Fréttablaðið - 25.01.2017, Page 16

Fréttablaðið - 25.01.2017, Page 16
Þrír stjórnarmenn Glitnis HoldCo, ásamt nokkrum íslenskum lykilstarfsmönnum eignarhaldsfélags-ins hér á landi, hafa nú þegar tryggt sér samanlagt á bilinu um 875 til 1.525 milljónir í bónus. Þetta varð ljóst eftir að Glitnir innti af hendi tæplega 99 milljóna evra greiðslu til skulda- bréfaeigenda þann 19. janúar síðastliðinn sem varð til þess að virkja umfangsmikið bónuskerfi sem var samþykkt á hluthafa- fundi í mars í fyrra. Fyrirséð er að bónusgreiðslur til handa stjórnar- mönnum og öðrum helstu stjórn- endum Glitnis eiga hins vegar eftir að verða enn meiri sam- hliða því að frekari útgreiðslur til skuldabréfaeigenda félagsins eru væntanlegar síðar á árinu. Samkomulag sem stjórn Glitnis gerði fyrir skemmstu við fyrrver- andi meðlimi slitastjórnar bank- ans, þar sem 68 milljóna evra skaðleysissjóður var lagður niður gegn meðal annars 640 milljóna eingreiðslu til Steinunnar Guð- bjartsdóttur og Páls Eiríkssonar, þýðir að örfáir stjórnendur félags- ins eiga núna rétt á háum bónus- greiðslum. Ef ekki hefði komið til samkomulagsins hefðu þeir þurft að bíða lengur eftir því að fá greiddan bónus í sinn hlut – og hann hefði sömuleiðis verið umtalsvert lægri. Þrír stjórnarmenn fá mest Íslenskir stjórnendur Glitnis, sem teljast vera í hópi lykilstarfs- manna félagsins, eiga þannig til- kall til þess að fá rúmlega 26 pró- sent af bónuspottinum. Sú fjárhæð nemur í dag að minnsta kosti á bil- inu samtals um 230 til 400 millj- Tryggt sér allt að 1.500 milljóna bónus Einu ári eftir nauðasamning hafa örfáir stjórnendur Glitnis unnið sér inn bónus sem nemur á bilinu 875 til 1.525 milljónir. Nokkrir íslenskir lykilstarfsmenn fá rúmlega fjórðung þeirrar fjárhæðar en bróðurpartinn fellur í skaut þremur útlendingum í stjórn félagsins. Fyrirséð er að bónusar til handa stjórnarmönnum og öðrum helstu lykilstarfsmönnum Glitnis eiga eftir að verða enn meiri samhliða því að frekari útgreiðslur til skuldabréfaeigenda félagsins eru væntanlegar síðar á árinu. Fréttablaðið/GVa ✿ Bónuspotturinn er í dag 875-1.525 milljónir króna fá stjórnarmenn samtals af bónusgreiðslunum 75,9 % fá íslenskir lykilstarfsmenn að skipta á milli sín af bónuspottinum 26,1 % Mike Wheeler 26,1% 229 til 398 milljónir Steen Parsholt 23,9% 209 til 364 milljónir Tom Grøndahl 23,9% 209 til 364 milljónir Ingólfur Hauksson Snorri Arnar Viðarsson Ragnar Björgvinsson TCA Opportunity Investments S.A.R.L* 13,4% Recovery Opportunities S.A.R.L** 10,0% Deutsche Bank í London 10,0% SOLA 8,5% Barclays Bank 7,7% Burlington Loan Management 6,5% QPTF LLC*** 5,6% North Atlantic Investors S.A.R.L 3,9% Max Participations II, S.A.R.L. 3,6% Indaba Capital Fund 3,0% SC Lowy Investments 2,1% TCA Event Investments S.A.R.L.* 1,9% ✿ Stærstu hluthafar Glitnis *Sjóðir á vegum Taconic Capital **Sjóður í stýringu Solus Alternative Asset Management ***Félag á vegum Quantum Partners, vogunarsjóðs George Soros 7. mars ‘16 650,3 12. apríl ‘16 36,3 29. júní ‘16 26,9 22. sept. ‘16 376 27. okt. ‘16 64,9 19. jan. ‘17 98,9 Samtals 1.253 ✿ Hvað er Glitnir HoldCo búið að greiða til kröfuhafa? í milljónum evra 640 milljóna eingreiðsla til fyrrverandi slitastjórnar Glitnis opnaði á bónusa til lykilstarfsmanna. ónum króna. Í skilmálum bónus- kerfisins (e. Long Term Incentive Plan, LTIP), sem Markaðurinn hefur undir höndum, er ekki til- greint sérstaklega hvaða starfs- menn þar er um að ræða. Sam- kvæmt heimildum Markaðarins nær þessi hluti bónuskerfisins hins vegar fyrst og fremst til Ingólfs Haukssonar, framkvæmdastjóra Glitnis, Snorra Arnars Viðarsson- ar, forstöðumanns eignastýringar félagsins, og Ragnars Björgvins- sonar, aðallögfræðings Glitnis. Þeir hafa allir starfað hjá Glitni frá því að slitameðferð gamla bank- ans hófst formlega í apríl 2009. Ef gengið er út frá því að fyrirhugað- ar bónusgreiðslur skiptist bróður- lega á milli þessara helstu stjórn- enda félagsins á Íslandi þá hafa þeir nú þegar hver um sig tryggt sér að meðaltali á bilinu um 76 til 132 milljónir á mann í bónus. Bónusgreiðslur Glitnis munu aftur á móti að stærstum hluta, eða sem nemur 75,9 prósentum af heildarfjárhæðinni, fara til þriggja manna stjórnar félagsins en hún er alfarið skipuð erlendum ríkis- borgurum. Þeir sem sitja í stjórn- inni eru Bretinn Mike Wheeler, sem er jafnframt stjórnarformað- ur, Daninn Steen Parsholt og Norð- maðurinn Tom Grøndahl. Sam- kvæmt skilmálum bónuskerfisins skiptast bónusgreiðslur sem falla í skaut stjórnarmanna Glitnis nán- ast jafnt á milli þeirra – stjórnar- formaðurinn fær lítillega meira í sinn hlut – sem þýðir að þeir hafa núna að meðaltali áunnið sér á bil- inu 216 til 376 milljónir á mann í bónus. Þær greiðslur koma til við- bótar við rífleg stjórnarlaun en stjórnarformaður Glitnis fær 500 þúsund evrur, jafnvirði 60 millj- óna króna, í þóknun á ári fyrir þau störf á meðan aðrir stjórnarmenn fá 350 þúsund evrur. Opnaði á bónusgreiðslur Stjórnarmenn og helstu stjórnend- ur Glitnis hafa áunnið sér þessar bónusgreiðslur aðeins innan við ári eftir að ný stjórn var kjörin til að stýra eignarhaldsfélaginu í kjölfar þess að slitabú bankans lauk nauða- samningum í árslok 2015. Það hefði hins vegar ekki verið raunin sem fyrr segir ef ekki hefði komið til samkomulags sem stjórn Glitnis hafði frumkvæði að því að gera við Steinunni og Pál, sem skipuðu slitastjórn bankans fram að nauða- samningum, og var samþykkt á hluthafafundi félagsins 19. des- ember í fyrra. Samkvæmt sam- komulaginu fengu þau Steinunn og Páll eingreiðslu upp á samtals 5,3 milljónir evra, jafnvirði um 640 milljóna króna, gegn því að sér- stakur sjóður að fjárhæð 68 millj- ónir evra, sem var settur á fót fyrir um ári og átti að tryggja skaðleysi þeirra gagnvart mögulegum mál- sóknum kröfuhafa til ársins 2025, var lagður niður. Með þessu móti gat stjórn félags- ins hraðað endurheimtum með því að losa um stærstan hluta þeirra fjármuna sem voru bundnir í skað- leysissjóðnum, eða um 60 milljón- ir evra, og greitt þá út til skulda- bréfaeigenda Glitnis. Auk þess að fá greiðslu í peningum, sem nemur um 320 milljónum á mann, þá gerir samkomulagið jafnframt ráð fyrir að Glitnir útvegi þeim Steinunni og Páli tíu milljóna evra trygg- ingu sem gildir til næstu tíu ára. Sú trygging á að standa straum af ýmsum kostnaði sem gæti að öðrum kosti fallið á þau, með sam- bærilegum hætti og skaðleysissjóð- urinn hefði gert, vegna mögulegra Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is 2 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r4 MARkAðuRInn 2 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 A -A 4 9 0 1 C 0 A -A 3 5 4 1 C 0 A -A 2 1 8 1 C 0 A -A 0 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.