Fréttablaðið - 25.01.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.01.2017, Blaðsíða 28
Það má ekki alveg sprengja skalann í metn- aðinum því þá klúðrast þetta í fyrstu vikunni. Jón Benediktsson Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is HAMLAR KVÍÐI ÞÉR Í DAGLEGA LÍFINU? Ef svarið er „já“ gæti þriggja kvölda fræðsla Geðhjálpar um kvíða hjálpað þér að byrja að takast á við vandann. Fræðslan skiptist í þrennt: • Eðli, ástæður og afleiðingar kvíða Hugræn atferðlismeðferð Hjálplegt lesefni • Hvað heldur vítahring kvíða gangandi? • Hvaða leiðir eru færar til að leysa upp vítahringinn? Fræðslan fer fram í húsakynnum Geðhjálpar við Borgartún 30, 2. hæð, 8.,15. og 22. febrúar kl. 19.30 til 21.30. Skráning fer fram í gegnum verkefnisstjori@gedhjalp.is fyrir 1. febrúar. Jón Benediktsson forritari hefur alltaf tekið á einhvern hátt þátt í Meistaramánuði þegar hann hefur verið formlega á dagskrá. Hann líkir markmiðasetningu Meist­ aramánaðar við nýársheitin, þau verði að vera framkvæmanleg. „Það má ekki alveg sprengja skal­ ann í metnaðinum því þá klúð­ rast þetta í fyrstu vikunni. Þetta eru einföld markmið sem ég hef verið að setja mér eins og að fara snemma að sofa og reyna að borða vegan mat tvisvar í viku,“ segir hann og samþykkir tillögu blaða­ manns um að hægt sé að segja að hann sé einfaldlega að reyna að verða betri maður. „Það er alltaf gaman að taka þátt í Meistaramánuði og markmiðin þurfa ekki alltaf að vera heilsu­ tengd. Eitt árið setti ég mér mark­ mið um að heimsækja ömmu einu sinni í viku og einhvern tíma var það bara að bjóða alltaf góðan dag­ inn, þetta snýst bara um að reyna aðeins að hrista upp í rútínunni.“ Jón ætlar að vera með í komandi Meistaramánuði nú í febrúar og er hann búinn að setja sér ákveðið markmið. „Ég ætla að ganga á fjall einu sinni í viku. Það er kannski ekki mjög sniðugt í febrúar en ég ætla að vona að veðrið verði í lagi og svo er alltaf hægt að velja sér réttu fjöllin,“ segir hann í léttum dúr. Spurður að því hvort hann sé vanur því að ganga á fjöll segir Jón að hann hafi gert það þegar hann var yngri. „Ég hef ekki gengið á fjöll eftir að ég varð fullorðinn en er alveg til í að endurnýja kynni mín við fjöllin.“ Segja má að hjónaband Júlíönu Sólar Sigurbjörnsdóttur sé til­ komið vegna Meistaramánaðar en hún er gift öðrum upphafs­ manni hugmyndarinnar, Magn­ úsi Berg Magnússyni. Magnús heillaðist af Júlíönu þegar hann sá hversu áköf hún var í því að ná markmiðum sínum í Meist­ aramánuði þegar hún tók þátt í fyrsta skipti árið 2011. Blaða­ maður bað hana um að segja frá ástarsögunni. „Ég bjó úti í New York þegar strákarnir voru að gera þetta, og við áttum mikið af sameiginlegum vinum. Ég sá þetta sem fullkomið tækifæri til að byrja veturinn vel í skólanum og í leiðinni fanga athygli Magga. Það var mjög auðvelt því hann var farinn að „læka“ allar færsl­ ur hjá mér um leið og ég byrjaði að merkja þær með kassamerk­ inu Meistaramánuður. Síðan hitt­ umst við þegar ég var í jólafríi á Íslandi tveimur mánuðum síðar og nú erum við gift og eigum barn og hund. Þannig að mark­ miðinu er náð.“ Júlíana hefur tekið þátt í Meistaramánuði að einhverju leyti frá því hún tók þátt í fyrsta skipti. Til að byrja með setti hún sér mörg markmið og flest þeirra sneru að náminu og heilsu. Júlí­ ana segist oftast ná þeim mark­ miðum sem hún hefur sett sér þó það séu alltaf einhver sem hún hefur ekki tíma fyrir. „Eftir því sem ég hef gert þetta oftar hef ég haft þetta hnitmiðaðra, hef haft færri en skýrari markmið. Einu sinni setti ég mér það mark­ mið að læra alla leikmenn Man­ chester United utan að til þess að geta rætt um þá við mann­ inn minn, það var reyndar algjör skellur að komast að því hversu oft þeir skipta um leikmenn. En ég get rætt mjög mikið um Man­ chester United 2013 árganginn,“ segir hún og hlær. Hjónin setja sér alltaf nokkur sameiginleg markmið í Meistara­ mánuði en eru síðan oftast með sín eigin markmið líka sem þau einbeita sér að. „Það er gott að hafa þau uppi á vegg og peppa hvort annað.“ Þegar Júlíana er spurð að því hvort hún sé metnaðargjörn stendur ekki á svörum: „Já, auð­ vitað, mig langar alltaf að gera allt eins vel og ég get. Ég er samt ekkert á botninum ef ég næ ekki markmiði sem ég set mér í Meist­ aramánuði en maður þarf samt að vera agaður.“ Júlíana tekur að sjálfsögðu þátt í Meistaramánuði að þessu sinni og segir að sér finnist frábært að hann sé í febrúar núna því október sé alltof langur. „Ég er ekki alveg búin að ákveða öll markmiðin sem ég ætla að setja mér en eitt af þeim er að nota Duolingo­þýsku­ appið mitt á hverjum degi.“ meistaramánuður Kynningarblað 25. janúar 201710 Júlíana hefur tekið þátt í meistaramánuði að einhverju leyti frá því hún tók þátt í fyrsta skipti árið 2011. mYnD/antOn BrinK Júlíana hefur tekið þátt í meistaramánuði að einhverju leyti frá því hún tók þátt í fyrsta skipti árið 2011. mYnD/antOn BrinK ástin blómstraði í meistaramánuði Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir og eiginmaður hennar, Magnús Berg Magnússon, hafa yfirleitt tekið þátt í Meistaramánuði. Þau setja sér alltaf sameiginleg markmið auk þess að vera með sín eigin markmið. Ástarsaga þeirra hjóna hófst í tengslum við Meistaramánuð. Jón Benediktsson hefur sett sér það markmið að ganga á eitt fjall í hverri viku meistaramánaðar. mYnD/antOn BrinK Hrist upp í rútínunni 2 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 0 A -A 4 9 0 1 C 0 A -A 3 5 4 1 C 0 A -A 2 1 8 1 C 0 A -A 0 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.