Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.08.2003, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 21.08.2003, Blaðsíða 20
Sala á Ljósalaginu 2003 hefst um helgina Hafin verður sala á Ljósalag- inu 2003 um helgina, en geisla- diskurinn inniheldur þau 10 lög sem keppa um titilinn Ljósalagiö 2003. Körfuknatt- leiksdeild UMFN sér um sölu á geisladisknum og verður geng- ið í hús í Reykjanesbæ og disk- urinn boðinn til sölu. Ljósa- lagskeppnin verður haldin í Stapanum föstudaginn 5. sept- ember og þar kemur í Ijós hvaða lag verður valið Ljósa- lagið 2003. Þeir sem vilja panta geisladiskinn er bent á að hringja í síma 697-9797. Stórglæsileg Ljósalagskeppni í Stap- anum föstudaginn 5. september Ljósalagið 2003 verður haldið föstudaginn 5. september í Stapanum í Reykjanesbæ. Óhætt er að segja að Ljósalagið sé einn af hápunktum Ljósanætur. Kvöldið verður stórglæsilegt að vanda enda um stórmcrki- legan viðburð að ræða þar sem margir af ástsælustu tónlistar- mönnum þjóðarinnar taka þátt. Ýmsar uppákomur verða í gangi áður en húsið opnar og er hugmyndin að Götuleikhús Leikfélags Keflavíkur og Suð- urnesjavíkingurinn Böðvar Jónsson taki á móti gestum fyrir utan Stapann ásamt því að Bifhjólaklúbburinn Ernir mun mynda heiðursvörð við innganginn. Húsiö opnar kl. 19.15 en þá er tekið á móti gestum með fordrykk. Borinn verður fram þriggja rétta kvöldverður. Rjómalöguð villi- sveppasúpa í forrétt, fyllt kjúklingabringa með parma- skinku, ferskum parmesan osti og tilheyrandi meðlæti í aðal- rétt og í desert verður frönsk súkkulaðiterta með ferskum jarðaberum og þeyttum rjóma. Ljóst er að enginn verður svik- inn af þessum kvöldverð enda er Stapinn rómaður fyrir góða matargerð. Að loknu borðhaldi hefst svo keppnin þar sem lögin 10 sem keppa um Ljósalagið 2003 verða leikin. Kjartan Már Kjartansson, frægasti kynnir okkar Suður- nesjamanna, mun verða kynnir kvöldsins. Eftir að lögin hafa verið spiluð mun hljómsveitin „Safnaðarfundur eftir rnessu" leika djass þar til úrslit liggja fyr- ir ásamt því að opnað verður fyr- ir aðra gesti e_n matargesti, eða um kl. 23.00. Aætlað er að sigur- lagið verði tilkynnt í kringum miðnætti og að því loknu mun Bítlavinafélagið leika fyrir dansi langt fram eftir nóttu. Þrátt fyrir mikið umfang og stór- glæsilegt kvöld hefur verðinu verið stillt í hóf og mun aðeins kosta 4200 kr. á keppnina með þriggja rétta kvöldverð, keppni og dansleik að keppni lokinni. Geri aðrir betur! Keppnin í fyrra heppnaðist mjög vel og voru allir mjög ánægðir með hana og reynslunni ríkari má búast við að í ár verði boðið upp á enn meiri skemmtun. Þess má geta að í ár verður ekki sjónvarpað frá keppninni og þar að leiðandi verður fólk að mæta í Stapann ætli það sér að sjá þennan merki- lega viðburð sem Ljósalagið er. Miðapantanir eru í síma 421- 2526 eða 891-9072 og eru þær hafnar og mikilvægt að fólk panti sem fyrst enda má gera ráð fyrir að færri komist að en vilja. Sýsiumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33,230 Keflavík, s: 420 2400 UPPBOÐ Uppboð munu byija á skrifstofú emþættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík fimmtudaginn 28. ágúst 2003 kl. 10:00 áeftirfarandi eignum: Amarhraun 5, n.h. og 1/2 kjallari, Grindavík, þingl. eig. Emma Geirsdóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn 1 Keflavík. Baldursgata 10, effi hæð, Keflavík, þingl. eig. Ólöf Jóna Fjeldsted, gerðarbeiðandi Kreditkort hf. Baugholt 14, Keflavík, þingl. eig. Lilja Pétursdóttir og Friðfinnur Einarsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður. Bergvegur 24, Keflavík, þingl. eig. Páll Sólberg Eggertsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn í Keflavík og Sýslumaðurinn í Kópavogi. Blikabraut 13, Keflavík, þingl. eig. Júlíus H Hlynsson, gerðar- beiðendur Bilfeiðar & landbún- aðarvélar hf, Ibúðalánasjóður og Reykjanesbær. Efstahraun 18, Grindavík, þingl. eig. Guðmundur Karl Tómasson, gerðarbeiðendur Landsbanki íslands hf, Grindavík, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Samskip hf. Faxabraut 27,0102, Keflavík, þingl. eig. Guðmundur Hjörleifúr Antonsson, gerðarbeiðandi Landssími Islands hf, innheimta. Garðvegur 3, Sandgerði, þingl. eig. Þrotabú Fiskþjónustan ehf b.t. Hlöðver Kjartans, gerðar- beiðandi Sparisjóðurinn í Kefla- vík. Garðvegur 3b, 0101, Sandgerði, þingl. eig. Þb. Fiskþjónustan ehf.,bt. Hlöðvers Kjartanss.hrl., gerðarbeiðandi Trygg- ingamiðstöðin hf. Gónhóll 1, Njarðvík, fhr. 209- 3258, þingl. eig. Gréta Þóra Björgvinsdóttir og Bjöm Finn- bogason, gerðarbeiðendur Eignarhaldsfélag Hörpu hf, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 og PricewaterhouseCoopers ehf. Gónhóll 3, Njarðvík, fhr. 209- 3260, þingl. eig. Guðmundur Björgvinsson, gerðarbeiðandi Reykjanesbær. Grófin 16b fhr. 224-8305 Keflavík, þingl. eig. Helgi Björgvin Eðvarðsson, gerðar- beiðendur Sýslumaðurinn í Keflavík og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda. Grófin 16c fnr. 224-8306, Keflavík, þingl. eig. Helgi Björgvin Eðvarðsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn 1 Keflavík. Gullfaxi GK-3, skipaskrámr. 1666, þingl. eig. Jaxlavík ehf, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Islands hf og Skeljavik ehf. Hátún 1, Keflavík, fnr. 208-8331, þingl. eig. BrynhildurNjálsdóttir, gerðarbeiðendur Greiðslumiðlun hf, Hitaveita Suðumesja hf, íbúðalánasjóður og Reykjanesbær. Heiðarholt 28, 0302, Keflavík, þingl. eig. Sigurgeir S Jóhannsson, gerðarbeiðendur Heiðarholt 28, húsfélag, íbúða- lánasjóður, Lífeyrissjóður Suðumesja og Reykjanesbær. Hjallavegur 3e, Njarðvík, þingl. eig. Sigrún Ellertsdóttir, gerðar- beiðandi Landsbanki Islands hf, Keflavíkurflugvelli. Hlíðarvegur 20, Njarðvík, þingl. eig. Gunnar Indriðason og Guðrún Svanhvít Guðjónsdóttir, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður. Kirkjuvegur 50, Keflavík, þingl. eig. Hörður Ingi Gunnarsson, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður. Kirkjuvegur 52, Keflavík, þingl. eig. Strikið ehf, gerðarbeiðandi Sparisjóðurinn í Keflavík. Lindartún 7, Garði, þingl. eig. Sævar Þór Ægisson, gerðar- beiðandi Fijálsi ljárfestingar- bankinn hf. Njarðvíkurbraut 2, neðri hæð, Njarðvík, þingl. eig. Bergur Sigurðsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn 1 Keflavík. Skagabraut 46,0201, Garði, þingl. eig. Anita Casanes Malanog, gerðarbeiðandi íbúða- lánasjóður. Sunnubraut 7, Keflavík, þingl. eig. Guðmundur B Kristinsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn 1 Keflavik. Túngata 20, neðri hæð, Grindavík, þingl. eig. Ami Eiríksson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík. Vallargata 13, Keflavík, fnr. 208- 6808, þingl. eig. Aldís I3úadóttir, gerðarbeiðandi Reykjanesbær. Sýslumaðurinn í Keflavík, 19. ágúst 2003. Ásgeir Eiríksson ftr. 20 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.