Morgunblaðið - 26.05.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 26.05.2016, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2016 Maí er alþjóðlegur fótverndarmánuður og er hann tileinkaður ým- iss konar málefnum sem snerta fætur og heilbrigði þeirra. Í ár er maí tileinkaður krabba- meini og fótum. Þú hugsar kannski hvernig getur krabbamein tengst fótunum? Jú, það er margt sem tengist fótunum í sambandi við krabbamein. Berð þú sólarvörn á iljarnar? Eins og sólin er dásamleg þá getur hún verið skaðleg. Við erum sem bet- ur fer orðin meðvituð um skaðsemina og almenningur farinn að nota sól- arvörn daglega en við eigum það til að gleyma að bera sólarvörn á fæturna, sérstaklega undir iljarnar þar sem húðin er berskjölduð. Sortuæxli geta myndast á rist, milli táa, undir nögl- um og á iljum. Því er mikilvægt að muna eftir að bera sólarvörn á allan fótinn, sérstaklega ef hann verður fyr- ir mikilli geislun eins og í sandölum og opnum skóm. Fótavandamál vegna lyfjameðferðar Þeir sem gangast undir meðferð vegna krabbameins geta feng- ið ýmis fótavandamál. Því er mikilvægt að fylgjast vel með fót- unum en eins og við er- um mörg þá bregðumst við mismunandi við meðferðum. Með því að hlúa vel að heilbrigði húðar og nagla má koma í veg fyrir mörg vandamál. Hér eru nokkur dæmi um fylgikvilla sem krabbameinslyfjameðferð getur haft á fætur: - Breytingar á nöglum: Neglurnar eiga það til að þorna og rifna auðveld- lega sem getur leitt til sýkinga. Negl- urnar geta líka þykknað og orðið stökkar. Einnig hægist oft á vexti þeirra sem hefur í för með sér ýmiss konar vandamál sem ber að með- höndla af fagaðila. - Húðbreytingar: Algengt er að húðin þynnist, þorni og jafnvel springi, sem eykur hættu á sýkingum. Því getur verið nauðsynlegt að að næra og mýkja húðina með réttum og viðeigandi efnum til að vinna gegn þessum einkennum. - Taugaverkir og skert tilfinning eru ekki óalgengir kvillar eftir lyfja- meðferð. Oft eru notaðir kælihanskar og kælisokkar til að koma í veg fyrir eða minnka líkur á þessum einkenn- um og eins hafa ákveðin krem með mentoli komið að góðum notum til að draga úr einkennum. -Bjúgur og bólgur í fótum eru oft fylgifiskar veikinda og lyfjagjafa . Þar hjálpar sogæðanudd oft til við að halda einkennum í skefjum og til að bæta líðan. Hægt er að fá góð ráð varðandi um- hirðu fóta hjá löggiltum fótaaðgerða- fræðingum, Krabbameinsfélaginu og Karítas heimahjúkrun til að forðast vandamál og fá viðeigandi meðferð og einnig á fotur.is. Alþjóðlegur fótverndar- mánuður 2016 Eftir Ásdísi Ingunni Sveinbjörnsdóttur » Sortuæxli geta myndast á rist, milli táa, undir nöglum og á iljum. Ásdís Ingunn Sveinbjörnsdóttir Höfundur situr í fræðslunefnd Félags íslenskra fótaaðgerðafræðinga. Frumvarp ráð- herrans um hækkun á kostnaði Íslendinga við læknisþjónustu lýsir þeirri kröfu ráð- herrans að allir eldri borgarar, sem orðnir eru 67 ára, eigi að flýta sér að koma sjálfum sér sex fet í jörð til að tryggja launakostnað og eftirlaun ráðherra og þingmanna. Þessi veruleikafirring brýst út hjá ráðherranum eftir svívirðilega ráns- herferð þingmanna þegar þeir hirtu af eftirlaunaþegum landsins lögvörð réttindi á greiðslu sem kölluð var grunnlífeyrir og var komið á lagg- irnar árið 1946. Allir launamenn þurftu að greiða svokallað trygg- ingagjald sem átti meðal annars að tryggja öllum sem næðu 67 ára aldri ákveðna greiðslu sem lífeyrisupp- bót. Þegar laun og eftirlaun ráðherra og þingmanna ásamt æðstu starfsmönnum ríkisins voru hækkuð var nærtækast að ráð- ast á þá sem minnsta möguleika hafa til að verja sig, en það er eldra fólk og sjúkling- ar. Því voru hæg heimatökin hjá þing- mönnum að afnema ákvæði laga um grunn- lífeyri til allra lands- manna sem lögbundinn var 1946. Ráðherra heilbrigð- ismála leggst svo lágt í sinni veru- leikafirringu að með hækkun lækn- iskostnaðar ellilífeyrisþega er fundin auðveld leið fyrir stjórnvöld til að koma gömlu hróunum sem fyrst sex fet í jörð. Það er vitað að fyrir þessa fyrirhuguðu hækkun ráðherrans á sjúkrakostnaði ellilíf- eyrisþega þá leitaði fólk ekki læknis vegna bágrar fjárhagsstöðu fyrr en ástandið var orðið svo slæmt að lítið var hægt að gera fyrir það. Við- urkennt hefur verið að margt fólk hafi leitað læknis of seint vegna þess að fjárhagur leyfði það ekki. Þrátt fyrir þessa vitneskju ráð- herrans um slæma fjárhagsstöðu eldra fólks skal enn og aftur ráðist á þetta fólk með nýjum skattaálögum. Fyrirhuguð gjaldskrárhækkun er ekkert annað en skattaálagning. Fjárhagsstaða ríkissjóðs hefur verið það góð að ástæðulaust er að misþyrma eldra fólki á kostnað am- lóðanna í stólum Alþingis. Ef þörf er á að spara væri skyn- samlegast að byrja á réttum enda. Fækka má alþingismönnum niður í sjö og láta þá vinna fyrir kaupinu sínu. Þingmenn hafa ekki skilað eðlilegri vinnu ef miðað er við vinnu- framlag almennings. Hinir svoköll- uðu þingfundir einkennast af bulli þingmanna sem ekkert á skylt við störf að setningu laga og reglna fyr- ir þegnana að fara eftir. Störf þing- manna einkennast af skömmum og svívirðingum úr ræðustól hver á annan sem ekkert hefur með velferð þegnanna að gera. Eftir að farið var að sjónvarpa frá þingfundum hefur komið skýrt fram að þingfundir eru tómur leikaraskapur enda hefur Al- þingishúsið hlotið nafnið Leikhús fá- ránleikans. Rétt þykir að geta þess að fjöldi þingmanna á Alþingi Íslendinga er í engu samræmi við fólksfjölda ef hann er borinn saman við aðrar þjóðir. Ef borinn er saman þing- mannafjöldi á Íslandi og í Banda- ríkjum Norður-Ameríku þá ættu þingmenn á þingi USA í hlutfalli við fjölda kjósenda að vera sem næst 4.000 en eru fimm hundruð. Þessi samanburður réttlætti sjö heið- arlega þingmenn á hinu íslenska Al- þingi. Störf Alþingis og kostnaður við þau, með 1.000 til 1.500 fermetra húsnæði á mörgum stöðum í Reykjavík, er yfirlýsing að um sé að ræða atvinnubótavinnu en ekki nauðsynleg störf. Starfsemi sem er í eðli sínu sýndarmennska í ætt við Parkinsons-lögmálið. Það hefur verið stefna lands- manna síðan 1936 að jafna kostnaði á alla landsmenn er varðar heil- brigðismál með skattgreiðslum. Í tíð þessarar ríkisstjórnar á að breyta til og skattleggja eldra fólk og þá sem þurfa á læknishjálp að halda. Þetta gerist á sama tíma og ráðamenn þjóðarinnar lögbinda sjálftöku launa til handa þingmönnum og mönnum í stöðum sem taldar eru æðri stöður í þjóðfélaginu. Enn er við lýði hjá ráðamönnum þjóðarinnar sá hugsanaháttur sem ríkti á öldum áður að ofbeldismenn sem telja sig vera æðri öðrum þegn- um landsins eigi að njóta gæða lífs- ins. Þessir ráðamenn lifa ennþá í anda þeirra sem kallaðir voru kóng- ar, hertogar, barónar, landshöfð- ingjar og fleiri titlar og krefjast þess að hafa það betra en þeir sem foringjarnir líta á sem þræla. Til þess að stöðva veruleikafirr- ingu ráðherrans þarf öfluga sókn af hálfu samtaka aldraðra gegn þessari skattaáþján. Veruleikafirring Eftir Kristján S. Guðmundsson »Er ráðherra heil- brigðismála á Ís- landi veruleikafirrtur? Kristján S. Guðmundsson Höfundur er fv. skipstjóri. fjölslípi-/fræsisett MFW 228 beltaslípivél BT 75 handfræsari OBF 1200 bandsög - tré HBS 245HQ rennibekkur D460FXL 11.662,- 19.568,- 15.615,- 75.390,- 68.982,- IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is V O flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.