Morgunblaðið - 15.06.2016, Side 29

Morgunblaðið - 15.06.2016, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Færni sem þú tileinkar þér gerir þér auðveldara að auka tekjurnar fyrr en síðar. Skemmtið sjálfum ykkar sem mest og best og öðrum um leið. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú munt að öllum líkindum lenda í valdabaráttu við foreldra þína eða yfirmenn í dag. Makinn er eirðarlaus og orðinn leiður á sínum daglegu verkefnum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver misskilningur gæti komið upp milli ástvina sem þarf að leiðrétta. Ef þú hugsar um það hversu ríkur þú ert af fjöl- skyldu og vinum tekst þér betur að leysa málin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér finnst erfitt að átta þig á fram- komu vinafólks þíns. Vertu á varðbergi gagn- vart jákvæðum hugsunum, svo óttinn nái ekki að læsa klónum í þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þig langar eitt en aðstæður kalla á ann- að. Samt sem áður má ekki láta það sem þig langar að gera víkja alveg fyrir því sem þarf að gera. Spreðaðu í eitthvað léttúðugt, alger- lega óþarft og fullkomlega eftirsóknarvert. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt áhugi þinn á vinnunni sé mikill er óþarfi að taka verkefnin með sér heim. En málið er að þú einn veist hvað er rétt í stöð- unni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vertu stoltur af starfi þínu þótt ein- hverjum finnist ekki mikið til þess koma. Gættu þess vel að ganga ekki á rétt neins. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki láta þér sjást yfir smáat- riðin í áætlanagerð í dag. Láttu reyna á mörk hæfileika þinna. Sinntu starfinu af kostgæfni og einkamálunum utan þess. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Grikkir trúðu því að persónu- töfrar væru gjöf frá guðunum. Maður getur verið latur án þess að vera iðjulaus. Mundu að það getur borgað sig að gefa eftir strax í upphafi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gerðu hvaðeina sem þér kemur til hugar til þess að auka við þekkingu þína. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Í hjarta þér ómar tónlist í dag – kannski hefur það eitthvað með nýjan vin að gera. Hugsaðu um öll smáatriðin sem skipta svo miklu máli. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sum verkefni verður að leysa í sam- starfi við aðra. Taktu þér tak og kláraðu þau verkefni, sem fyrir liggja. Vigfús M. Vigfússon yrkir áBoðnarmiði: Ég ætlaði að nýta mér núið – en naumast hvað það er nú snúið. Ég undirbjó vel allt sem ég tel að þurfi, en þá var’ða búið. Grétar Hallur Þórisson var með á nótunum: Nú þegar núið er búið. Mitt nýliðna andartak flúið. Í nú lausum heimi. Ég lifi og dreymi um líf sem er einfalt og snúið Vigfús M. Vigfússon svarar og spyr: En er þetta eitthvað svo snúið; að afskrifa það sem er búið, ef vandlega þá fólk venur sig á að una við nýjasta núið? Kristinn R. Ólafsson hummar: „EM … Ehemm , – KNATT- SPYRNU)ÆSING: Ég stífna með störu í augum, er stjarfur, til æsingar finn;… Ég fölna, ég roðna, er farinn á taugum: „Æ fær ’ann, æ nær ‘ann að smeygja ‘on- um inn?“ Kristinn heldur áfram og yrk- isefnið er „fíkn“: Þetta var ekkert nema fikt hjá mér fyrst, ég fótbolta sá bæði sjaldan og lítið en með tímanum óx svo mín löngun og lyst að nú líð ég og kvelst ef ég fæ ekki spítið. Og síðan yrkir Kristinn um „tuðrur“: Tuðru skark’ um túnin víð, trukka, sparka, ota; allir þjark’ í erg og gríð, ætla í markið pota. Hreinn Guðvarðarson er grun- samur: Allt þitt raus og orð ég finn að ekki er neitt að marka því hvernig er það, Kristinn minn, kunnir þú að sparka? Benedikt Jóhannsson veit um hvað þetta snýst: Nú byrjað er aftur allt boltunga sparkið og býsn öll menn leggja í veraldar harkið, menn blása og elta boltann og velta, já lífið það snýst um látáhann í markið Kristján Runólfsson er með hug- ann annars staðar: Kindur eru bornar, nú bændur fara að slá, býsna fagurt þykir um að litast, búsmalinn er glaður við beitina að rjá, og blessuð lömbin út í haga fitast. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af fótbolta, núinu og veraldarharkinu Í klípu „ÞETTA VAR HJARTAÁFALL. ÉG MYNDI VILJA HALDA ÞÉR HÉR Í NOKKRA DAGA, EN ÞÚ ERT FRJÁLS FERÐA ÞINNA – ÞEGAR ÞÚ ERT BÚINN AÐ BORGA TRYGGINGUNA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAR ER GAFFALLINN ÞINN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... upphafið á dásamlegu ævintýri saman. ÞÚ ÆTTIR AÐ REYNA AÐ FJARLÆGJA BRÉFIÐ ÁÐUR EN ÞÚ BORÐAR SÆLGÆTIÐ ÚÚÚÚÚÚÚ… EN FÍNT VIÐ ERUM AÐ NÁLGAST EYJARNAR SEM VIÐ HEIMSÓTTUM Á SÍÐASTA ÁRI! ÞAR SEM EYJARSKEGGJAR ELSKUÐU MIG! ERTU EKKI AÐ ÝKJA? NEI Sagan getur verið miságeng viðþjóðir. Víkverji var nýverið staddur í Póllandi, sem ítrekað hefur orðið fyrir barðinu á stórfljóti sög- unnar. Varsjá er aðlaðandi borg og um margt heillandi. Ekki eru þó all- ar byggingar í borginni fallegar. x x x Varsjárbúum er mörgum sérstak-lega í nöp við Höll menningar og vísinda, sem reist var á sjötta áratug liðinnar aldar. Byggingin er mikil um sig og háreist, kuldaleg og sér- lega áberandi í borginni. Víkverji heyrði oftar en einu sinni sagt að vildi maður njóta þess að horfa yfir Varsjá væri best að gera það í þess- ari byggingu því að betra væri að horfa út úr henni en á hana. x x x Víkverji heimsótti safn til minn-ingar um uppreisnina í Varsjá árið 1944 og var það átakanlegt. Þá risu pólskar andspyrnusveitir upp gegn hernámsliði nasista. Upp- reisnin var gerð á sama tíma og sov- éski herinn réðist inn í austurhluta borgarinnar í þeirri von að hann myndi aðstoða við að hrekja þýska herinn á flótta. Sovétmennirnir stöðvuðu hins vegar sókn sína þann- ig að nasistarnir gátu náð vopnum sínum að nýju. Gengu þeir á milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum á meðan Rauði herinn fylgdist með hinum megin árinnar Vistúlu. x x x Þjóðverjarnir gengu fram af slíkrihörku að þegar yfir lauk hafði gamli bærinn í Varsjá verið jafnaður við jörðu. Í safninu kemur fram að áður en uppreisnin hófst hafi 900 þúsund manns búið í gamla bænum, en þegar hún hafði verið kveðin nið- ur voru þúsund manns eftir. x x x Gamli bærinn var endurreistureftir stríðið. Mikil vinna fór í að reisa hús, hallir og kirkjur og var stuðst við margvíslegar heimildir til að allt yrði eins og það var, þar á með gömul málverk. Heppnaðist verkið svo vel að gamli bærinn hefur verið settur á minjaskrá UNESCO. Mun hann vera eina eftirlíkingin á skránni. víkverji@mbl.is Víkverji Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. (Matt. 7:7) Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.