Fréttablaðið - 25.01.2017, Side 18
Lífshlaupið – landskeppni í hreyf-
ingu verður ræst í tíunda sinn
eftir viku, miðvikudaginn fyrsta
febrúar. Lífshlaupið er heilsu- og
hvatningarverkefni Íþrótta- og
Ólympíusambands Íslands sem
höfðar til allra aldurshópa og geta
allir landsmenn tekið þátt, hver
á sínum forsendum. „Við hvetj-
um vinnustaði, skóla og einstakl-
inga til að taka þátt og nota þann-
ig tækifærið til að efla líkama
og sál með því að hreyfa sig dag-
lega,“ segir Hrönn Guðmundsdótt-
ir, sviðsstjóri almenningsíþrótta-
sviðs hjá Íþróttasambandi Íslands,
og bætir við að þátttakan skapi
líka góðan anda á vinnustöðum og
í skólum landsins.
Mikill ávinningur
Í Lífshlaupinu eru landsmenn
allir hvattir til þess að huga að
daglegri hreyfingu og auka hana
eins og kostur er, það er í frítíma,
vinnu, í skóla og við val á ferða-
máta. Í ráðleggingum Embætt-
is landlæknis um hreyfingu er
börnum og unglingum ráðlagt að
hreyfa sig í minnst sextíu mínútur
á dag og fullorðnum í minnst þrjá-
tíu mínútur á dag. „Ávinningur-
inn af Lífshlaupinu er sá að starfs-
fólk vinnustaða og skóla landsins
keppist við að hreyfa sig við hvert
tækifæri. Dæmi eru um að hópar
myndist á vinnustöðum og nýti há-
degið til göngu, hlaupa, hjólreiða
eða annarrar hreyfingar. Víða eru
settar upp keppnir innan vinnu-
staða í til dæmis tröppuhlaupi eða
armbeygjum, reiptogi og öðrum
skemmtilegum leikjum. Eins hef
ég heyrt að á meðan á átakstíma-
bilinu stendur sé margt um mann-
inn á kvöldgöngu eða -hlaupum í
mörgum bæjarfélögum landsins til
þess að ná sér í þrjátíu mínúturnar
sínar,“ segir Hrönn brosandi.
Allt betrA en ekkert
Skrá má alla hreyfingu sem nær
minnst þrjátíu mínútum sam-
tals á dag hjá fullorðnum og
minnst sextíu mínútum hjá börn-
um og unglingum. „Hreyfing-
in ætti að vera eins fjölbreytt
og mögulegt er til að efla sem
flesta þætti hreysti, þar á meðal
afkastagetu hjarta og æðakerf-
is, lungna, vöðvastyrk, liðleika,
viðbragð og samhæfingu. Dag-
leg hreyfing er börnum og ungl-
ingum nauðsynleg fyrir eðlileg-
an vöxt, þroska og andlega vellíð-
an. Öll börn og unglingar ættu að
hreyfa sig í minnst klukkutíma á
dag og er kröftug hreyfing sem
reynir á beinin sérstaklega mikil-
væg fyrir kynþroska og á kyn-
þroskaskeiði fyrir beinmyndun
og beinþéttni. Mikilvægast er að
þau hafi tækifæri til að stunda
fjölbreytta hreyfingu sem þeim
finnst skemmtileg og er í sam-
ræmi við færni þeirra og getu.“
Hrönn nefnir einnig að mikil-
vægt sé að framlag hvers og eins
skipti máli í anda almennings-
íþrótta. „Ef starfsmaður skráir
einn dag þá telst það með. Allt er
betra en ekkert.“
Hvetur til dAglegrAr
HreyfingAr
Forsaga Lífshlaupsins er að árið
2005 skipaði þáverandi mennta-
málaráðherra, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, starfshóp til þess
að fara yfir íþróttamál á Íslandi
með það að markmiði að móta
íþróttastefnu. Starfshópurinn
setti fram hugmyndir um mótun
íþróttastefnu Íslands í skýrslunni
Íþróttavæðum Ísland, aukin þátt-
taka, breyttur lífsstíll. „Í skýrsl-
unni er að finna leiðir fyrir alla
hópa þjóðfélagsins, óháð aldri, bú-
setu, fjárhag eða öðrum þáttum
til að stunda íþróttir og hreyfingu
með einum eða öðrum hætti sér
til heilsubótar. Á sama tíma setti
vinnuhópurinn af stað vinnu að
vef sem ÍSÍ var afhentur haust-
ið 2006. Síðan þá hefur almenn-
ingsíþróttasvið ÍSÍ, ásamt sam-
starfsaðilum, mótað verkefnið
Lífshlaupið með það að markmiði
að hvetja alla landsmenn til að
hreyfa sig daglega.
Hreyfingin ætti að
vera eins fjölbreytt
og mögulegt er til að efla
sem flesta þætti hreysti,
þar á meðal afkastagetu
hjarta og æðakerfis,
lungna, vöðvastyrk,
liðleika, viðbragð og
samhæfingu.
Hrönn Guðmundsdóttir
fólk er kynningArblAð sem býður auglýs-
endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367
Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
lilja björk
Hauksdóttir
liljabjork@365.is
Frumkvöðullinn Max Tomlinson
og kona hans eru upphafsmenn
GoFigure. Max er með þrjátíu ára
reynslu sem heilsu- og næringarþe-
rapisti og hefur unnið með stór-
stjörnum á borð við Annie Lenn ox,
Kylie Minogue, Richard Gere og
Rowan Atkinson. Markmiðið hjá
Max hefur ávallt verið að hjálpa
fólki að losna við aukakílóin með
heilsusamlegum og sjálfbærum
hætti. Því er GoFigure afrakstur
mikillar reynslu og með frábært
markmið að baki. Max hefur gefið
út tvær vinsælar heilsubækur og
hefur önnur þeirra verið þýdd á níu
tungumál. Bækurnar heita „Clean
Up Your Diet“ og „Target Your Fat
Spots“.
gofigure í Morgun-
og HádegisMAt
Hver skammtur af GoFigure inni-
heldur prótein, vítamín, steinefni,
góðgerla og omega-3 fitusýrur sam-
kvæmt upplýsingum frá Heilsu ehf.
sem flytur vörurnar inn. Virku
efnin í GoFigure eru MCT-olía og
glucomannan, úr hinni japönsku
konjac-rót, sem veitir einstaka fyll-
ingu. Glucomannan hjálpar til við
að koma í veg fyrir svengdartil-
finningu og getur að auki stuðlað
að jafnvægi í blóðsykri ásamt því
að hafa áhrif á viðhald eðlilegs kól-
esterólmagns í blóði. Þessi einstaka
blanda í GoFigure heitir Slimpi-
come og er einkaleyfisformúla.
Fyrir fullt átak í þrjár vikur, þá
er mælt með GoFigure í morgun-
mat og hádegismat (duftinu er
hrært út í vatn/safa eða mjólk)
ásamt GoFigure hráfæðisbörum á
milli mála. Mikilvægt er að fá sér
góðan og hollan kvöldmat.
Max Tomlinson er staddur hér á
landi til að fræða landann um þess-
ar frábæru vörur sem fást í öllum
verslunum Lyfju og í Apótekinu.
max tomlinson verður með kynn-
ingu og fræðslu í dag, miðvikudag, á
eftirtöldum stöðum:
l lyfju lágmúla frá kl. 13.00 til
15.00.
l lyfju smáratorgi frá kl. 16.00 til
kl. 18.00
og á morgun, fimmtudag:
l lyfju smáralind frá kl. 12.00 til kl.
14.00
l 10% afsláttur í lyfju á meðan á
kynningum stendur!
GOFIGURE, GÓÐ LAUSN VIÐ AUKAKÍLÓUM
öll börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst klukkutíma á dag og er mikilvægt að þau hafi tækifæri til að stunda fjöl-
breytta hreyfingu sem þeim finnst skemmtileg og er í samræmi við færni þeirra og getu.
Hrönn guðmundsdóttir, sviðsstjóri
almenningsíþróttasviðs hjá ÍsÍ.
Öll Hreyfing skiptir Máli
Markmiðið með Lífshlaupinu er að hvetja alla landsmenn til að hreyfa sig daglega. Öll hreyfing sem nær minnst þrjátíu
mínútum telst með og er allt betra en ekkert. Lífshlaupið hefst í tíunda skiptið í næstu viku og geta allir tekið þátt.
Max Tomlinson, upphafsmaður GoFigure, er
staddur hér á landi og verður með fræðslu í völdum
verslunum Lyfju í dag og á morgun, fimmtudag.
lífsHlAups-
keppnin
l Grunnskólakeppni fyrir 15 ára
og yngri í tvær vikur í febrúar.
l Framhaldsskólakeppni fyrir
16 ára og eldri í tvær vikur í
febrúar.
l Vinnustaðakeppni í þrjár vikur í
febrúar.
l Einstaklingskeppni þar sem
allir geta tekið þátt og skráð
niður sína daglegu hreyfingu
allt árið.
Virku efnin í gofigure eru mCt-olía og glucomannan úr hinni japönsku konjac-rót,
sem veitir einstaka fylllingu.
max hefur starfað sem heilsu- og nær-
ingarþerapisti í 30 ár.
2 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r2 F ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X X ∙ K y n n I n G a r b l a Ð V I Ð b U r Ð I r
2
5
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:1
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
0
A
-B
8
5
0
1
C
0
A
-B
7
1
4
1
C
0
A
-B
5
D
8
1
C
0
A
-B
4
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
2
4
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K