Víkurfréttir - 13.03.2003, Qupperneq 6
Úr leik UMFG og Breiðabliks! Grindjánar
voru sterkir í leiknum.
Metþátttaka á Samkaupsmóti
Samkaupsmótið í körfu-
knattleik sem fram fór
um helgina þóttist takast
með eindæmum vel. Allir voru
sammála um það að vel hefði
tekist til og eiga körfuknatt-
leiksdeildir Keflavíkur og
Njarðvíkur stórt hrós skilið
fyrir undirbúning og umgjörð
mótsins ásamt þeim tjölmörgu
foreldrum og forráðamönnum
sem komu að því.
Samkaupsmótið í ár sló öll met
hvað varðar þátttöku. Alls voru
81 lið frá 11 félögum skráð til
leiks, eða rúmlega 600 börn í
minnibolta 11 ára og yngri. Er
þetta án efa eitt ijölmennasta
körfiiboltamót landsins.
Ekki var einungis leikinn körfu-
bolti um helgina og var boðið
upp á margt annað skemmtilegt.
Má þar nefna bíóferðir, sundferð-
ir, kvöldvöku þar sem Magnús
Scheving fór hamförum sem
leynigestur, pizzuveislur og
margt fleira.
Engin úrslit voru skráð á mótinu
í anda minniboltans og léku því
krakkamir einungis ánægjunnar
vegna. Allir þátttakendur voru
með, allir voru sigurvegarar og
allir fengu viðurkenningu þar að
lútandi, gullpening og penna-
veski. Gleðin skein úr andlitum
krakkanna og greinilegt að þeim
þótti gaman að taka þátt í þessu
rnóti sem eflaust á eftir að sitja
sem fastast í minningunni um
ókomna tíð.
Sigur í lokaleik deildarmeistaranna
Keflavík sigraði KR í
spcnnandi leik, 73:71, í
síðustu umferð 1. deild-
ar kvenna í körfuknattlcik.
Erla Þorsteinsdóttir og Anna
María Sveinsdóttir tryggðu
hcimastúlkum sigurinn en þær
skoruðu mikilvægar körfur í
lokin. Keflavíkurstúlkur, sem
höfðu tryggt sér dcildartitilinn
fyrir löngu fengu bikarinn
afhentan að lcik loknum. Þá
tapaöi Njarðvík fyrir ÍS, 81:75
og Grindavík sigraði Hauka
91:59 í lokaumferðinni.
Anna Maria Sveinsdóttir, þjálfari
sagðist hafa búist við hörku leik.
„Það var ekkert erfitt að fá
stelpumar til að spila á fullu þótt
við hefðum verið búnar að trygg-
ja titilinn fyrir löngu. Við unnum
deildina ömggt en nú er ný kepp-
ni að byrja þar sem við ætlum
okkur ekkert annað en sigur“,
sagði Anna Maria í leikslok.
Keflavík mætir Njarðvík i
undanúrslitum og Grindavík
mætir KR.
í Reykjanesbæ
Bikarúrslit yngri flokka í
körfuknattleik fóru
fram á Ásvöllum í
Hafnarfirði um sl. helgi. Njarð-
vík vann flesta titla um helgina
en félagið náði þremur titlum í
hús, í 9. flokki karla, drengja-
flokki og 11. flokki karla.
Keflavikurstúlkur stóðu sig
einnig vel en þær sigruðu bæði
í 9. flokki og unglingaflokki.
Urslit um helgina:
9. flokkur kvenna:
Keflavík - Njarðvík: 55-31
9. flokkur karla:
Njarðvík - Fjölnir: 58-51
Unglingaflokkur kvenna:
Keflavík - Haukar: 57-54
Drengjaflokkur
Njarðvík - Fjölnir: 87-46
11. Ilokkur karla:
Njarðvík - ÍR: 75-56
Nánar á mvw.vf.is. Fleiri myndir
birtast i nœsta blaði!
6
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!