Fréttablaðið - 25.01.2017, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 1 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 2 5 . j a n ú a r 2 0 1 7
Fréttablaðið í dag
sKoðun Heiða Björg Hilmis
dóttir skrifar um heilsueflandi
samfélag. 8
sport Kristján Andrésson komst
lengst íslenskra handboltaþjálf
ara á HM í Frakklandi. 12
lÍfið Hreinsar hugann með því
að farða sig. 20
frÍtt
Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Finndu okkur á
SKRAUT FYRIR
ÁRSHÁTÍÐIR
Meistaramánuður!
Sérblað fylgir
plús sérblað l fólK
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
Mar K að u ri n n St j ó r n a r m e n n
og aðrir lykilstjórnendur Glitnis
HoldCo, þar á meðal örfáir íslenskir
starfsmenn eignarhaldsfélagsins,
hafa nú þegar tryggt sér bónus sem
er samanlagt á bilinu 875 til 1.525
milljónir króna.
Þeir íslensku stjórnendur sem
teljast í hópi lykilstarfsmanna
Glitnis eiga tilkall til þess að fá
rúmlega 26 prósent af bónus
pottinum. Sú fjárhæð nemur því
í dag að minnsta kosti 230 til 400
milljónum króna. Fyrirséð er hins
vegar að bónusgreiðslurnar eigi
eftir að reynast enn meiri þegar
fram í sækir samhliða því að frekari
útgreiðslur til skuldabréfaeigenda
Glitnis eru væntanlegar síðar á
árinu.
Íslenskir lykilstjórnendur félags
ins, sem eiga rétt á hlutdeild í
bónus greiðslunum, eru fyrst og
fremst þrír núverandi starfsmenn
Glitnis. Þeir eru, samkvæmt heim
ildum Fréttablaðsins, meðal annars
Ingólfur Hauksson, framkvæmda
stjóri Glitnis, og Snorri Arnar Við
arsson, yfirmaður eignastýringar
félagsins. Ef bónusgreiðslurnar
skiptast bróðurlega á milli helstu
stjórnenda Glitnis hérlendis þá
hafa þeir hvor um sig tryggt sér
bónus sem nemur á bilinu um 75
til 130 milljónum á mann.
Bónuspottur Glitnis mun hins
vegar að stærstum hluta, eða sem
nemur 75,9 prósentum af heildar
fjárhæðinni, renna til þriggja
manna stjórnar félagsins. Hún er
skipuð erlendum ríkisborgurum.
Þeir munu því fá allt að 400 millj
ónir króna á mann í sinn hlut. Þær
greiðslur bætast við rífleg stjórnar
laun sem eru á bilinu fjórar til fimm
milljónir á mánuði. Umfangs
mikið bónuskerfi Glitnis, sem var
samþykkt á hluthafafundi í mars
í fyrra, virkjaðist í liðinni viku
þegar félagið innti af hendi tæp
lega 99 milljóna evra greiðslu til
skuldabréfaeigenda. Samtals hefur
félagið þá borgað út 1.253 milljónir
evra til kröfuhafa á undanförnum
tíu mánuðum. Samkomulag sem
stjórn Glitnis gerði nýverið við
fyrrverandi meðlimi slitastjórnar
er ástæða þess að stjórnendur
félagsins hafa nú þegar unnið sér
inn háar bónusgreiðslur. Sam
komulagið fól í sér meðal annars
eingreiðslu upp á 640 milljónir til
Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls
Eiríkssonar gegn því að 68 milljóna
evra skaðleysissjóður var lagður
niður.
Glitnir HoldCo var stofnað sem
eignarhaldsfélag í kjölfar þess
að slitabú bankans lauk nauða
samningum í árslok 2015. Stærstu
eigendur félagsins eru bandarískir
vogunarsjóðir. – hae / sjá Markaðinn
Komnir með allt að
1.500 milljóna bónus
Umfangsmikið bónuskerfi Glitnis virkjaðist í síðustu viku. Bónuspotturinn
nemur í dag allt að1,5 milljörðum. Örfáir íslenskir lykilstarfsmenn eiga rétt á
um fjórðungi þeirrar fjárhæðar. Stjórnarmenn fá hundruð milljóna í sinn hlut.
Ingólfur Hauksson,
framkvæmdastjóri
Glitnis, er á meðal
þeirra sem hafa
unnið sér inn háar
bónusgreiðslur.
trúMál Íslenska þjóðkirkjan íhugar
að stefna ríkinu fyrir vangoldin
sóknar gjöld. Telur þjóðkirkjan sig
hlunnfarna og hundruð milljóna
króna vanti inn í reksturinn. Þetta
kemur fram í fundargerð kirkjuráðs.
Agnes Sigurðardóttir, biskup
Íslands, telur að harðar hafi verið
gengið gegn kirkjunni og öðrum rétt
höfum sóknargjalda heldur en gagn
vart öðrum sem sættu skerðingu á fjár
lögum eftir bankahrun. – sa / sjá síðu 4
Kirkjan hyggst
stefna ríkinu
ViðsKipti Einkahlutafélagið MJDB vill
kaupa Hellisheiðarvirkjun af Reykja
víkurborg, Akraneskaupstað og Borg
arbyggð. Sveitarfélögin þrjú fengu fyrr
í mánuðinum tilboð í eignar hluti sína
en Orkuveita Reykjavíkur hafnaði um
miðjan desember tilboði sama félags í
virkjunina í annað sinn.
MJDB er að stærstum hluta í eigu
Magnúsar B. Jóhannessonar, fram
kvæmdastjóra hjá America Renew
ables í Kaliforníu. hg / sjá Markaðinn
Gerðu tilboð
í virkjunina
Magnús B.
Jóhannesson
Margrét Þórhildur, drottning Danmerkur, og Hinriks prins tóku á móti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Elísu Reid í Amalíuborgarhöll í gær. Sam-
kvæmt venju og hefð er fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur. Heimsókn forsetahjónanna stendur yfir til morgundagsins. FréttaBlaðIð/EPa
2
5
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:1
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
0
A
-8
2
0
0
1
C
0
A
-8
0
C
4
1
C
0
A
-7
F
8
8
1
C
0
A
-7
E
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
4
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K