Morgunblaðið - 15.06.2016, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016
K
aren Inga Ólafsdóttir
fæddist 15. júní 1976 í
Vestmannaeyjum.
Hún ólst þar upp,
gekk í Hamarsskóla
Vestmannaeyja og áfram upp í
Framhaldsskóla Vestmannaeyja.
Hún útskrifaðist þar á Félagsfræði-
braut/sálfræðilínu ásamt fyrrihluta
íþróttabrautar,
„Ég fór sem au-pair til Svíþjóðar
19 ára og lengdist dvölin þar um
hálft ár, en þar fór ég í áfanga í Há-
skóla Dalarna, Idrott og Halsa,
ásamt því að æfa og þjálfa fyrir
Falu-IK í frjálsum.“
Karen hóf nám við ÍKÍ á Laugar-
vatni og útskrifaðist þar á þriggja
ára námsbraut Kennaraháskólans
með Bsc. í íþróttafræðum. Karen bjó
í Danmörku með fjölskyldunni í 3 1/2
ár, frá 2005-2008.
Karen Inga Ólafsdóttir, íþróttafr. og eigandi Dedicated – 40 ára
Fjölskyldan Karen Inga og Sæþór Orri ásamt Lúkasi Orra, Birtu Sól og Alex Inga.
Starfað nær alla ævi
sem frjálsíþróttaþjálfari
Með foreldrum og bræðrum Árni Óli, Karen Inga, Árný, Ólafur og Guðjón.
Guðmundur Svein-björn Ingimars-son fjallaleið-
sögumaður er 39 ára í
dag. Guðmundur fæddist
í Reykjavík en ólst upp í
Kópavogi. Hann býr nú í
Hafnarfirði ásamt unn-
ustu sinni, Andreu Stef-
ánsdóttur leiðsögu-
manni.
Guðmundur er stúdent
frá Fjölbrautaskólanum
í Garðabæ og útskrifast
með BS í landfræði frá
Háskóla Íslands í sumar.
Hann var lengi neyð-
arvörður hjá Neyðarlín-
unni en útivist hefur
alltaf verið hans helsta
áhugamál og hann hefur
nú gert hana að starfs-
vettvangi sínum. Á
sumrin er hann fjalla-
leiðsögumaður fyrir Ís-
lenska fjallaleið-
sögumenn og Arctic
Adventures en vinnur
auk þess í Fjallakof-
anum.
„Það er mest að gera í
leiðsögumennskunni frá
páskum og fram á haust,
það hefur aldrei verið
meira að gera í þessu en
núna,“ segir Guð-
mundur. Hann segir
mikla aðsókn á stóru
fjöllin eins og Hvannadalshnjúk og Eyjafjallajökul. „Ég fór með
tvo ferðamenn á hnjúkinn í síðustu viku en það er búið að loka
fyrir ferðir á hann núna,“ segir hann. „Það er mikil aðsókn í
fjalla- og jöklaferðir. Mikið er pantað af ferðum í gegnum ferða-
skrifstofur og í gegnum vefsíður leiðsögufyrirtækjanna. Mest eru
þetta erlendir ferðamenn.“
En hvað á að gera í tilefni af afmælisdeginum? „Ég ætla bara
að eyða deginum með kærustunni og hafa það notalegt, þetta hef-
ur alltaf verið mjög rólegur dagur hjá mér.“
Fjallamaður Guðmundur er nýkominn af
Hvannadalshnjúki.
Ætlar að hafa það
notalegt í dag
Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson 39 ára
Aron Steinsen Jónsson safnaði 4.140 kr. með því að
ganga í hús og kom upphæðinni til Rauða krossins.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Garðtraktorar
með eða án safnkassa
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is