Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.05.2003, Page 14

Víkurfréttir - 30.05.2003, Page 14
SAMBW Bringing down the house Fimmtudag: 4,6,8,10:10 Föstudag: 6,8,10:10 Laugardag og sunnudag: 4,6,8,10:10 Mánudag til miðvikudags: 8, 10:10 The Matrix reloaded Fimmtudag: 5 og 8 Föstudag: 8 og 11 Laugardag og sunnudag: 5 og 8 Mánudag til miðvikudags: 8 ÁLFABAKKI 'Q' 587 8900 AKUREYRI 'Q' 461 4666 KEFLAVÍK 'Q' 421 1170 lokað Lokum mánudaginn 2. júní vegna námskeiðs á Ítalíu. Opnum aftur þriðjudaginn 10. júní kl. 13. Arrivederci! Kolla og Hjördís 1 frrrrrrrrrrrrrrrrrrrrwm Atvinna Óska eftir vönum lyftaramanni Einnig vantar okkur vant fólk í pökkun og snyrtingu. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Ásdís í síma 867 2437. f SigHnganámskeiö\ Skráning í námskeið hjá Siglingaklúbbnum Knörr verður í húsakynnum Siglingaklúbbsins að Grófinni 2, Laugardaginn 31. maí milli 13 — 16 nk. Námskeið sem eru í boði í sumar : • Byrjendanámskeið (Börn fædd 1987 - 1995) • Framhaldsnámskeið (Fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði) • Klúbbur (Fyrir þá sem hafa lokið báðum ofangreindum námskeiðum) • Unglinga og fullorðinsnámskeið (Kennt verður grunnur í kjölbáta og laser siglingum)(16+) Skráning í námskeiðin og klúbbinn, verður á laugardaginn 31. maí einnig verður hægt að skrá sig í alit sumar meðan á kennslu stendur Nánari upplýsingar hjá : Gustav — 894 6717 Ögmundi - 868 9087 82 nemendur útskrifaðir frá FS Skólaslit vorannar og brautskráning Fjöl- brautaskóla Suöurnesja fór fram laugardaginn 24. maí. Aö þessu sinni útskrifuðust 82 nemendur; 58 stúdentar, 3 meistarar, 17 iðnnemar, 6 út- skrifuðust af starfsnámsbraut- um og tveir skiptincmar. Nokkrir nemendur braut- skráðust af tveimur eða fleiri námsbrautum. Karlar voru 42 en konur 40. Alls komu 57 úr Reykjanesbæ, 8 úr Garði, 6 komu úr Grindavík og 2 úr Sandgerði og Vogum. Nemend- ur úr sveitarfélögum utan Suð- umesja voru 7 talsins. Við athöfnina voru veittar viður- kenningar fyrir góðan námsár- angur. Hildigunnur Kiistinsdóttir fékk viðurkenningar frá skólan- um fyrir góðan árangur í frönsku, félagsfræði, sögu og fyrir árangur sinn i raungreinum og stærð- fræði. Auk þess fékk Hildigunn- ur viðurkenningu frá danska sendiráðinu fyrir góðan árangur í dönsku og frá Verkfræðistofu Suðumesja fyrir árangur í stærð- fræði. Harpa Gunnarsdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan ár- angur í spænsku og þýsku og einnig viðurkenningu frá þýska sendiráðinu fyrir árangur sirrn í þýsku. Helga Auðunsdóttir hlaut verðlaun fyrir árangur í stærð- fræði og fyrir góðan árangur í líf- fræði og efnafræði; hún fékk einnig viðurkenningu frá Verk- fræðistofu Suðurnesja fyrir ár- angur í stærðfræði. Sigrún Lovísa Brynjólfsdóttir fékk við- urkenningu fyrir góðan námsár- angur í þýsku og hún fékk einnig gjöf frá þýska sendiráðinu fyrir árangur sinn. Daði Pagan Hreins- son fékk viðurkenningu frá skól- anum fyrir góðan árangur i myndmennt, Guðmundur Örn Jóhannsson fyrir ensku og Vikt- oría Róbertsdóttir fyrir félags- fræði. María Elizabeth Balcik fékk viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í sérgreinum á sjúkraliðabraut og Ingvar Valur Gylfason fyrir árangur á neta- gerðarbraut. Þá fékk Kristinn Örn Agnarsson viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda skól- ans. Að lokum fengu skiptinem- arnir Laure G.E. Courbois og Maria Paula Riscali gjöf til minningar um veru sína í skólan- um í vetur. Að venju veitti Sparisjóðurinn í Keflavik nemendum skólans við- urkenningar fyrir góðan námsár- angur. Að þessu sinni hlaut Hildigunnur Kristinsdóttir viður- kenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og hún fékk auk þess viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræði og raun- greinum og í samfélagsgreinum. Harpa Gunnarsdóttir hlaut viður- kenningu fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum og Ingvar Valur Gylfason fyrir góðan ár- angur í tæknigreinum. Frétt af vef skólans. HILDIGUNNUR KRISTINSD0TTI R Dúx á leið í sólina á Mallorca Að venju veitti Sparisjóð- urinn í Keflavík nem- endum skólans viður- kenningar fyrir góðan námsár- angur. Að þessu sinni hlaut Hildigunnur Kristinsdóttir við- urkenningu fyrir hæstu ein- kunn á stúdentsprófi og hún fékk auk þess viöurkenningar fyrir góðan árangur í stærð- fræði og raungreinum og í samfélagsgreinum. Harpa Gunnarsdóttir hlaut viður- kenningu fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum og Ingvar Valur Gylfason fyrir góðan árangur í tæknigrein- um. Hildigunnur Kristinsdóttir sem eins og áður sagði fékk viður- kenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófum sagði í samtali við Víkuriféttir vera mjög ánægð með að vera útskrifuð úr fjöl- brautaskólanum. „Eg er alveg í skýjunum og það er gaman að vera búin. Maður á nú samt eftir að sakna skólans”, sagði Hildigunnur. Hún sagði að síð- asta önnin hefði verið langt frá því að vera erfið. „Ég var í tveimur áfongum og alltaf búin fyrir hádegi. Samt var alveg nóg að gera hjá mér við að safha pen- ingum fyrir útskriftarferðinni og vinna með skólanum”. Aðspurð að því hvað sé það eftirminnileg- asta við FS ef hún lýti yfir skóla- árin segir hún busavígslan og út- skriftin séu eflaust eftirminnileg- ustu dagarnir. Þessir dagar hafi verið byrjunin og endirinn á þessu öllu saman. Nú fékkst þú viðurkenningar fyrir frábæran árangur í skól- anum, var þetta eitthvað sem þú hafðir stefnt að eða kom þetta þér þægilega á óvart? „Ég stefndi ekkert endilega á verðlaun heldur hafði ég bara sett mér þau markmið að gera alltaf mitt besta og að vera sátt við mína frammistöðu. Að fá viður- kenningu var svo bara mjög skemmtilegur bónus. Ég hef nú ekkert ákveðið hvað ég geri við peninginn sem ég fékk frá Spari- sjóðnum en ég veit þó að hann mun koma að góðum noturn, það er ekki spuming”. Hvað er næst á dagskrá hjá dúxinum? „Það er útskriftarferð til Mall- orca tveimur dögum eftir út- skriftina. Síðan ætla ég að taka mér svona árs frí áður en ég fer í háskólanám og halda áfram að vinna á Garðaseli”. 14 VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.