Morgunblaðið - 26.05.2016, Page 4

Morgunblaðið - 26.05.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2016 Á þriðjudag kom upp eldur í nóta- skipinu Kareliu undan ströndum Marokkó. Mannbjörg varð en skipið sökk að því er fregnir herma. Karelia hét áður Sjávarborg GK. Skipið var smíðað í Slippstöðinni á Akureyri árið 1981 og afhent eig- andanaum, Sjávarborg hf. í Sand- gerði, í lok janúar 1982. Smíði skipsins var með nokkuð sérstökum hætti en skrokkur skips- ins var smíðaður í Póllandi hjá Gdynska Stocznia Romontowa í Gdynia. Skrokk ásamt aðalvélar- búnaði keypti Slippstöðin hf. frá Danmörku og kom hann til landsins í október 1977. Verksali lét síðan lengja skrokkinn um 6 metra og byggja yfir aðalþilfar og annaðist það verk Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi. Í mars 1978 var skrokk- urinn dreginn til Akureyrar og síð- an unnið við skipið í ígripum vegna söluerfiðleika. Í maí 1981 var smíð- inni lokið miðað við upphaflega veiðimöguleika og hlaut skipið þá nafnið Þórunn Hyrna EA-42 og var í eigu Slippstöðvarinnar hf. Seint á árinu 1981 samdi fyrirtækið Sjáv- arborg hf. í Sandgerði um kaup á skipinu og lét gera breytingar á því hjá Slippstöðinni. Sjávarborgin aflaði ágætlega en engu að síður missti útgerðin skipið á nauðungaruppboði vorið 1993. Á uppboðinu bauð enginn yfir þær 350 milljónir sem Fiskveiðasjóður átti á fyrsta veðrétti. Eignaðist sjóðurinn því skipið og setti í sölu. Alls bárust 15 tilboð í skipið en þeim var öllum hafnað. Svo fór að lokum að sjóðurinn seldi skipið til Svíþjóðar en kvóti skipsins, rúm- lega 1.000 fiskígildistonn, var seldur innanlands. Fram kemur í frétt í sjómanna- blaðinu Ægi árið 1982 að Slipp- stöðin á Akureyri hafi á þessum ár- um verið mjög öflug í nýsmíði skipa. „Á síðustu tæpum sex árum hefur Slippstöðin hf. afhent átta stór fiskiskip, þar af sex skuttogara og tvö nótaveiðiskip,“ segir í frétt- inni. sisi@mbl.is Karelia brennur Leki kom að skipinu undan ströndum Marokkó og síðan kviknaði eldur. Skipverjar björguðust. Slippstöðvarskip sökk við Marokkó  Hét áður Sjávarborg GK  Var selt úr landi árið 1993 Sveitarfélög hafa að undanförnu verið að afgreiða ársreikninga fyrir seinasta ár og er ljóst að reksturinn var mörgum þungur. Mun meiri bjartsýni er hins vegar á árið í ár heldur en gert var ráð fyrir í út- komuspám sveit- arfélaga í fyrra, skv. upplýsingum Halldórs Hall- dórssonar, for- manns Sambands íslenskra sveitar- félaga. „Fjár- hagsáætlanir sveitarfélaga eru gegnumgangandi mun bjartsýnni fyrir árið 2016 og er reiknað með töluverðri tekju- aukningu í flestum tilvikum,“ segir hann. Útlit er fyrir að skatttekjur sveitarsjóða aukist umtalsvert á þessu ári af hærri launum sem sam- ið var um í kjarasamningum en kostnaður þeirra jókst mikið á sein- asta ári þegar gengið var frá samn- ingum við starfsmenn. Halldór seg- ir að launahækkanir í fyrra hafi orðið miklar ,,og tekjurnar koma kannski ekki alveg jafn fljótt og við höfðum vænst en þær eru algerlega búnar að skila sér og vel það á árinu 2016,“ segir hann. Þannig geri t.d. Reykjavíkurborg sem kvartaði sáran undan miklum launahækkunum samt sem áður ráð fyrir mun meiri tekjuaukningu en sem nemur hækkun launakostnaðar á yfirstandandi ári. Heildartekjur hækki um 9% Í fjármálaáætluninni fyrir árin 2017–2021, sem fjármálaráðherra lagði fyrir Alþingi í vor, kemur fram að áætlað er að á síðasta ári hafi heildarafkoma A–hluta sveitar- félaga verið neikvæð um 13 millj- arða. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir að rekstrarafkoman verði já- kvæð um 3,9 milljarða og að heild- artekjur sveitarfélaganna verði um 300 milljarðar kr. eða 12,7% af landsframleiðslu og hækki um rúm- lega 9% milli ára. omfr@mbl.is Meiri bjartsýni á árið í sveitarfélögum  Tekjur vaxa af hærri launum og auknum umsvifum / Afkoma Launakostnaður sveitarfé- laga jókst vegna kjarasamninga. Halldór Halldórsson SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Um 10% fullorðinna landsmanna fóru í ljósabekki í fyrra. Notkun þeirra hefur minnkað talsvert und- anfarin ár, en t.d. fóru 30% Íslend- inga eldri en 18 ára í ljós árið 2004. Fleiri konur en karlar fóru í ljósabekki og þær sem helst gerðu það voru á aldrinum 18-24 ára. Reykvíkingar fara meira í ljós en íbúar annars staðar á landinu og það gildir einnig um þá sem eru með lægstu tekjurnar. Þá er nokk- uð um að unglingar á aldrinum 12- 17 ára fari í ljós, þó að aldurs- takmark í ljósabekki sé 18 ára. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun sem gerð var af Gallup fyrir samstarfshóp um varn- ir gegn útfjólubláum geislum, sem í sitja fulltrúar frá Geislavörnum rík- isins, Embætti landlæknis, húð- læknum og Krabbameinsfélaginu. Hópurinn hefur reglulega látið kanna ljósabekkjanotkun Íslend- inga frá árinu 2004 Á þeim 12 árum sem þetta hefur verið kannað hefur ljósabekkja- notkun ungmenna minnkað tölu- vert. Til dæmis notuðu um 38% ungmenna ljósabekki í einhverjum mæli árið 2004, en núna er þetta hlutfall tæp 25%. Árið 2005 fóru um tveir þriðju stúlkna á aldrinum 18- 24 ára í ljós en í fyrra var þetta hlutfall komið niður í 55%. Einstaklingum yngri en 18 ára er óheimil notkun ljósabekkja í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum, en lög þess efnis gengu í gildi í byrjun árs 2011. Þrátt fyrir það sýnir könnunin að tæp 11% ungmenna á aldrinum 12- 17 ára fara í ljós, rúm 15% stúlkna og 6,5% pilta. Ábendingar um börn í ljósum Elísabet Dolinda Ólafsdóttir, að- stoðarforstjóri og gæðastjóri Geislavarna ríkisins, er í áð- urnefndum starfshóp og segir að nokkuð sé um að stofnuninni berist ábendingar um að sólbaðsstofur selji börnum yngri en 18 ára ljósa- tíma. Hún segir að Geislavarnir hafi lítið svigrúm til að framfylgja þessu aldurstakmarki. Eftirlit með sólbaðsstofum sé á hendi heilbrigð- isfulltrúa og heilbrigðiseftirlits á viðkomandi stöðum, þeir séu látnir vita af slíkum tilfellum og þeir fari þá yfirleitt á staðinn og kanni mál- ið. Starfsemi sólbaðsstofa er leyf- isskyld og Elísabet segist ekki vita til þess að nein stofa hafi misst starfsleyfi vegna þessa. Þegar einstakir aldurshópar eru skoðaðir sést að 30% Íslendinga á aldrinum 18-24 ára fara í ljós og er það langfjölmennasti aldurshóp- urinn. Þá tengist notkun ljósa- bekkja tekjum, en tekjulágir fara mest allra tekjuhópa í bekkina. Sá tekjuhópur sem sækir ljósabekkina næstmest eru þeir sem eru með hæstu tekjurnar, milljón á mánuði eða meira. Hunsa aldurstakmark í ljósabekki  Nokkuð um að börn allt niður í 12 ára fari í ljósabekki þrátt fyrir 18 ára aldurstakmark  Dæmi- gerður ljósabekkjanotandi er 18-24 ára kona sem býr í Reykjavík  Tekjulágir fara mest í ljós Morgunblaðið/RAX Í ljósum Verulega hefur dregið úr ljósabekkjanotkun Íslendinga und- anfarið. Þó sýnir könnun að nokkuð er um að börn og unglingar fari í ljós. Fullorðnir 10,9% Stelpur 12-17 ára 15,1%18-24 ára 30% Reykvíkingar 13% Meðaltekjur undir 250.000 20% Grunnskólapróf 16% Milljón eða meira í meðaltekjur 13% Háskólapróf 11% Strákar 12-17 ára 6,5% Konur 15% Karlar 7% Ljósabekkjanotkun Íslendinga 2015 Þessir fara í ljós: H ei m ild :G al lu p Meðal þess sem spurt var um í könnun Gallup var hvort og hversu oft húðin hefði brunnið af völdum sólar eða ljósabekkja, en ekki er greint þar á milli. Rúm 25% fullorðinna sögðust hafa brunnið undanfarna 12 mánuði og 46% ungmenna á aldrinum 12 - 24 ára. Elísabet segir þetta koma virkilega á óvart og að þetta þurfi nánari skoðunar við. „Stundum hafa þeir sem brenna í ljósum samband við okkur og þá skráum við það hjá okkur. Heilbrigðisfulltrúar á viðkom- andi svæði eru látnir vita og þeir fara á vettvang og kanna málið.“ Elísabet segir að ein ástæða þess að fólk brennur í ljósa- bekkjum geti verið að í þeim séu perur sem ekki séu ætlaðar við- komandi bekk. Sólbruni er algengur 46% UNGMENNA BRUNNU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.