Morgunblaðið - 15.06.2016, Side 31

Morgunblaðið - 15.06.2016, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 Robert Plant og Jimmy Page, tveir af liðsmönnum rokksveitar- innar Led Zeppelin, hafa verið kærðir fyrir að stela upphafsstefi eins þekktasta lags hljómsveitar- innar, „Stairway to Heaven“, úr lagi hljómsveitarinnar Spirit, „Taurus“. Málaferli hófust í gær fyrir dómstóli í Los Angeles en kæruna lagði fram þrotabússtjóri gítarleikarans Randy Wolfe úr Spirit. Wolfe samdi „Taurus“ árið 1966 eða 1967 en hann lést árið 1997. Page, Plant og félagi þeirra úr Led Zeppelin, John Paul Jones, munu að öllu líkindum bera vitni fyrir rétti þó að Jones sé ekki meðal hinna ákærðu. Led Zeppel- in og Spirit héldu tónleika og léku á hátíðum um svipað leyti þótt hljómsveitirnar hafi aldrei komið fram á sömu tónleikum. Héraðsdómari kvað upp þann úrskurð í apríl sl. að málið skyldi fara fyrir dóm, eftir að hafa metið sönnunargögn kærenda. Þóttu þau benda til þess að liðsmenn Led Zeppelin hefðu heyrt lag Spi- rit áður en þeir sömdu „Stairway to Heaven“. Samanburð á lög- unum má m.a. finna á YouTube. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Stuldur? Robert Plant, Jimmy Page og John Paul Jones á tónleikum Led Zeppelin í Laugardalshöll 1970. Þeir þurfa að svara ásökunum um stuld. Er upphafsstef „Stair- way to Heaven“ stolið? Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Það er mikilvægt að fólk taki við þessum þjóðlagaarfi og færi hann áfram til komandi kynslóða,“ segir Guðrún Ingimundardóttir, fram- kvæmdastjóri þjóðlistahátíðarinnar Vöku sem fer fram frá 15.-18. júní á Akureyri og að hluta á Húsavík. Á Vöku gefst einstakt tækifæri til að kynnast hefðbundinni tón- list frá Íslandi, Noregi, Írlandi, Lapplandi, og Bretlandi. Ís- lenskur kveð- skapur, tví- söngvar, yfir- tónasöngur og joik, fjörug dans- lög, þjóðlög, þulur og barnagælur. Fiðlur, harpa, langspil, hurdy gurdy, banjó, harmónika, langaleik, írsk flauta og fleiri hljóðfæri. Vefarinn er farinn til útlanda En nú er þetta ekki í fyrsta sinn sem þessi hátíð er haldin, hvert er upphaf hennar? „Þetta byrjaði hjá okkur árið 2014 með mjög stórri hátíð Erfðir til framtíðar,“ segir Guðrún. „Sem haldin var til að vekja athygli á UNESCO-samningnum um verndun óáþreifanlegs menningararfs. Á þessa hátíð árið 2014 völdu öll löndin á Norðurlöndum 10-15 lista- menn og hér var 4 daga hátíð. Þá voru handíðir, þjóðdansar, þjóðlaga- tónlist og ráðstefnur. Við vorum með 3-4 málþing í gangi á sama tíma. Í framhaldi af þessu héldum við áfram að vera með þjóðlistahátíð á Akur- eyri.“ En núna í ár er mest um tónlist? „Já, í ár er mest um tónlist, við er- um bara með eitt handíðanámskeið. En við verðum með handíðamarkað. En ástæðan fyrir því að það verð- ur lítið um þjóðdansa núna í ár er að danski danshópurinn sem kom á Vöku 2015 bauð til sín þjóðdansara- hópi okkar Akureyringa, Vefar- anum. Þau halda út til Danmerkur á morgun, fimmtudag, og halda upp á íslenska þjóðhátíðardaginn þar. Margir flottir tónlistarmenn koma fram á hátíðinni. Torgeir Vassvik og dúóið Marit Steinsrud og Stein Villa héldu reyndar tónleika í Norræna húsinu í Reykjavík í gær áður en þau fóru á hátíðina á Akureyri. Hinn norski Sami Vassvik blandar saman hefðbundnu joiki og hljómmiklum yfirtónasöng. Marit Steinsrud og Stein Villa spila hefðbundna tónlist og eigin lög á elstu þjóðarhljóðfæri Noregs. Samhljómur hörpunnar og langeleik er að sögn Guðrúnar Ingi- mundardóttur ógleymanlegur og tímalaus. Lokatónleikar á laugardag Þau Guðrún, Villa og Steinsrud munu halda námskeið í íslenskum tvísöngvum og danslögum frá Nor- egi í Deiglunni í Listagilinu á fimmtudaginn 16. júní klukkan 10.00- 12.00. Laugardaginn 18. júní verða síðan lokatónleikar í Deiglunni í Lista- gilinu, frá klukkan 20.00-23.30 þar- sem meðal annars Funi mun koma fram, en það dúó skipa Chris Foster og Bára Grímsdóttir kvæðakona. Þjóðlagaarfurinn skiptir máli  Á Akureyri verður þjóð- listahátíð Fólk og hljómar Tónlistarmennirnir Chris Foster og Bára Grímsdóttir. Útivist Ave Kara Sillaots mun verða með námskeið í harmonikkutónlist. Skinnið handleikið Torgeir Vassvik, hinn norski Sami, er með skinntrommu. Tónlistarséní Norðmennirnir Marit Stein og Stein Villa verða á hátíðinni. Guðrún Ingimundardóttir Ryðfrí samtengi Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Varanleg tengi fyrir flestar gerðir af pípum og rörum. Auðveld samsetning og alvöru þétting.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.