Morgunblaðið - 15.06.2016, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016
Í dag er kvaddur
Arnfinnur Jónsson.
Fyrir hönd Skáta-
sambands Reykja-
víkur vil ég minnast hans með
nokkrum orðum. Arnfinnur
gekk ungur til liðs við skáta-
hreyfinguna og starfaði með
Landnemadeild Skátafélags
Reykjavíkur. Hann kom ungur
maður við sögu í merkilegum
kafla íslensku skátasögunnar,
þ.e. þegar verkefni hófust við að
sameina starfsemi kvenskáta og
drengjaskáta í Reykjavík. Slíkur
gjörningur þótti ekki sjálfsagður
í þá daga og var bæði viðkvæm-
ur og umdeildur en þróun sam-
félagsins og stækkun borgar-
lands Reykjavíkur þótti kalla á
skipulagsbreytingar í skátastarf-
inu. Niðurstaða þeirrar vinnu
var að stofnuð voru átta sjálf-
stæð skátafélög hvert í sínu
hverfi og voru þau fyrir stúlkur
jafnt sem drengi. Arnfinnur
Jónsson var í forystusveit við
þessa vinnu.
Hann sat í stjórn Skátafélags
Reykjavíkur (S.F.R.) þegar fé-
lagið var lagt niður hinn 26.
mars 1969 og var kjörinn í
stjórn Skátasambands Reykja-
víkur sama dag þar sem hann
starfaði um árabil. Arnfinnur
Jónsson hefur alla tíð verið mik-
ilvægur liðsmaður í starfi
Reykjavíkurskáta auk þess að
starfa í áratugi fyrir sitt gamla
skátafélag Landnema. Þá var
hann mjög ötull í starfi hjálpar-
og björgunarsveita skáta og sat
einnig í stjórn Bandalags ís-
lenskra skáta. Í skátahreyfing-
unni starfa ekki aðeins börn og
unglingar því að baki ungliða-
starfinu fer fram mikið og fórn-
fúst starf þar sem fjöldi fólks
kemur að. Þar lá Arnfinnur
Jónsson ekki á liði sínu.
Reykjavíkurskátar kveðja
Arnfinn Jónsson með virðingu
og þakklæti í huga.
Hrönn Þormóðsdóttir,
formaður Skátasambands
Reykjavíkur.
Skátafélagið Landnemar í
Reykjavík kveður nú öflugan
liðsmann og góðan dreng. Arn-
finnur Unnar Jónsson gerðist
skáti 1953 í Landnemasveit, inn-
Arnfinnur
Jónsson
✝ Arnfinnurfæddist 16.
mars 1942. Hann
andaðist 3. júní
2016.
Jarðarför Arn-
finns fór fram 13.
júní 2016.
an Skátafélags
Reykjavíkur en
hafði áður starfað
sem ylfingur í
Jómsvíkingum.
Hann og fimm jafn-
aldrar hans stofn-
uðu fljótlega skáta-
flokkinn Fálka,
flugu fljótt út í
skátaævintýrið og
drifu sig til fjalla.
Hellisheiðin var oft
vettvangurinn en síðan var hald-
ið lengra. Fálkar voru kröftugir
skátar sem urðu með auknum
þroska burðarásar í starfi Land-
nemadeildar. Arnfinnur Jónsson
vann öll foringjastörf í Land-
nemadeild á árunum 1956-1964,
frá flokksforingja til deildarfor-
ingja. Hann var kjörinn fyrsti fé-
lagsforingi skátafélagsins Land-
nema 1969 og sat sem slíkur til
1972. Arnfinnur var í mótsstjórn
fyrsta Landnemamótsins á Þing-
völlum 1959. Var eftir það valinn
í fjölda mótsstjórna, Landnema-
móta sem landsmóta skáta, oft
sem mótsstjóri.
Arnfinnur sat jafnframt í
stjórn Skátafélags Reykjavíkur
1964-1968 og Skátasambands
Reykjavíkur 1968-1972. Hann
var einnig kjörinn í stjórn BÍS
1971-1981 og var aðstoðarskáta-
höfðingi frá 1977. Auk þess
gegndi hann formennsku í Úlf-
ljótsvatnsráði og alþjóðaráði BÍS
og var erlendur bréfritari 1988-
1998. Hann sótti sitt fyrsta
skátamót erlendis í Blair Athol í
Skotlandi 1956 og var síðar far-
arstjóri íslenskra skátahópa á
fjölda skátamóta erlendis, m.a. á
50 ára afmælismót BSA í Valley
Forge í Bandaríkjunum árið
1964 og á þrjú alheimsmót,
Jamboree. Hér eru ótalin afar
drjúg störf Arnfinns í starfi
hjálparsveita skáta allt frá boð-
unarflokki Landnema innan
Hjálparsveitar skáta í Reykjavík
1958, til stjórnarstarfa í HSSR,
Landssambandi hjálparsveita
skáta LHS og Landsbjörgu,
landssambandi björgunarsveita
til 1999. Þá var Arnfinnur mjög
virkur í undirbúningi og fram-
kvæmd að Friðarráðstefnu skáta
sem haldin var í Hörpu 2014 og
átti ríkan þátt í hve vel tókst til.
Þótt ábyrgðarstörfum innan
hreyfingarinnar fækkaði, þá var
hann ætíð til taks og reiðubúinn
til verka.
Arnfinnur var góður skáti og
einstakur maður. Hann var öfl-
ugur liðsmaður í starfi Land-
nema og skátahreyfingarinnar
alla tíð og eru sporin hans víða.
Vinnulag hans var einstakt og
lærdómsríkt; – skipulag, virkni,
vinnugleði og vinátta.
Landnemar kveðja félaga
sinn með virktum og þökk.
Skátafélagið Landnemar,
Arnlaugur Guðmundsson,
félagsforingi.
Kveðja frá íslenskum
skátum
Arnfinnur U. Jónsson er far-
inn heim, farinn heim til skapara
síns. Hann gekk ungur til liðs
við skátahreyfinguna og var
virkur í starfi hennar allt til síð-
asta dags. Arnfinnur var öflugur
liðsmaður, yfirvegaður, mjög
vandvirkur og nákvæmur í öllu
því sem hann tók að sér. Hann
gegndi margvíslegum og fjöl-
breyttum trúnaðarstörfum fyrir
Bandalag íslenskra skáta. Sat
m.a. í stjórn BÍS á árunum 1971-
1981, þar af sem aðstoðarskáta-
höfðingi 1977-1981. Þá var hann
formaður alþjóðaráðs BÍS á ár-
unum 1988-1998. Sem slíkur
leiddi hann formennsku Íslands í
Samstarfsnefnd norrænu skáta-
bandalaganna á árunum 1994-
1997 og stýrði undirbúningi
Norræna Skátaþingsins á Ís-
landi 1997. Undanfarna mánuði
vann Arnfinnur af kappi að und-
irbúningi Heimsmóts róversk-
áta, World Scout Moot, sem
haldið verður á Íslandi sumarið
2017.
Íslenskir skátar sakna vinar í
stað og vil ég fyrir hönd stjórnar
Bandalags íslenskra skáta þakka
Arnfinni samfylgdina og óeigin-
gjörn störf í þágu skáta. Ástvin-
um færi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Þú ert skáti horfinn heim,
himinn, jörð, ber sorgarkeim.
Vinar saknar vinafjöld,
varðar þökkin ævikvöld.
Sérhver hefur minning mál,
við munum tjöld og varðeldsbál,
bjartan hug og brosin þín,
þau bera ljósið inn til mín.
Kveðjustundin helg og hlý,
hugum okkar ríkir í.
Skátaminning, skátaspor,
skilja eftir sól og vor.
(Hörður Zóphaníasson.)
Bragi Björnsson,
skátahöfðingi.
Það er stundum talað um ís-
lenskt björgunarsveitafólk sem
hetjur og orð eins og „hvar vær-
um við án þeirra“ og „þetta er
hinn íslenski her“ heyrast oft.
Vissulega geta Íslendingar allir
verið stoltir af björgunarsveit-
unum og því mikla starfi sem
þær vinna. Þó er það þannig að í
daglegri hraðferð nútímans vill
það stundum gleymast að allt
hefur sinn aðdraganda og sitt
upphaf. Björgunarsveitirnar
okkar, eins og við þekkjum þær
í dag, urðu ekki til svona allt í
einu heldur með þrotlausri hug-
sjón og sjálfboðastarfi þeirra
sem á undan fóru. Hugsjón sem
hefur skilað Slysavarnafélaginu
Landsbjörg á þann stað sem það
er í dag.
Einn þeirra sem gjörva hönd
lögðu á plóg í þeirri vegferð var
Arnfinnur Jónsson. Hans saga í
hjálparsveitarstarfinu nær aftur
til ársins 1958 þegar hann hafði
hlutverk í svokölluðum „boðun-
arflokki landnema“. Á næstu ár-
um sinnti hann mörgum trún-
aðarstörfum fyrir Hjálparsveit
skáta í Reykjavík, Landssam-
band Hjálparsveita skáta og síð-
ar fyrir Landsbjörg, landssam-
band björgunarsveita, sem varð
til með sameiningu Landssam-
bands hjálparsveita skáta og
landssambands flugbjörgunar-
sveita. Arnfinnur átti sæti í und-
irbúningsnefnd að stofnun sam-
einaðra samtaka og sat svo í
stjórn þeirra til ársins 1995.
Landsbjörg sameinaðist svo
Slysavarnafélagi Íslands árið
1999 og til varð Slysavarnafélag-
ið Landsbjörg.
Uppbygging slysavarna- og
björgunarstarf á sér nær 90 ára
sögu og þeirri vegferð hafa
margar vörður verið hlaðnar.
Ekki verður litið hjá því að oft
hljóp mönnum kapp í kinn og
stundum urðu björgunaraðgerð-
ir kapphlaup á milli þeirra sam-
taka sem þá sinntu leit og björg-
un. Það var því mikið gæfuspor
þegar til urðu ein heildarsamtök
með stofnun Slysavarnafélagsins
Landsbjargar. Til þess að svo
gæti farið þurfti öfluga braut-
ryðjendur, eins og Arnfinn, sem
höfðu fulla trú á verkefninu og
höfðu þá sýn að sameinuð stæð-
um við stærri og sterkari og bet-
ur undir það búin að takast á við
óblíð náttúruöflin með það að
markmiði að allir kæmust heilir
heim.
Arnfinnur var alltaf boðinn og
búinn að leggja sitt af mörkum
þegar kom að félagsstarfinu og
taldi ekkert eftir sér í því. Að
leiðarlokum er vert að þakka
sérstaklega fyrir áratuga langt
og óeigingjarnt starf hans í þágu
björgunarsveitanna. Það eru
ekki margir sem staðið hafa
vaktina í félagsmálum okkar
eins lengi og dyggilega.
Slysavarnafélagið Landsbjörg
kveður Arnfinn Jónsson með
virðingu og þökk og vottar fjöl-
skyldu og vinum öllum dýpstu
samúð.
Smári Sigurðsson formaður.
Kveðja frá
hjálparsveitarfélögum
Vinur og félagi í meira en
hálfa öld er fallinn frá – farinn
heim. Því fylgir hvoru tveggja
söknuður og hryggð. Arnfinnur
Unnar Jónsson var óvenju heil-
steyptur og traustur maður. Til
hans var ávallt hægt að leita
kæmu upp vafa- eða vandamál.
Hann var reiðubúinn til hjálpar
hvar og hvenær sem var. Það
var mikill fengur í því fyrir
Hjálparsveit skáta að fá Arnfinn
til starfa. Reynsla hans, ein-
lægni og dugnaður voru ómet-
anleg. Í útköllum hjálparsveit-
arinnar var hann ávallt meðal
fyrstu manna á vettvang.
Segja má að ævistarf Arn-
finns hafi falist í því að stjórna,
skipuleggja og fylgja eftir mál-
um. Í því var hann býsna góður.
Nánast aldrei sá ég hann bregða
skapi og hann hafði einstakt lag
á því að tala við fólk. Ef honum
mislíkaði gat hann verið ákveð-
inn og hann var snillingur í að
tala fólk til án þess að niður-
lægja viðkomandi eða gera illt
verra. Ég varð sjálfur fyrir því
að fá tiltal hjá honum í fáein
skipti þegar honum fannst of
langt gengið. Fyrir það var ég
ávallt þakklátur.
Starfsferill Arnfinns innan
Hjálparsveitar skáta í Reykjavík
og síðar Landssambands hjálp-
arsveita skáta var einstakur. Þar
gegndi hann flestum trúnaðar-
störfum. Hann var oft fulltrúi
samtakanna í samskiptum við
önnur félög og stofnanir, svo
sem Almannavarnir ríkisins. Um
árabil var hann vaktstjóri í
framkvæmdastjórn stjórnstöðv-
ar almannavarna. Arnfinnur
hafði einlægan áhuga á sam-
starfi björgunarsamtakanna.
Hann átti góðan þátt í samein-
ingu þeirra í eitt félag, Lands-
björg, þar sem hann sat í stjórn
um árabil.
Þótt Arnfinnur virtist alvöru-
gefinn og formlegur við fyrstu
kynni bjó að baki ágæt kímni og
góður húmor. Hann var einstak-
lega þægilegur og skemmtilegur
í viðmóti, góður ferðafélagi og
einstakur vinur. Að kynnast
Arnfinni voru mikil forréttindi.
Þó að allir viti að dauðinn sé það
eina sem öruggt er í lífinu, var
erfitt að sætta sig við að Arn-
finnur væri að fara. Við hefðum
öll viljað njóta samskipta við
hann miklu lengur.
Tryggvi P. Friðriksson.
Góður vinur og samstarfs-
maður, Arnfinnur Unnar Jóns-
son, er látinn. Ég kynntist Arn-
finni árið 2002 þegar ég hóf störf
hjá Reykjavíkurborg en Arn-
finnur var þá skólastjóri Vinnu-
skóla Reykjavíkur. Ég man að
Arnfinnur var aðeins var um sig
gagnvart þessari konu sem birt-
ist þarna skyndilega eftir langa
dvöl í Bandaríkjunum og átti nú
að stýra nýrri stofnun á vegum
borgarinnar, Umhverfis- og heil-
brigðisstofu Reykjavíkurborgar,
þar sem Vinnuskólinn átti meðal
annars að falla undir. Við Arn-
finnur náðum þó fljótt mjög vel
saman enda lögðum við bæði
mikinn metnað okkar við Vinnu-
skólann og það mikilvæga starf
sem þar fór fram. Arnfinnur átti
líka eftir að njóta þess að vinna
á stærri vinnustað enda mikil fé-
lagsvera og naut þess að vera
innan um fólk og vinna með
fólki. Arnfinnur naut mikils
trausts á vinnustaðnum og sam-
starfsmenn leituðu til hans um
ráðgjöf og leiðbeiningar í fjöl-
breyttum málum. Árið 2005 urðu
aftur breytingar á starfsum-
hverfi okkar þannig að við þurft-
um að svipast um eftir starfs-
mannastjóra. Við þurftum þó
ekki að leita langt yfir skammt
því í okkar röðum reyndist vera
fyrirmyndarstjórnandi sem var
reiðubúinn að taka að sér nýtt
verkefni. Það var Arnfinnur sem
tók þá við starfi starfsmanna-
stjóra Umhverfissviðs Reykja-
víkurborgar, þá 63 ára gamall.
Arnfinnur gegndi því starfi far-
sællega í 5 ár uns hann lét af
störfum árið 2010.
Arnfinnur var fagmaður fram
í fingurgóma. Hann lagði metn-
að í öll verkefni bæði stór sem
smá og þegar hann tók að sér
verkefni var óhætt að treysta
því að það væri í góðum farvegi;
yrði skoðað frá öllum hliðum og
engir lausir endar skildir eftir.
Arnfinnur hafði líka sérstakt
auga með þeim sem minna
máttu sín og þurftu aukinn
stuðning við vinnu sína. Hann
lagði sig fram um að nemendur
Vinnuskólans gætu allir fengið
verkefni við sitt hæfi.
Fyrir skömmu boðaði Arn-
finnur mig á sinn fund. Ég vissi
að hann var orðinn veikburða og
fannst mér heiður sýndur að fá
slíkt heimboð. Ég heimsótti
hann hinn 25. maí síðastliðinn,
staldraði við hjá honum í um
tvær klukkustundir þar sem
okkur gafst færi á að rifja upp
góðar stundir og kveðjast.
Andlát Arnfinns, hinn 3. júní
síðastliðinn, kom mér því ekki á
óvart og mér fannst dánardagur
hans vera mjög í þeim anda sem
hann gæti hafa óskað sér; að
kveðja á einstaklega fallegum
sólríkum sumardegi og hverfa
inn í birtuna – allt frágengið,
engir lausir endar.
Ég er þakklát Arnfinni fyrir
afskaplega góða og og gefandi
samvinnu og samveru á liðnum
árum og þakka honum sérstak-
lega fyrir þá umhyggju og alúð
sem hann lagði í öll sín verk.
Ég votta fjölskyldu Arnfinns
og vinum, sem hafa staðið þétt
við bakið á honum í veikindum
hans, einlæga samúð mína.
Blessuð sé minning Arnfinns
Unnars Jónssonar.
Ellý Katrín
Guðmundsdóttir.
Smáauglýsingar
Bækur
Bækur til sölu
Dalamenn 1-3, Strandamenn,
Vestur-Skaftafellingar 1-4,
Svarfdælingar 1-2, Bólstaðir
og búendur í Stokkseyrarhreppi,
Saga Hraunhverfis á Eyrarbakka,
Stokkseyringasaga 1-2, Ættir
Austfirðinga 1-9, Jarða- og
búendatal í Skagafjarðarsýslu
1781-1958, Fremrahálsætt 1-2,
MA stúdentar 1-5, Kollsvíkurætt,
Krossaætt 1-2. Allt góð eintök.
Upplýsingar í síma
898 9475.
Íslensk bygging
Íslensk bygging brautryðjenda-
starf Guðjóns Samúelssonar.
Jónas Jónasson og Benedikt
Gröndal 1957, sem ný. Tilboð.
Upplýsingar í síma
898 9475.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Verslun
YRSA, VEGLEGT OG MJÖG
VANDAÐ ARMBANDSÚR
YRSA Reykjavík er sjálfvinda með 2ja
ára ábyrgð, á frábæru verði, 48.700
kr. Frí áletrun í júní. Póstsendum.
ERNA, Skipholti 3,
sími 552 0775,
nánar á: www.erna.is
- með morgunkaffinu
Ástkær eiginkona mín, móðir og
tengdamóðir,
FREYDÍS FANNBERGSDÓTTIR,
Vestmannaeyjum,
lést 13. júní á Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja.
.
Júlíus Sveinsson,
Sverrir Júlíusson, Steinunn Friðriksdóttir.
Elskulegur faðir minn, afi og bróðir,
JÓN HÓLM PÁLSSON,
Norðurgötu 5, Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
Siglufirði, 10. júní. Útför hans fer fram
laugardaginn 18. júní klukkan 11 í
Siglufjarðarkirkju.
.
Páll Ágúst Jónsson, Johanna Brahe,
Jón Hólm Pálsson, Veigar Jóhann Pálsson
og systkini.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja
mynd skal senda hana með æviá-
gripi í innsendikerfinu. Hafi
æviágrip þegar verið sent er ráð-
legt að senda myndina á netfang-
ið minning@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar