Morgunblaðið - 15.06.2016, Side 22

Morgunblaðið - 15.06.2016, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 ✝ Ólöf HelgaSveinsdóttir fæddist í Reykja- vík 17.október 1935. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þann 7. júní 2016. Ólöf var dóttir hjónanna Hólm- fríðar J. Þor- björnsdóttur, f. 16. febrúar 1915, d. 3. júní 1999, og Sveins Óskars Ólafssonar, f. 26. mars 1913, d. 21. maí 1995. Uppeldissystir Ólafar er Jófríður Ragnarsdóttir, f. 1943. Ólöf giftist Stefáni Stefáns- syni, f. 9. janúar 1936, þann 13. apríl 1957. Hann er sonur Árnýjar Jónu Pálsdóttur, f. 12. janúar 1907, d. 27. júlí 1987, og Stefáns Íslandi, f. 6. októ- ber 1907, d. 1. janúar 1993. Ólöf og Stefán bjuggu fyrstu hjúskaparárin sín að Hjalla- vegi 14, Reykjavík þar til þau fluttu í Kópavog árið 1957. Ár- Guðjón Backmann eiga þrjú börn: a) Þórhildi Kristínu, f. 1985, og á hún einn son, b) Bjarni, f. 1993, og c) Hjördís, f. 1993. 4) Hanna Dóra, f. 1961, og á hún eina dóttur, Hólmfríði Jóhönnu, f. 1988, og á hún einn son. 5) Árný Jóna, f. 1966, hún á þrjú börn með sambýlismanni sínum, Loga Dýrfjörð. Þau eru: a) Arna, f. 1992, b) Óskar Páll, f. 1996, og c) Íris Ösp, f. 1998. 6) Hólmar Þór, f. 1967, hann eignaðist fjögur börn með fyrri konu sinni, Þóru Viðars- dóttur. Þau eru: a) Jóna Dóra, f. 1994, b) Viðar Magnús, f. 14. apríl 1995, d. 15. apríl 1995, c) Adda Margrét, f. 1996, og d) Stefán Óskar, f. 2000. Ólöf lauk hefðbundinni skólagöngu. Móðurfólk Ólafar er úr Melasveitinni í Borgar- firði og föðurfólkið úr Fljóts- hlíðinni. Ólöf var stærstan hluta ævi sinnar húsmóðir en rak ljósritunarstofuna Festu í Kópavogi um nokkurra ára skeið. Uppeldi barnanna var henni afar hugleikið og var það hennar eigin ósk að vera heima og sinna þeim. Útför Ólafar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 15. júní 2016, klukkan 13. ið 1959 byggðu þau hús með for- eldrum Ólafar að Lyngbrekku 7, Kópavogi. Ólöf og Stefán eignuðust sex börn, en þau eru: 1) Stefán Ósk- ar, f. 21. júlí 1955, d. 23. desember 1999. Hann og kona hans, Mar- grét Elín Ragn- heiðardóttir, eignuðust þrjá syni: a) Stefán Helgi, f. 1973, en hann á tvö börn, b) Arnar, f. 1982, og c) Brynjar, f. 1985, hann á tvo syni og einn stjúp- son. 2) Þorbjörn Helgi, f. 8. janúar 1957, á hann þrjú börn og eina stjúpdóttur með fyrri konu sinni, Kristínu Einars- dóttur. Þau eru: a) Una, stjúp- dóttir, f. 1975, hún á tvo syni, b) Ólöf Helga, f. 1977, hún á þrjú börn, c) Sædís, f. 1983 og á hún þrjú börn, og d) Sveinn Óskar, f. 1985 og á hann eina dóttur. 3) Kristín Anna, f. 1959, hún og maður hennar Elsku mamma mín, ótrúlegt en satt, þá ertu komin í draumalandið góða og hefur örugglega hitt alla englana þína. Ég hefði ekki getað verið heppnari með móður því þú kunnir allt, gast allt, og leið- beindir af þinni alkunnu þol- inmæði og yfirvegun. Þegar ég byrjaði minn búskap þá varst þú alltaf á hliðarlínunni. Allar ráðleggingarnar um blóma- rækt, bakstur, uppeldi, og svo má ekki gleyma að þú varst gangandi alfræðibók um ætt- fræði (oft hristi ég höfuðið yfir öllum skyldmennum okkar). Krakkarnir mínir fengu að njóta þinnar hlýju, þau fengu að vera hjá þér fyrstu þroska- árin áður en þau komust að á leikskóla og þau hafa alltaf haldið mikið upp á þig (oft kom ég með þau steinsofandi á morgnana). Þú varst einstak- lega dugleg að bralla ýmislegt með þeim og þau sóttu mikið í að vera hjá ykkur pabba, sér í lagi uppi á Mýrum og síðan í Fljótshlíðinni. Þér fannst alveg einstaklega gaman að prakkarastrikum krakkanna og þegar þú sagðir frá þá hlóst þú manna hæst enda alltaf gleði og kátína í kringum þig. Einkum þegar sú yngsta mín sagði: „Amma ég var ekki týnd, ég vissi alveg hvar ég var.“ Þú kenndir krökkunum söngtexta og söngst mikið með þeim. Ég veit ekki hvernig ég get þakkað þér fyrir allt, því þú áttir stóran þátt í að gera þau að þeim flottu einstaklingum sem þau eru í dag. Ég mun verða með blómstr- andi daga í hlíðinni fögru með pabba, því það var sumarplanið okkar tveggja. Alltaf þegar ég sé falleg blóm þá mun ég minn- ast þín. Ég kveð þig með miklum söknuði og minningin þín lifir svo sannarlega. Þín dóttir, Árný Jóna. Hve sárt ég sakna þín, ég sit við legstein þinn og hugsa um horfna tíð, hjartans vinur minn. Sú sannreynd sturlar mig, að við sjáumst aldrei meir. Þú gafst mér nýja sál, sál sem eitt sinn deyr. Ó, hve sár er dauði þinn, þú varst eini vinur minn. Einn ég stari í sortann inn, með sorgardögg á kinn. (Sverrir Stormsker) Texti þessi segir allt um það hvernig mér líður þessa dag- ana, því nú hef ég ekki bara misst móður heldur líka minn besta vin. Mamma lést á gjör- gæsludeild Landspítalans þann 7. júní síðastliðinn eftir skamma sjúkrahúslegu. Mamma og pabbi voru eins og foreldrar dóttur minnar, henn- ar Hólmfríðar, frá fæðingu. Þau pössuðu hana þegar ég var að vinna og mamma fræddi hana um ættina eins og henni var einni lagið. Oft sagði ég við mömmu að Hólmfríður væri eins og örverpið þeirra pabba og það þótti henni vænt um að heyra. Svo þegar Hólmfríður eignaðist son sinn þá passaði mamma hann líka ásamt pabba, nánast alveg þar til þau fluttu til Noregs. Mamma mátti ekk- ert aumt sjá, hún var alltaf boðin og búin til að bjóða fram aðstoð sína, hún passaði barna- börn sín eins og þau væru hennar eigin. Mamma elskaði að vera í sumarbústaðnum sínum og pabba, hvort sem það var í Hveragerði, Mýrum í Borgar- firði eða nú seinast í Fljótshlíð- inni, hún gróðursetti mjög mik- ið af alls konar plöntum, bæði blómum og ýmsum trjátegund- um. Við mamma fórum nokkrar ferðir saman innanlands sem og utan með eða án dóttur minnar og oft höfum við rætt um hversu skemmtilegar þess- ar ferðir voru. Við fórum til Ír- lands, Spánar, Hríseyjar, ísumarbústað í Grímsnesinu og fleiri staða og alveg yndislegar minningar sem ég á frá þessum ferðum. Eftir að Hólmfríður flutti til Noregs þá fóruð þið pabbi þrisvar sinnum í heimsókn til hennar með mér og áttum við frábærar stundir saman. Ef ég var ekki að vinna á sambýlinu á kvöldin þá hringd- ir þú í mig og bauðst mér í mat sem var vel þegið. Einhverju sinni hringdir þú og sagðir: Það verður fiskur í kvöld, kem- ur þú ekki í mat? Þá sagði ég: Mamma, ég borða fisk tvisvar í viku á sambýlinu og svo tvisv- ar í viku hjá þér, ég held að það séu farnir að vaxa á mig uggar. Þá sagðir þú að ég yrði að láta hana hafa matseðilinn á sambýlinu svo hún gæti haft eitthvað annað í matinn handa mér. Þetta lýsir henni svo vel því hún var til í að breyta öll- um sínum plönum bara til að þóknast öðrum. Ég á eftir að sakna þín alveg óendanlega mikið því þú varst svo sann- arlega minn allra besti vinur og mamma sem ég gat eignast. Ég gat aldrei borgað þér allt til baka það sem þú gerðir fyr- ir mig. Ég veit að það hafa orðið fagnaðarfundir þegar þú hittir Fríðu ömmu, Óskar afa, Öddu ömmu og Stefán bróður og að nú líður þér vel. Ó, hve sárt ég sakna þín. Þín dóttir, Hanna Dóra. Seinni partinn í maí 1995 skrifaði ég minningargrein um Svein Óskar Ólafsson, hún var á þá leið að hann hefði öllum stundum haft hugann við sum- arbústaðinn sem hann var þá búinn að byggja fyrir sig og fjölskyldu sína í Fljótshlíðinni. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, dóttir Sveins og tengdamóðir mín Ólöf og maðurinn hennar Stefán tóku við landinu í Fljótshlíð að Sveini gengnum. Ég og fjölskyldan mín fór- um þangað öllum stundum í heimsóknir og vinnuferðir til ömmu og afa barnanna. Og þaðan eigum við endalausar minningar um Ólöfu og þá sér- staklega börnin okkar.Það var aldrei svo að við kæmum ekki þangað án þess að krakkarnir hlökkuðu mikið til að hitta ömmu, hún tók alltaf vel á móti okkur og var heill visku- brunnur um allt lífið í sveit- inni. Það eru ekki nema nokkr- ar vikur síðan við vorum að skipuleggja eina ferðina enn í Fljótshlíðina en það var draumur Ólafar að setja niður mikið af litríkum og fallegum blómum því hún ætlaði að eyða mestum parti sumarsins þar og njóta þess að fá til sín gesti og gangandi og hlúa að gróðr- inum. Öll börnin okkar urðu þeirr- ar gæfu aðnjótandi að vera fyrstu ár ævi sinnar í pössun hjá ömmu í Lyngbrekku og mynduðu við hana tengsl sem voru alveg einstök. Þau báru fyrir henni mikla virðingu en samt var hún alltaf sami púk- inn þegar kom að leik og það breyttist ekkert þó börnin full- orðnuðust, það var alltaf stutt í hlátrasköllin. Og núna seinni árin hefur hún verið óþreyt- andi að segja krökkunum sög- ur af þeim sjálfum þegar þau voru lítil. Arna fékk að smíða með afa, Óskar var alltaf að fara í rannsóknarferðir um hverfið og Íris átti það til að týnast úti án þess að týnast og svo var hlegið að öllu saman. Stefán minn, við viljum votta þér okkar dýpstu samúð í sorg þinni. Megi Guð geyma minn- inguna um ástvin þinn og eig- inkonu. Logi Dýrfjörð. Það er erfitt að trúa því að elsku amma okkar sé látin. Það var alltaf líf og fjör í kring um hana Ólöfu ömmu sem kunni sko að njóta lífsins. Það eru margar minningar sem hafa komið upp í hugann síðustu daga. Sleikjóarnir sem hún átti í kílóatali inní skáp eft- ir Spánarferðirnar til La Mar- ina. Lúpínurnar sem við krakk- arnir fengum að eyðileggja í Fljótshlíðinni. Skötuveislurnar á Þorláksmessu. Öll jólaboðin og svo síðustu tvenn áramót þar sem við fengum að njóta nærveru hennar. Sterkustu minningarnar eru þó úr Fljótshlíðinni, því þegar við lokum augunum og hugsum um ömmu, sjáum við hana brosandi á pallinum í litla bú- staðnum í Fljótshlíðinni. Bæði þar og í bústaðnum á Mýrum, bjuggum við til svo ótalmargar minningar sem við munum allt- af geyma í hjörtum okkar. Hún kenndi okkur gamla siði sem eru svo dýrmætir. Að taka slátur, steikja flatkökur og kleinur og svo margt fleira. Ólöf amma hefur sett svip sinn á líf okkar allra og skilur eftir skarð sem verður aldrei aftur fyllt. Við kveðjum þig, elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu, góði guð, í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo, amma, sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Það eru forréttindi að hafa átt jafn frábæra, skemmtilega, duglega, hlýja, yndislega og góðhjartaða konu eins og þig fyrir ömmu. Þú munt alltaf eiga stað í hjörtum okkar. Þín barnabörn Arna Dýrfjörð, Óskar Páll Dýrfjörð og Íris Ösp Dýrfjörð. Þér fannst ekkert meira við hæfi en að hella upp á gott kaffi, amma mín, og drekka það úr glasi, ekki bolla, þegar kom að því að setjast niður og skrifa. Kaffi var nú alveg nauð- synlegt þegar við hittumst enda fannst þér svo notalegt að hafa einhvern til að sötra það með. Eftir að við Hólmar litli fluttum til Noregs létum við það duga að spjalla í símann um allt milli himins og jarðar, og kom oftar en ekki fyrir að þú bauðst mér upp á bolla hin- um megin við hafið. Orð fá því ekki lýst hversu erfitt það er að vera svona langt í burtu á þessum erfiðu tímum. Þú ert ein af mínum helstu fyrirmyndum í lífinu og mér finnst þú eiga eftir að kenna mér svo margt og segja mér ennþá meira. Þegar ég hugsa til baka sé ég ekkert nema þakklæti. Ég er þakklát fyrir að hafa alist upp með þér og fyrir alla þá góðvild sem þú sýndir mér og mínum. Þú hefur átt stóran hlut í að gera mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Síðast en ekki síst er ég þakklát fyrir allar minningarn- ar sem þú skilur mig eftir með. Ég get ekki annað en brosað þegar ég hugsa til þess hvernig þú náðir, í 28 ár, að mismæla þig þegar þú talaðir við mig um afa, en þá sagðir þú alltaf: „Hann pabbi þinn…. æ, nei þú veist hvað ég meina.“ Ég hafði alltaf jafngaman af þessu og var löngu hætt að leiðrétta þig. Einnig stendur upp úr þegar við náðum að koma þér á óvart fyrir áttræðisafmælið þitt. Við Hólmar vorum með fiðrildi í maganum í margar vikur og töldum niður dagana. Var oft nálægt því að missa leyndar- málið út úr mér þegar við spjölluðum í símann og þú varst að segja mér frá und- irbúningnum. Þó svo að ég geti ekki tekið upp tólið þá spjalla ég við þig á hverjum degi og oft á dag, enda verður þú alltaf hjá mér. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna og hefur fengið hlýjar og góðar móttökur. Nú ertu komin í stúkusæti og átt senni- lega eftir að skemmta þér kon- unglega yfir vitleysunni í okkur hérna niðri. Elsku amma mín, þín er sárt saknað. Þín Hólmfríður. Fuglarnir syngja, grasið grænkar, sól skín á himni og allt iðar af lífi, vorið og sumarið var þinn uppáhaldsárstími og þú beiðst bara eftir að geta far- ið í sumarbústaðinn og njóta náttúrunnar. Þegar við hittumst fáum dögum fyrir aðgerðina vorum við búin að plana ýmislegt sem við ætluðum að gera í sumar. Kynni okkar hófust fyrir all- mörgum árum þegar mennirnir okkar voru að kenna í bíladeild- inni við Iðnskólann í Reykjavík. Gott félagsstarf var í þá daga í skólanum; jólagleði, árshátíðir og oft fóru kennarar saman í sumarbústaðaferðir að ógleymdum ferðunum í Þórs- mörk. Að keyra fram og til baka yfir Krossá á Lappanum ykkar var ógleymanlegt, sumir hræddir en öðrum fannst þetta spennandi. Söngur og gleði ein- kenndi þessar ferðir og þú með þinn heillandi hlátur varst hrókur alls fagnaðar. Ferðin í sumarhúsið til ykkar á Spáni þar sem þið Stefán tókuð á móti okkur Geira af mikilli gestrisni í fallega húsinu ykkar sem þið voruð búin að laga af mikilli smekkvísi. Stefán og Ólöf voru einkar samrýmd, ná- in hönd í hönd á ævinnar vegi, saman nutu þau tilverunnar heima eða í sumarbústaðnum. Margs er að minnast þegar horft er yfir farinn veg og væri hægt að telja upp svo margt. Nú ert þú fallinn frá og kom- inn á annan stað, við sjáum þig fyrir okkur í fallegri blóma- brekku í „sumarlandinu“ með gítarinn brosandi í fínu silkiföt- unum sem þú sagðir að allir fengju við komuna þangað. Við kveðjum góða vinkonu og þökkum samfylgdina. Þangað til næst, Birna og Þorgeir. Elsku vinkona, þessar ljóð- línur komu upp í huga minn við fráfall þitt. Blessuð sé minning þín. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður, kyssa blómið, hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Laufey Þorleifsdóttir. Ólöf Helga Sveinsdóttir Eiginkona mín, móðir, amma, tengdamóðir og tengdaamma, HALLDÓRA ELSA ERLENDSDÓTTIR, Arnarhrauni 3, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 4. júní. Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu, frá kapellunni í Hafnarfjarðarkirkjugarði, 14. júní 2016. . Sigurður Gunnarsson, Ólöf Elín Lind Sigurðardóttir, Karl Pálsson, Erlendur Halldór Durante, Þórey Ólöf Þorgilsdóttir. Okkar kæra ARNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR, Vöglum, Eyjafjarðarsveit, lést á heimili sínu þriðjudaginn 7. júní. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 20. júní klukkan 13.30. . Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Helga, Ólöf, Katrín, Ingunn, Jóhann og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.