Morgunblaðið - 15.06.2016, Page 14

Morgunblaðið - 15.06.2016, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Hönnun fyrir lífið Besta vörumerkið í Þýskalandi 2015 Lengri ending á vélum Fullkominn hjólabúnaður með 360° hreyfanleika Allt að 99,9%filtrun með notkun HEPA filters P P P Verð frá 25.990,- Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Framkvæmdir við nýja íþrótta- miðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Hlíðavöll ganga vel og er fleygun í grunni nýs klúbbhúss nú lokið. Áætlað er að húsið verði tekið í notk- un næsta vor og standa fram- kvæmdir yfir næsta vetur, en þó einnig í sumar, á háannatíma. Hannað með áhorfendur í huga Að sögn Gunnars Inga Björns- sonar, framkvæmdastjóra Golf- klúbbs Mosfellsbæjar, mun nýja húsnæðið umbylta aðstöðu þeirra sem iðka golf í Mosfellsbæ. „Þetta er íþróttamiðstöð á tveimur hæðum, neðri hæðin verður nær alfarið undir golfiðkun innanhúss með rétt tæp- lega 300 fermetra metra innipútti, aðstöðu til golflíkamsræktar og kennslusal fyrir iðkendur. Á efri hæðinni verður hefðbundin aðstaða fyrir golfvöll og mótahald. Þar verða skrifstofur, veitingasala, klósett, golfbúð og eldhús,“ segir hann. Að sögn Gunnars Inga er eldri að- staða vel nýtt og nánast úr sér geng- in, en auk þess að bjóða betri kosti til golfiðkunar yfir vetrartímann, stendur nýja húsið á nýjum stað. „Lóðin er miðsvæðis á vellinum svo framvegis verður hægt að spila tvær níu holu lykkjur út frá húsinu en ekki átján holur út frá og til baka. Þetta er stórglæsileg lóð þar sem hægt er að horfa út á Faxaflóa. Hús- ið er ofarlega í landinu og það hafa verið hannaðar rúmgóðar svalir til að geta tekið á móti stórum áhorf- endahópum í framtíðinni ásamt því að lóðahönnun í kringum gerir ráð fyrir stórum áhorfendahópum að horfa á lokaholurnar, t.d. á Íslands- mótinu, innan fárra ára,“ segir Gunnar Ingi. Áætlað er að efri hæð nýja húss- ins verði tekin í notkun næsta vor, en sú neðri eftir um þrjú til fjögur ár. Kostnaður við bygginguna er áætlaður 350 milljónir króna, en húsið verður um 1.190 fermetrar. Golfið verði heilsársíþrótt Aðspurður segir Gunnar Ingi vel hægt að setja nýjan húsa-kost í sam- hengi við uppbyggingu knatt- spyrnuhalla á síðustu árum. „Krakk- ar sem stunda golf hafa í raun verið tilneydd til að gera það aðeins í þrjá til fjóra mánuði á ári. Að slá golfkúlu í snjó og frosti er ekki heillandi fyrir ungan kylfing og við höfum séð efni- lega kylfinga flosna upp úr íþróttinni vegna þess hve árstíðabundin hún er. Við sjáum fyrir okkur að þessi aðstaða muni breyta því og krakkar geti æft golf sem heilsársíþrótt þeg- ar aðstaðan er að fullu risin,“ segir hann. Ljósmynd/Golfklúbbur Mosfellsbæjar Glæsihýsi Nýja húsið er hannað með áhorfendur í huga. Það fellur ofan í landið og er staðsett við enda brautarinnar. Þaðan er einnig útsýni yfir Faxaflóa. Nýtt klúbbhús í Mosfellsbæ  Framkvæmdir við Hlíðavöll í Mosfellsbæ eru í fullum gangi  Áætlað að fyrsta áfanga ljúki næsta vor  Nýr húsakostur bætir iðkun ungra kylfinga Morgunblaðið/Björn Jóhann Framkvæmdir Fleygun lauk fyrir skömmu í grunni nýja hússins, en fram- kvæmdir standa yfir í sumar með lítilli truflun, að sögn Gunnars Inga. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær, að tillögu forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra og utanríkisráðherra, að veita 10 milljónum króna af ráð- stöfunarfé sínu til Sjávarútvegs- skóla Háskóla Sameinuðu þjóð- anna. Á að verja styrknum til verkefna í tengslum við lítil eyþró- unarríki (Small Islands Developing States). ,,Megin tilgangur þessa framtaks er að undirstrika mikilvægi hafsins fyrir afkomu þjóða en jafnframt er tækifærið notað til þess að hvetja til aukins fjármagns og nýrra verk- efna í tengslum við verndun hafs- ins. Við Íslendingar höfum stutt þetta framtak enda ljóst að fáar þjóðir eiga eins mikið undir lífríki hafsins,“ segir Sigurður Ingi Jó- hannsson forsætisráðherra. Þess er vænst að þetta verkefni Sjávar- útvegsskólans geti hafist í júlí. Tíu milljónir til Sjávarútvegsskóla Háskóla SÞ Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær- morgun var ákveðið að veita 2,5 milljónir króna af ráðstöfunarfé hennar til útgáfu sönglaga Svein- björns Sveinbjörnssonar tónskálds. Jón Kristinn Cortes hefur umsjón með útgáfunni. Þá var samþykkt að veita 2 millj- ónir króna til útgáfu Sögu íslenskr- ar utanríkisverslunar 900-2010 sem Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands gefur út. Nokkrir sagnfræðingar og prófessorar við Háskólann eru höfundar efnis. Styrkja útgáfu sögurits og laga Kjaraviðræður flugumferðarstjóra og ISAVIA eru eina málið sem nú er á borði ríkissáttasemjara, sam- kvæmt upplýsingum Elísabetar S.Ólafsdóttur, skrifstofustjóra emb- ættisins. Viðræður grunnskóla- kennara og sveitarfélaganna fara fram í húsakynnum ríkissáttasemj- ara, en þeim hefur ekki verið vísað til embættisins. Aðeins eitt mál á borði sáttasemjara Ritstjóri og höfundar Kirkna Ís- lands hafa notað sér þekkingu starfsmanna ORG ættfræðiþjónustu og ættfræðigrunn. Þorsteinn Gunn- arsson, ritstjóri Kirkna Íslands, Kristín Huld Sigurðardóttir, for- stöðumaður Minjastofnunar Íslands og Pétur H. Ármannsson arkitekt fóru á dögunum í „opinbera“ heim- sókn til Odds Helgasonar í húsnæði ORG. Ritnefnd Kirkna Íslands er nú að vinna að bindi 26.-28. sem verða þrjú síðustu bindi ritverksins. „Við þetta verk koma upp ógrynni af manna- nöfnum, ekki aðeins klerka heldur einnig handverksmanna sem komið hafa að smíði kirknanna og lista- manna og hannyrðakvenna sem gert hafa muni kirknanna. Það er eitt af markmiðum útgáfunnar að varpa ljósi á allt þetta fólk enda hætt við að sum þeirra lendi annars í glatkist- unni. Það höfum við gert í góðri samvinnu við Odd og hans mikla ættfræðigrunn,“ segir Þorsteinn. Hann bætir því við að í lokakafla um hverja kirkju sé farið út í kirkju- garðinn, honum lýst og minninga- mörkum. Þar geti verið persónur úr viðkomandi byggðarlagi sem höf- undar þurfi að vita deili á. Ættfræðigrunn- urinn nýtist vel Ljósmynd/Pétur H. Ármannsson Við stýrið Þorsteinn Gunnarsson, Oddur Helgason og Kristín Huld Sigurðardóttir hjá ORG ættfræðiþjónustunni við Skeljanes.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.