Morgunblaðið - 15.06.2016, Page 21

Morgunblaðið - 15.06.2016, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 ✝ Þórarinn Snæ-land Halldórs- son fæddist 4. júní 1928 í Ytra-- Krossanesi, Glæsi- bæjarhreppi. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð, Akur- eyri, 1. júní 2016. Foreldrar hans voru Halldór Jóns- son, f. 1906, d. 1964, og Hrefna Pétursdóttir, f. 1907, d. 1994. Systkini Þórarins voru Jón, f. 1927, d. 2002, Hreinn, f. 1929, d. 2012, og Lily, f. 1930, d 2013. 17. maí 1952 gekk Þórarinn í hjónaband með eftirlifandi konu sinni Elínu Jónsdóttur, f. 1928. Foreldrar hennar voru Jakobína Jónsdóttir, f. 1899, d. 1976, og Jón Eðvaldsson, f. 1892, d. 1974. Elín og Þórarinn eignuðust fjögur börn. Arnbjörg Skúladóttir; b) Frið- jón, sambýliskona Linda Björk Sumarliðadóttir; c) Pétur Örn. Synir Sólveigar eru a) Einar Bjarni, b) Höskuldur Sveinn, c) Gunnar Sigfús, d) Gísli Geir. Erna, f. 1959. Maður hennar er Pétur Snæbjörnsson. Dætur Ernu eru: a) Aníta, maður hennar er Constantín Paras- kevopolous, b) Katrín. Dætur Péturs eru a) Þuríður, maður hennar er Benedikt Einarsson, b) Ástríður. Barnabarnabörn Þórarins og Elínar eru orðin 26. Þórarinn ólst upp í Ásbyrgi í Glerárhverfi sem foreldrar hans byggðu. Hann var um tíma til sjós og lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík. Frá 1950 starfaði hann á sláturhúsi KEA og var þar slát- urhússstjóri. Síðustu starfsár sín vann hann á aðalskrifstofu KEA. Þórarinn söng með Kirkjukór Lögmannshlíð- arsóknar í áratugi og einnig söng hann með Karlakór Ak- ureyrar. Þórarinn verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, 15. júní 2016, og hefst athöfnin kl. 13.30. Aníta Lisbeth, f. 1949. Maður henn- ar er Ingvar Vagnsson. Börn þeirra eru a) Ingv- ar Þór, kona hans er Inga María Sig- urbjörnsdóttir; b) Erlingur, sambýlis- kona hans er Mal- en Rogne; c) Elín Sigríður, kona hennar er Stine Lippert. Pétur, f. 1951, d. 2007. Kona hans er Ingibjörg Svafa Sig- laugsdóttir. Börn þeirra eru a) Þórarinn Ingi, kona hans er Hólmfríður Björnsdóttir, b) Jón Helgi, kona hans er Íris Þor- steinsdóttir, c) Heiða Björk, maður hennar er Björn Jóns- son. Jón Helgi, f. 1957. Kona hans er Sólveig Sigríður Einarsdótt- ir. Synir Jóns Helga eru: a) Hilmar, sambýliskona Rebekka Þegar við systkinin og mamma settumst niður til að setja niður nokkur orð um hvernig afi var í okkar huga rifjuðust upp margar góðar minningar. Afi var mikill maður og ávallt vel til hafður, sama hvort um var að ræða fermingar- veislu, garðvinnu eða heyskap. Allir hlutir voru í röð og reglu, skúrinn í Helgamagrastræti, viðhald bíla og húsnæðis, svo ekki sé nú talað um heimilis- bókhald og aðra pappíra. Afi var hreystimenni og horfðum við bræðurnir á hann fullir aðdáunar þegar hann mætti til okkar í heyskapinn, vel til hafður að vanda, klæddi sig í vinnusloppinn og grýtti síðan böggunum fleiri metra upp í loftið og upp á vagninn. Ekki varð aðdáunin á hreysti afa minni þegar hann hugðist opna glerflösku af tómatsósu en sneri í ranga átt og endaði með því að brjóta stútinn af flöskunni, svona sterkur var hann afi. Afi var með sitt á hreinu, hann var fyrirhyggjusamur og virtist kunna því best að hlut- irnir væru í ákveðnum skorð- um. Hann var nýtinn en lagði jafnframt mikið upp úr því að það sem keypt var væri al- mennilegt. Hjá afa skyldi gera hlutina rétt og hafði hann sinn fagmann á hverju sviði til að annast viðhald og breytingar. Afi hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum en virtist ekki endi- lega hafa þörf fyrir að sann- færa aðra um ágæti þeirra skoðana. Hann einbeitti sér frekar að því sem var að gerast hjá sínum nánustu, spurði frétta og hafði metnað fyrir því að vel gengi hjá hans fólki. Afi var ekki skaplaus maður en ekki munum við eftir því að hafa lent upp á kant við hann, þrátt fyrir ýmis uppátæki af okkar hálfu sem ekki hafa verið honum að skapi. Við bárum alltaf virðingu fyrir afa. Í Helgamagrastræti var hann, í okkar augum, yfirvaldið á staðnum þó svo að amma hafi stýrt heimilishaldinu að stærst- um hluta. Virðingin fyrir afa var aldrei óttablandin, afi var hlýr maður sem gott var að leita til. Reyndar er eiginlega ómögulegt að minnast afa án þess að amma komi við sögu. Hann og amma voru alla tíð mjög samrýnd og samstíga í flestum hlutum. Í okkar huga var afi fyrst og síðast traustur. Afi og amma hafa alltaf verið boðin og búin til að veita hjálparhönd ef eitt- hvað bjátaði á. Í gegnum tíðina hafa þau stutt okkur systkinin, mömmu og pabba með þeim hætti að það verður aldrei full- þakkað. Elsku amma Ella, við send- um þér innilegar samúðar- kveðjur og minnumst afa með virðingu og þökk. Þórarinn Ingi, Jón Helgi, Heiða Björk og Inga. Heiðursmaður er fallinn frá. Þórarinn Halldórsson hafði um skeið verið ferðbúinn og ótt- aðist í engu þau vistaskipti sem biðu. Hann var sáttur við lífið og sitt ævistarf og talaði um það í okkar síðasta samtali að þetta væri orðið gott. Þórarinn eða Tóti, eins og við nefndum hann flest, var glaðlyndur og góðgjarn maður. Hann var ákveðinn með sterka skaphöfn og vildi hafa lífið í föstum og öruggum skorðum. Hann var aldrei maður mikilla breytinga eða umskipta. Það mátti stilla klukku eftir ferðum hans til og frá vinnu, því allt var nákvæmt í þeim efnum. Fáa hef ég þekkt sem hafa ver- ið jafn einlægir kaupfélags- menn og Þórarinn. Alla tíð tal- aði hann máli KEA sem lengst af var hans vinnuveitandi. Hann þjónaði sínu félagi af ein- lægni og dug og hann var tengdur ótrúlegum fjölda fólks vegna starfa sinna sem slát- urhússtjóri. Hann var bros- mildur og létt yfir honum en það fór ekki á milli mála ef honum líkaði ekki eitthvað eða fannst eitthvað ekki nógu vel gert. Enda þótt Þórarinn hafi ver- ið sjómaður á sínum yngri ár- um, þá finnst mér alla tíð að það hefði átt betur við hann að vera bóndi. Hann var líka með bústofn á Steinaflötum þar sem hann bjó með fjölskyldu sinni til fjölda ára, frístundabóndi sem hugsaði vel um sitt fé og lagði alúð í alla umönnun þess. Þórarinn og Elín kona hans, Ella og Tóti, sem gjarnan voru nefnd bæði ef nafn annars bar á góma, höfðu um áratugaskeið verið í Kirkjukór Lögmanns- hlíðarsóknar og sinnt kirkju- starfinu af mikilli alúð og heil- indum. Nærvera þeirra var ekki vegna söngsins eins því kirkjan og boðskapur hennar skipti þau miklu máli. Við fundum það öll sem fengum að starfa með þeim í kirkjunni hve einlæg og trú þau voru og höfðu metnað fyrir öllu starfi kirkjunnar. Ella og Tóti voru alla tíð hluti af minni tilveru og mikill samgangur milli fjölskyldn- anna, Ella og faðir minn systk- inabörn og ég og Pétur sonur þeirra bekkjarbræður frá fermingu og samferða gegnum allt okkar nám og út í okkar starf. Ég vissi alla tíð að Ella og Tóti fylgdust vel með okkur og eftir að námi lauk og lífs- starfið tók við breyttist ekkert í þeirra umhyggju og eftir- fylgni. Þar skein í gegn þessi eig- inleiki Þórarins að vera trygg- ur öllum sínum og láta sig varða líðan og afkomu þeirra sem voru í hans vina og ætt- mennahópi. Það var gæfa og lán að fá að ganga lífsveginn í hans nálægð og finna að hann var hvetjandi og metnaðarfull- ur um framgang allra sinna. Frænku minni, Ellu, sendi ég hlýjar kveðjur sem og Anítu, Jóni Helga, Ernu, Ingu og þeirra fjölskyldum. Guð blessi minningu Þórar- ins, sem nú ferðast glaður og þakklátur til þess fyrirheitis sem Guð einn megnar að gefa. Pálmi Matthíasson. Ég hitti Þórarin, fyrrverandi tengdaföður minn, fyrst vorið 1981 í Reykjavík. Ég man það eins og það hefði gerst í gær hvað ég var stressuð yfir því að hitta tilvonandi tengdaforeldra mína í fyrsta sinni. Við hitt- umst á Hjarðarhaganum og borðuðum mjólkurgraut í há- deginu á laugardegi þetta vor. Mér hefur alltaf síðan fundist hálfskondið hvað ég hafði mikl- ar áhyggjur fyrirfram því allt gekk þetta að sjálfsögðu vel. Kynni okkar Þórarins urðu ekki mikil fyrr en litla fjöl- skyldan mín flutti norður til Dalvíkur 1984. Þegar ég flutti norður í land, tuttugu og fjög- urra ára gömul, langt frá fjöl- skyldu minni að mér fannst, þá urðu Þórarinn og Elín tengda- foreldrar mínir, foreldrar mínir á Norðurlandi. Fyrir það er ég afar þakklát. Ég gat alltaf leit- að til þeirra ef á þurfti að halda. Gott var að koma í Helgamagrastræti og þangað voru drengirnir mínir alltaf meira en velkomnir. Þegar far- ið var í innkaupa- eða skemmti- ferð til Akureyrar áttu þeir af- drep hjá afa og ömmu. Afi byggði með þeim snjóhús, lét þá hjálpa sér að slá blettinn og spilaði krikket við þá. Svo spil- aði hann við þá ólsen og fleira ásamt því að kenna þeim mann- ganginn og auðvitað sá amma um veitingar á milli þess sem hún lék líka við drengina. Afi lagði drengjunum líka lífsregl- urnar, eða eins og einn þeirra sagði: afi var duglegur að kenna okkur lífsgildin. Ég á margar góðar minningar úr Helgamagrastræti þar sem var unað við leik og spjall. Þór- arinn var traustur maður sem sá vel um sína. Við ræddum stundum málin og þó við vær- um ekki alltaf sammála bárum við að sjálfsögðu virðingu fyrir skoðunum hvort annars. Þór- arinn fylgdist alltaf með hvað við tókum okkur fyrir hendur, vildi fylgjast vel með okkur öll- um og gaf góð ráð þegar það átti við. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem ég og mínir fengum að njóta í samskiptum við Þórarin. Ég votta þér, kæra Elín, og allri fjölskyldunni mína dýpstu sam- úð. Kær kveðja, Margrét Einarsdóttir. Þórarinn Snæland Halldórsson ✝ Hallbjörn PéturBenjamínsson, trésmiður, áður bú- settur að Skóla- braut 10 á Seltjarn- arnesi, fæddist 5. desember 1928 í Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd. Hann lést 4. júní 2016 á Droplaug- arstöðum. Foreldrar hans voru Þuríður Ingibjörg Hall- grímsdóttir og Benjamín Hall- dórsson. Systkini Hallbjörns voru: Soffía Guðrún, Ari, Magn- ús, Guðrún, Ingvar Bjarni, auk þess átti Hallbjörn tvö systkini sem létust í barnæsku. Á unglingsárum starfaði Hallbjörn við heyskap, í frystihúsi, í vega- vinnu og við brúar- smíði. Hann hóf húsasmíðanám 17 ára gamall hjá Guð- jóni Jónssyni, Grettisgötu 31 í Reykjavík, og lauk því námi fjórum ár- um síðar. Hann vann eftir það við smíðar í Reykjavík og í Noregi meðan heilsan leyfði. Útför Hallbjörns fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 15. júní 2016, og hefst athöfnin klukkan 15. Kæri mágur. Hún er orðin löng vegferð okk- ar saman gegnum lífið. Nú eru liðin 70 ár síðan leiðir okkar Ara lágu saman og fljótlega eftir það fékk ég líka að kynnast þér. Og þótt mislangt hafi verið milli sam- verustunda og þeim fækkað þeg- ar við vorum bæði komin á háan aldur, þá voru líka tímabil sem við umgengumst mikið. Fyrir það er ég þakklát. Eitt slíkt tímabil var þegar þú bjóst hjá okkur Ara um nokkurra mánaða skeið. Þá gekk ég með þriðja barn okkar Ara, hana Ingu. Þú lærðir húsasmíði og varst ný- kominn heim úr námi í Svíþjóð 29 ára gamall og vantaði samastað tímabundið. Þú varst mjög hænd- ur að Ara og ég man að þið sátuð oft saman á kvöldin og áttuð löng og góð samtöl. Það fylgdi þér svo róleg og góð nærvera, þetta ljúfa fas sem einkenndi ykkur systk- inin öll. Það voru líka miklar gleði- stundir þegar við hittumst öll saman árlega, þið systkinin og mágar mínir og mágkonur. Þú varst líka í essinu þínu í jólaboð- um, fermingarveislum og öðrum hátíðlegum stundum í fjölskyld- unni. Í þá daga var alltaf teflt og í skákinni sómdir þú þér vel. Alltaf jafn hæglátur, en yfirbragðið hlýtt, prúðmannlegt og fallegt. Það varð þitt hlutskipti í þess- ari jarðvist að kljást við geðfötl- un. Þú tókst á við hana með mik- illi reisn. Eftir að þú fluttir heimili þitt á vistheimilið Bjarg á Sel- tjarnarnesi litum við Ari reglu- lega inn hjá þér. Það var alltaf jafn gott að koma til þín. Hvíldu í friði, elsku Halli okk- ar. Þakka þér fyrir samfylgdina í gegnum lífið. Börnin mín biðja líka fyrir hinstu kveðju til þín. Þín verður alla tíð minnst fyrir þína miklu og fallegu mannkosti sem eru sómi hvers manns. Sigríður Ólafsdóttir í Hafnarfirði. Fallinn er frá kær frændi minn, Halli. Hann kveður síðast- ur systkina sinna sem eru öll hluti af mínum bernskuminningum, ásamt foreldrum sínum, afa mín- um og ömmu. Ég vil þakka frænda mínum samfylgdina í gegnum tíðina. Nú ertu laus við allar þjáningar og ég veit að afi, amma og öll systkini þín taka vel á móti þér. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson) Blessuð sé minning þín. Elín Guðmundsdóttir. Hallbjörn Pétur Benjamínsson verður borinn til hinstu hvílu í dag. Hann Halli frændi, eins og hann hefur alla tíð heitið í mínum huga. Föðurbróðir minn, yngstur systkinanna frá Stóra-Knarrar- nesi á Vatnsleysuströnd og síð- astur þeirra til að kveðja þessa jarðvist. Samverustundir okkar voru ekki margar en þó hefur hann á einhvern hátt alltaf átt sitt rými í huga mér og hjarta. Ef til vill vegna þeirrar hlýju og rólegu nærveru sem einkenndi hann – og minnir mig svo mjög á pabba minn. Nærveru sem í senn lýsir upp þær vistarverur sem hann dvelur í og yljar þeim sem í kring- um hann eru. Sem öll börn og allt fólk finnur fyrir og laðast að, ómeðvitað og án þess að reyna að setja nokkur orð á. Fermingarveislan mín er ein þeirra minninga sem lifna við þegar ég lít til baka. Allt þetta „gamla fólk“ sem ég vissi deili á en þekkti takmarkað. Og var of feimin til að tala við. Kynnast af eigin raun. Halli frændi einn þeirra. Og þegar ég reikna út ald- urinn núna átta ég mig á að hann var áratug yngri en ég er sjálf núna. Svona er aldurinn afstæður – og andlegur skyldleiki sömuleið- is. Því alla tíð hef ég fundið fyrir órjúfanlegri og óútskýranlegri tengingu við þennan ljúfa og fal- lega frænda minn. Jafnvel þótt lönd og höf væru á milli okkar. En hjartað fer sínar eigin leiðir ef maður veitir því heimild til þess. Það ratar á sína staði. Það ratar heim. Öll hljótum við okkar verkefni í þessum litla depli í eilífðinni sem jarðvistin er. Einföld og erfið, léttvæg og veigamikil, upplyft- andi og íþyngjandi. Oftar en ekki höfum við ekki val um annað en hvernig við umgöngumst þau, hvernig við bregðumst við þeim. Á herðar Halla frænda lagði lífið geðfötlun sem hann, í sinni aðdá- unarverðu ró, lærði að lifa í sátt við. Í auðmjúkri reisn. Virðingar- verðri fegurð. Ó, að við gætum öll lært af honum. Ég sé Halla frænda minn fyrir mér á þessum kveðjudegi, umluk- inn faðmi foreldra sinna, systkina og frændgarðs, við varðeld eilífð- arinnar. Og hjarta mitt minnist, syrgir og gleðst. Fari heil á vit ljóssins falleg sál Halla. Draumey Aradóttir. Þannig stendur á kynnum okk- ar Hallbjarnar, að við höfum báð- ir, vegna orkuskerðingar og heilsubrests af völdum veikinda, búið á vistheimilinu Bjargi á Sel- tjarnarnesi. Hann dvaldist að vísu á hjúkrunarheimili síðustu mán- uðina. Við lát hans langar mig að þakka honum trygga vináttu. Um feril hans á yngri árum veit ég þó að hann vann m.a. við brúargerð við erfið skilyrði, sagði það hafa fengið nokkuð á sig. Hann hneigðist snemma til ljóð- listar og myndlistar. Nokkur kvæðakver gaf hann út á eigin kostnað. Hann málaði með olíu- litum litríkar og oft ævintýraleg- ar myndir. Hófsamur var hann og lifði að ýmsu leyti „í gamla tímanum“, kaus fremur að búa í tveggja manna herbergi fremur en ein- býli. Ytri kröfur gerði hann litlar. Gildismat hans var af öðrum toga. Hallbjörn var laglegur og myndarlegur á velli, hressilegur í framkomu, glettinn á hógværan hátt, greiðvikinn, háttvís og virt- ur af öllum. Auk listsköpunar og lesturs, tók hann til hendi við ým- is húsverk. Hann stýrði „borgara- fundum“ hússins eða var ritari. Hann stundaði áður sund, en göngur framundir það síðasta. Í einni sinna allra síðustu göngu- ferða langaði hann að líta inn í hina veglegu kirkju hér á Nesinu. Þar stóð þá yfir helgiathöfn. Svo fallegt, bjart og hátíðlegt fannst honum þar um að litast, að sjálft himnaríki gæti verið fullsæmt að. Hann gat ei orða bundist og mælti stundarhátt upp yfir söfn- uðinn: „Nú hlýt ég þá að vera dá- inn.“ Við þessa óvenjulegu yfir- lýsingu hins óvænta gests sló nokkru felmtri á mannskapinn, en allt fór þetta vel. Engan stóð til að styggja, en okkur sem þekkt- um Hallbjörn, fannst atvikið spaugilegt og honum líkt. Hann var mætur maður eins og allir er hér hafa búið, sáttur við lífið og æðrulaus, þó svo að byr hafi ekki alltaf verið honum hag- stæður. Nú er skarð fyrir skildi. Fullviss er ég þess, að svo mun öllum finnast hér á Bjargi. Virkan þátt átti hann í hinni þægilegu stemningu sem hér ríkir þrátt fyrir allt sem annars gengur á. Ég er honum einkar þakklátur fyrir samfylgdina, og vanda- mönnum hans votta ég einlæga hluttekningu. Guðmundur Brynjólfsson. Hallbjörn Pétur Benjamínsson HINSTA KVEÐJA Kæri mágur, Þú varst hraustur, þjáning alla þoldir þú og barst þig vel, vildir aldrei, aldrei falla: Uppréttan þig nísti hel. Þú varst sterkur, hreinn í hjarta, hirtir ei um skrum og prjál; aldrei náði illskan svarta ata þína sterku sál. (Matthías Jochumsson) Erla Ragnarsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.