Morgunblaðið - 26.05.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2016
Karlmaður sem meiddist á hendi í
vinnuslysi í janúar árið 2011 og
stefndi ríkinu krafðist þess að fá 35
millljónir króna í skaðabætur vegna
háttsemi læknis og nota á við-
kvæmum persónuupplýsingum.
Samkvæmt dómi héraðsdóms, sem
féll síðastliðinn mánudag, ber ís-
lenska ríkinu hins vegar að greiða
manninum 100.000 krónur í skaða-
bætur.
Maðurinn leitaði til tveggja lækna
vegna áverka sinna, annars vegar í
Neskaupstað og hins vegar í Reykja-
vík. Læknarnir voru ósammála um
hvaða meðferð skyldi beita og fór
málið fyrir siðanefnd Læknafélags-
ins. Við meðferð þess sótti annar
læknanna upplýsingar um manninn
úr sjúkraskrá og notaði sér til varn-
ar. Ríkið hefur viðurkennt bóta-
ábyrgð og sneri ágreiningurinn því
að fjárhæð skaðabótanna, sem varð
mun lægri en maðurinn krafðist, líkt
og fram kemur í úrskurði héraðs-
dóms. erla@mbl.is
Fær bætur
vegna
vinnuslyss
Krafðist 35 millj-
óna en fékk 100 þús.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Neskaupstaður Slysið gerðist þeg-
ar maðurinn var á leið til vinnu.
Belgíska stórfyrirtækið Jan de Nul
átti lægsta tilboðið í dýpkun við
Bæjarbryggju í Siglufirði, en tilboð
í verkið voru opnuð hjá Vegagerð-
inni í vikunni.
Jan de Nul hefur unnið að dýpk-
un Landeyjahafnar undanfarin
misseri.
Belgíska fyrirtækið bauðst til að
vinna verkið fyrir tæpar 51,3 millj-
ónir. Er það tæpum 22 milljónum
undir áætlaðum verktakakostnaði,
sem var 73 milljónir.
Björgun ehf í Reykjavík bauð
tæpar 70 milljónir í verkið. Helstu
verkþættir og magntölur í útboðs-
lýsingu voru:
Dýpkun á fínu efni framan við
Bæjarbryggju og innsiglingu í
Siglufjarðarhöfn og losun fínefna í
sjó við Siglunes og grófara efni á
fyllingarsvæði við enda Bæj-
arbryggju. Dýpkun á fínu efni um
65.000 m3 og dýpkun á grófara efni
um 15.000 m3
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1.
ágúst 2016.
Belgíska fyrirtækið Jan de Nul
komst fyrst í fréttirnar í ágúst 2015
þegar í ljós kom að það átti lægsta
tilboðið í dýpkun Landeyjahafnar
árin 2015 til 2017. Fyrr í þessum
mánuði voru opnuð tilboð í svokall-
aða haustdýpkun Landeyjahafnar
árin 2016 til 2018. Þar átti belgíska
fyrirtækið einnig lægsta tilboðið.
Það hefur ekki boðið í önnur
dýpkunarverkefni hér á landi þar
til nú.
Í flota Jan De Nul eru 75 skip og
er fyrirtækið hið stærsta sinnar
tegundar í heiminum. sisi@mbl.is
Belgarnir lægstir enn á ný
Ljósmynd/Landeyjahöfn
Dýpkun Belgíska sanddæluskipið Galileo 2000 að störfum í Landeyjahöfn.
Jan de Nul átti lægsta tilboð í dýpkun í Siglufirði
Almenna leigu-
félagið sem
keypti 450 íbúðir
af Íbúðalánasjóði
er ekki í eigu
Gamma, eins og
sagt var í frétt
um leigumiðlara
og leigumark-
aðinn á blaðsíðu 4
í Morgunblaðinu í
gær.
Rétt er, samkvæmt upplýsingum
frá Gamma Capital Management, að
fyrirtækið stýrir sjóðum sem eiga
Almenna leigufélagið. Almenna
leigufélagið er hins vegar í eigu
þriggja fasteignasjóða sem sjóð-
félagar svo eiga. Það eru því í raun
sjóðfélagar í umræddum fast-
eignasjóðum sem keyptu Klett, dótt-
urfélag Íbúðalánasjóðs, með þeim
450 íbúðum sem í eigu þess eru.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Almenna
leigufélagið í
eigu sjóðfélaga
Hús Félagið er nú
með 1000 íbúðir.