Morgunblaðið - 15.06.2016, Page 8

Morgunblaðið - 15.06.2016, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 James K. Galbraith hagfræðipró-fessor, sem staddur er hér á landi, ræddi við Morgunblaðið um aðgerðir Íslands og Grikklands í kjölfar falls bankanna.    Galbraith sagðiað ekki mætti gera lítið úr því „að geta aðlagað gengi gjaldmiðils“. Það skipti sem sagt miklu fyrir Ísland að hafa gjaldmiðil sem gat hreyfst með hagkerfinu, en Grikkland sat uppi með evruna.    En fleira kom til: „Íslendingarhöfðu getu og vilja til að tak- ast á við erfiðleikana og taka ákvarðanir um til dæmis forgangs- röðun krafna í þrotabú föllnu bank- anna, þannig að stór hluti vandans lenti á kröfuhöfum. Í Grikklandi var staðan hins vegar allt önnur. Þar féllu skuldbindingarnar allar á grísku þjóðina. Undan því gátu þeir ekki vikist,“ sagði hann.    Á Íslandi var það Seðlabankinnsem hafði forgöngu um að fara þá leið sem Galbraith lýsir. Þess vegna varð Ísland ekki að ný- lendu, sem er lýsingin sem Galbra- ith notar um Grikkland.    Ísland hefur haldið fullu sjálf-stæði, en það var þó ekki sjálf- gefið. Baráttan um Ísland stóð sem hæst frá falli bankanna og þar til þjóðinni hafði tekist, þvert á ráð margra stjórnmálamanna, mennta- manna og talsmanna erlendra hagsmuna, að hrinda Icesave- atlögunni.    Og baráttan stendur enn vegnastuðnings margra við aðild að ESB, líka þeirra sem segjast ekki styðja aðild „nú“, eins og sumir stjórnmálamenn og nokkrir for- setaframbjóðendur orða það. James K. Galbraith Krónan hjálpaði, en fleira kom til STAKSTEINAR Veður víða um heim 14.6., kl. 18.00 Reykjavík 12 léttskýjað Bolungarvík 9 léttskýjað Akureyri 15 léttskýjað Nuuk 11 heiðskírt Þórshöfn 9 alskýjað Ósló 25 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 rigning Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 21 heiðskírt Lúxemborg 21 rigning Brussel 11 alskýjað Dublin 13 rigning Glasgow 15 rigning London 17 rigning París 18 alskýjað Amsterdam 17 rigning Hamborg 17 rigning Berlín 24 rigning Vín 23 léttskýjað Moskva 20 léttskýjað Algarve 29 heiðskírt Madríd 27 heiðskírt Barcelona 27 heiðskírt Mallorca 25 heiðskírt Róm 22 rigning Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 22 skýjað Montreal 15 heiðskírt New York 22 heiðskírt Chicago 22 rigning Orlando 33 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:57 24:01 ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34 SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17 DJÚPIVOGUR 2:12 23:45 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Deilt hefur verið um gjaldtöku við Geysi í Haukadal undanfarin misseri og í október síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Suð- urlands, um að meirihluta landeig- enda Geysissvæðisins hefði verið óheimilt að hefja gjaldtöku af ferða- mönnum um landið. Svo virðist hins vegar sem margir ferðamenn vilji ólmir skilja þar eftir fé sitt, ef marka má fjölda smápen- inga á botni hversins Blésa. Lárus Kjartansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og landvörður á Geysissvæðinu, segir í samtali við Morgunblaðið að þetta hafi verið hvimleitt vandamál undanfarin ár. „Við höfum kannski ekki verið með nógu góðar merkingar og þann- ig gæti þetta hafa farið framhjá fólki,“ segir Lárus. „En þetta er víðar, fólk byrjaði að kasta peningum í Flosagjá á Þing- völlum og svo í Öxará og á fleiri stöð- um. Við þurfum bara að auka fræðslu til að benda fólki á þetta en annars höfum við tínt þetta upp eins og við getum.“ Nýtt skilti í burðarliðnum Að sögn Lárusar er um þessar mundir unnið að því að hanna nýtt skilti í stað þess sem nú stendur við hverinn. Á það að verða stærra og um leið skilmerkilegra. „Þá á þetta ekki að fara framhjá neinum og þar með verður þetta vandamál vonandi úr sögunni.“ Spurður af hverju ferðamenn hendi frekar peningum í Blésa en aðra hveri, segir Lárus það skýrast af nálægð hans við göngustíginn. „Þú kemst alveg að hvernum og sérð því vel ofan í hann, og pening- urinn er því vel sjáanlegur eftir að honum er hent ofan í. Þetta er ekki eins og að henda peningunum sínum í Strokk eða Geysi, þar er engin leið að sjá þá.“ Fleygja smámynt í hverinn  Ferðamenn hunsa merkingar við hverinn Blésa á Geysissvæðinu Morgunblaðið/BJB Blési Greina má fjölda smápeninga undir yfirborði hversins, sem liggur við stíginn. Svæðið er heimsótt af fjölmörgum ferðamönnum á degi hverjum. ÚRVALS SÓSUR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.