Víkurfréttir - 13.03.2003, Side 12
ílfls
bðaláfl f nohhpa daga
Bílasala Keflavíkur býður upp á vaxtalaus lán á notuð-
um bílum frá 12. mars til Iaugardagsins 15. mars.
Smári Hclgason hjá Bílasölu Keflavíkur sagði í samtali
við Víkurfréttir að þetta væri í fyreta skipti sem boðið væri
upp á þetta:
„Við gerum þetta í samvinnu Bitfeiðar og Landbúnaðarvélar og
tilboðið gildir á öllum bilum í eigu B&L. Vextir af bílalánum eru
í kringum 14-15% þannig að þetta getur verið góð búbót. Við
vonumst til að sjá sem tlesta og veitum allar upplýsingar um til-
boðið,“ sagði Smári í samtali við Víkurfréttir.
AUGLÝSINGASÍMINN
ER421 OOOO
Öll almenn
viðgerðarþjónusta
• Pústkerfi í allar
gerðir bifreiða
• Glasurit Bílalakk
Pústþjónusta
BiarkarsteE^
Fitjabraut 4 • 260 Njarðvík • Sími: 421 3003
Texti og myndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Haiið þið áhugamál sem þið hafið eytt 1.100 klukkutímum í sL 5 ár? Það hefur
Birgir Pálmason sem þekktur er fyrir að hafa gert upp nokkra glæsilega hOa á
Suðumesjunum. Birgir keypti Chevrolet Corvette Stingray árgerð 197B þann
7. janúar 1998 og hefur verið að „dunda' sér við að gera hana upp síðan þá.
„Þegar ég keypti bilinn," segir
Birgir: „hélt ég að hann væri í
betra ástandi en síðar kom í ljós.
Bíllinn hafði staðið niðri á höfh í
Reykjavík og var nokkuð illa far-
inn af salti og hafði ryðgað tölu-
vert.“
Birgir er vanur því að hafa ein-
livern bíl til að gera upp i aðstöð-
unni sem hann hefur komið sér
upp á Iðavöllum: „Eg gerði upp
Willys Overland sem var upp-
runalega árgerð 1946. Það tók
mig þijú ár að gera þann bíl upp,
en eins og margir vita var bílnum
velt á Hafnargötunni þar sem
hann skemmdist töluvert. Ég
keypti bílinn þá aftur og gerði
hann upp að nýju,“ segir Birgir
og það er greinilegt að hann
verður að ltafa bil í skúmum hjá
sér: „Þetta er ótrúlega gaman og
sérstaklega þegar maður sér ár-
angurinn af vinnu sinni."
Þegar Birgir hóf endurgerð Cor-
vettunnar setti liann sér það
markmið að vinna einhverja
stund í bílnum á hverjum einasta
degi: „Ég hef haldið dagbók um
vinnuna mína og fýrstu tvö árin
kom ég við í skúmum á hverjum
einasta degi. Ég get séð hvað ég
hef unnið lengi í bílnum akkúrat
fyrir ári síðan með því að kíkja í
dagbókina mína,“ segir Birgir.
Eins og áður segir var Corvettan í
slæmu ásigkomulagi þegar Birgir
fékk hana í hendur, illa farin af
salti og ryki: „Við höfum þurft
að taka upp hveija einustu skrúfú
í bílnum, við gerðum einfaldlega
aðgerð á honum. Við höfum
sandblásið allt og ntálað og
grindin er alveg tilbúin. Við höf-
um líka breytt vélarhlífinni og
sett á hana göt fyrir innblástur.
Við höfúm einnig gert smávægi-
legar breytingar á ljósabúnaðin-
um,“ segir Birgir og opnar skáp
sem er fiillur af allskyns hlutum
sem eiga eftir að fara í Corvett-
una þegar „boodýið“ verður sett
á hana.
Gauti, sonur Birgis hefur hjálpað
foður sinum mikið í að gera upp
bílinn og þeir eru báðir jafn
áhugasamir um að koma bílnum
sem fyrst á götuna. Kostnaðurinn
við að gera svona bíl upp er mik-
ill og segir Birgir að það sé eifitt
að fá varahluti i bílinn: „Maður
þarf að panta allt að utan og það
getur verið erfitt að fá hluti í bíl-
inn. Þessu fylgir töluverður
kostnaður og maður verður að
spila eftir því, enda er þetta
áhugamál en ekki kvöð.“
Vélin er komin í grindina og er
hún gljáandi falleg eins og reynd-
12
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!