Víkurfréttir - 30.05.2003, Blaðsíða 13
þætti sem tengjast ákveðnum
framkvæmdum í viðkomandi
hverfi. Viðbrögð bæjarbúa voru
góð og fram komu margar góðar
athugasemdir.
■ Þú sendir ákveðin skilaboð
varðandi áhuga þinn á
menntamálum þegar þú varðst
formaður fræðsluráðs Reykja-
nesbæjar. Hefur verið unnið
markvisst að þessum málum
síðasta ár, í ljósi slælegs árang-
urs nemenda á Suðurnesjum í
samræmdum prófum?
Já, mér fannst ljóst að við yrðum
að gera þetta að forgangsverkefhi
hjá okkur og það er mikill áhugi
innan fr æðsluráðsins að gera bet-
ur. Ég finn sama áhuga hjá
starfsfólki skólanna og ekki síst
foreldrum. Við stöndum ffammi
fyrir ákveðnum staðreyndum hér
og þær staðreyndir eru að við
erum ekki að ná sama árangri í
samræmdum prófúm og flest
önnur byggðarlög. Þessu verðum
við að breyta. Nú er farið að gera
auknar kröfur um inngöngu í
ffamhaldsskólana, þar sem sam-
ræmdu prófin eru mælikvarðinn,
hvort sem okkur finnst það sann-
gjamt eða ekki. Unga fólkið okk-
ar á rétt á að eignast sömu tæki-
færi. Til þess þurfum við að
styrkja skólastarfið og viðhorf
okkar til þess.
■ Þarf nýja kennara?
Það eru margir þættir sem þama
spila inn í. Ég vil fyrst nefha við-
horf okkar foreldra og viðhorf
samfélagsins til menntunar. Ég
vil sjá þessi viðhorf álíka jákvæð
og viðhorf okkar til íþrótta, en
með því fer samfélagið af stað.
Það er mikilvægast. Foreldrafé-
lögin hér em mjög að sækja í sig
veðrið og em til fyrirmyndar
Önnur staðreynd er að hér er
hærra hlutfall leiðbeinenda en í
öðmm skólasamfélögum. Það
hlýtur að hafa áhrif að það séu
færri réttindakennarar til staðar
hér. Þar sýnist mér við strax vera
að ná árangri. Við verðum að
styrkja skólastarfið og leggja
mikla vinnu í að gera þetta vel.
Þetta gerist ekki á nokkmm mán-
uðum en við munum ná árangri,
það er ég sannfærður um.
■ Sérðu fyrir þér háskóla á
Suðurnesjum?
Það eru háskólar hér á Suður-
nesjum því hjá Vamariiðinu, á
svæði Reykjanesbæjar, eru tveir
bandariskir háskólar starfandi.
Við höfum, í gegnum samninga
við Vamarliðið, tryggt tíu sæti á
ári fyrir íbúa Reykjanesbæjar í
þessum háskólum. Þessir skólar
starfa þannig að hingað koma
prófessorar ffá Bandarikjunum
með fyrirlestra og að hluta til er
þetta fjarkennsla. Miðstöð sí-
menntunar er svo að veita nem-
endum af þessu svæði tækfæri til
að stunda fjamám í íslenskum
háskólum. Framundan hjá okkur
er að tengja háskóladeíldir inn á
svæðið. Þar veðja ég á orku-
tengda starfsemi í gegnum Hita-
veitu Suðumesja. Rannsóknir á
jarðhita á Reykjanesi gæti verið
sterkur gmnnur sem háskóla-
starfsemi. Við emm tónlistarbær
með góðan tónlistarskóla. Hve
veit nema okkur tækist einnig að
tengja slíka háskóladeild við bæ-
inn okkar.
■ I haust voru Víkurfréttir
með greinaflokk um ástand
fíkniefnamála á Suðurnesjum
þar sem rætt var við ungt fólk
sem neytir og selur fikniefna
hér á svæðinu. Hefur þú verið
að vinna að forvarnarmálum
eftir að þú tókst við sem bæjar-
stjóri?
Já. Allt okkar æskulýðsstarf er
forvamarstarf og góð menntun er
forvamarstarf. Þá höfum við stutt
og fylgst vel með starfi lögregl-
unnar í bænum og lögreglunnar á
Keflavíkurflugvelli. Þar hefúr
verið um að ræða mjög sérstakt
samstarfsverkefhi þeirra og ríkis-
lögreglustjóra þar sem fastar var
tekið á þeim sem gmnaðir vom
um flkniefhasölu. Við ákváðum
að fara ekki hátt með þetta, en
niðurstöðumar hafa verið að birt-
ast og þær sýna að það er hægt
að stemma stigu við sölu fíkni-
efna með hertum aðgerðum. Ég
vil leyfa lögregluyfirvöldum að
skýra betur frá þeim niðurstöðum
en við áttum þátt í upphafi þess
verkefhis. Armars tel ég besta
ráðið gegn ölli'tn fíkniefnum
vera að hafa nóg fyrir stafhi
þannig að ungt fólk hugleiði
aldrei að leita til fíkniefha til að
eitra framtíð sína.
■ Hvernig er vinnudagurinn
hjá þér?
Þetta er vinnusólarhringur, um
helgar jafnt sem virka daga. Ef
ég er ekki á staðnum þá er það
bakvakt. Annars er mjög hæft
samstarfsfólk með mér svo ég
þarf ekkert að óttast. Þó ég hafi
átt erfítt með að aðskilja heimili
og vinnu þetta ár brýni ég fyrir
samstarfsfólki mínu að gera það.
Ég itreka við mitt starfsfólk að
það taki sér fri og legg mikla
áherslu á að það eigi sér sitt líf
fyrir utan vinnuna. Ég lofa minni
fjölskyldu að það muni líka gilda
hjá sjálfúm mér, hún verði bara
að sýna aðeins meiri þolinmæði
svo ég fúllvissi mig um að öll
hjól snúist áður en ég dreg and-
ann utan vinnu. Mitt áhugamál
fyrir utan vinnuna er fjölskyldan.
Ég hef ekki enn talið mig hafa
tíma fyrir neinar hálfsdagsíþróttir
og ég er ekki sá áhugamaður um
kappleiki að ég sitji yfir sjón-
varpinu öllum stundum. Ég geri
ráð fyrir að ég eyði meiri tíma
með bömunum mínum og fjöl-
skyldunni heldur en margur þó
hann hætti mun fyrr í vinnunni.
■ Einhvern tíma sagðirðu í
léttu tómi að þú værir umboðs-
maður fyrir Védísi dóttur þína.
Hvernig hefur það starf geng-
ið?
Ætli ég hafí ekki bara alltaf átt
þann heitasta draum að verða
umbi frægra tónlistarmanna!
Þegar ég hafði tök á um tíma þá
hjálpaði ég henni að komast af
stað og fékk að heita „umbi”.
Annars er hún kröftugust við það
sjálf. Það gengur ágætlega hjá
henni. Hún er mest úti í London í
upptökum og nú síðast í samn-
ingaviðræðum við erlent fyrir-
tæki um verkefhi. Ég er því
hræddur um að ég fari að missa
umbatitilinn!
■ Hvernig leist þér úrslit al-
þingiskosninganna?
Mér leist bara nokkuð vel á þau.
Númer eitt er að mér fannst mjög
mikilvægt að ríkisstjómin héldi
velli og ekki síst með hagsmuni
þessa svæðis í huga. Ég tel að
minn flokkur, Sjálfstæðisflokkur-
inn, hafi haft gott af því að fá að-
eins mótbyr og tel að flokkurinn
geti nýtt þá aðstöðu til að fara
yfir málin og hugsa hluti upp á
nýtt. Ég tel að við getum unnið
mjög vel úr því.
■ Nú hafa verið sögusagnir
meðal fólks um að þú hyggir á
þingmennsku. Hyggurðu á
þingframboð í næstu alþingis-
kosningum?
Ég hef sagt að ef ég hygði á
þingmennsku þá væri ég löngu
kominn á þing. Það hafa verið
mörg tækifæri til þess í Reykja-
vík í gegnum minn pólitíska feril.
Hér er ég að vinna að verkefhi
sem mér þykir mjög vænt um og
finnst vera það mikilvægasta
sem ég get verið að gera. Ég hef
hugsað mér að vinna það vel og
lengi ef bæjarbúar veita mér
stuðning til.
■ Þannig að þú ferð ekki í
þingframboð?
Það eru engar hugleiðingar í þá
átt hjá mér.
r
Lyfja í Keflavík
Beinþéttnimælingar
Boðiö verður upp á
beinþéttnimælingar í versluninni
fyrsta föstudag hvers mánaðar.
Tímapantanir í síma 421 7575.
Cl LYFJA
- fyrir tieilsuna
www.lyfja.is
Lyfja Keflavík • Hringbraut 99 * s. 421 7575
VÍKURFRÉTTIR 22.TÖLUBLAÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 13