Morgunblaðið - 15.06.2016, Page 27
Karen hefur starfað nánast alla
ævi sem frjálsíþróttaþjálfari, aðal-
lega í Vestmannaeyjum, en einnig
þrjú ár hjá Breiðabliki, eitt ár fyrir
Falu IK í Svíþjóð, eitt ár fyrir
Odense OGF og eitt ár sem ung-
lingalandsliðsþjálfari Íslands í
frjálsum. Hún hefur einnig verið
íþróttakennari í Hofsstaðaskóla í
Garðabæ og í Grunnskóla Vest-
mannaeyja. „Í dag starfa ég hjá
mínu eigin fyrirtæki, Dedicated ehf.,
við að aðstoða fólk við að finna lausn-
ir á líkamlegum vandamálum, bæði
með stuðningshlífum, kælivefjum,
ásamt jurtum, vítamínum og bæti-
efnum. Auðvitað er ég einnig að
þjálfa frjálsar fyrir UMFÓ (Ung-
mennafélagið Óðinn) í Eyjum.
Karen hefur hlotið viðurkenn-
ingar frá UMFÓ, bæði brons- og
silfurmerki félagsins, fyrir metnað
og áhuga á þjálfun og umhverfi
frjálsra í Eyjum. Hún hlaut silfur-
merki ÍBV einnig fyrir metnað fyrir
frjálsum í Eyjum.
Með sterk frjálsíþróttagen
Á yngri árum urðu helstu afrekin
þessi: Íslandsmeistari nokkrum
sinnum í hástökki og spjótkasti inn-
an- og utanhúss, náði langt í
kringlukasti, grindahlaupi og hinum
ýmsu greinum frjálsra íþrótta.
Ég er með mikil frjálsíþróttagen
þar sem móðir mín, Árný Heiðars-
dóttir, er mikil afreksmanneskja í
frjálsum ásamt því að vera ein af
þeim sem hófu að stunda frjálsar
íþróttir í Eyjum eftir langt hlé fyrir
gos. Afi minn, Heiðar Árnason, var
einnig öflugur og sá um þjálfun á
frjálsíþróttakrökkum fyrir gos og
þjálfaði meðal annars móður mína.
Ég æfði allt sem ég komst í og náði
nokkuð langt í sundi, fimleikum,
körfubolta (með háskólakrökk-
unum) og hafði hrikalega gaman af,
svo það eru ekki margar íþrótta-
greinar sem ég get ekki staðið mig
vel í.
Áhugamál mín hafa alltaf verið
ferðalög. Ég ferðaðist mikið með
fjölskyldunni frá 11 ára aldri, fór
svo fyrst án foreldra 14 ára gömul
og eftir það var ekki aftur snúið. Í
dag er búið að fylla passlega vel út
heimskortið og verður markmiðið
að halda því áfram um ókomna tíð.
Fjölskyldan er mér mjög mikilvæg
og vinir en það er fátt sem jafnast á
við að eiga góða vini.“
Fjölskylda
Sæþór Orri Guðjónsson, f. 27.11.
1979, forstjóri Smartmedia og
frumkvöðull. Foreldrar hans: Guð-
jón Hjörleifsson, f. 18.6. 1955, fast-
eignasali í Vestmannaeyjum, og k.h.
Rósa Elísabet Guðjónsdóttir, f. 26.7.
1959, stuðningsfulltrúi.
Börn Karenar og Sæþórs: Birta
Sól Sæþórsdóttir, f. 6.11. 2001 í
Reykjavík, Lúkas Orri Sæþórsson,
f. 2.6. 2005 í Reykjavík, og Alex Ingi
Sæþórsson, f. 5.9. 2007 í Óðinsvéum
í Danmörku.
Systkini Karenar: Guðjón Krist-
inn Ólafsson, f. 16.3. 1978, heilsu-
nuddari og fimleikastjarna, bús. í
Kópavogi, Árni Óli Ólafsson, f. 13.7.
1983, rafvirki, tækjanörd og hljóð-
tæknir, bús. í Reykjavík, Lilja
Kristín Ólafsdóttir, f. 28.5. 1970,
hálfsystir samfeðra, landslags-
arkitekt, bús. í Reykjavík, og Diljá
T. Ólafsdóttir, f. 1971, hálfsystir
samfeðra, vinnur hjá Jónar
transport, bús. í Hafnarfirði.
Foreldrar Karenar: Ólafur Guð-
jónsson, f. 26.6. 1951, fyrrv. skip-
stjóri á Gæfu VE, og k.h., Árný
Heiðarsdóttir, f. 2.4. 1955, fyrrver-
andi gistiheimilaeigandi og frjáls-
íþróttastjarna. Þau eru bús. í
Vestmannaeyjum.
Úr frændgarði Karenar Ingu Ólafsdóttur
Karen Inga
Ólafsdóttir
Jensína María Nilsen
húsfr., frá Kvívík í Færeyjum
Guðjón Kristinn Kristinsson
skipstjóri í Vestmannaeyjum
Kristín Ólafsdóttir
fiskverkakona í Vestmannaeyjum
Ólafur Guðjónsson
fv. skipstjóri á Gæfu VE
Ólafur Eiríksson
verkam. á Siglufirði,
frá Ólafsfirði
Friðrikka Björnsdóttir
húsfr., úr Fljótunum
Kristbjörn Árnason
fyrrv. skipstjóri á
Sigurði VE
Þorvaldur
Heiðarsson
sjómaður, bús.
í Kópavogi
Guðmunda Ingibergsdóttir
húsfr. á Stöðvarfirði
Ívar Ingimarsson
fv. atvinnumaður í fót-
bolta, bús. á Egilsstöðum
Hallgrímur Þórðarson
netagerðarmeistari í
Vestmannaeyjum
Heimir Hallgrímsson
landsliðsþjálfari í
fótbolta
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
fv. atvinnumaður í fótbolta,
bús. í Vestm.eyjum
Ástgeir Kristinn Ólafsson (Ási í Bæ)
sjómaður og rithöfundur
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
landsliðskona í fótbolta
Kristinn R. Ólafsson (í Madrid)
rithöfundur
Árni Kristbjörnsson
járnsmiður í Reykjavík,
frá Ásgarði, Húsavík
Guðný Sigvaldadóttir
húsfr. á Sandhólum á
Tjörnesi
Sigvaldi Heiðar Árnason
verkam. og íþróttakall á
Sandhólum á Tjörnesi og
í Vestmannaeyjum
Inga Hallgerður Ingibergsdóttir
húsfr. á Sandfelli í Vestm.eyjum
Árný Heiðarsdóttir
íþróttakona í Vestmannaeyjum
Unnur Guðjónsdóttir
leikkona
Árný Guðjónsdóttir
húsfr. á Sandfelli
Kristinn Ástgeirsson
sjómaður í Vestmannaeyjum
Ólafur Ástgeirsson
(Óli í Litlabæ) bátasmiður í Vestm.eyjum
Þórður Gíslason (Tóti meðhjálpari)
netagerðarmeistari í Vestm.eyjum
Ingibergur Gíslason
skipstjóri í Vestm.eyjum
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016
Sigurður Jensson fæddist íReykjavík 15. júní 1853. For-eldrar hans voru Jens Sigurðs-
son, f. 6.7. 1813, d. 2.11. 1872, alþing-
ismaður og rektor Lærða skólans í
Reykjavík, og k. h. Ólöf Björnsdóttir,
f. 22.2. 1830, d. 7.12. 1874 húsmóðir.
Jens var sonur Sigurðar Jónssonar
prófasts á Hrafnseyri og bróðir Jóns
forseta. Ólöf var dóttir Björns Gunn-
laugssonar stærðfræðings og yfir-
kennara við Lærða skólann.
Meðal systkina Sigurðar var Jón
Jensson yfirdómari og alþingis-
maður.
Sigurður tók stúdentspróf frá
Lærða skólanum 1873 og guðfræði-
próf frá Prestaskólanum 1876. Hann
fór síðan í framhaldsnám í guðfræði
við Hafnarháskóla 1877-1878.
Sigurður var kennari við barna-
skólann í Reykjavík 1873-1876 og
1878-1880. Hann var síðan prestur í
Flatey á Breiðafirði 1880-1921 og
prófastur í Barðastrandarprófasts-
dæmi 1881-1902. Hann var póst-
afgreiðslumaður í Flatey 1914-1921.
Hann var oddviti Flateyjarhrepps í
mörg ár, amtsráðsmaður 1901-1907
og yfirskoðunarmaður landsreikning-
anna 1895-1902. Sigurður fékkst því
við mörg opinber störf og var prýði-
lega vel látinn og vandaður maður,
segir í andlátsfregn.
Sigurður var alþingismaður Barð-
strendinga 1886-1908 fyrir Framfara-
flokkinn, Landvarnarflokkinn, Sjálf-
stæðisflokkinn eldri. Hann var
varaforseti efri deildar 1899.
Sigurður fékk lausn frá prestsemb-
ætti vegna heilablóðfalls 1921 og
fluttist þá til Reykjavíkur og var þar
til æviloka.
Eiginkona Sigurðar var Guðrún
Sigurðardóttir, f. 20.2. 1862, d. 19.3.
1941, húsmóðir. Foreldrar: Sigurður
Jónsson kaupmaður í Flatey og k.h.
Sigríður Brynjólfsdóttir.
Börn Sigurðar og Guðrúnar sem
upp komust voru Haraldur vélstjóri á
Gullfossi, Jón raffræðingur og fram-
kvæmdastjórii í Reykjavík, Jens gas-
stöðvarstjóri í Tönsberg í Noregi, Jón
Sigurður bóndi og póstafgreiðslu-
maður í Flatey, Brynjólfur gasstöðv-
arstjóri í Rvík og Ólöf húsfreyja í
Reykjavík.
Sigurður lést 5.1. 1924.
Merkir Íslendingar
Sigurður
Jensson
95 ára
Steinunn Jónsdóttir
90 ára
Anna Snorradóttir
85 ára
Margrét Stefánsdóttir
80 ára
Guðjón Vigfússon
Hálfdán Daði Hinriksson
Ingvar Hólmgeirsson
Ragna Gunnhildur
Jóhannesdóttir
75 ára
Friðfinnur Friðfinnsson
Halla Mjöll Hallgrímsdóttir
70 ára
Ásgeir Guðmundsson
Ásthildur G. Gunnarsdóttir
Guðný Svava Gestsdóttir
Maria Teresa Belles
Ríkarður Örn Pálsson
Rósa F. Eiríksdóttir
Sturla Fjeldsted
Vigantas Simkus
60 ára
Anna Kanthi Axelsdóttir
Haukur Hauksson
Ingvar Friðbjörn Sveinsson
Ingvar Kjaran
Jónína Guðrún Jónsdóttir
Kristín Baldursdóttir
Kristján Snæbjörnsson
Margrét Ásgeirsdóttir
Rakel Sighvatsdóttir
Sólveig Jónsdóttir
Sævar Einarsson
50 ára
Gunnar Birkir
Guðmundsson
Hildur Kristinsdóttir
Hrönn Hilmarsdóttir
Kristjana Vigdís
Magnúsdóttir
María Níelsdóttir
Markús Sigurjónsson
Matthías G. Þorvaldsson
Óskar Ingvi Jóhannesson
Valgerður Ósk Björnsdóttir
Þengill Stefán
Stefánsson
40 ára
Gréta Hauksdóttir
Guðbjörg Arnardóttir
Helgi Elíasson
Hera Sif Harðardóttir
Hua Yang
Karen Inga Ólafsdóttir
Lárus Árni
Hermannsson
Rakel Hafberg
Robert Carl Cluness
Silja Rut Ragnarsdóttir
30 ára
Agnar Björn Tryggvason
Anton Ástvaldsson
Georg Fannar Haraldsson
Kristján Örn Ebenezarson
Linda María Alfreðsdóttir
Stefán Halldór Jónsson
Styrmir Örn Arnarson
Til hamingju með daginn
40 ára Silja er úr Breið-
holtinu, en býr í Hafnar-
firði. Hún er söngkona og
tanntæknir á Tannlækna-
stofunni á Grensási.
Maki: Bjarni Arason, f.
1971, tónlistarmaður.
Börn: Telma Ósk, f. 1995,
Kamilla Rós, f. 1999, og
Soffía Ísabella, f. 2012.
Foreldrar: Ragnar Geir
Guðjónsson, f. 1951, bús. í
Breiðholti, og Guðný
Maren Hjálmarsdóttir, f.
1952, bús. í Garði.
Silja Rut
Ragnarsdóttir
30 ára Linda er Selfyss-
ingur en býr í Hveragerði,
og er tölvufræðinemi í
Tækniskólanum.
Maki: Óðinn Freyr Þór-
arinsson, f. 1983, vinnur í
jarðvinnugeiranum.
Systkini: Steinþór Krist-
jánsson, f. 1992, Elva
Hrönn Alfreðsdóttir, f.
1993, og Laufey Ása Al-
freðsdóttir, f. 1996.
Foreldrar: Alfreð Árna-
son, f. 1964, og Bjarnþóra
Íris Eiríksdóttir, f. 1966.
Linda María
Alfreðsdóttir
30 ára Georg er Akureyr-
ingur og viðskiptafræð-
ingur í fyrirtækjasölu hjá
Vodafone.
Maki: Heiður Ósk Þor-
geirsdóttir, f. 1989, starf-
ar hjá Samherja.
Sonur: Anton Smári, f.
2011.
Foreldrar: Haraldur Hug-
inn Guðmundsson, f.
1949, vélstjóri, og Helga
Elísabet Ólafsdóttir, f.
1952, vinnur við ræst-
ingar.
Georg Fannar
Haraldsson
Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af
slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Sorpkvarnir í eldhúsvaska
www.kvarnir.is
20 ÁRA
1996
2016
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði
sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
Skoðaðu úrvalið á
kvarnir.is