af svörtu rusla- pokunum á Suðurnesjum fyrir helgi. Af þessu tilefni stillti myndarlegur stjórahópurinn sér upp við tunnurnar ásamt Guðjóni Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Sambands veit- arfélaga á Suðumesjum. Mönnum varð á orði við mynda- tökuna að þama væri á ferðinni sannkölluð sorpblaðamennska. Nú væri umfjöllun um sorp hins vegar „inn“ og þá vísað til Stað- ardagskrár 21. Dreifing á nýju tunnunum mun hefjast á næstu dögum og verður það auglýst sérstaklega. 21

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.