Morgunblaðið - 26.05.2016, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.05.2016, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2016 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Innan bæjarmarka Tetelcingo í Mexíkó fer nú fram uppgröftur í fjöldagröf sem talið er að geymi yfir 100 lík. Var gröfin á sínum tíma graf- in af stjórnvöldum sökum þess að ekki var lengur hægt að geyma jarð- neskar leifar fólks sem látist hafði vegna ofbeldisglæpa, s.s. í átökum glæpagengja, í líkhúsum vegna mik- ils plássleysis. Almenningur komst fyrst á snoðir um fjöldagröfina í mars á seinasta ári. Fréttaveita AFP greinir frá því að fjölmargir ættingjar fólks sem sakn- að er hafi safnast saman utan við ör- yggisgirðingu sem reist hefur verið við gröfina. Einn þeirra er Guillerm- ina Sotelo sem leitar sonar síns sem hvarf sporlaust fyrir nærri fjórum árum. „Þetta er algert óréttlæti. Það hefði ekki átt að henda þessu fólki í gryfju eins og um skepnur væri að ræða,“ segir hann í samtali við AFP. Tvær 10 m djúpar gryfur Fjöldagröfin virðist skiptast í tvær gryfjur sem báðar eru um 10 metra djúpar. Sú ákvörðun stjórn- valda að koma líkum þar fyrir þykir vera til marks um hve alvarlegt ástandið er í Mexíkó þegar kemur að ofbeldisglæpum og mannfalli þeim tengdum. Maria Concepcion Hernandez, móðir ungs manns sem myrtur var í maí 2013, er sú sem vakti athygli al- mennings á fjöldagröfinni. Gerði hún það eftir að hafa fengið upplýsingar frá stjórnvöldum þess efnis að sonur hennar hefði verið grafinn þar. Lík hans var grafið upp í desember síð- astliðnum og á myndbandsupptöku, sem sýnir uppgröftinn, má sjá að lík mannsins lá undir fjölmörgum öðr- um líkum. Minnst 28.000 eru horfnir AFP greinir frá því að í fylkinu Morelos, þar sem meðal annars má finna áðurnefndan bæ, sé fíkniefna- neysla sú mesta í landinu og fylgja henni fjölmörg alvarleg afbrot á borð við mannrán og morð. Talið er að um 28.000 manns hafi horfið sporlaust í Mexíkó á undan- förnum tíu árum. AFP Uppgröftur Sérfræðingar fara nú yfir fjöldagröf sem fannst við bæinn Tetelcingo, en yfir 100 manns hvíla þar. Telja yfir 100 lík vera í fjöldagröf í Mexíkó  Þegar líkhús fylltust var líkum safnað í tvær gryfjur Mawlawi Hibatullah Akhundzada er nýr leiðtogi talibana í Afganistan. Tekur hann við af Mullah Akhtar Mansour sem nýverið var drepinn í drónaárás Bandaríkjahers í suð- vesturhluta Pakistans. Er það breska ríkisútvarpið (BBC) sem greinir frá þessu og vitnar til yf- irlýsingar talibana. Í valdatíð Mansours neituðu tal- ibanar ítrekað að taka þátt í nokk- urs konar friðarviðræðum við stjórnvöld í Afganistan og segja sérfræðingar í öryggis- og varn- armálum, sem BBC ræddi við, afar ólíklegt að breyting verði á þeirri stefnu nú þegar Akhundzada er tekinn við keflinu. Hver er hinn nýi leiðtogi? Akhundzada er á bilinu 45 til 50 ára gamall og kemur frá Kandahar, einu helsta höfuðvígi talibana, í suð- urhluta Afganist- ans. Hann er sagður vera meiri trúarleið- togi en herforingi og hefur Ak- hundzada lengi verið áhrifamað- ur innan víga- sveitanna. Samkvæmt BBC hefur hann t.a.m. verið æðsti yfirmaður dóm- stóla talibana og næstráðandi á eft- ir Mansour, fyrrverandi leiðtoga talibana. Þá segja sérfræðingar hann hafa náin tengsl við leiðtoga talibana í borginni Quetta í ná- grannaríkinu Pakistan. Fram kemur í áðurnefndri yf- irlýsingu að hann hafi einróma ver- ið valinn leiðtogi samtakanna af Shura-ráðgjafarráðinu. khj@mbl.is Talibanar velja nýjan leiðtoga  Var áður næstráðandi í samtökunum Mawlawi Akhundzada Minnst sjö drukknuðu þegar bát flóttafólks hvolfdi undan ströndum Líbýu í gær. Fréttaveita AFP segir bátinn hafa verið yfirfullan af fólki. Ítalski sjóherinn segist hafa náð að bjarga um 500 manns úr hafinu, en þegar Morgunblaðið fór í prentun var búið að finna lík sjö einstaklinga. Björgunaraðgerðir stóðu hins vegar enn yfir á svæðinu og eru því líkur á að fleiri hafi farist í slysinu. Eftirlitsskip ítalska sjóhersins var fyrst til þess að sjá bát flóttafólksins á siglingu undan ströndum Líbýu. „Skömmu síðar hvolfdi bátnum sök- um þess hve margir voru um borð. Áhöfn eftirlitsskipsins, sem þá var statt skammt frá, kastaði björg- unarvestum og -bátum í hafið,“ hef- ur AFP eftir sjóhernum, en annað herskip, sem einnig var statt skammt frá, sendi þegar í stað björgunarþyrlu á vettvang. Búið er að flytja um 40.000 flótta- menn yfir til Ítalíu það sem af er þessu ári, en fyrstu tvo daga þess- arar viku var hátt í 6.000 manns bjargað á hafinu. khj@mbl.is AFP Flóttafólk Ítalski sjóherinn náði þessari mynd þegar bátnum hvolfdi. Um 500 var bjargað úr sjávarháska Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík Laugavegi 99 – Sími 777 2281 (gengið inn frá Snorrabraut) aff.is Concept store Fallegt fyrir heimilið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.