Morgunblaðið - 26.05.2016, Síða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2016
Baðaðu þig í gæðunum
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Lykilverkið á efnisskránni er kant-
atan La Lucrezia eftir G. F. Händel,
en auk þess verða fluttar bæði aríur
og hljómsveitarverk,“ segir Sigríður
Ósk Kristjánsdóttir, mezzósópran og
annar tveggja listrænna stjórnenda
tónleika barokkhópsins Symphonia
Angelica í Guðríðarkirkju í kvöld,
fimmtudag, kl. 19.30.
„Ég hef starfað mikið í Englandi
og þar flutt mikið af barokktónlist
með The Classical Opera Company í
London,“ segir Sigríður Ósk sem
söng Lucreziu með síðastnefnda tón-
listarhópnum í Kings Place. „Ein-
leikurinn Lucrezia er grípandi saga
þar sem leikið er á stóran tilfinn-
ingaskala bæði í texta og tónum.
Händel færir frásögn Lucreziu fram
á snilldarlegan hátt með fallegum
laglínum, áköfu söngtali og mögn-
uðum kólóratúr,“ segir Sigríður Ósk
og rifjar upp að kantata Händel
byggist á örlögum rómverskrar
stúlku sem uppi var um 500 árum
fyrir Krist. „Lucrezia var fögur og
eftirsóknarverð stúlka af merkum
ættum í valdatíð konungsins og harð-
stjórans L. Tarquinius Superbus.
Sonur hans, Sextus, nauðgaði Lucre-
ziu sem framdi sjálfsmorð af skömm.
Í kjölfarið fór af stað atburðarás sem
olli byltingu, konungdæmið hrundi
og rómverska lýðveldið var stofnað.“
Spuni tengir verkin saman
Spurð um tilurð barokkhópsins
Symphonia Angelica segist Sigríður
Ósk hafa leitað til Sigurðar Halldórs-
sonar sellóleikara. „Hann er algjör
snillingur í barokkinu og fleiru.
Hann tók að sér að smala saman
framúrskarandi tónlistarfólki, en það
skemmtilega við þennan hóp er að
þátttakendur eru á öllum aldri og á
mismunandi stað í sínum ferli,“ segir
Sigríður Ósk, en Symphonia Ange-
lica skipa auk Sigríðar Óskar og Sig-
urðar þau Halldór Bjarki Arnarson
semballeikari, fiðluleikararnir Hildi-
gunnur Halldórsdóttir og Guðbjörg
Hlín Guðmundsdóttir, Þóra Margrét
Sveinsdóttir víóluleikari og Arngeir
Heiðar Hauksson, gítar- og lútuleik-
ari.
„Við Sigurður og Halldór Bjarki
byrjuðum að spila saman fyrir ári, en
tónleikarnir í Guðríðarkirkju eru
fyrstu tónleikar hópsins í núverandi
mynd,“ segir Sigríður Ósk og tekur
fram að hópurinn hafi það að mark-
miði að nálgast viðfangsefnið á fersk-
an og skapandi hátt. „Bæði í fram-
setningu og flutningi, en markmiðið
er að gera samband áhorfenda og
flytjenda nánara,“ segir Sigríður
Ósk og bendir á að notast verði við
spuna milli verka til að tengja þau
saman og ná fram sérstökum áhrif-
um með því að gæða formið lífi.
Aría samin fyrir gelding
„Þessi spunanálgun er alveg í anda
barokksins, því upphaflega ein-
kenndist barokkið af miklum spuna
og er þannig skylt djassinum.“
Auk Lucreziu eru á efnisskránni
Sónata í g-moll eftir Henry Purcell,
arían Scherza Infida úr Ariodante
eftir G. F. Händel og Sinfónía í C-dúr
eftir A. Vivaldi. „Til að lyfta áheyr-
endum upp eftir dramatíkina um
Lucreziu flytjum við aríuna „Or la
nube procellosa“ úr óperunni Arta-
serse eftir J. A. Hasse sem hann
samdi fyrir Farinelli, síðasta geld-
inginn, en geldingsröddin liggur á
svipuðum stað og mezzósópran-
röddin, kannski aðeins hærra,“ segir
Sigríður Ósk og bendir á að N. Por-
pora hafi lagt sitt lóð á vogarskál-
arnar við gerð geldingsaríunnar.
Kvenkyns barokktónskáld
„Loks má nefna að við munum
flytja tvö verk eftir franska tón-
skáldið Élisabeth-Claude Jacquet de
La Guerre sem nýlega var endur-
uppgötvuð sem tónskáld. Ég mun
syngja gullfallega aríu úr óperunni
Cephale et Procris sem nefnist
„Non, vivez, je le veux“ auk þess sem
hljómsveitin leikur forleikinn úr
þessari sömu óperu sem og verk sem
nefnist Chacconna. Það er mjög sér-
stakt að vera með tónlist eftir konu
frá barokktímanum á efnisskránni,“
segir Sigríður Ósk að lokum.
Ljósmynd/Jóhanna Helga Þorkelsdóttir
Listafólkið Sigurður Halldórsson, Halldór Bjarki Arnarson, Þóra Margrét
Sveinsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir,
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Arngeir Heiðar Hauksson.
„Leikið er á stóran
tilfinningaskala“
Symphonia Angelica leikur barokkverk á Listahátíð
Daginn sem leikhópurinnBlink frumsýndi leikritiðSími látins manns eftirbandaríska leikskáldið
Söruh Ruhl í Tjarnarbíói birtist á
vef mbl.is umfjöllun um splunkunýja
rannsókn útskriftarnema í félags- og
fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands
sem sýndi fram á neikvæð áhrif
snjallsíma á samskipti, samveru og
samlíf í ástarsamböndum. Þessar
rannsóknarniðurstöður ættu auðvit-
að ekki að koma á óvart, enda lengi
verið varað við þessari skuggahlið
snjallsímanna.
Á yfirborðinu virðist fyrrnefnt
leikrit Söruh Ruhl, sem frumsýnt
var vestanhafs fyrir tæpum áratug,
vara við snjallsímavæðingunni.
Leikritið fjallar um Nínu sem aldrei
hefur átt farsíma vegna þess að hún
vill ekki alltaf vera í sambandi því
„ef það er kveikt á símanum á maður
víst alltaf að vera í sambandi. Stund-
um vil ég bara vera ótengd, hverfa.
En það er eins og þegar allir eru
með kveikt á símanum, sé enginn í
sambandi. Eins og við séum öll að
hverfa því meira sem við tengj-
umst,“ segir hún um miðbik verks.
Í upphafi leikritsins ákveður
Nína, þar sem hún er stödd á kaffi-
húsi, að svara í farsíma ókunnugs
manns sem hringt hefur án afláts og
kemst fljótlega að því að ástæða
sinnuleysis símaeigandans er sú að
hann er látinn. Í framhaldinu kemst
hún að því að látni maðurinn, Hjört-
ur, hugsaði aðeins um sjálfan sig og
skildi eftir sig óhamingjusama eigin-
konu, bitra móður, bældan yngri
bróður og svikna hjákonu. Nína
virðist sjálf þjást af ótrúlegri með-
virkni með látna manninum, því hún
fer furðufljótt að ljúga að aðstand-
endum hans hinu og þessu sem
Hjörtur á að hafa sagt og gert til að
fegra ímynd hans og láta eftirlif-
endum líða betur, en Nína virðist af
óskiljanlegum hvötum leggja ofurást
á látna manninn.
Hægt hefði verið að skrifa bæði
áhugavert og beitt leikrit um þetta
efni eitt og sér, en í miðju kafi ein-
hendir höfundurinn sér yfir í aðra og
alls óskylda hugmynd sem snýr að
svartamarkaðsbraskinu í kringum
alþjóðlega líffærasölu með tilheyr-
andi predikunartón. Vissulega getur
verið spennandi að tengja saman
tvær mjög ólíkar hugmyndir þar
sem núningurinn eða samruninn
getur leitt til spennandi og óvæntrar
útkomu, rétt eins og þegar ólíkum
hráefnum í matseld er blandað sam-
an á nýstárlegan hátt. En sú er því
miður ekki raunin hér og þannig
birtist innleggið um líffærasöluna
satt að segja eins og skrattinn úr
sauðarleggnum. Einn helsti styrkur
Söruh Ruhl felst í því hvernig hún
beitir markvisst svörtum húmor en
lausbeisluð hugmyndaauðgin á það
til að hlaupa með hana í gönur. Ruhl
leggur meira upp úr flóknu plotti en
dýpt í persónusköpun og fyrir vikið
verða allar persónur verksins býsna
ýktar og á mörkum skopstælingar.
Leikstjórinn Charlotte Bøving
nálgast þennan vandasama efnivið af
mikilli fagmennsku og tekst að búa
til býsna heilsteypta sýningu úr efni-
viðnum. Umgjörðin öll, hvort heldur
snýr að lýsingu Arnars Ingvars-
sonar, frábærri tónlist Ragnhildar
Gísladóttur eða búningum, leikmynd
og flottri grafík Fanneyjar Sizemore
er til fyrirmyndar og skapar skýran
ramma utan um leikinn.
María Dalberg er afar trúverðug
sem músin Nína sem reynir að gera
öllum til hæfis. Líkamsmál hennar
undirstrikaði skýrt óöryggi persón-
unnar í samspili við aðra. Gaman
hefði samt verið að sjá hana ögn
ákveðnari í byrjun í samskiptum sín-
um við símaeigandann þannig að
andlát hans hefði getað sett hana
meira úr jafnvægi en raunin varð.
Kolbeinn Arnbjörnsson gerði mjög
skýran greinarmun á bræðrunum
Hirti og Bolla. Hjörtur var töffarinn
uppmálaður meðan Bolli var afar
óöruggur og jaðraði við að verða
þreytandi í taugaveiklun sinni. Sú
nálgunarleið að draga upp svo mikl-
ar andstæður er skiljanleg, ekki síst
þegar sami leikarinn þarf að leika þá
báða, en var á stundum aðeins of
ýkt. Elva Ósk Ólafsdóttir átti
skemmtilega takta í hlutverki frú
Gottlieb, móður bræðranna. Enn og
aftur sýndi hún hversu gott vald hún
hefur á kómískum tímasetningum.
Halldóra Rut Baldursdóttir túlkaði
tálkvendið Karlottu, hjákonu Hjart-
ar, af góðu öryggi og dró upp fína
mynd af hinni óhamingjusömu eig-
inkonu, Hermíu.
Þýðing Ingólfs Eiríkssonar og
Matthíasar Tryggva Haraldssonar
hljómaði þjál og skemmtilegar voru
vísanir í íslenska bókmenntaarfinn,
þó staðfærslan hafi ekki alltaf geng-
ið alveg upp. Uppfærsla Blink á Sími
látins manns er vönduð og á köflum
býsna skemmtileg, en leikritið sjálft
er langt frá því að vera gallalaust og
býður ekki upp á mikil tilþrif.
Ljósmynd/Óli Magg
Samspil María Dalberg og Kolbeinn Arnbjörnsson í hlutverkum sínum.
„Verð að ná
sambandi“
Tjarnarbíó
Sími látins manns bbbnn
Eftir Söruh Ruhl. Íslensk þýðing: Ing-
ólfur Eiríksson og Matthías Tryggvi Har-
aldsson. Leikstjórn: Charlotte Bøving.
Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir. Leik-
mynd, búningar og grafík: Fanney Size-
more. Lýsing: Arnar Ingvarsson. Leik-
arar: María Dalberg, Kolbeinn Arn-
björnsson, Elva Ósk Ólafsdóttir og
Halldóra Rut Baldursdóttir. Leikhóp-
urinn Blink setur upp í samstarfi við
Listahátíð í Reykjavík. Frumsýning í
Tjarnarbíói 23. maí 2016.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST