Fréttablaðið - 25.01.2017, Page 8
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Reykjavík er heilsueflandi samfélag sem þýðir að við sem sitjum í borgarstjórn og í ráðum borgarinnar eigum stöðugt að vera að leita
leiða til að bæta bæði hið manngerða og félagslega
umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði og draga úr tíðni
og afleiðingum langvinnra sjúkdóma eða langvinns
atvinnuleysis með margvíslegu forvarna- og heilsu-
eflingarstarfi.
Einnig menningarkort
Ein af fjölmörgum ráðstöfunum er að ráðgjafar á
þjónustumiðstöðvum borgarinnar geta boðið fólki
sem fær fjárhagsaðstoð til framfærslu, eða hefur
verið án atvinnu í lengri tíma, upp á að fara í sund
og að fá lánaðar bækur á bókasöfnum borgarinnar
án þess að greiða fyrir það. Í ár mun menningar-
kortið einnig standa þessum hópi fólks til boða sem
inniber aðgengi að söfnum borgarinnar.
Getur skipt sköpum
Rannsóknir hafa sýnt að það að vera atvinnulaus til
lengri tíma er hættulegt bæði andlegri og líkamlegri
heilsu viðkomandi og jafnvel fjölskyldu hans. Það að
koma sér upp rútínu og virkni getur skipt sköpum
og því getur þessi tiltölulega ódýra leið borgarinnar
skipt sköpum fyrir þessa einstaklinga.
Öryrkjar, eldri en 67 ára og starfsmenn borgar-
innar geta einnig farið í sund í Reykjavík án þess að
greiða fyrir það þar sem við viljum auðvelda þessum
hópum fólks að stunda þær heilsulindir sem sund-
laugarnar okkar eru sannarlega. Til að stuðla að
þeirra heilbrigði og um leið að góðu samfélagi.
Samfélag fyrir alla
Sjálfstæðismenn hafa verið á móti þessu og reyndar
hafa þeir líka lagt til tuga prósenta lækkun fjár-
hagsaðstoðar til framfærslu sem er um 180 þúsund
í dag. Þarna má sjá skýran áherslumun í pólitík, við
viljum byggja samfélag fyrir alla en ekki bara suma.
Heilsueflandi sund og
bókalán án endurgjalds
Heiða Björg
Hilmisdóttir
borgarfulltrúi
Þarna má sjá
skýran
áherslumun í
pólitík, við
viljum
byggja
samfélag
fyrir alla en
ekki bara
suma.www.nordanfiskur.is | 430-1700 | pantanir@nordanfiskur.is
Yfir 300 vörutegundir
fyrir veitingastaði,
mötuneyti og fyrir þig !
En með sífellt
versnandi
kjörum
þeirra sem
sinna tón-
listarkennslu
er hætt við að
þetta breytist
til hins verra
og það getur
gerst hratt og
haft verulega
slæmar
afleiðingar
fyrir íslenskt
tónlistarlíf.
Tónlistin er mikilvægur þáttur í lífi okkar allra. Í gleði jafnt sem í sorg þá er tón-listin aldrei langt undan fremur en í blessuðum hversdeginum enda býr hún yfir eiginleikum sem bæta lífsgæði okkar og meira til. Tónlistin er líka þroskandi,
getur hjálpað okkur að skilja heiminn betur, gera
lærdóm léttari og allt fallegra og betra. Vandinn er
bara að við göngum allt of oft að henni sem gefinni.
Sem sjálfsögðu og sjálfsprottnu fyrirbæri sem þarf
ekkert endilega að leggja rækt við eða sinna í dagsins
önn. En það er ekki þannig. Langt frá því.
Tónlistarkennarar og stjórnendur í tónlistar-
skólum hafa nú í meira en ár verið samningslausir
og lítið sem ekkert virðist þokast til betri vegar. Kjör
stéttarinnar hafa dregist verulega aftur úr kjörum
samanburðarstétta frá því 2008, þegar ráðist var í
stórfelldan niðurskurð á fjármagni til tónlistarskól-
anna, og þrátt fyrir verkfallsaðgerðir 2014 ber stéttin
enn skarðan hlut frá borði. Fyrir skömmu afhentu
tónlistarkennarar, sem tilheyra grasrótarhópi innan
Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Degi
B. Eggertssyni ályktun þar sem vonbrigði yfir þessari
döpru stöðu eru tíunduð. Að auki er þar skorað á
borgarstjórn að ræða tvær grundvallarspurningar
í málinu: „Hver er stefna borgarinnar gagnvart
tónlistarkennslu og sambærilegri launasetningu
tónlistarskólakennara miðað við aðra kennarahópa
í kennarasamtökum landsins? Hvað vill borgin gera
til að liðka fyrir því að hægt verði að ganga frá kjara-
samningi sem sátt ríkir um?“
Þetta eru góðar og gildar spurningar sem borgar-
stjórn mun vonandi ekki láta nægja að taka til
vandaðrar umræðu heldur svara með skýrum og skil-
merkilegum hætti. Vegna þess að málið snýst ekki
einvörðungu um kaup og kjör viðkomandi stéttar
heldur viðhorf viðkomandi stjórnvalds til tónlistar-
menntunar í landinu til lengri tíma litið.
Íslenskir tónlistarmenn hafa löngum, ekki síst
sökum smæðar markaðarins, haft þann háttinn
á að hafa kennslu að hlutastarfi til þess að geta
framfleytt sér af tónlistinni. Þessu hafa í raun bæði
nemendurnir og tónlistarlífið í heild sinni notið góðs
af vegna þess að tónlistarmenn í fremstu röð miðla
innan tónlistarskólanna þekkingu sinni og færni.
Og þetta hefur óneitanlega átt stóran þátt í að skila
okkur ótrúlegum fjölda tónlistarfólks í fremstu röð á
undangengnum árum.
En með sífellt versnandi kjörum þeirra sem sinna
tónlistarkennslu er hætt við að þetta breytist til
hins verra og það getur gerst hratt og haft verulega
slæmar afleiðingar fyrir íslenskt tónlistarlíf. Ungt og
vel menntað tónlistarfólk sækir sér síður kennslu-
réttindi í sínu námi vegna þess að það sér lítinn
sem engan hag af fyrirkomulaginu og leitar annarra
ráða til þess að framfleyta sér og sínum. Haldi þessi
þróun áfram getur það jafnvel leitt til skorts á hæfu
tónlistar fólki með kennsluréttindi og það veit ekki
á gott, þvert á móti. Þess vegna bíða ekki aðeins
samningslausir tónlistarkennarar í fremstu röð eftir
svörum frá borginni heldur allir þeir sem láta sig tón-
listina í landinu einhverju varða.
Í fremstu röð
Ágætis verk
Snemma á ráðherraferlinum réð
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
nýjan upplýsingafulltrúa fyrir
ríkisstjórnina. Sá var Sigurður
Már Jónsson. Sem upplýsinga-
fulltrúi ríkisstjórnarinnar sendi
hann tilkynningar til fjölmiðla
og reyndi að tukta þá blaðamenn
til sem ráðherranum þótti ekki
skrifa um sig af tilhlýðilegri virð-
ingu. Bjarni Benediktsson hefur
oftar en einu sinni kvartað undan
skrifum um sig í fjölmiðlum. Sú
staðreynd að eitt fyrsta verk hans
í starfi ráðherra var að endurráða
Sigurð Má bendir kannski til þess
að honum þyki sá síðarnefndi
hafa skilað ágætu verki.
Senuþjófurinn
Talandi um Sigmund Davíð, þá
klóruðu margir sér í kollinum í
gær þegar þingmaðurinn birti
mynd af hráu hakki á tekexi sem
hann sagði ágætis máltíð. Það
breytir ýmsu að hverfa úr stóli
ráðherra og verða óbreyttur
þingmaður. Eitt er að þá þurfa
menn ekki lengur að verjast
ágangi fjölmiðlamanna með
aðstoð launaðra starfsmanna.
Og sumir þingmenn grípa hvert
tækifæri sem gefst til þess að
stela athygli almennings. Senni-
legast er Sigmundi Davíð þetta
ljóst. Og kannski má búast við
því að ráðherrann nýti hug-
myndaflugið vel til að minna á
sig. Það væri þá bara byrjunin að
sýna matseðilinn.
jonhakon@frettabladid.is
2 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r8 s K o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð
SKOÐUN
2
5
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:1
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
0
A
-A
9
8
0
1
C
0
A
-A
8
4
4
1
C
0
A
-A
7
0
8
1
C
0
A
-A
5
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
2
4
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K