Víkurfréttir - 13.03.2003, Qupperneq 16
1
Stóra upplestrarkeppnin
var haldin í 6. skipti á
Suðurnesjum þetta skóla-
ár. Keppnin hófst á degi ís-
lcnskrar tungu þann 16. nóv-
cmber, en helsta markmið
hcnnar er að vekja athygli og
áhuga í skólum á vönduðum
upplestri og framburði. Kenn-
arar hafa nýtt þetta tækifæri til
að leggja markvissa rækt við
þennan þátt í íslenskukennsl-
unni.Allir nemendur í 7. bekk
eru þátttakendur. I janúar og
febrúar fór fram bekkjar-
keppni og síðan skólakeppni
þar scm tveir fulltrúar eru
valdir til að taka þátt í lokahá-
tíð keppninnar. Menntamála-
ráðhcrra, Skólaskrifstofa
Hafnarfjarðar, Kennarahá-
skólinn, Flugfélag Islands,
Edda-miðlun og útgáfa og
Sparisjóðirnir eru hclstu
styrktaraðilar keppninnar auk
Samkaupa hér í Reykjanesbæ.
Skólaskrifstofa Rcykjanesbæj-
ar sér um framkvæmd keppn-
innar fyrir Suöurncsin.
Á Suðurnesjum eru það sjö skól-
ar sem sendu fulltrúa sína í loka-
hátíð. Þetta eru Gerðaskóli,
Grunnskólinn í Sandgerði, Heið-
arskóli, Holtaskóli, Myllubakka-
skóli, Njarðvíkurskóli og Stóru-
Vogaskóli.
Lokahátíðin í ár fór fram í Ytri-
Njarðvíkurkirkju mánudaginn 3.
mars. Þar lásu nemendur brot úr
sögu eftir Pétur Gunnarsson, Ijóð
»>T? /a
- W&.
Góður testur!
eftir Davíð Stefánsson og ljóð að
eigin vali. Allir lesarar stóðu sig
mjög vel og áheyrendur nutu
þess að hlusta á fallegan upplest-
ur.
Nemendur úr Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar sáu um tónlistar-
flutning. I dómnefhd sátu Ingi-
björg Einarsdóttir og Marsibil
Olafsdóttir fi'á undirbúnings-
nefndinni og Anna Dóra Antons
dóttir sérkennslufúlltrúi.
Sigurvegarar í keppninni eru:
1. sæti Fjóla Oddgeirsdóttir úr
Njarðvíkurskóla.
2. sæti Karólína Andrea Jónsdótt-
ir úr Holtaskóla.
3. sæti Hrafnhildur Ása Karls-
dóttir úr Grunnskólanum í Sand-
gerði.
FLATEYRIEITTHVAÐ LITIÐ
KRIIMASKMIIT Á LAYIII
E r að semja bók um
œmntýri títiUar stelpu
-Fjóla Oddgeirsdóttir sigurvegari stóni upplestrarkeppninnar
F júlu fannst gaman að taka
þátt í keppninni og hún
sagði að þátttakan hefði
þjálfað hana í að lesa upp texta
fyrir framan fólk. Fjóla er að
semja bók sem fjallar um æv-
intýri lítillar stelpu.
Hvernig fannst þér að taka þátt
í keppninni?
Mér fannst það alveg frábært og
mjög gaman að taka þátt. Það
skiptir ekki öllu máli að maður
vinni, en stefha samt ekki allir að
því að vinna. En það var mest
gatnan að taka þátt.
Hvaða texta last þú?
Textamir sem við lásum voru
númeraðir og það eina sem við
vissum um þá var að þeir eru úr
bókinni „Punktur, Punktur,
komma strik.“
Ertu búin að lesa þá bók?
Eg er að lesa hana.
Hvað finnst þér um svona
keppni?
Mér finnst frábært að taka þátt í
svona keppni og maður þjálfast í
upplestri og verður tilbúinn að
flytja ræður og verður kannski
rninna stressuð.
Hvað tlnnst krökkunum um
þcssa keppni?
Eg held að flestir ltafi v -
þátt i henni.
Ert þú sjálf að semja sögur?
Já, við gerum verkefni í skóla
urn, en ég er sjálf að semja hel
bók.
Um hvað er bókin?
Hún er um stelpu sem lendir í
allskonar ævintýrum.
Eitthvað að lokum:
Það stóðu sig allir rosalega vel í
keppninni og þó að allir hafi ver-
ið svolítið stressaðir þá lagaðist
það þegar keppnin byijaði.
Nafn: Ingibjörg Ósk Erlei
Aldur: 16 ára
Uppáhaldstala: 13 og 7
Stjörnumerki: vatnsberi.
Er mikiö að gera sem formaður nemendafélagsins? Nei
ekki get ég nú sagt það.... eða ekkert meira en að vera í nem-
endaráði.
Hvað hefur verið að gerast í félagslífinu í Njarðvíkur-
skóla? Ýmislegt s.s diskó fyrir yngri krakkana, fitness mótið,
spuminga keppnin gettu ennþá betur þar sem VIÐ unnum...:)
Hvað er á döfinni? Bingó, lærdómsmaraþon hjá lO.bekk og
stuttmynda samkeppni.
Ræða jafnaldrar þínir hugsanlegt stríð í Irak? Nei, voða
lítið.
Hver eru þín helstu áhugamál? Að leika og syngja og svo
bara að vera í góðra vina hópi.
Uppáhaldshljómsveit? Engin ákveðin..
Hverjar eru uppáhalds vefsíðurnar þínar? Er nú voða lítið
á netinu en ætli það sé þá ekki helst djammari.is.
Fallegasti einstaklingur sem þú hefur séð? Váá, þeir eru
svo margir, ef það væri einhver einn þá væri það örugglega
bara gaurinn í Made in USA.
Ef þú mættir vera fluga á vegg í 25 mínútur - hvar mynd-
irðu vilja vera? Vááá, ömgglega bara baksviðs á stóra svið-
inu í Hollywood, rétt fyrir einhvetja stóra frumsýningu.
Hvaða vídeóspólu sástu síðast? Englar alheimsins.
Hvaða mynd sástu síðast í bíó? Stellu í fi'amboði.
Veistu hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stærri?
Bara eitthvað í sambandi við mannleg samskipti, kannski um-
mörinun eða eitthvað svoleiðis og svo vonandi leikkona.
Ef að þú ættir að eyða fimm hundruð kalli, hvað mynd-
irðu kaupa þér? Ætli það yrði ekki inneign.
Eitt orð sem kemur upp í hugann þegar þú heyrir eftirfar-
andi:
- Wham: haaaaa, hvað er nú það...?
- Flateyri: eitthvað lítið kmmmaskuð úti á landi.
- J-Lo: klikkað flott kona.
- Diet kók: Helgu braga auglýsingin um bara I kalóríu.
- vf.is: fréttasíða.
Hvernig heldurðu að heimurinn verði árið 2222? ábyggi-
lega engin eða mjög lítil mannleg samskipti rnilli fólks, allt
orðið í gegnum þessar tölvur.. en vonandi verður heimurinn
orðin eitthvað betri.
I
16
VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!