Morgunblaðið - 15.06.2016, Page 30

Morgunblaðið - 15.06.2016, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening? Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Secret Solstice tónlistarhátíðin hefst í Laugardalnum á morgun, stendur í fjóra daga og verður hún sú um- fangsmesta til þessa, skv. upplýs- ingum frá kynningarfulltrúa hennar, Ósk Gunnars- dóttur. „Á síðasta ári voru um 10.000 gestir og í ár verða þeir um 16.000. Við fjölg- um sviðum upp í sjö en á síðasta ári voru sex svið og um 150 lista- menn. Í ár koma 177 hljómsveitir fram á hátíðinni,“ segir hún, spurð að því hvernig hátíð- in í ár sé, samanborin við þær fyrri að umfangi, þ.e. fjölda sviða, gesta og flytjenda. Aðalatriði hátíðarinnar er enska hljómsveitin Radiohead, ein sú merk- asta í sögu rokksins en hún reis ný- verið úr dvala og sendi frá sér níundu breiðskífuna, A Moon Shaped Pool, sem hlotið hefur mikið lof gagnrýn- enda. Af öðrum merkum hljómsveitum og flytjendum á hátíðinni má nefna Sister Sledge, St. Germain, Action Bronson, Goldie, Deftones, M.O.P., Jamie Jones, Die Antwoord, Roisín Murphy og einnig kemur fram mikill fjöldi íslenskra sveita og flytjenda, m.a. Of Monsters and Men, Agent Fresco, Högni Egilsson, Reykjavík- urdætur, Shades of Reykjavík og þannig mætti áfram telja. Meira en Radiohead-tónleikar Radiohead leikur í nýju Laugar- dalshöllinni, sem heitir Jötunheimar á hátíðinni, á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, kl. 21.30. Búast má við mikilli mannmergð á þeim tónleikum, ljóst að allir gestir hátíðarinnar komast ekki fyrir í höllinni. Ósk er spurð að því hvort skipu- leggjendur Secret Solstice hafi engar áhyggjur af þessu, troðningi og óánægju þeirra sem komast ekki á tónleikana. „Secret Solstice er ekki eingöngu Radiohead-tónleikar, þetta er fjögurra daga hátíð sem er með dagskrá á sjö sviðum. Á sama tíma og Radiohead spila í höllinni mun Action Bronson spila á aðalsviðinu úti og önnur svið verða í gangi. Við mælum auðvitað með því að allra hörðustu Radiohead-aðdáendur mæti tímalega. Það eru litlar sem engar líkur á því að allir hátíðargestir vilji sjá Radiohead á sama tíma,“ seg- ir Ósk. „Annars höfum við ekki áhyggjur af því, nei, það eru stórar hátíðir hér heima sem virka ná- kvæmlega þannig að það komast ekki allir að sjá stærstu nöfnin. Þar skipt- ir öllu máli að koma tímanlega.“ Tónlist af allri gerð – Fyrir hvaða tónleikum ert þú persónulega spenntust? „Ég er persónulega spenntust fyr- ir M.O.P og Lady Leshurr en ætla einnig ekki að missa af St. Germain, Die Antwoord og Of Monsters and Men,“ svarar Ósk. Hipp hopp og raftónlist er áber- andi á dagskránni og er Ósk spurð að því hvort hátíðarskipuleggjendur fylgi vísvitandi ákveðinni tónlistar- stefnu. „Já, en á sama tíma erum við að spila tónlist af allri gerð á hátíð- inni,“ segir hún. – En hvernig hefur sambúðin verið við fólkið sem býr í nálægum hverf- um? Nú hefur verið eitthvað um kvartanir vegna hávaða. „Við höfum breytt svæðinu í ár með tilliti til íbúa í nágrenni við hátíð- ina og vonum að samstarfið verði sem vænlegast,“ segir Ósk. Að lokum er hún spurð að því hvort bókanir séu hafnar á flytj- endum hátíðarinnar á næsta ári og segir Ósk þá vinnu hafna og þegar hafi verið bókuð „stór nöfn“ fyrir næsta ár. Allar upplýsingar um flytjendur má finna á secretsolstice.is og dag- skrá með tímasetningum tónleika má finna í smáforriti/appi hátíðarinnar. Sú umfangsmesta til þessa  Tónlistarhátíðin Secret Solstice haldin í þriðja sinn, 16.-19. júní  Radiohead heldur tónleika í nýju Laugardalshöllinni 17. júní  Fleiri gestir, fleiri svið og fleiri hljómsveitir en á hátíðinni í fyrra AFP Loksins! Radiohead heldur loksins tónleika á Íslandi. Hér sést forsprakki sveitarinnar, Thom Yorke, á tónleikum Radiohead í París 24. maí síðastliðinn. Suður-afrísk Die antwoord, eða „Svarið“, er skipað röppurunum Ninju og Yolandi Vissers og DJ Hi-Tek. Sveitin nýtur mikilla vinsælda nú um stundir. Áhrifamikil Melesha O’Garro geng- ur undir listamannsnafninu Lady Leshurr. Hún er rappari frá Birm- ingham á Englandi og þykir áhrifa- valdur í hipp hoppi. Ósk Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.