Morgunblaðið - 26.05.2016, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2016
✝ Pétur Sigur-jónsson fæddist
í Reykjavík 30. júlí
1918. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Droplaug-
arstöðum 16. maí
2016.
Pétur var sonur
hjónanna Sigur-
bjargar Ásbjörns-
dóttur, f. 31.3.
1882, d. 8.6. 1975,
og Sigurjóns Péturssonar iðn-
rekanda og íþróttafrömuðar,
oftast kenndur við Álafoss, f.
9.3. 1888, d. 3.5. 1955. Pétur átti
tvö systkini: i) Sigríði, f. 21.3.
1916, d. 30.4. 1995, gift Bjarna
Þorsteinssyni bónda að Hurð-
arbaki í Reykholtsdal, f. 5.12.
1912, d. 18.12. 2005. Börn
þeirra eru Gunnar, f. 21.11.
1953, og Þóra, f. 5.2. 1955. ii)
Ásbjörn, f. 26.3. 1926, d.
7.7.1985, kvæntur Ingunni Finn-
bogadóttur og er þeirra sonur
Sigurjón, f. 21.6. 1954. Fóst-
ursystir Péturs var Sæunn
Jónsdóttir, f. 14.12. 1914, d.
26.3. 1990.
Þann 14. júní 1947 kvæntist
Pétur, Halldóru Ebbu Guðjohn-
Árin 1943-1945 starfaði Pétur
sem deildarstjóri hjá Den
Kongelige Militære Klædefa-
brik í Usseröd í Horsholm í
Danmörku. Árin 1945-1960
starfaði Pétur sem verksmiðju-
stjóri og tæknilegur fram-
kvæmdastjóri við klæðaverk-
smiðjuna Álafoss. Hann var
yfirverkfræðingur og fram-
leiðslustjóri Sementsverksmiðju
ríkisins á Akranesi 1960-1965
en var skipaður forstjóri Rann-
sóknarstofnunar iðnaðarins ár-
ið 1965 og gegndi þeirri stöðu
til 1978 þar til stofnunin var
sameinuð nokkrum öðrum
stofnunum og til varð Iðntækni-
stofnun Íslands. Eftir það starf-
aði Pétur um nokkurra ára
skeið við rannsóknir hjá
Iðntæknistofnun uns hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Pét-
ur sat í stjórn Félags íslenskra
iðnrekenda frá 1955-1958. Var
fulltrúi iðnaðarráðuneytisins í
svokallaðri Eiturefnanefnd frá
1967-1991. Hann ritaði greinar í
tímarit Verkfræðingafélags Ís-
lands og gaf út rit um ullar-
vinnslu og ullariðnað og kenndi
á fjölda námskeiða um trefja-
iðnað.
Útför Péturs fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 26. maí
2016, og hefst athöfnin klukkan
13.
sen, f. 7.4. 1921, d.
6.1. 2011. Halldóra
var dóttir Halldórs
Guðjohnsen og
Lauru Larsen sem
bjuggu í Dan-
mörku. Pétur og
Halldóra eignuðust
þrjú börn en þau
eru: i) Pétur, f.
15.8. 1948, hár-
skerameistari og
tónlistamaður, í
sambúð með Báru Pétursdóttur
og eiga þau eina dóttur, Eiri, f.
27.12. 1973. ii) Björn, f. 21.10.
1950, rafeindatæknifræðingur.
iii) Anna María, f. 11.5. 1961, í
sambúð með Arnari Bjarnasyni,
rekstrarhagfræðingi, f. 20.4.
1958. Dætur Önnu Maríu með
Guðbrandi Stíg Ágústssyni, eru
María Björt, f. 10.9. 1987, og
Dagbjört, f. 28.6. 1990. Dóttir
Arnars er Inga Rán, f. 6.1. 1988.
Pétur lauk stúdentsprófi af
stærðfræðibraut Menntaskólans
í Reykjavík árið 1936 og Dipl-
.Ing. prófi í efnaverkfræði frá
Technische Hochschule í Dres-
den í Þýskalandi 1941 og Text-
.Ing í ullariðnaði frá Hochere
Textilfachschule í Cottbus 1943.
Elsku pabbi, það er komið að
kveðjustund og mikið er það sárt
að kveðja þig.
Þrátt fyrir háan aldur hélstu
þinni reisn og virðuleika. Faðir
minn var einn af þeim einstakling-
um sem skilja eftir sig stórt skarð í
lífi okkar.
Afi og amma, Sigurjón Péturs-
son og Sigurbjörg Ásbjörnsdóttir
sem kennd voru við Álafoss í Mos-
fellsbæ, ráku þar klæðaverk-
smiðju og íþróttaskóla. Í dalverp-
inu við Varmá var stofnað heilt
iðnaðarsamfélag og samfélag
íþróttaiðkunar þar sem heilbrigt
líferni bæði hugar og líkama var
viðmið. Þetta var það umhverfi
sem faðir minn ólst upp við frá
blautu barnsbeini. Pabbi fór til
náms 18 ára gamall til Dresden og
lærði þar m.a. efnaverkfræði.
Dvölin í Þýskalandi fjarri ættingj-
um og vinum á tímum ófriðar
markaði hann sem einstakling.
Þessi ár kenndu honum nægju-
semi og að gleðjast yfir hverjum
degi og því sem lífið færði honum.
Þessi lífssýn hans hefur kennt mér
og börnum mínum mikið.
Pabbi var heimsborgari sem
lagði áherslu á mikilvægi mennt-
unar. Hann var mikill náttúruunn-
andi og kenndi mér snemma að
bera virðingu fyrir náttúrunni.
Mín fyrsta minning með honum
var þegar hann hélt í hönd mína
þar sem við löbbuðum saman eftir
trjágöngum þar sem hann fræddi
mig um hinar ýmsu trjátegundir
sem á vegi okkar urðu.
Pabbi var ekki mikið fyrir að
fara á skemmtanir sem honum
þótti tímasóun. Hann vildi heldur
fást við vélar og stunda rannsókn-
ir. Eitt sinn lét hann þó tilleiðast að
mæta á Íslendingasamkomu sem
haldin var í Kaupmannahöfn og
þar varð hann þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast móður minni sem
var hans stóra ást í lífinu og giftu
þau sig í Kaupmannahöfn 1947.
Ég átti einstaka foreldra, ást-
ríka og umhyggjusama sem vildu
börnum sínum og barnabörnum
allt hið besta. Móðir mín var þessi
ástríka, umvefjandi móðir en faðir
minn þessi ákveðni, kröfuharði
faðir sem í fólst jafnframt mikil
umhyggja. Æskuvinir mínir minn-
ast hans oft þegar hann var að
reka á eftir okkur vinkonunum að
halda okkur við lærdóm og taldi að
allt þetta pjatt og fjas í okkur
myndi nú ekki skila neinu.
Faðir minn var einstakur afi og
tók mikinn þátt í uppeldi dætra
minna og þegar fósturdóttir mín
kom inní fjölskylduna tók hann
henni sem sinni. Hann byggði
kanínuhús, tók þátt í leit að
hömstrum og fræddi þær um und-
ur náttúrunnar. Hann var þeim
fyrirmynd, stoð og umfram allt
hinn umvefjandi afi sem er svo
dýrmætt.
Hann var það mikill þátttakandi
í uppeldi þeirra, að þær fóru alltaf
fyrst til hans ef þær þurftu að
segja frá afrekum sínum. Eitt bros
frá honum var sem dómur Róm-
arkeisara.
Faðir minn tók mikinn þátt í efl-
ingu íslensks iðnaðar og gegndi
mörgum trúnaðarstörfum á því
sviði. Hann skrifaði einnig rit og
greinar um mikilvægi þess fyrir ís-
lenskt samfélag að hafa hér öflug-
an iðnað.
Elsku pabbi, ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gefið mér,
þú munt ávallt lifa meðal okkar og
halda áfram að leiðbeina okkur
sem þú gerðir svo vel.
Þín dóttir,
Anna María.
Ég undirritaður hitti Pétur Sig-
urjónsson fyrst fyrir tæplega tutt-
ugu árum, þegar ég fór að gera
hosur mínar grænar fyrir glæsi-
legri dóttur hans. Þá var Pétur
tæplega áttræður og vel á sig kom-
inn bæði líkamlega og andlega.
Þótt ég fljótlega áttaði mig á því,
að stjórnsemi Péturs væri nokkuð
mikil þá varð mér brátt ljós sú
staðreynd, að hún endurspeglaði
fyrst og fremst ómælda umhyggju
hans gagnvart fjölskyldu sinni.
Þessi fágaði heimsborgari átti
sér merkilega ævi. Átján ára gam-
all, vorið 1936, útskrifast hann sem
stúdent af stærðfræðibraut
Menntaskólans í Reykjavík, með
þriðju hæstu einkunn útskriftar-
nema. Haustið 1936 hóf Pétur nám
í efnaverkfræði við Tækniháskól-
ann í Dresden. Ég hef oft minnt
dóttur mína og fósturdætur á þær
ólíku aðstæður sem Pétur, þá
átján ára unglingur, tókst á við í
Þýskalandi haustið 1936, í saman-
burði við aðstæður þeirra nú í há-
skólanámi erlendis. Á námsárum
Péturs í Þýskalandi voru engar
flugsamgöngur við Ísland, enginn
Lánasjóður íslenskra námsmanna,
enginn sími og ekkert Skype. Þeg-
ar heimstyrjöldin síðari skall á,
lokaðist fyrir allar bréfapóstsend-
ingar. Í löngu samtali okkar Pét-
urs sem ég hljóðritaði, með hans
leyfi, veturinn 2011, lýsti hann
ástandinu í Þýskalandi og aðstæð-
um sínum þar sem ungur stúdent.
Þó Pétur væri á námsstyrk öll
skólaárin frá Alexander von Hum-
boldt Institut, þá var fjárhagurinn
mjög þröngur og eini munaður
Péturs var að fara í óperuna í
Dresden. Áhugi Péturs á óperum
og klassískri músík hélst alla tíð.
Árið 1942 þegar Pétur hafði lokið
verkfræðinámi og ljóst var að hann
var innilokaður í Þýskalandi, réð
hann sig hjá ullarspunaverksmiðju
í Grossenheim. Þar starfaði hann
fram á sumar 1943, þegar danskur
skólabróðir Péturs skrifaði honum
og bauð honum vinnu í konunglegu
dönsku ullarverksmiðjunni í Us-
serröd, í Danmörku. Í fyrstu neit-
uðu þýsk stjórnvöld að hleypa
Pétri úr landi en eftir að hinn
danski skólabróðir hans hafði haft
samband við danska sendiráðið í
Berlín og fengið þá til að gera Pét-
ur að dönskum embættismanni,
fékk hann brottfararleyfi.
Árin í Danmörku urðu Pétri
mikið gæfuspor. Þar kynntist
hann sinni glæsilegu og góðu konu,
Halldóru E. Gudjohnsen sem hann
giftist árið 1947. Sumarið 1945
sigldi Pétur heim til Íslands og þá
fyrst komst hann aftur í samband
við fjölskyldu sína sem hann hafði
ekkert heyrt af í tæplega sex ár. Á
Íslandi átti Pétur farsælan starfs-
feril. Fyrst hjá fyrirtæki fjölskyld-
unnar, Álafossi, en síðar sem yf-
irverkfræðingur
Sementsverksmiðju ríkisins og að
lokum sem forstjóri Rannsóknar-
stofnunar iðnaðarins.
Eitt af einkennum Péturs var
hversu kurteis og þakklátur hann
var öðrum fyrir jafnvel minnstu
hluti sem þeir aðstoðuðu hann við
eða veittu honum. Í hvert skipti
sem Pétur kom t.d. í mat til okkar
Önnu Maríu, kvaddi hann jafnan
með þeim orðum að hann „hefði
aldrei fengið eins góðan mat og
nú“. Ég vil að leiðarlokum þakka
Pétri fyrir þann ómetanlega tíma
sem ég fékk að kynnast honum og
njóta samveru með honum. Bless-
uð sé minning Péturs Sigurjóns-
sonar.
Arnar Bjarnason.
Að hitta manneskju á lífsleiðinni
sem skilur eftir sig stórt pláss í
hjartanu er dýrmætt. Ég fékk að
hitta slíka manneskju daginn sem
ég fæddist, og hún hefur leitt mig
áfram og gert mig að þeirri mann-
eskju sem ég er í dag.
Afi var enginn venjulegur mað-
ur. Hann fór ungur til náms í efna-
verkfræði við háskólann í Dres-
den. Á þessum tíma var ekki
algengt að fara svona ungur í nám,
hvað þá alla leið til Þýskalands.
Þar bjó hann einn í sex ár og
stundaði skóla og vann. Hann hef-
ur alltaf kennt mér að eltast við
draumana og sjá hvað menntun er
mikilvæg og dýrmæt.
Hann var ákveðinn og ekki
hræddur að láta í sér heyra og
segja sína skoðun. Hann gerði allt
fyrir alla og var alltaf til staðar að
hjálpa öllum í kringum sig. Hann
var mikill lífskúnstner og hafði
gaman af lífinu og lét alla hlæja í
kringum sig. Hann var handlaginn
og vildi laga allt sjálfur og ef hann
kunni það ekki þá lærði hann það.
Man ég ekki eftir honum öðruvísi
en með hausinn ofan í húddinu á
Lödu sport-jeppanum sínum, fyrir
framan Ásvallagötu 1. Ég vil meina
að hann hafi byggt þann bíl upp frá
grunni og eftir allar viðgerðirnar
var þetta Lada Péturs Edition.
Þegar ég var þriggja ára kenndi
hann mér að mæla sýrustigið í
fiskabúrinu þótt ég skildi nú ekki
alveg hvað pH-gildi var á þeim
tíma. Hann kenndi mér hvað
kvikasilfur í hitamælum gerði og
hvernig smásjár virkuðu. Ég fékk
mína eigin smásjá sex ára gömul
og fór út um allt hverfið að leita að
skordýrum og plöntum til að skoða.
Ég með mína smásjá og hann sína
bárum við saman bækur okkar yfir
litlu hlutunum sem birtust okkur.
Við horfðum alltaf saman á Dav-
id Attenborough á RÚV og allar
þær söguheimildarmyndir sem við
gátum fundið. Þar strax kviknaði
áhugi minn á dýrum, undrum
mannslíkamans og þeirri merku
sögu sem heimurinn okkar býr yf-
ir. Þegar ég var tíu ára varð ég
áskrifandi að National Geographic
og Lifandi vísindum og hef ég verið
það síðan.
Allt frá því ég sagði við afa yfir
einni heimildarmyndinni um
mannslíkamann, í stofunni á Ás-
vallagötunni, að ég ætlaði að verða
læknir hefur afi verið helsti stuðn-
ingsmaður minn í mínu námi.
Hann hvatti mig til að fara til út-
landa að læra, því þar er maður
ekki einungis að stunda hina al-
mennu læknisfræði heldur einnig
að öðlast sjálfsmenntun í að standa
á eigin fótum erlendis og kynnast
nýrri þjóð og menningu. Vera sinn
eigin gæfusmiður, stoð og stytta.
Ég hef alltaf verið heimakær og
tengd móður minni. Að fara í nám
erlendis fannst mér mikið og stórt
skref, en ef ég treysti ráðlegging-
um einhvers, þá var það afi. Ég er
honum ævinlega þakklát fyrir að
hafa haft trú á mér.
Ég væri ekki hér ef það væri
ekki fyrir afa minn. Ég vildi óska
þess við hefðum 100 ár í viðbót
saman, til að læra af honum afa og
sjá hvað heimurinn er magnaður.
Það eru forréttindi að hafa haft afa
okkar öll þessi ár og að því munum
við búa alla ævi.
Við munum halda áfram að læra
um heiminn, mennta okkur og
horfa forvitnum augum á allt.
Elska þig, afi.
Dagbjört.
Í dag kveðjum við góðan og
traustan vin. Pétur hafði allt til að
bera sem prýða má góðan mann.
Hann var glæsilegur, skarp-
greindur, víðlesinn, heilsteyptur og
skemmtilegur en fyrst og fremst
vinur vina sinna. Pétur kunni líka
vel að njóta líðandi stundar og ein-
hvern veginn fannst okkur að hann
yrði alltaf hér hjá okkur. Við viss-
um að sjálfsögðu betur en það var
bara svo fræðandi og skemmtilegt
að vera nálægt honum og ræða við
hann um allt milli himins og jarðar.
Pétur kunni svo vel að njóta stund-
arinnar og kom það vel í ljós þegar
hann var með okkur hér í Hofgörð-
um um síðustu áramót. Hann hélt
uppi fjörinu allt kvöldið þar sem
hann sat með áramótahatt og flaut-
aði reglulega í glimmerflautu þeg-
ar honum þótti fjörið vera að dala.
Þarna sat hann 97 ára maðurinn og
við hin þurftum að hafa okkur öll
við til þess að halda í við hann.
Hann var okkur góð fyrirmynd og
skilur eftir sig ótal skemmtilegar
minningar. Nú, þegar hann kveð-
ur, erum við fyrst og fremst þakk-
lát fyrir að hafa fengið að kynnast
honum og njóta samvista við hann.
Við eigum eftir að sakna hans sárt.
Megi góður Guð vera með börn-
um hans og barnabörnum og gefa
þeim styrk í þeirra sorg.
Við kveðjum Pétur með þessari
bæn:
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Ása Björk Matthíasdóttir og
fjölskylda.
Pétur Sigurjónsson
Ævinlega með luktum
lófum,
lof ræðandi á kné sín
bæði,
skepnan öll er skyld að falla,
skapari minn, fyrir ásjón þinni.
(Eysteinn Ásgrímsson)
Margrét móðursystir mín var
fædd í Kirkjuvogi í Höfnum, dótt-
ir Vilhjálms Ketilssonar, óðals-
bónda, og Valgerðar Jóakims-
dóttur, eiginkonu hans og
kennara. Margrét varð sérstakt
yndi foreldra og eftirlæti eldri
systur og alls frændliðs. Hún átti
langa og viðburðaríka ævi og var
stoð og stytta fjölda fólks á lífs-
leiðinni.
Það er auðvelt fyrir nákominn
ættingja að skrifa um mannkosti
hennar, gjafmildi og hugprýði, en
þar sem ég kann ekki að setja það
í ljóðstafi, gríp ég til þeirrar að-
ferðar stærðfræðinga að láta
þögnina skýra það sem á vantar.
Margrét var heitin eftir móð-
urömmu sinni, bóndadóttur úr
Dölum, sem ein neitaði að stíga á
skipsfjöl, þegar foreldrar og
systkin fluttust öll til nýrra heim-
kynna í Norður-Dakóta. Móðir
Margrétar, Valgerður, var lík-
lega fyrsta alþýðukona á Íslandi,
sem fékk að ljúka æðri menntun í
skóla og varð kennari. Margrét
stundaði sjálf menntaskóla- og
háskólanám. Börn hennar hafa
hlotið mjög ýtarlega háskóla-
menntun og teljast til sérfróð-
ustu vísindamanna þjóðarinnar,
hvert á sínu sviði. Margrét var
gift þeim menntamanni, sem
þjóðin þekkti bezt, að rödd og
nafni, Andrési Björnssyni. Hann
var skáld gott, en afburða þekk-
ing hans á skáldmenntun þjóðar-
innar var aðalsmerki hans sem
fyrirlesara í þeirri stofnun, sem
hann síðar lengi stýrði sem út-
varpsstjóri.
Ættbogi Margrétar lýsir í
hnotskurn sögu þjóðarinnar og
þá sérstaklega kvenna, frá ör-
birgð ísáranna í lok 19. aldar til
umsvifa og hreystiverka nýja
tímans.
Margrétar er sárt saknað í
Elkins Park í Pennsylvaniu. Við
Úrsula og börn okkar sendum
öllu frændfólki á ættlandinu og
hinum megin við hafið innilegar
samúðarkveðjur.
Ketill Ingólfsson.
Þegar ég var tíu ára fluttumst
við fjölskyldan frá Kaupmanna-
höfn þar sem móðir mín var við
nám í tónlistarfræðum og faðir
minn stundaði rannsóknir á hin-
um íslensku handritum okkar í
Árnastofnun. Um haustið byrjaði
ég í ellefu ára bekk í Melaskóla
og var mér fljótlega boðið í fyrsta
afmælið, hjá bekkjarsystur minni
Möggu.
Þar hitti ég foreldra hennar,
Andrés Björnsson útvarpsstjóra
og konu hans, Margréti Helgu, í
fyrsta sinn að ég hélt. Svo reynd-
Margrét Helga
Vilhjálmsdóttir
✝ Margrét HelgaVilhjálmsdóttir
fæddist 22. maí
1920. Hún lést 7. maí
2016.
Útför Margrétar
Helgu fór fram 18.
maí 2016.
ist þó ekki vera því
fljótlega kom í ljós
að þó ég þekkti þau
ekki fyrir þekktu
þau foreldra mína
og höfðu hitt okkur
fjölskylduna í
Kaupmannahöfn á
meðan við bjugg-
um þar. Með okkur
Möggu Birnu,
yngstu dóttur
þeirra, tókst góð
vinátta sem hefur haldist æ síðan
og höfum við margt skemmtilegt
brallað saman gegnum tíðina.
Foreldrar Möggu voru því með
þeim fyrstu sem ég kynntist eftir
heimkomu mína til lands ísa, en
ég varð fljótt heimagangur þar.
Magga á þrjú eldri systkini, þau
Völu, Villa og Óla, sem ég kynnt-
ist auðvitað einnig vel og hefur
ávallt verið kært á milli. Nú og
ekki má svo gleyma börnum
þeirra allra sem ég tel einnig
mörg hver til minna vina. Á
barns- og unglingsárum vörðum
við Magga mörgum stundum
uppi í risherberginu hennar.
Lærðum þar saman stöku sinn-
um, en oftast var bara einhver
fíflagangur í gangi hjá okkur og
ekki leiddist okkur, svo mikið er
víst. Mamma hennar Möggu
Birnu var ljúfasti töffarinn. Hún
tók manni ávallt opnum örmum
og dekraði við okkur á sinn
skemmtilega máta. Andrés pabbi
hennar var hæglátur, en afar ljúf-
ur maður. Hann kvaddi mig með
ljúfum orðum og bað ávallt fyrir
kveðju til foreldra minna. Þegar
við Magga vorum að fara út kom
mamma hennar jafnan fram í
gættina og sagði: Magga mín,
ætlar þú ekki að greiða þér áður
en þú ferð út? Ætlar þú að fara út
í þessu? Af hverju getur þú ekki
verið svolítið fín eins og hún
Svala? Þetta var auðvitað algjör-
lega óverðskuldað hrós í minn
garð þar sem það var yfirleitt
Magga sem var flottari í tauinu.
Við uxum úr grasi og foreldrar
Möggu fluttu af Hagamelnum og
byggðu hús neðst á Hofsvalla-
götu. Þau hjónin bjuggu uppi, en í
kjallaranum var íbúð sem flest
börn og barnabörn hafa haft af-
not af. Börnin hafa notið góðs af
og Margrét Helga líka. Þegar
ættmóðirin varð áttræð var mér
boðið til veislu, enda nánast ein
úr fjölskyldunni þó engin séu
blóðböndin.
Gestirnir yfirgáfu samkvæmið
og var ég ein eftir ásamt nánustu
fjölskyldu afmælisbarnsins sem
fór nú að opna gjafir sínar. Hver
gjöf á fætur annarri opnuð með
þessum orðum: Mikið er þetta
fallegt. Hún/hann hefði nú ekki
átt að vera að þessu. Síðan orðum
beint til dætranna og sagt: Getið
þið ekki notað þetta? Já, svona
var hún Margrét Helga. Henni
þótti ávallt sælla að gefa en
þiggja og var eins og fyrr segir
ofurtöffari. Þetta tel ég mann-
kosti mikla og kveð hana vinkonu
mína með miklu þakklæti. Það
voru forréttindi að fá að vera
hluti af hennar lífi. Innilegar
samúðarkveðjur sendi ég Völu,
Villa, Óla og loks Möggu Birnu,
vinkonu minni, og fjölskyldum
þeirra.
Með ljúfri kveðju,
Svala Jónsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar