Morgunblaðið - 26.05.2016, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hefja á byggingu þúsund fermetra
þjónustumiðstöðvar við Skeiðavega-
mót austan við Selfoss í sumar. Stefnt
er að því að opna þjónustumiðstöðina
í apríl á næsta ári.
„Þarna verður flottur íslenskur
veitingastaður þar sem fólk getur
smakkað mat og bjór úr héraðinu.
Við ætlum að leggja áherslu á að
kynna íslensk matvæli og drykki,“
sagði Viggó Sigursteinsson, tals-
maður fjárfesta verkefnisins. „Við
stílum svolítið inn á ferðamenn og
rúturnar. Þarna verður líka eldsneyt-
is- og rafmagnssala.“
Viggó sagði að þjónustumiðstöðin
ætti að falla vel inn í landið á vistvæn-
an máta. Meðal annars myndu hraun-
og grjóthleðslur setja svip sinn á
byggingarnar og umgjörð þeirra.
Byggingarreiturinn er sjö þúsund
fermetrar og er sótt um leyfi til að
byggja allt að fimm þúsund fermetra
húsnæði. Viggó sagði að byggingar
sem kynnu að rísa þarna í framtíðinni
yrðu þjónustutengdar. Ekki væri
ætlunin að byggja gistihús.
Uppbyggingu skipt í áfanga
Skipulags- og byggingarfulltrúi
uppsveita bs. auglýsti 19. maí sl. deili-
skipulag þjónustumiðstöðvarinnar,
sem verður á lóð úr landi Bitru í Flóa-
hreppi. Skipulagið er auglýst í sex
vikur.
Fyrirhuguð þjónustumiðstöð á að
rísa á spildu úr landi Bitru við vega-
mót Suðurlandsvegar og Skeiða- og
Hrunamannavegar. Svæðið er um
þrír hektarar. Á þessum stað er nú
skoðunarplan Vegagerðarinnar og
fjarskiptamastur.
Á deiliskipulagsuppdrættinum
kemur fram að uppbyggingu svæð-
isins verði skipt í áfanga. Í fyrsta
áfanga verður byggð fyrrgreind
1.000 fermetra þjónustumiðstöð. Þá
er átt við þjónustu við ferðamenn og
umferð um þjóðveginn auk nærsvæð-
isins. Þjónustan nær til eldsneytis-
sölu, matsölu, minjagripasölu og sölu
annars varnings og þjónustu.
Þar segir einnig: „Markmiðið er að
skipuleggja þjónustumiðstöð, þar
sem haft er að leiðarljósi að bygg-
ingar falli vel að landslagi og styðji
vel við þá starfsemi sem þarna fer
fram. Fyrirhugað er að sækja um
vínveitingaleyfi fyrir starfsemi sem
rekin verður á svæðinu.“
Þjónustumiðstöð við Skeiðavegamót
Veitingastaður sem leggur áherslu á að kynna íslenskan mat og drykk Eldsneytis- og rafmagns-
sala fyrir farartækin Sótt um að byggja allt að 5.000 m2 hús Ekki stendur til að byggja gistihús
Ný þjónustumiðstöð
SELFOSS
Suðurlands
vegur
Sk
eið
a-
og
Hr
un
am
an
na
ve
gu
r
ÞJÓRSÁ
Loftmyndir ehf.
Fyrirhuguð
þjónustumiðstöð
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Embætti landlæknis fékk í fyrra 34
andlát til skoðunar þar sem líkur
eru á að dauðsföllin megi rekja til
lyfjaeitrunar og leiddi athugun í
ljós að í mörgum tilfellum höfðu
hinir látnu ekki fengið lyfin ávísuð
sjálfir.
„Mikið af ávanabindandi lyfjum
sem læknar ávísa ratar á svartan
markað vegna þess að einstakling-
ar gera sér upp veikindi til að fá
lyf til að selja,“ segir Ólafur B.
Einarsson, verkefnisstjóri lyfja-
mála hjá landlækni, í umsögn til
Alþingis við þingsályktunartillögu
heilbrigðisráðherra um lyfjastefnu
til ársins 2020. Ólafur segir í sam-
tali við Morgunblaðið að menn
horfi upp á annan veruleika hér á
landi en í nágrannalöndunum
,,vegna þess að læknalyf eru tengd
alvarlegri misnotkun í miklu meiri
mæli hér en virðist vera annars
staðar“.
Í umsögn Ólafs til velferðar-
nefndar þingsins segir hann að hér
séu læknalyf stór hluti af alvarlegri
misnotkun en aðrar þjóðir glími við
vandamál vegna misnotkunar ólög-
legra efna.
Í umsögninni segir hann sum
þessara lyfja mjög hættuleg ef þau
séu misnotuð. ,,[...] árið 2015 voru
34 andlát til skoðunar hjá EL
[embætti landlæknis] en skoðun
leiðir í ljós að í mörgum tilfellum
höfðu hinir látnu ekki fengið ávísað
lyfjunum sjálfir. Í 9 af þessum 34
fannst methylfenidat (t.d. lyfið Rí-
talín) en aðeins einn hafði fengið
lyfinu ávísað,“ segir í umsögn hans
um þingmálið.
Hundruð innlagna á bráðadeild
Á hverju ári séu hundruð ein-
staklinga lögð inn á bráðadeild
Landspítala vegna lyfjaeitrana en
embætti landlæknis hafi ekki skýrt
leyfi til að skoða markvisst ávísanir
til þessara einstaklinga.
Ólafur segir landlæknisembættið
geta kallað eftir upplýsingum „en
við getum ekki skoðað markvisst
hverju þetta fólk er að fá ávísað
áður en það leggst inn og spítalinn
er ekki í nokkurn stakk búinn að
tilkynna þeim læknum sem ávísa
lyfjunum,“ segir hann í samtali við
Morgunblaðið.
„Ef við ætlum að taka á þessum
málum verður að gera eitthvað rót-
tækt. Það þýðir ekkert að vera að
berjast með hendurnar bundnar
fyrir aftan bak,“ bætir hann við.
Í umsögninni bendir Ólafur einn-
ig á að mörg lyf séu gerð upptæk
af lögreglu en ábendingar berist
sjaldan til Embættis landlæknis
svo að ekki hægt sé að stöðva ávís-
anir til þeirra sem selji. Engin lög
eða reglugerðir gefi leyfi fyrir því
að slíkar upplýsingar berist frá
lögreglu til landlæknis og öfugt.
Skoðar dauðsföll vegna lyfjaeitrunar
Læknalyf eru tengd alvarlegri misnotkun í mun meiri mæli hér á landi en annars staðar Ávana-
bindandi lyf rata á svarta markaðinn „Verður að gera eitthvað róttækt“ segir landlæknisembættið
Morgunblaðið/Ómar
Landspítalinn Hundruð einstak-
linga eru lögð inn á bráðadeild
vegna lyfjaeitrana á hverju ári.
Laugarnesskóli í Reykjavík held-
ur upp á 80 ára afmæli sitt á
laugardag í samstarfi við árlegu
hverfishátíðina Laugarnes á ljúf-
um nótum. Börnin hafa í vikunni
undirbúið afmælishátíðina með
ýmsum hætti.
Sigríður Heiða Bragadóttir,
skólastjóri Laugarnesskóla í tæp-
lega 10 ár, segir skólann hafa
sérstæð einkenni. „Það sem ein-
kennir Laugarnesskóla er að
hann hefur sterkar rætur. Við
höfum haldið í morgunsöngshefð-
ina og komum saman á hverjum
einasta degi og syngjum tvö lög.
Hann er einnig framsækinn að
því leyti að við leitum stöðugt
leiða til að bæta starfið.“ Skólinn
hefur einnig sérstöðu meðal ís-
lenskra grunnskóla vegna þeirra
listaverka, sem í honum standa
og hanga. Forsalurinn var
skreyttur af Ásmundi Sveinssyni
og ganga skólans prýða mörg
málverk eftir Jóhann Briem.
Skólinn verður opinn gestum
og gangandi á laugardag milli 13
og 16. Dagskráin er fjölbreytt og
alls kyns sköpunarverk nemenda
verða til sýnis, þar á meðal mósa-
ík-veggmynd sem allir nemendur
lögðu stein í. Skólablöð frá árinu
1945 til dagsins í dag verða til
sölu í fjáröflunarskyni fyrir
skólaselið. tfh@mbl.is
Morgunsöngur sunginn
hvern skóladag í áttatíu ár
Stórafmæli í Laugardalnum
Sjálfsmyndir Nemendur og kennarar hafa í vikunni teiknað sjálfsmyndir
með hjálp spegla og verða þær sýndar á laugardag.
Morgunblaðið/Ófeigur
Sungið Nemendur Laugarnesskóla sungu í gær morgunsöng eins og þeir hafa gert á hverjum morgni í áttatíu ár.