Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2003, Síða 9

Víkurfréttir - 13.03.2003, Síða 9
SS bílaleigan annast alla bílaleigu fyrir herinn -fyrirtækið bauð lægst í útbaði sem íár fram Um áramótin fór fram fon al þar sem óskað var eftir bílaleigum sem myndu annast leigu á Varnar- liðssvæðinu og sóttu 6 bílaleig- ur um að komast í hópinn. Fjórar bílaleigur voru valdar í hópinn og var SS bílaleigan sú eina af Suðurnesjum. I kjölfar- ið var efnt til útboðs og var SS bílaleigan með lægsta tilboðið. Sverrir Sverrisson fram- kvæmdastjóri SS bílaleigunnar sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri gríðarlega ánægður með samninginn við Vamarliðið: „Þetta er eina leig- an sem má vera starfandi á vellinum og tekjuaukningin hjá okkur verður mikil. Þetta er samningur til tveggja ára, en hann er með sjálfkrafa fram- lengingu í þrjú ár þar á eftir þannig að í raun er samningur- inn til fimm ára.“ Sverrir gerir ráð fyrir að það þurfi að fjölga bílum verulega: „Við þurfum að fjölga bílum og verðum með á bilinu 130 til 150 bíla í sumar,“ segir Sverrir og bætir því við að SS bílar hafi verið með starfsemi á Vell- inurn: „Við höfum verið hjá ferðaskrifstofii Vamarliðsins sl. 9 ár en nú hefur Verslun Vam- arliðsins yfirtekið alla bílaleigu á Keflavíkurfiugvelii og við gerðum samning við þá,“ sagði Sverrir að lokum. fyrir flest tryggingafélög Notum eing gœöalöki BfLASPRAUTUN MAGGA JÓNS löavöllum 11 • Sfml 421 6909 Gsm 898 6909 bilasprautun@simnet.is Alhliða bílasprautun og réttingar Jón Sigfússon er 59 ára Suðurnesjamaður búsettur í Njarðvík. Jón á Harley Davidson Sportster árgerð 1998 með 900cc vél. „Þetta er frekar lítið hjól en öflugt miðað við stærð. Þetta er eitt vinsælasta hjól- ið frá Harley þar sem verðið á því nýju er mjög hóf- legt, í kringum eina milljón“, segir Jón í samtali við VF-bílar. Jón segist hafa verið á mótorhjólum frá 12 ára aldri. „Ég byrjaði eins og margir aðrir að leika mér á skellinöðrum og færði mig svo yfir í stærri hjólin þegar ég náði aldri. Ég hef átt eitt og eitt hjól síðan. Ég slappaði af í þessu þegar krakkarnir voru litlir en eftir að þau uxu úr grasi og fóru að heiman tók ég þráðinn upp að nýju“. Jón segist fara eins oft og hann geti á hjólið, sérstaklega á sumrin. Hann er í bifhjólaklúbbnum Emimir á Suðumesjum en í þann klúbb eru skráðir yfir 100 manns. „Maður er svo frjáls þegar maður geysist um götumar á risamótor. Frelsið er ótrúlegf‘, segir Jón. Á tímabili geymdi Jón Harley hjólið sitt inn í stofú heima hjá sér. Aðspurður hvort að ástæðan fyrir því væri sú að honum þætti svo vænt um hjólið svaraði hann því neitandi. „Ég geymdi það í stofúnni vegna plássleysis. Ég var með stóran bíl i bílskúmum og því komst það ekki fýrir þar. Ég datt óvænt á hjólið á ferð minni í Reykjavík einn daginn. Konan var ekki heima og því kom ég því fyrir i stofúnni tíma- bundið. Það var þó í stofunni lengur en ég ætlaði mér en nú er það komið í geymslu". Eins og áður sagði hefúr Jón verið á mótorhjóli nær allt sitt líf. ,Ætli maður fari ekki á þrihjól þegar ntaður er orð- inn eldri og svo endar maður eflaust í hjólastól með mótor“, segir Jón og hlær. En að lokum myndir þú segja að þú værir eilífð- artöffari? „Já, ég get nú ekki neitað því. Ég er alltaf til í allt“. VIÐ í SG BÓN ERUIVi AÐ KAFNA í BÍLUM! Allir vilja láta okkur í SG bón þrífa bílana sína svo við erum búnir I að bæta við okkur meiri mannskap. Verið velkomin til okkar í SG bón sem er stærsta bónstöð á Suðumesjum.j I Við í SG bón notum aðeins bestu efnin á bílana. | Allir fara glaðir og ánægðir frá okkur með nýþrifinn bílinn sinn. | I Minnum á afsláttinn sem við bjóðum, komir þú í með keppnistreyju í fótbolta eða körfubolta. PANTAÐU TÍMA STRAX! SG bón og bílaleiga Básvegi 8, Keflavík Sími 421 3737 og 892 9700 Minnum á helgartilboðin á bílaleigubílum Við bjóðum uppá: Skol Bón Alþrif Vélaþvott Djúphreinsun VÍKURFRÉTTIR 11. TÖLUBLAÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 9

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.