Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.08.2003, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 21.08.2003, Blaðsíða 2
Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í sumar! Flassari hrellir fólk í Keflavík Svokallaður flassari hefur verið að hrelia ungar stúlkur í Keflavík. Tvær ungar stúikur tilkynntu um mann sem sýnt hafði á sér kyn- færin á horni Vesturgötu og Heiðarbrautar á föstudags- kvöldið fyrir rúmri viku. Til- kynnt var til Iögreglunnar um mann í svörtum leðurfrakka og með húfu á höfði sem hafði flett sig klæðum fyrir framan stúlkurnar. Þrátt fyrir leit í hverfinu hafði lögreglan ekki hendur í hári dón- ans en fleiri tilkynningar hafa ekki borist um viðlíka háttarlag frá því á föstudag í fyrri viku. Vert er að hvetja fólk til að til- kynna um slíka háttsemi, enda óttast böm slíka menn. S O N Y <ð COMPACl AMD Athlon XP-M 2000+ 15“ TFT skjár 256MB DDR minni ATI Radeon 64MB 30GB harður diskur DVD/CD-RW DVD og skrifari USB og Firewire, XP Pro ** Tölvukaupalán VF-ljósmynd: Hópurinn á hestbaki f.v.: Alice María Hólm, Guðný Rós Sigurbjörnsdóttir, Daníel Viðar Hólm, Róbert Scala reiðkennari og Sandra Lind Þormarsdóttir. i fn n> U ji Ji Vl&pjfri & f-l fj fy^ Reiðnámskeið bama vinsæl í Grindavík Fyrirtækið Víkhestar í Grindavík hefur staðið fyrir reiðnámskeiðum fyrir börn í sumar og segir Róbert Scala reiðkennari að nóg hafi verið að gera. „Það er búið að vera það mikið að gera í sumar að við höfum ekki annað eftirspurn. Þetta námskeið sem ég er með núna er það síðasta í sumar og reyndar er þetta síðasti tím- inn,” sagði Róbert í samtali við Víkurfréttír. Krakkarnir á reiðnámskeiðinu voru ánægð og sögðu að það væri fátt skemmtilegra en að vera á hestbaki Jón Axelsson látinn stuttar 1 39.900,- m/vsk SAMHÆFNI: Sími 421 7755 iMnmmmi Hringbraut 96 • 230 Rei/kjanesbæ Alltaf glæsileg tilboð á www.samhaefni.is ftstrikur & Steinríkur Föstudag sýnd kl.: 8 Sr 10 I Föstudag sýnd kl.: 6 Lau. St sun. sýnd kl.: 6,8 & 10 I Lau. & sun. sýnd ld.: Mán.-fim. sýndkl.:8&10 I 2 46t6 Föstudag sýnd kl.: 8 & 10.30 Lau. & sun. sýnd kl.: 8 & 10.30 Mán. - fim. sýnd kl.: 8 & 10.30 Föstudag sýnd kl.: 6 Lau. & sun. sýnd kl.: 2 & 4 KEFLAVÍK 'CS 421 1170 Jón Axelsson f.v. kaupmað- ur í versluninni Nonna og Bubba Keflavík og Sand- gerði lést sl. þriðjudag 19 águst. Jón fæddist í Sandgerði þann 14. júní 1922 og var sonur hjón- anna Axels Jónssonar verslunarmanns og frúar Þor- bjargar Einarsdóttur húsmóð- ur en þau bjuggu á Borg í Sandgerði. Jón lauk fullnaðarprófi frá Hér- aðsskólanum að Laugarvatni 1937. Vann hjá Lofti Loftssyni og Haraldi Böðvarssyni í Sand- gerði við ýmis störf. Jón vann ffá 22. aldursári við verslunarstörf í Sandgerði og stofnaði ásamt meðeiganda sín- um Þorbimi Einarssyni Keflavík verslunina Nonna og Bubba bæði í Sandgerði og í Keflavík og ráku þeir hana um 40 ára skeið. Jón var einn af stofhfélögum Lionsklúbbs Sandgerðis og var gerður að Melvin Johns félaga af félögum sínum í Lionsklúbbn- um. Jón kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni Bergþóm Þorbergs- dóttur 1953 og eignuðust þau 5 böm. Litlar skemmdir Togskipinu Guðrúnu Gísladóttur var komið á réttan kjöl á sunnu- dagskvöldið. Skipið virðist nánast óskemmt eftir að hafa legið á hliðinni í tjórtán mán- uði. Haukur Guðmundsson, eigandi skipsins, er í Noregi og segir, í samtali við RÚV, þá hlið skipsins sem sneri niður vera í mun betra ásigkomulagi en hann hafði þorað að vona og segir næsta skref vera að koma skipinu upp á yfirborðið. Það verði gert með sömu tönkum og notaðir voru til að rétta það af. Haukur býst við að þær aðgerðir taki tvær til þrjár vikur. Skipið segir hann skítugt, þakið sjávar- gróðri, og hluti eins og rafbúnað skemmdan, en annars sé það í góðu ástandi. Hann segir nú sé verið að gera við sáralítinn olíu- leka, eins og hann orðar það, en að ekki stafi mengunarhætta af skipinu. ■ I Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 • Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23,260 Njarðvík, Sími 4210000 (15 línur) Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, simi 4210002, hilmar@vf.is • Blaðamenn: Jóhannes Kr. m Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is, Sævar Sævarsson, sími 421 0003, saevar@vf.is • Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími (| 4210001, jonas@vf.is • Auglýsingadeild: Kristín Gyða Njálsdóttir, sími 421 0008, kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0009, jofridur@vf.is • Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. • Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. • Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is FRÉTTIR Enn einn áreksturinn á Reykjanesbraut við Stekk Eftír hádegið á laugar- dag var tilkynnt um árekstur tveggja bif- reiða á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekks á Fitjum. Bifreið, sem ekið var Stekk, var ekið í veg fyrir bifreið sem kom austur Reykjanesbraut. Ökumenn og farþegi sem var í annarri bifreiðinni sluppu án teljandi meiðsla, annar ökumaðurinn kenndi þó eymsla í hálsi og ætlaði að leita til Iæknis vegna þessa. Alimikið tjón var á bifreiðunum og var önnur bifreiðin færð af vettvangi með kranabifreið. Árekstrar á þessu homi hafa verið mjög tíðir í gegnum árin. Þannig hefúr lögreglan bókaða um tvo tugi umferðar- slysa á þessu eina homi síð- ustu þijú árin og að sögn lög- reglu eru margir árekstrar sem verða á þessu homi mjög harðir. Umrætt hom er með góðu útsýni í allar áttir en hins vegar virðist brenna við að menn virði ekki hraðatak- mörk en 70 km. hámarks- hraði er á Reykjanesbraut við þessi gatnamót. 2 VfKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is l LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.