Fréttablaðið - 25.01.2017, Síða 1

Fréttablaðið - 25.01.2017, Síða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 1 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 2 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 Fréttablaðið í dag sKoðun Heiða Björg Hilmis­ dóttir skrifar um heilsueflandi samfélag. 8 sport Kristján Andrésson komst lengst íslenskra handboltaþjálf­ ara á HM í Frakklandi. 12 lÍfið Hreinsar hugann með því að farða sig. 20 frÍtt Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á SKRAUT FYRIR ÁRSHÁTÍÐIR Meistaramánuður! Sérblað fylgir plús sérblað l fólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Mar K að u ri n n St j ó r n a r m e n n og aðrir lykilstjórnendur Glitnis HoldCo, þar á meðal örfáir íslenskir starfsmenn eignarhaldsfélagsins, hafa nú þegar tryggt sér bónus sem er samanlagt á bilinu 875 til 1.525 milljónir króna. Þeir íslensku stjórnendur sem teljast í hópi lykilstarfsmanna Glitnis eiga tilkall til þess að fá rúmlega 26 prósent af bónus­ pottinum. Sú fjárhæð nemur því í dag að minnsta kosti 230 til 400 milljónum króna. Fyrirséð er hins vegar að bónusgreiðslurnar eigi eftir að reynast enn meiri þegar fram í sækir samhliða því að frekari útgreiðslur til skuldabréfaeigenda Glitnis eru væntanlegar síðar á árinu. Íslenskir lykilstjórnendur félags­ ins, sem eiga rétt á hlutdeild í bónus greiðslunum, eru fyrst og fremst þrír núverandi starfsmenn Glitnis. Þeir eru, samkvæmt heim­ ildum Fréttablaðsins, meðal annars Ingólfur Hauksson, framkvæmda­ stjóri Glitnis, og Snorri Arnar Við­ arsson, yfirmaður eignastýringar félagsins. Ef bónusgreiðslurnar skiptast bróðurlega á milli helstu stjórnenda Glitnis hérlendis þá hafa þeir hvor um sig tryggt sér bónus sem nemur á bilinu um 75 til 130 milljónum á mann. Bónuspottur Glitnis mun hins vegar að stærstum hluta, eða sem nemur 75,9 prósentum af heildar­ fjárhæðinni, renna til þriggja manna stjórnar félagsins. Hún er skipuð erlendum ríkisborgurum. Þeir munu því fá allt að 400 millj­ ónir króna á mann í sinn hlut. Þær greiðslur bætast við rífleg stjórnar­ laun sem eru á bilinu fjórar til fimm milljónir á mánuði. Umfangs­ mikið bónuskerfi Glitnis, sem var samþykkt á hluthafafundi í mars í fyrra, virkjaðist í liðinni viku þegar félagið innti af hendi tæp­ lega 99 milljóna evra greiðslu til skuldabréfaeigenda. Samtals hefur félagið þá borgað út 1.253 milljónir evra til kröfuhafa á undanförnum tíu mánuðum. Samkomulag sem stjórn Glitnis gerði nýverið við fyrrverandi meðlimi slitastjórnar er ástæða þess að stjórnendur félagsins hafa nú þegar unnið sér inn háar bónusgreiðslur. Sam­ komulagið fól í sér meðal annars eingreiðslu upp á 640 milljónir til Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar gegn því að 68 milljóna evra skaðleysissjóður var lagður niður. Glitnir HoldCo var stofnað sem eignarhaldsfélag í kjölfar þess að slitabú bankans lauk nauða­ samningum í árslok 2015. Stærstu eigendur félagsins eru bandarískir vogunarsjóðir. – hae / sjá Markaðinn Komnir með allt að 1.500 milljóna bónus Umfangsmikið bónuskerfi Glitnis virkjaðist í síðustu viku. Bónuspotturinn nemur í dag allt að1,5 milljörðum. Örfáir íslenskir lykilstarfsmenn eiga rétt á um fjórðungi þeirrar fjárhæðar. Stjórnarmenn fá hundruð milljóna í sinn hlut. Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, er á meðal þeirra sem hafa unnið sér inn háar bónusgreiðslur. trúMál Íslenska þjóðkirkjan íhugar að stefna ríkinu fyrir vangoldin sóknar gjöld. Telur þjóðkirkjan sig hlunnfarna og hundruð milljóna króna vanti inn í reksturinn. Þetta kemur fram í fundargerð kirkjuráðs. Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, telur að harðar hafi verið gengið gegn kirkjunni og öðrum rétt­ höfum sóknargjalda heldur en gagn­ vart öðrum sem sættu skerðingu á fjár­ lögum eftir bankahrun. – sa / sjá síðu 4 Kirkjan hyggst stefna ríkinu ViðsKipti Einkahlutafélagið MJDB vill kaupa Hellisheiðarvirkjun af Reykja­ víkurborg, Akraneskaupstað og Borg­ arbyggð. Sveitarfélögin þrjú fengu fyrr í mánuðinum tilboð í eignar hluti sína en Orkuveita Reykjavíkur hafnaði um miðjan desember tilboði sama félags í virkjunina í annað sinn. MJDB er að stærstum hluta í eigu Magnúsar B. Jóhannessonar, fram­ kvæmdastjóra hjá America Renew­ ables í Kaliforníu. hg / sjá Markaðinn Gerðu tilboð í virkjunina Magnús B. Jóhannesson Margrét Þórhildur, drottning Danmerkur, og Hinriks prins tóku á móti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Elísu Reid í Amalíuborgarhöll í gær. Sam- kvæmt venju og hefð er fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur. Heimsókn forsetahjónanna stendur yfir til morgundagsins. FréttaBlaðIð/EPa 2 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 0 A -8 2 0 0 1 C 0 A -8 0 C 4 1 C 0 A -7 F 8 8 1 C 0 A -7 E 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.