Morgunblaðið - 15.06.2016, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016
Hjólakraftur Í gær lögðu 15 lið frá samtökunum Hjólakrafti af stað hringinn um landið í WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninni.
Í liðunum eru hátt í 100 börn ásamt foreldrum og fylgdarmönnum en nær allir hjálpast að við að hjóla kílómetrana 1.358.
Þórður
Fyrirfram mátti
reikna með því að lín-
urnar fyrir alþingis-
kosningar, sem hafa
verið boðaðar í haust,
færu að skýrast eftir
stofnfund, aðalfund og
landsfund þriggja
stjórnmálaflokka. Svo
er ekki nema að litlu
leyti – og þó.
Samfylkingin hélt
landsfund í byrjun mánaðarins í
skugga upplausnar, innanmeina og
minna fylgis en nokkru sinni. Oddný
Harðardóttir var kjörin formaður
þrátt fyrir að minnihluti þeirra
flokksmanna sem tók þátt í kosn-
ingum, teldi hana besta kostinn af
þeim sem í boði voru.
Eina málið út af borðinu
Um leið og skipt var um formann
ákvað landsfundurinn að henda mál-
inu eina – aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu – út af borðinu. Í álykt-
un fundarins er ekki minnst einu
orði á Evrópusambandið – ekki einu
orði. Nýr formaður forðaðist, líkt og
heitan eldinn, að ræða Evrópusam-
bandið í stefnuræðu sinni. En þótt
Evrópusambandið sé orðið feimn-
ismál eru samfylkingar byrjaðir
kinnroðalausir að gefa út kosn-
ingavíxla. Öllum er lofað einhverju;
börnum, námsmönnum, eldri borg-
urum, öryrkjum, launafólki, náttúru-
verndarsinnum og listamönnum.
„Við í Samfylkingunni erum tals-
menn alvöru lýðræðis,“ sagði ný-
kjörinn formaður í stefnuræðunni.
Einhverjir gætu haldið því fram að
yfirlýsingin sé merki um pólitíska
kokhreysti í ljósi sögunnar. Formað-
urinn kom, ásamt félögum sínum, í
veg fyrir að „alvöru
lýðræði“ næði fram að
ganga sumarið 2009,
þegar tillaga um þjóð-
aratkvæðagreiðslu um
aðildarumsókn að Evr-
ópusambandinu var
felld. Reynt var að end-
urtaka leikinn í Ice-
save-deilunni. Þá vildu
samfylkingar ekki „al-
vöru lýðræði“.
Nýjar umbúðir
Evrópusinna
Evrópusinnarnir í Viðreisn eru
ekki búnir að sópa ESB-aðild undir
teppið með öllu. En á stofnfundi
flokksins í liðnum mánuði pökkuðu
þeir stefnunni inn í huggulegri um-
búðir. Nú vilja þeir sem harðast hafa
barist með Samfylkingunni fyrir því
að „ganga inn í brennandi hús“ Evr-
ópusambandsins að efnt verði til
þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort
halda eigi aðildarviðræðum áfram!
Enginn þeirra tók undir kröfuna um
að spyrja þjóðina 2009 um hvort
óska ætti eftir aðild eða ekki. Og
áfram er haldið og reynt að villa um
fyrir landsmönnum með því að gefa í
skyn að í boði sé sérstakur aðildar-
samningur – sérsniðinn fyrir Ísland.
Fyrir borgarasinnað fólk er stefna
Viðreisnar í mörgu öðru geðsleg –
hugguleg væri ef til vill nær að
segja. Engu er líkara en að hug-
myndafræðingar flokksins hafi
ákveðið að safna saman og setja nið-
ur á blað flest það sem gæti hljómað
vel í eyrum kjósenda sem aðhyllast
borgaralegt samfélag. Þess vegna er
búið að pakka Evrópusambandinu
inn í umbúðir og auðvitað eru margir
þeirra sem valist hafa til forystu fyr-
ir hinum nýja flokki búnir að gleyma
þegar þeir gerðust liðsmenn „nor-
rænu velferðarstjórnarinnar“ og
börðust fyrir samþykkt Icesave-
samninganna allt frá fyrsta degi.
Tökin hert
Píratar héldu aðalfund um liðna
helgi. Þar virðist lítið annað hafa
gerst en að kosið var nýtt fram-
kvæmdaráð og boðað til framhalds-
aðalfundar. Kjósendur eru litlu nær
fyrir hvað flokkurinn, sem nú mælist
stærri en aðrir flokkar í skoðana-
könnunum, stendur.
Eitt er að minnsta kosti ljóst:
Flokkseigendafélagið undir stjórn
Birgittu Jónsdóttur, er að herða tök-
in og Helgi Hrafn Gunnarsson á í
vök að verjast. Sannfærðir vinstri-
sinnar og sósíalistar eru byrjaðir að
hreinsa til og hrekja í burtu þá sem
töldu að innan Pírata væri rúm fyrir
hugsjónir frelsis.
Það er á margan hátt skiljanlegt
að Samfylkingin sé búin að setja
málið eina niður í skúffu, að Viðreisn
reyni að pakka Evrópudraumnum í
huggulegri og seljanlegri umbúðir
og að Píratar hafi lítinn áhuga á að
leggja fram heildstæða stefnu í
helstu málum. Fyrir þjóð sem nýtur
meiri hagsældar en þekkist í flestum
vestrænum löndum er ekki eft-
irsóknarvert að ganga til liðs við
ríkjasamband sem jafnvel hörðustu
Evrópusinnar líkja við brennandi
hús. Og hvers vegna ættu Píratar að
setja fram skýra stefnu, þegar ann-
að hefur gefist jafn vel og raun ber
vitni?
Kaupmáttur aldrei hærri
Íslendingar hafa notið þess á síð-
ustu árum að standa utan við Evr-
ópusambandið og að komið var í veg
fyrir að skuldir einkabanka væru
þjóðnýttar, eins og ítrekað var
reynt. Neyðarlögin, sem undirbúin
voru í Seðlabankanum haustið 2008,
tryggðu að Ísland hélt fjárhagslegu
sjálfstæði ólíkt Grikkjum sem nú eru
ofurseldir erlendum kröfuhöfum. Þó
var skipulega reynt að fara á svig við
neyðarlögin í tíð ríkisstjórnar nor-
rænnar velferðar.
Á síðasta ári voru regluleg laun
hér á landi 7,2% hærri en 2014.
Kaupmáttur jókst um 5,5% á milli
ára. Samkvæmt mati hagfræðideild-
ar Landsbankans má búast við að
kaupmáttur aukist um 8,1% á þessu
ári. „Kaupmáttur launa er nú hærri
en hann hefur verið nokkurn tíma
áður,“ sagði í Hagsjá hagfræðideild-
arinnar 8. júní. Þrátt fyrir aukinn
kaupmátt hefur verðbólga haldist
lág.
Á aðeins sex árum hafa skuldir
heimilanna lækkað um sem nemur
41% af landsframleiðslu, annars veg-
ar vegna hagvaxtar og hins vegar
lækkunar nafnvirðis skulda. Sem
hlutfall af landsframleiðslu eru
skuldir heimilanna svipaðar og 1999,
samkvæmt Hagsjánni. Hækkun
eignaverðs og lægri skuldir hafa
leitt til þess að auður heimilanna
hefur aukist verulega. Á síðustu
tveimur árum auðurinn aukist um
meira en 10% á ári.
Allar hagspár benda til þess að
framtíðin sé björt hér á landi. Hag-
vöxtur verður góður og kaupmáttur
getur haldið áfram að vaxta. Lífs-
kjör geta því haldið áfram að batna.
Möguleikar til að bæta hag þeirra
sem lakast standa verða betri. Allt
er þó undir því komið að rétt sé hald-
ið á spilunum, sem flest hver eru
góð.
Erfið staða stjórnarflokkanna
Staða Íslands er í flestu öfunds-
verð og við slíkar aðstæður ætti
staða ríkisstjórnarflokkanna að vera
sterk. Þeir ættu í aðdraganda kosn-
inga að vera líkt og óvinnandi vígi.
Skoðanakannanir benda til annars.
Framsóknarflokkurinn hefur
misst meira en helming kjósenda
sinna og samkvæmt nýjustu könnun
Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir
Morgunblaðið er fylgi Sjálfstæðis-
flokksins á niðurleið. Á einum mán-
uði hefur Sjálfstæðisflokkurinn
misst 5,5%-stig og er með aðeins
22,7%, sem er minna en í kosning-
unum 2009 sem eru þær verstu í
sögu flokksins.
Ríkisstjórnarflokkarnir, hvor með
sínum hætti, standa því frammi fyrir
miklum áskorunum. Uppgangur í
efnahagslífinu og betri lífskjör eru
ekki vatn á myllu þeirra. Þegar 3-4
mánuðir eru til kosninga standa þeir
báðir verr að vígi en í upphafi kjör-
tímabilsins og einnig ef miðað er við
kosningarnar 2009. Skýringarnar
eru margar og efniviður í sérstaka
blaðagrein.
Mikið vatn rennur til sjávar áður
en kjördagur rennur upp. Flokk-
arnir eiga eftir að skipa framboðs-
lista, móta helstu stefnumál og eiga
samtal við kjósendur. Staðan getur
því breyst og það þrátt fyrir að flest-
ir fjölmiðlar landsins – ríkisreknir
sem aðrir – leggist á sveif með göml-
um og nýjum Evrópusinnuðum Ice-
save-flokkum og sjóræningjum und-
ir hentifána.
Eftir Óla Björn
Kárason » Staða Íslands er íflestu öfundsverð og
við slíkar aðstæður ætti
staða ríkisstjórnar-
flokkanna að vera sterk.
Skoðanakannanir benda
til annars.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Pólitískar áskoranir í góðæri
Ég ætla að kjósa vin minn
Davíð Oddsson sem forseta. Það
kemur ekki á óvart. Við vorum
saman í ríkisstjórn í átta ár og
síðan unnum við vel saman,
meðan ég var forseti Alþingis
og hann forsætisráðherra.
Ég hef verið spurður að því,
hvernig það hafi verið að vinna
undir hans stjórn í ríkisstjórn.
Svarið er skýrt og einfalt. Hann
var góður verkstjóri, setti sig
inn í mál og vann vel með ein-
stökum ráðherrum. Á þetta
reyndi, sérstaklega í fyrstu rík-
isstjórn hans með Alþýðu-
flokknum. Jóhanna Sigurð-
ardóttir átti þá í átökum við
samráðherra sína og flokks-
systkin, sem að lokum leiddi til
þess að hún hvarf úr ríkisstjórn
1994 og stofnaði Þjóðvaka en
Rannveig Guðmundsdóttir varð
félagsmálaráðherra. Lagni Davíðs olli því, að þessi átök
höfðu ekki áhrif á samstarf flokkanna né spillti fyrir ár-
angri ríkisstjórnarinnar. Ég varð ekki var við annað en
fullt traust væri milli Jóhönnu og Davíðs.
Ég fór með embætti landbúnaðar- og samgöngu-
ráðherra. Það voru auðvitað átök milli okkar Jóns Bald-
vins Hannibalssonar í landbúnaðarmálum en við gáfum
okkur hvergi og héldum okkar strik og ég átti traust Dav-
íðs. Sömuleiðis var mikill áherslumunur í samgöngu-
málum milli kjördæma. Eftir á er broslegt að rifja upp,
hverjir voru á móti Hvalfjarðargöngum og göngum um
Héðinsfjörð til Siglufjarðar.
Eins og hinir gömlu borgarstjórar Sjálfstæðisflokksins
var Davíð landsbyggðarmaður í þeim skilningi að hann
leit á Reykjavík sem höfuðborg alls landsins og átti að
rækja skyldur sínar samkvæmt því. Hugmyndir um að
leggja niður Reykjavíkurflugvöll komu auðvitað ekki til
greina.
Það má lengi velta því fyrir sér hvaða eiginleikum for-
seti Íslands eigi að vera gæddur. Ég er ekki í vafa um að
Davíð Oddsson muni sóma sér vel á Bessastöðum og þau
Ástríður bæði. Þau búa yfir mikilli reynslu og eru lítillát í
eðli sínu.
Hugsað til Davíðs
Oddssonar
Eftir Halldór Blöndal
Halldór Blöndal
»Eins og hinir
gömlu borg-
arstjórar Sjálf-
stæðisflokksins
var Davíð lands-
byggðarmaður.
Höfundur er fv. ráðherra.