Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2017, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 25.01.2017, Qupperneq 30
Af hverju viltu vakna fyrr? Er það til að ná að borða morgunmat í ró með fjölskyldunni? Ná að stunda líkamsrækt fyrir vinnu? Þegar það er á hreinu af hverju þú ætlar að vakna fyrr skaltu láta aðra vita um breyttar venjur. Það veitir aðhald. Komdu skikki á morgunrútínuna, fækkaðu til dæmis þeim athöfnum sem þú hefur venjulega troðið inn í morguninn. Lærðu á líkamsklukk­ una. Til dæmis lækkar líkamshit­ inn og melatónín streymir um æð­ arnar u.þ.b. tveimur klukkutímum fyrir svefn. Komið skikki á svefn­ rútínuna. Farið í háttinn á svipuð­ um tíma á kvöldin. Venjið ykkur af því að horfa á sjónvarp, símann eða tölvuskjá stuttu fyrir svefninn þar sem það örvar heilann. Komið ykkur upp einhvers konar rólegheitavenjum síðasta klukkutímann fyrir svefn. Ekki búa þó til flókna dagskrá á kvöldin, venjið ykkur til dæmis á að setjast niður með bók á svipuðum tíma eða drekka einn bolla af heitu tei, koffínlausu. Gerið mun á degi og nóttu. Myrkvið svefnherbergið þegar þið skríðið undir sæng og kveikið ljós um leið og klukkan hringir.Hættið að „snúsa“. Kaupið vekjaraklukku án snústakka eða gerið snústakk­ an óvirkan á einhvern hátt. Marg­ ir staðsetja vekjaraklukkuna langt frá rúminu svo þeir þurfi fram úr rúminu til að slökkva.Haldið sömu svefnrútínu um helgar.  Nokkur ráð til að vakna betur Bók Meistaramánuður snýst ekki eingöngu um að hreyfa sig og borða hollt og þarf í raun alls ekki að snúast um það. Margir velja sér hins vegar heilsu­ tengd markmið sem er hið besta mál. Það er þó allt eins hægt að hafa þau af öðrum toga eins og að eyða meiri tíma með fjölskyldunni, minnka sam­ félagsmiðlanotkun, lesa fleiri bækur, fara fyrr að sofa, heimsækja gamla frænku og þar fram eftir götunum. Meistaramánuður snýst í raun um að verða betri útgáfa af sjálfum sér og má meðal annars nota hann til að koma einhverju í verk sem lengi hefur setið á hakanum. Ef vel tekst til er ekki aðeins um að ræða átak heldur upphaf að breyttu og betra lífi. Flestir kannast við að eyða of miklum tíma á samfélagsmiðlum. Hví ekki að nota Meistaramánuð til að hefja lestrarátak og lesa að minnsta kosti eina bók á mánuði út árið? Það sakar alveg örugglega ekki.  Gerðu átak í lestri Sjálfsagt munu margir þátttak­ endur í Meistaramánuði huga að breyttu og hollara mataræði á meðan áskorunin stendur yfir. Að mörgu er að huga í þeim mála­ flokki en vafalaust má minnka neyslu á mörgum matvælum en ekki síður bæta hollari hráefnum inn á matseðil heimilisins. Þeim fjölgar sífellt hér á landi sem kjósa að gerast grænmetis­ ætur eða aðhyllast vegan matar­ gerð. Samfara þeim aukna áhuga hafa sprottið upp fjölmörg íslensk matarblogg sem fjalla um og birta girnilegar uppskriftir úr þessum flokkum. Á vef Samtaka grænmetisæta á Íslandi (http://www.graen­ metisaetur.is) má t.d. finna nokk­ ur íslensk matarblogg undir flip­ anum Matur & vörur sem ein­ blína á grænmetis­ og vegan rétti. Úrval af hráefni til slíkrar matar­ gerðar hefur líka aukist mjög mikið undan farin ár, t.d. í stórmörkuðum og ýmsum sérverslunum. Það þarf ekki að umbylta matar­ æðinu í febrúar en það er vissu­ lega gaman að fikra sig áfram með hollum, einföldum og spenn­ andi uppskriftum og setja sér jafnvel það markmið að taka 1­2 daga í viku undir slíka matargerð. Hollari matur  MeistaraMáNuður Kynningarblað 25. janúar 201712 2 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 0 A -B 8 5 0 1 C 0 A -B 7 1 4 1 C 0 A -B 5 D 8 1 C 0 A -B 4 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.