Morgunblaðið - 15.06.2016, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016
„Hundurinn minn var búinn að
vera í meðferðum hjá dýralækni
í heilt ár vegna húðvandamála
og kláða, þessu fylgdi mikið
hárlos. Hann var búinn að vera
á sterum án árangus. Reynt
var að skipta um fæði sem bar
heldur ekki árangur. Eina sem
hefur dugað er Polarolje fyrir
hunda. Eftir að hann byrjaði að
taka Polarolje fyrir hunda hefur
heilsa hans tekið stakkaskiptum.
Einkennin eru horfin og hann er
laus við kláðann og feldurinn
orðinn fallegur.“
Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi
Sími 698 7999 og 699 7887
Náttúruolía sem
hundar elska
Við Hárlosi
Mýkir liðina
Betri næringarupptaka
Fyrirbyggir exem
Betri og sterkari fætur
NIKITA
hundaolía
Selolía fyrir
hunda
Reykjavíkurvegi 64, Hfj,
s. 555 1515, enjo.is
• Tímasparnaður
• Engin kemísk efni
• Ódýrara
• Umhverfisvænt
• 6 x hreinna - betri þrif
• Vinnuvistvænt
• Minni vatnsnotkun
Nýja ENJO vörulínan er
komin á markað
Ferskari, líflegri og enn meiri gæði
Komið í verslun okkar
og sjáið úrvalið
Opið kl. 11-18 alla virka daga
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Ég heyrði Mateen hlæja eftir að
hann skaut manninn. Þetta er eitt-
hvað sem ég mun aldrei gleyma því í
hvert skipti sem ég loka augunum til
að sofna heyri ég
skothvelli, skot-
hylki falla á gólfið
og þennan hlátur
– hann hló af
ánægju,“ segir
Norman Casiano í
samtali við frétta-
mann CNN.
Hann var einn
þeirra fjölmörgu
sem voru inni á
skemmtistaðnum
Pulse í Orlando í Flórída þegar ódæð-
ismaðurinn Omar Mateen hóf að
skjóta þar fólk. Alls myrti hann 49
manns inni á skemmtistaðnum og
særði yfir 50, suma hverja lífshættu-
lega.
Í viðtalinu lýsti Casiano því þegar
hann faldi sig ásamt hópi fólks inni á
salerni staðarins. Maðurinn sem Cas-
iano vísar til í ummælum sínum var
skotinn í bakið á hlaupum þegar hann
gerði tilraun til að fela sig.
„Þá byrjaði einhver að öskra – ekki
skjóta okkur – og það var þá sem
hann skaut í gegnum fyrsta básinn,“
segir Casiano en kúlan hæfði hann í
kviðinn. Segir hann mikla skelfingu
hafa gripið um sig í kjölfarið og að
margir hafi grátbeðið um miskunn.
Casiano segir það hins vegar einung-
is hafa ýtt undir frekara ofbeldi, en
Mateen teygði þá byssu sína yfir kló-
setthurðina og skaut af handahófi
niður á þá sem þar lágu bakvið.
Oft sést á skemmtistaðnum
Mateen var við árás sína vopnaður
AR-15-árásarriffli, Glock-skamm-
byssu og sprengiefni, en að sögn fjöl-
miðla vestanhafs keypti hann skot-
vopnin með löglegum hætti í
skotvopnaverslun í Orlando. „Hann
stóðst þá bakgrunnsskoðun sem hver
einn og einasti sem kaupir skotvopn í
Flórídaríki þarf að gangast undir,“
hefur CNN eftir eiganda verslunar-
innar. Mateen er einnig sagður hafa
klæðst skotheldum varnarbúnaði við
árásina.
Rannsókn lögreglu beinist nú með-
al annars að því hvort Mateen hafi áð-
ur sótt skemmtistaðinn heim en
nokkur vitni segjast margsinnis hafa
séð hann þar undanfarið.
„Sjálfur hef ég séð hann nokkrum
sinnum án þess þó að hafa talað eitt-
hvað við hann af viti,“ segir Chris
Callen í samtali við fréttamann CNN
og heldur áfram: „Þegar við sáum
hann fyrst, ég og öryggisvörður sem
vann á Pulse, þá heilsuðum við hon-
um og hann var mjög vinalegur og
allt það. En hann hefur reglulega
komið og það undanfarin þrjú ár.“
Fleiri hafa komið fram og sagt
svipaða sögu, en að sögn sumra
þeirra átti Mateen vingott við nokkra
menn á staðnum.
Hló að fórnarlömbunum
Ódæðismaðurinn Omar Mateen virtist einungis æsast upp þegar fólk grátbað
hann um miskunn Hann hló af ánægju, segir ungur maður sem komst lífs af
AFP
Sorg Fjölmargir hafa að undanförnu vottað hinum látnu virðingu sína og hafa m.a. lagt blóm á fjölfarna staði.
Omar
Mateen
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Tveir franskir lögreglumenn, karl-
maður og sambýliskona hans, voru í
fyrrakvöld myrt af íslamista við
heimili þeirra í Magnanville, norður
af París. Þriggja ára sonur þeirra
komst lífs af úr ódæðinu.
Árásarmaðurinn hét Larossi Abb-
alla, 25 ára, og féll
hann fyrir skot-
um sérsveitar á
vettvangi, en þrír
einstaklingar,
sem sagðir eru
tengjast árásar-
manninum, voru í
gær handteknir
af lögreglu.
Fréttaveita AFP
greinir frá því að
árásin sé rann-
sökuð sem hryðjuverk.
Abballa er sagður hafa tengsl við
vígahóp íslamista í Pakistan og bjó
hann skammt frá heimili fórnar-
lamba sinna. Er hann sagður hafa
stungið annan lögreglumanninn,
sem er 42 ára karlmaður, margsinnis
með eggvopni fyrir utan heimilið.
Maðurinn lést fljótt af sárum sínum,
en vitni segja ódæðismanninn hafa
öskrað orðin „Allahu Akbar“ eða
„Guð er almáttugur“ á meðan á
þessu stóð. Gekk hann því næst inn á
heimilið þar sem konan, 36 ára, var
ein inni ásamt ungum syni þeirra.
Sérsveitarmenn fundu lík konunn-
ar þegar þeir brutu sér leið inn á
heimilið. Var hún þá með fjölmörg
stungusár á hálsi. Drengurinn slapp
hins vegar ómeiddur.
Fréttaveita AFP hefur heimildir
fyrir því og vitnar til eins af rannsak-
endum árásarinnar að Abballa hafi
verið yfirlýstur liðsmaður Ríkis ísl-
ams. Þá hefur miðillinn Amaq News,
sem er rekinn af Ríki íslams, greint
frá morðunum og er Abballa þar
kallaður „stríðsmaður“ samtakanna.
Sýndi líkin í beinni á Facebook
og boðaði árás á EM 2016
Þegar morðin voru yfirstaðin sett-
ist Abballa í sófa inni í stofu, hafði
drenginn sér við hlið, og hóf beina
útsendingu á Facebook þar sem
hann sagði frá drápunum. „Ég veit
ekki hvað ég á að gera við hann,“
sagði Abballa og átti við drenginn.
Beina útsendingin stóð yfir í um
13 mínútur og sýndi Abballa þá einn-
ig myndir af blóðugum líkum fórn-
arlamba sinna auk þess sem hann
sór Abu Bakr al-Baghdadi, kalífa
Ríkis íslams, hollustu sína. Búið er
að fjarlægja myndefnið af síðunni.
Í útsendingunni vék Abballa einn-
ig að Evrópumóti karla í knatt-
spyrnu (EM 2016) sem nú fer fram
víðsvegar í Frakklandi.
„Við munum breyta Evrópu-
mótinu í kirkjugarð,“ sagði hann í út-
sendingunni og hvatti um leið trú-
bræður sína og fylgismenn á
Facebook til að gera árásir á hina
ýmsu lögreglumenn, fréttamenn,
þjóðþekkta einstaklinga, fangaverði
og söngvara. AFP greinir frá því að
Abballa hafi verið með lista yfir
nafngreinda einstaklinga sem hann
hvatti til að yrðu drepnir.
Saksóknari í París staðfestir áð-
urnefndan lista við AFP og segir lög-
reglu einnig hafa fundið við leit á
heimili hinna látnu þrjá hnífa og þrjá
farsíma sem tilheyrðu Abballa.
Hóf beina útsendingu
frá morðvettvangnum
Íslamisti myrti sambýlisfólk á heimili þeirra í Frakklandi
AFP
Hryllingur Franskir lögreglumenn standa vörð við heimili hinna látnu en
vettvangsrannsókn stóð þar yfir í gær. Margir settu blóm þar skammt frá.
Larossi
Abballa
Réttarhöld eru
hafin yfir Silvio
Schulz, 33 ára
gömlum öryggis-
verði, sem sak-
aður er um að
hafa myrt tvo
unga drengi í
Þýskalandi.
Fréttaveita AFP
greinir einnig
frá því að Schulz
hafi misnotað drengina kynferðis-
lega áður en þeir voru myrtir.
Drengirnir hétu Mohamed, fjög-
urra ára frá Bosníu, og Elías, sex
ára frá Þýskalandi.
Réttarhöldin fara fram í Pots-
dam skammt frá Berlín, en verði
Schulz fundinn sekur gæti hann átt
yfir höfði sér lífstíðardóm. Hann
var handtekinn í október á síðasta
ári eftir að móðir annars drengj-
anna bar kennsl á hann.
ÞÝSKALAND
Nauðgaði og myrti
tvo unga drengi
Silvio
Schulz
Til óeirða kom í miðborg Parísar í
gær þegar hundruð grímuklæddra
mótmælenda köstuðu öllu lauslegu
í átt að lögreglumönnum, en verið
var að mótmæla umdeildum breyt-
ingum á vinnulöggjöf þar í landi.
Fréttaveita AFP segir minnst sex
hafa verið handtekna og tvo hið
minnsta hafa særst í átökunum.
Mótmæli hafa verið tíð í Frakklandi
að undanförnu og segist Francois
Hollande Frakklandsforseti vonast
til að þeim fari brátt að linna.
FRAKKLAND
Átök milli lögreglu
og mótmælenda