Morgunblaðið - 15.06.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.06.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 Gengisskráning 14. júní 2016 Kaup Sala Mið DOLLARI 123,4 123,98 123,69 STERLINGSPUND 174,8 175,64 175,22 KANADADOLLARI 96,03 96,59 96,31 DÖNSK KRÓNA 18,615 18,723 18,669 NORSK KRÓNA 14,772 14,858 14,815 SÆNSK KRÓNA 14,849 14,935 14,892 SVISSN. FRANKI 127,69 128,41 128,05 JAPANSKT JEN 1,1646 1,1714 1,168 SDR 173,41 174,45 173,93 EVRA 138,41 139,19 138,8 MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 172,4042 Heimild: Seðlabanki Íslands Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Matsfyrirtækið Moody‘s hefur til- kynnt að það muni taka lánshæfi Orku- veitu Reykjavíkur til endurskoðunar með mögulega hækkun fyrir augum. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að matsfyrirtækið greindi frá því í lok síð- ustu viku að það hygðist endurskoða lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands. Í tilkynningu frá Moody’s kemur fram að í endurskoðuninni verði lagt mat á hvort bætt lánshæfi Íslands muni leiða til aukinnar getu og vilja til þess að veita OR fjárhagslegan stuðning ef þörf krefur, beint eða óbeint í gegnum hlut- hafa fyrirtækisins. OR er 93,5% í eigu Reykjavíkurborgar. Lánshæfismat OR hjá Moody’s endurskoðað ● Skráð atvinnuleysi var 2,2% í maí, en að meðaltali voru 4.018 atvinnulausir í mánuðinum samkvæmt tölum Vinnu- málastofnunar. Atvinnuleysi var 1,8% meðal karla og 2,6% meðal kvenna. Alls voru 4.272 atvinnulausir í lok maí. Voru 877 erlendir ríkisborgarar án atvinnu um mánaðamótin eða um 21% atvinnulausra. Þar af eru 511 pólskir ríkisborgarar, eða um 58% erlendra ríkisborgara sem voru á skrá í lok mán- aðarins. Skráð atvinnuleysi 2,2% í síðasta mánuði STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Jón Þórisson jonth@mbl.is Mikil uppkaup fjárfesta og leiga íbúða til ferðamanna hefur dregið úr hefðbundinni veltu með íbúðar- húsnæði í Reykjavík. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Lands- bankans um fast- eignamarkaðinn. Viðskipti með fasteignir í maí voru mun minni en síðustu þrjá mánuði þar á undan. Voru við- skiptin í maí 30% minni en þau voru í september 2015 og hefur þró- unin verið niður á við. Í Hagsjánni er sleginn sá varnagli að niðurstaða einstakra mánaða gefi ef til vill ekki rétta mynd. Tölurnar bendi hins vegar til að viðskipti með íbúðarhúsnæði séu að dragast sam- an á höfuðborgarsvæðinu. „Það er of snemmt að fullyrða en þetta virðist samt vera orðin ákveð- in leitni niður á við,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Lands- bankanum. „Séu tölur Hagstofunn- ar hins vegar skoðaðar þá hófust mun fleiri íbúðabyggingar í fyrra en fyrri ár. Það eru því líkur á að þessi mynd breytist þegar þær íbúðir eru fullgerðar og koma á markaðinn.“ Lóðaskortur ekki útilokaður Ari segir að ekki sé hægt að ganga út frá að lóðaskortur hafi ekki áhrif á þessa stöðu. „Að jafnaði hefur verið gert ráð fyrir að þörf fyrir nýjar íbúðir sé 1.800 til 2.000 á ári. Það er að auki uppsöfnuð þörf frá fyrri árum sem ekki hefur verið mætt.“ Ari bendir á að nýjar íbúðir sem komi til sölu séu feykidýrar og þær draga upp verðið, sem bætist svo við eftirspurnarþrýstinginn sem sömuleiðis veldur því að íbúðaverð hækkar. „Það eru engar hagstæðar lausnir í sjónmáli,“ segir hann. „Á hinn bóginn er samhengi í þróun íbúðaverðs og þeirrar kaupmáttar- aukningar sem hefur átt sér stað. Þetta tvennt helst nokkuð vel í hendur. Íbúðaverð hefur því ekki hækkað meira en kjörin okkar.“ Mesta aukningin í Hafnarfirði Fram kemur að viðskipti með íbúðarhúsnæði hafi frá fyrri árs- helmingi 2011 aukist mest í Hafnar- firði, og Kópavogur og Mosfellsbær fylgi fast á eftir. Á þessum sama tíma hafi viðskiptin aukist minnst í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Sé hlutfall nýrra íbúða af heildar- íbúðaviðskiptum árið 2015 skoðað, kemur í ljós að það hlutfall er hæst í Kópavogi eða 17%. Á Seltjarnarnesi var hlutfallið 14%. Reykjavík rekur lestina, en aðeins 4% seldra íbúða voru nýjar í Reykjavík. „Taka verð- ur tillit til munar á íbúafjölda milli sveitarfélaga en reyndin er samt sú að fleiri nýjar íbúðir seldust í Kópa- vogi en í Reykjavík,“ segir Ari. Í Hagsjánni segir að tölur um íbúðafjárfestingu í þjóðhagsreikn- ingum komi á óvart og hún hafi staðið nánast í stað árið 2015. Sú skýring hafi verið gefin að áform- uðum framkvæmdum hafi verið slegið á frest og að verktakar ein- beiti sér að annars konar bygging- um en íbúðabyggingum, ekki síst hótelbyggingum. Samdráttur í sölu íbúða á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Ómar Skuggahverfið Á árinu 2015 var hlutfall seldra nýrra íbúða af heildarviðskiptum með íbúðir lægst í höfuðborginni. Íbúðamarkaður » Mun fleiri nýjar íbúðir seldar í Kópavogi en Reykjavík í fyrra. » Íbúðafjárfesting stóð nær í stað árið 2015. » Verktakar sjá sér frekar hag í að byggja hótel en íbúðir. » Íbúðaviðskipti hafa aukist mest í Hafnarfirði.  Landsbankinn segir mikil uppkaup fjárfesta á leiguhúsnæði dragi úr veltu Ari Skúlason Seðlabanki Íslands hefur öðru sinni á fimm sólarhringum tilkynnt um breytingar á útboðsskilmálum vegna fyrirhugaðs aflandskrónu- útboðs sem bankinn hyggst standa fyrir fimmtudaginn 16. júní. Í út- boðinu býðst bankinn til að kaupa eignir, sem skráðar eru íslenskum krónum, og skilgreindar eru sam aflandskrónueignir, í skiptum fyrir reiðufé í evrum. Síðari breytingin sem bankinn hefur tilkynnt um felur í sér árétt- ingu á því að samsetning svokall- aðar magntilboða og gildra verð- tilboða komi til með að mynda lægsta mögulega kaupverð á krón- um í skiptum fyrir evrur í útboðinu. Samkvæmt útboðsskilmálum fá aflandskrónueigendur hærra verð fyrir eignir sínar, í evrum talið, eftir því sem þátttaka í útboðinu eykst. Þá er einnig gerð sú breyt- ing að ekki er gerður áskilnaður um að tilboðum undir ákveðnu lág- marksgengi, 190 krónur á evru, verði hafnað að fullu. Í fyrri útboðs- skilmálum var sett gólf á hvað Seðlabankinn var tilbúinn til að selja hverja evru á. Þannig hafði í útboðsskilmálunum verið kveðið skýrt á um að ef aflandskrónu- eigendur byðu 175 milljarða króna eða meira til sölu gætu þeir minnst látið af hendi 190 krónur fyrir hverja evru. Á fimmtudag í síðustu viku, hafði bankinn einnig tilkynnt um breyt- ingar á útboðinu. Þá var tilboðs- frestur sem aflandskrónueigendum var boðið upp á lengdur. Nú geta eigendur krónanna sent tilboð til Seðlabankans í gegnum Bloomberg til klukkan 15:00 á fimmtudaginn. Áður hafði frestur verið gefinn til kl. 14:00. ses@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Skeifan Fasteignagjöld hafa hækk- að mikið með hærra fasteignamati. Útboðsskilmálum breytt öðru sinni  Seðlabankinn opnar á að taka lægra útboðsgengi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.