Morgunblaðið - 26.05.2016, Page 34

Morgunblaðið - 26.05.2016, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2016 Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Magnús Ingi Guðmundsson fagnar í dag 24 ára afmæli sínu.Deginum ver hann þó í vinnunni en hann starfar innan deild-ar sérhæfðra fjárfestinga hjá GAMMA. Kærasta Magnúsar heitir Ingunn Fanney Hauksdóttir og nemur hún iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Þá á hann soninn Guðmund Reyni sem verður sjö ára í nóvember. „Ætli maður fari ekki út að borða með vinnufélögunum í hádeginu, svona í tilefni dagsins,“ segir Magnús og bætir því við að hann hafi það fyrir reglu að koma með bakkelsi í vinnuna þegar hann á afmæli. „Það er hrikalegt ef ég gleymi því á morgun [í dag], því þá er þetta búið að birtast í blaðinu,“ segir Magnús og hlær við. Spurður um eftirminnilegasta afmælisdaginn nefnir Magnús dag- inn sem hann varð sautján ára. „Þá fékk maður bílprófið og það voru auðvitað viss tímamót í lífinu, þó að ógleymdu tuttugu ára afmælinu.“ Aðspurður hvað hann geri utan vinnu segist Magnús leggja reglu- lega stund á golf. „Forgjöfin mín er þó varla birtingarhæf í því ástandi sem hún er. Ég neita að minnsta kosti að tjá mig frekar um það.“ Í sumar stefnir Magnús á að fylgjast með íslenska knattspyrnulið- inu á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi, sem fram fer í júní og júlí. „Ég fer því miður ekki með þeim út en þá verður maður bara að fylgjast vel með og sýna stuðning hérna heima. Við hljótum að taka dolluna heim.“ Feðgar Magnús Ingi ásamt syni sínum Guðmundi Reyni á sólardegi. „Forgjöfin varla hæf til birtingar“ Magnús Ingi Guðmundsson er 24 ára í dag net er m.a. umboðsaðili fyrir Happ- drætti Háskóla Íslands, SÍBS og Heimsferðir. Jafnframt starfrækir Laufey bókunarþjónustu og upplýs- ingaþjónustu fyrir erlenda ferða- menn, ásamt því að hafa starfað í leikskólanum Vesturbergi fyrir há- degi í átta ár. Hún er nú að hætta í leikskólanum og verður ritari Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Söngur og íþróttir Laufey æfði handbolta um skeið, var einn stofnenda Fimleikafélags L aufey Auður fæddist á Sjúkrahúsi Keflavíkur 26.5. 1956. Hún var í Barnaskóla Keflavíkur og er gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur. Á unglingsárunum dvaldi Laufey tvö sumur í Auðsholti Biskups- tungum hjá Tómasi Tómassyni bónda og Helgu Þórðardóttur kenn- ara: „Ég var nýfermd þegar ég var send í sveitina. Þarna tók maður virkan þátt í bústörfunum hjá ynd- islegu fólki sem ég hef verið í góðu sambandi við allar götur síðan.“ Laufey stundaði síðan verslunar- störf í nokkur ár og var búsett í Sví- þjóð í tvö ár meðan eiginmaðurinn lék knattspyrnu með TIF, knatt- spyrnuklúbbnum í Trollhättan. Eftir að þau komu heim starfaði hún í 10 ár við Verslunarbanka Ís- lands, vann við ræstingar, var dag- mamma, vann við skóladagvistun, var ritari Fjölbrautaskóla Suð- urnesja í átta ár. Laufey stofnaði umboðsfyrirtækið Bergnet árið 2007 og hefur starfrækt það síðan með öðrum störfum. Berg- Laufey Auður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri – 60 ára Skírnarveisla Hér eru Laufey og Sigurbjörn Svavar með börnunum sínum, tengdabörnunum og barnabörnunum. Syngur og hlær með Sönghópi Suðurnesja Í veiðiferð Laufey, Sigurbjörn Svavar og tíkin Skotta í Veiðivötnum í fyrra. Akranes Arney Kúld fæddist á Akranesi 12. maí 2015 kl. 16:14. Hún vó 4.450 g og var 52 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Arnór Yngvi Hermundarson og María Kúld Heimisdóttir. Nýr borgari Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Stærsta uppboð ársins · Óvenju margar perlur gömlu meistaranna sunnudaginn 30. maí, kl. 16 og mánudaginn 31. maí, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Forsýning á verkunum fimmtudag til mánudags fimmtudag kl. 10–18, föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Ásgrímur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.