Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.2003, Page 2

Víkurfréttir - 10.04.2003, Page 2
Aðalsafnaðarfundur Keflavíkurkirkju verður haldinn sunnudaginn 27. apríl að lokinni messu kl. 11. Boðið er upp á léttan hádegisverð kl. 12 og fundur mun hefjast rétt fyrir kl. 13. Dagskrá samkvæmt starfsreglum um sóknarnefndir. Við hvetjum sem flesta safnaðarmeðlimi til að taka þátt í störfum kirkjunnar og mæta á aðalsafnaðarfund. Kjósa á í stjórn safnaðarins 4 aðalmenn til fjögurra ára og varamenn þeirra. Peir safnaðarmeðlimir sem vilja taka þátt í stjórnunarstörfum eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við umjónarmann kirkju og kirkjugarða í Kirkjulundi fyrir 20. apríl, sem veitir allar nánari upplýsingar. Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju Tillögur um lausn á vanda Heilbrigðisstofnunarinnar Itillögum yfirlækna heilsu- gæslustöðvanna í Reykjavík er gert ráð fyrir því að heilsugæsluiæknar í Reykjavík aðstoði við að leysa vandamál Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja með því að Heilsugæslan í Reykjavík taki að sér stjórn heilsugæslunnar. Þannig yrði stjórn hennar ekki stjórn nú- verandi framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja. Gert er ráð týrir að heilsugæslan lúti í öllu reglum og skipuriti heilsugæslunnar í Reykjavík og að læknar af höfuðborgarsvæð- inu sjái um að manna stöðumar í Reykjanesbæ á meðan rekstrin- um er komið í lag. Tillögumar er til umfjöllunar í heilbrigðisráðu- neytinu. LANCOME Glæsilegir kaupaukar! Velkomin á LANCÖME kynningu í dag og á morgun föstudag. Láttu snyrtifræðing hjálpa þér að velja vörur sem henta þinni húð og þínum stíl fullkomlega. Margar skemmtilegar nýjungar: T.d. Résolution, nýtt undrakrem gegn hrukkum og Magicils, ótrúlegur maskari í frábærum litum - augnskuggar í sömu tónum! Le Gift árlegu, glæsilegu kaupaukarnir eru komnir (sjá mynd). Verið velkomin, MÆKá Apótek Keflavíkur Snyrtivörudeild .W..iSuðurgötu 2 - Keflavík Leki kom að Arna Óla KE á landleið Leki kom að netabátnum Árna Óla KE er hann var á landleið úr róðri sl. fóstudag og óskuðu skip- verjar eftir aðstoð Slökkviliðs Sandgerðis. Sjór var bæði í vélarrúmi og lest er báturinn iagðist að bryggju en þá var strax hafist handa við að dæla upp úr honum. Reynir Sveinsson slökkviliðs- stjóri sagði í samtali við Víkurfréttir að Ámi Óla hefði átt eftir um 20 mínútna sigl- ingu til lands er beiðni um að- stoð hefði borist rétt fyrir klukkan þrjú á föstudag. „Það fór hosa á röri í vélarhús- inu, líklega við kælivatnsinn- tak. Það var kominn talsverður sjór í bátinn en engin hætta þó á ferðum, hann hefði þolað mun meiri sjó. Við fórum með lausa dælu um borð strax og báturinn lagðist að og dældum bæði úr vélarhúsinu og lestinni. Þeir eru nú búnir að gera við þetta,“ sagði Reynir. Skúli Þ. Skúlason afhendir Víðismönnum styrkinn. Samkaup styrkir unglingastarf Víðis Samkaup hf. afhenti Ung- lingadeild Víðis í Garði 300.000.- krónur í styrk á dögunum. Sigurjón Kristins- son forystumaður í unglinga- starfi Víðis tók við peningun- um fyrir hönd félagsins úr hendi Skúla Þ. Skúlasonar starfsmannastjóra Samkaupa á æfingu hjá yngstu knatt- spyrnuiðkendunum. Skúii sagði við þetta tilefni að umtal- að væri á Suðurnesjum hve gott unglingastarf Víðis væri og vildu Samkaupsmenn stuðla að því að það héldi áfram. Siguijón Kristinsson sagðist vera mjög ánægður með þessa gjöf og hún myndi koma að góðum not- um. Þakkaði hann Samkaup fyrir gjöfina og sagði hann fyriitækið eiga hrós skilið. 2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.