Morgunblaðið - 15.06.2016, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni
sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög
þurru umhverfi.
Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna
hornhimnunnar gegn þurrki.
Droparnir eru án rotvarnarefna
og má nota með linsum.
Þurrkur í augum?
Thealozaugndropar
Fæst í öllum helstu apótekum.
Ég var mjög slæm af augnþurrki án þess að gera mér grein
fyrir því. Þar sem ég var með nóg af tárum datt mér ekki
í hug að tengja það við aunþurrk. Alltaf með lekandi tár í
kulda, og smá vind. Systir mín ráðlagi mér að prufa Thealoz
því hún hafði mjög góða reynslu af þeim. Eiginlega bara
strax varð ég allt önnur og er hætt að vera með táraflóð og
finna fyrir þessari sandtilfinningu.
Erla Óskarsdóttir
Í SAINT-ÉTIENNE
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Íslendingum mun héðan í frá án efa
þykja afar vænt um Saint-Étienne,
rólega og fallega borg um miðbik
Frakklands. Nafn hennar verður
skráð stóru letri í sögu íslenskrar
knattspyrnu, jafnvel í næsta hefti
Íslandssögunnar.
Fyrsti leikur landsliðs karla í úr-
slitakeppni stórmóts; fyrsta markið,
sem Birkir Bjarnason skoraði,
fyrsta stigið. Borgin var máluð blá
af skemmtilegum stuðningsmönnum
í gær fyrir leik, Portúgalar voru
ekki síður áberandi í sínum rauðu
búningum og best var að allir voru
vinir. Ekkert rugl hér á ferð eins og
því miður hefur borið á annars stað-
ar. Hér voru allir mættir til að
skemmta sér, hvort sem þeir voru
bláir eða rauðir.
Spámannlega vaxnir
Margir Íslendingar sem ég hitti á
förnum vegi í gær voru býsna bjart-
sýnir. Sumir spáðu sínum mönnum
sigri alveg gallharðir; annað kom
bara ekki til greina að þeirra mati.
Alveg sama þótt mótherjinn væri
eitt besta lið heims með sjálfan Cris-
tiano Ronaldo innanborðs.
Skilaboðin: Allt er hægt. Mundu
baráttu Davíðs og Golíats.
Gestur Geirsson sem var í hópi
stórfjölskyldunnar fyrir utan leik-
vanginn, sagði mér (í viðtali sem
birtist á mbl.is) að hann hefði spáð
1:1 og fjölskyldan hótað að henda
honum út úr bílnum á leiðinni til Sa-
int-Étienne. Hann þótti nefnilega of
svartsýnn fyrir smekk samferða-
mannanna!
Annar íslenskur stuðningsmaður
sem ég hitti fyrir utan leikvanginn
skömmu fyrir leik kvaðst hafa spáð
rétt fyrir um úrslita allra leikja
nema eins á mótinu til þessa og
gaukaði að mér spá fyrir leikinn hér
í Saint-Étienne. Hún hljóðaði svo:
Þetta fer 1:1. Aron Einar skorar á
34. mínútu og Ronaldo jafnar á
þeirri 87. eftir mjög þunga sókn.
Varla hægt að kvarta undan
svona spámanni. Ekki hægt að biðja
um allt; markaskorararnir voru ekki
þeir sem hann spáði en eftir á að
hyggja skiptir það ekki mestu máli.
Stigið er í höfn! Vonandi kaupir
hann sér miða í getraunum það sem
eftir er keppninnar, þessi getspaki
maður. Ekki vannst tími til að skrifa
viðtal við hann og samferðamennina
fyrir leik en aldrei að vita nema ég
noti það í næsta pistil.
Stemningin á vellinum var rökrétt
framhald af því sem átti sér stað á
opinberum stuðningsmannasvæð-
unum niðri í borg í gær, þar sem
fjöldi fólks safnaðist saman. Gleðin
var áfram við völd á vellinum. Ís-
lenskir áhorfendur létu gríðarlega
vel í sér heyra; tóku vel undir í þjóð-
söngnum, sungu svo hinn þjóðsögn
landsliðsins (ef mér leyfist að taka
þannig til orða), Ég er kominn heim,
af miklum móð og ýmsa stuðnings-
söngva allan leikinn. Þótt ámóti
blési, Portúgal skoraði fyrst og Ís-
lendingar þyrftu að verjast af mikl-
um móð langtímum saman gáfust Ís-
lendingarnir utan vallar ekki upp
frekar en hetjurnar inni á grasinu.
Sameinaðir stóðu þeir, þessir tveir
flokkar þó hvor í sínu lagi væru.
Og gleðin þegar flautað var til
leiksloka, maður minn! Þvílík, ósvik-
in gleði. Það lá við að maður heyrði
gæsahúðina spretta fram á fólki!
Margir áttu að halda heim á leið
strax í nótt en einhverjir væntan-
lega velt fyrir sér möguleikanum á
að vera áfram og sjá til! Eða bara
koma aftur á síðasta leiki riðilsins í
París!
Þar sem gleðin var við völd
Frábær stemning í Saint-Étienne, vinalegri og kyrrlátri borg Íslendingar máluðu borgina bláa
og Portúgalar rauða Fyrsti kafli í stórmótasögu karlalandsliðsins merkilegur á alla mælikvarða
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sögulegt Trylltur fögnuður braust út á meðal stuðningsmanna íslenska liðsins þegar Birkir Bjarnason skoraði. Fólk skynjaði að stefndi í söguleg úrslit!
Jess! Fögnuður þessara ungu stuðningsmanna Íslands var sannarlega ósvikinn að leik loknum. Gleði Eldri kynslóðin fagnaði ekki síður innilega. Enginn Íslendingur réð sér í raun fyrir kæti!
Stoltir Aron Einar Gunnarsson og Ragnar Sigurðsson leyndu ekki gleði
sinnni en fögnuðu þó með hófstilltum hætti eins og félagar þeirra.
EM Í FÓTBOLTA KARLA