Morgunblaðið - 26.05.2016, Qupperneq 22
Vorið 2004 útbjó ég blað fyrir með-
mælanda til að mæla með mér sem
forsetaefni, skrifa nafn sitt, kt. og lög-
heimili með blokkstöfum og undirrita
svo. Alls skrifuðu fjórir undir og sér-
hver á A-4 blað. Þeir sem hafa skorað
á einstakling til að bjóða sig fram til
forseta á liðnum vetri, hefðu frekar
mátt láta hann fá skrifleg meðmæli
sín um að hann teljist hæfur sem for-
setaefni. Þannig hefði vinur Þorgríms
Þráinssonar betur mátt rétta Þor-
grími skrifleg meðmæli sín, en að
stofna fésbókarsíðu. Sömuleiðis hefðu
þeir sem stofnuðu fésbókarsíðu til að
hvetja Höllu Tómasdóttur til að bjóða
sig fram, frekar átt að skrifa með-
mæli sín á blað og afhenda henni.
Slíkt var hins vegar gert þegar um
500 meðmælendur höfðu undirritað
að sjúkrahúspresturinn teldist hæfur
sem forsetaefni. Þeir rúmlega 6.000
manns sem hafa skorað á Guðna Th.
mættu nú senda honum skrifleg með-
mæli sín. Þeir sem hafa ritað grein
um hæfni manna til forystu mættu nú
sömuleiðis fylgja því eftir með með-
mælum.
Guðmundur Rafn
Geirdal Bragason.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Áskorendur þurfa
að senda meðmæli
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2016
Í komandi alþing-
iskosningum eiga
kjósendur um tvennt
að velja. Fjórflokkinn
svokallaða, rúinn öllu
trausti, eða önnur
framboð. Í því sam-
bandi er vert að
vekja athygli á ný-
stofnuðum flokki, Ís-
lensku þjóðfylking-
unni (ÍÞ).
Þjóðfylking eða Píratar ?
Ekki er hægt að hugsa sér eins
gjörólíka flokka og þessa tvo, Ís-
lensku þjóðfylkinguna og Pírata.
Stjórnlyndi eða anarkisma. Meðan
Íslenska þjóðfylkingin teflir fram
skýrri og afgerandi stefnu til
helstu þjóðmála í dag er stefnu-
leysið aðalsmerki Pírata, enda
skilgreina þeir sig sem anarkista,
stjórnleysingja. Þegar ÍÞ segist
standa vörð um fullveldi og sjálf-
stæði Íslands, íslenska
þjóðmenningu, tungu,
þjóðleg gildi og
kristna trú, boða Pí-
ratar hið gagnstæða.
Vilja þjóðríkið feigt,
boða nánast „no bor-
ders“-pólitík, og vilja
nánast afnema allt
skipulagsbundið vald,
enda hafa anarkistar
hvergi náð kosningu í
heiminum frá upphafi
ferils síns á 19 öld.
Nema á Íslandi. At-
hyglisvert!
Þjóðfylkingin,
flokkur fólksins
Í grunnstefnu ÍÞ er lögð megin-
áhersla á að vera flokkur fólksins,
almennings á Íslandi. Málefni fjöl-
skyldunnar, heimilanna, smærri
og meðalstórra fyrirtækja í einka-
rekstri, hornsteinar samfélagsins.
Málefni aldraða og öryrkja setur
Íslenska þjóðfylkingin ávallt í önd-
vegi, svo og að berjast gegn fá-
tækt. Málefni ungs fólks, fram-
tíðar Íslands, eru einnig í
brennidepli. Afnám verðtrygg-
ingar, upptaka þjóðpeningakerfis
og hækkun persónuafsláttar. Þá
vill ÍÞ endurskoða fiskveiðistefn-
una frá grunni og opna á frjálsar
strandveiðar, er yrði mikil lyfti-
stöng fyrir allar íslensku sjávar-
byggðirnar. ÍÞ vill Landsvirkjun
áfram í þjóðareigu, engan sæ-
streng til útlanda og Reykjavík-
urflugvöll áfram. Svo dæmi séu
tekin.
Þjóðfylking gegn spillingu
Þá er í grunnstefnu ÍÞ sérstak-
lega lögð mikil áhersla á að tekið
verði af hörku á allri spillingu og
fjármálamisferli. Við eigum að
uppræta hverskyns skattaskjól og
refsa þeim hart sem þau stunda.
Þá á leynibox fyrrverandi vinstri-
stjórnar til 110 ára tafarlaust að
opna! ÍÞ vill „báknið“ birt!
Þjóðaröryggi í fyrirrúmi
Gagnstætt Pírötum og vinstri-
sinnuðum róttæklingum leggur ÍÞ
mikla áherslu á þjóðaröryggi ís-
lensku þjóðarinnar. Styður
NATO-aðild, uppsögn á Schengen
og úrsögn úr EES, en tvíhliða við-
skiptasamning við ESB, hert
landamæraeftirlit ásamt eflingu
lögreglu, tolls, Landhelgisgæslu
og að Íslendingar taki aukinn þátt
í eigin vörnum. Þá vill ÍÞ herta
innflytjendalöggjöf og hafnar því
þverpólitískri nefndartillögu Ótt-
ars Proppés og félaga um nánast
galopin landamæri. ÍÞ styður hins
vegar öflugar aðgerðir til aðlög-
unar þess ágæta fólks sem vill
setjast hér að. – Hjá ÍÞ er ESB-
aðild og TISA-samningar á bann-
lista. Í ljósi upplausnar Schengen
og íslamskrar hryðjuverkaógnar í
Evrópu telur ÍÞ fulla ástæðu til
að banna moskur á Íslandi eins og
þegar er farið að gera í evrópsk-
um borgum. ÍÞ hafnar íslams-
væðingunni!
Breiðfylking þjóðhollra
borgaralegra afla
Hér hefur aðeins verið vakin at-
hygli á ÍÞ, breiðfylkingu þjóð-
hollra borgaralegra afla. Frekar
um ÍÞ má finna á fésbókarsíðu ÍÞ,
en Helgi Helgason stjórnmála-
fræðingur er talsmaður ÍÞ fram
að flokksþingi í maí þar sem end-
anlega verður gengið frá málum.
Hvetjum því allt þjóðhollt, heið-
arlegt og borgarasinnað fólk að
koma til liðs við ÍÞ nú í kjölfar al-
þingiskosninga. Landi og þjóð til
heilla!
Íslensk þjóðfylking eða Píratar
Eftir Guðmund
Jónas Kristjánsson
Guðmundur Jónas
Kristjánsson
»Ekki er hægt að
hugsa sér eins gjör-
ólíka flokka og þessa
tvo. Íslensku þjóðfylk-
inguna og Pírata.
Stjórnlyndi eða
anarkisma.
Höfundur er bókhaldari og situr
í bráðabirgðastjórn Íslensku
þjóðfylkingarinnar.
Meðvitund um mik-
ilvægi þess að brugðist
sé við aðsteðjandi
hættu vegna loftslags-
breytinga er sem betur
fer að aukast hér á
landi. Stór framleiðslu-
fyrirtæki eins og það
sem ég starfa hjá þurfa
að ganga á undan með
góðu fordæmi.
Hjá Vífilfelli er umhverfisstefnan
hluti af grundvallargildum okkar.
Við vinnum stöðugt að því að
draga úr áhrifum okkar á umhverf-
ið, m.a. með því að auka endur-
vinnslu. The Coca-Cola Company
gerir til okkar afar strangar kröfur
en einnig höfum við innleitt al-
þjóðlega umhverf-
isstjórnunarstaðalinn
ISO 14001. Þá hefur
Vífilfell undirritað
samkomulag við
Reykjavíkurborg og
Festu, miðstöð um
samfélagsábyrgð, þar
sem við skuldbindum
okkur til að draga úr
losun gróðurhúsa-
lofttegunda, draga úr
sorpi og skila skýrslu
um árangur okkar.
Skýrsluna fyrir síðasta ár má finna á
vifilfell.is. Einnig höfum við skrifað
undir Global Compact-yfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna og eru tíu
grundvallarviðmið þeirra höfð í
heiðri í framleiðslu okkar.
Stefnum á 90%
endurvinnsluhlutfall
Eitt af forgangsverkefnum okkar
er að tryggja rétta losun úrgangs á
vinnusvæði okkar og að þjálfa allt
starfsfólk í meðhöndlun úrgangs.
Við ætlum að leggja aukna áherslu á
flokkun sorps inni á skrifstofum Víf-
ilfells með því að innleiða einfalt
flokkunarkerfi með aðstoð Gáma-
þjónustunnar, sem sér um að hirða
sorpið okkar. Við erum einnig í sam-
starfi við Gámaþjónustuna um
hvernig megi koma í veg fyrir sorp í
landfyllingum.
Allar vörur Vífilfells eru í dag í
endurvinnanlegum umbúðum og við
hvetjum viðskiptavini okkar til að
endurvinna. Á undanförnum árum
hefur endurvinnsluhlutfall okkar
hækkað jafnt og þétt og það sem af
er þessu ári er heildarendurvinnslu-
hlutfallið 85%. Betur má ef duga
skal og höfum við sett okkur það
markmið að auka hlutfallið um eitt
prósentustig á ári til ársins 2020,
þegar það verður orðið 90%.
Einn og hálfur fótboltavöllur
af áli endurunninn
Sem dæmi um áhrifin sem bætt
vinnubrögð við endurvinnslu geta
haft þá skilaði endurvinnsla bylgju-
pappa frá Vífilfelli árið 2015 minni
losun koltvíoxíðs sem samsvarar út-
blæstri 75 bíla. Endurunnið ál, flatt
út í sömu þykkt og gosdós, myndi
þekja tæplega einn og hálfan fót-
boltavöll. Einnig endurunnum við
timbur sem samsvarar yfir 3.000
Euro-vörubrettum og plastflöskur
sem endurvinna má í polyesterþræði
til að búa til 120.000 flíspeysur. Enn
má gera betur og stefna Vífilfells er
að vera eitt umhverfisvænasta fram-
leiðslufyrirtæki landsins.
Öll þessi mikilvægu verkefni sem
hleypt hefur verið af stokkunum á
Íslandi og á alþjóðavísu hafa verið
okkur mikil hvatning og vonandi
getur þessi litla grein orðið til þess
að forsvarsmenn fleiri fyrirtækja
hér á landi fari að skoða hvernig þeir
geti dregið úr óæskilegum áhrifum á
umhverfið sem er sameign okkar
allra
Endurvinnsla framleiðslufyrirtækja
og loftslagsbreytingar
Eftir Sveinbjörn
Jónsson
»Vífilfell stefnir á 90%
endurvinnsluhlutfall
árið 2020 og að vera um-
hverfisvænasta fram-
leiðslufyrirtæki landsins
Höfundur er gæða-, öryggis-
og umhverfisstjóri Vífilfells.
Sveinbjörn Jónsson
Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð
og samþykkt af Mannvirkjastofnun.
Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna
og léttir þrif.
Stigahúsateppi
Mikið úrval!
Mælum og gerum tilboð
án skuldbindinga og kostnaðar
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is
Sérverslun með teppi og parket