Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 VANDAÐUR vinnufatnaður frá BULLDOG á góðu verði Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Öryggisskór Sýnileikafatnaður Vinnufatnaður Vinnuvettlingar www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Útlendingastofnun hefur sentfrá sér tilkynningu þar sem lýst er því viðhorfi að stofnuninni sé ekki aðeins heimilt, heldur einnig að nokkru marki skylt, að bregðast við fyrirspurnum vegna mála sem til umfjöllunar eru í fjölmiðlum. Stofnunin telur sér einnig heimilt að leiðrétta rangfærslur, en tekur fram að hún hafi gætt meðalhófs og ekki sagt frá viðkvæmum persónu- upplýsingum.    Tilkynningin er send út vegnahælisleitendamála, en iðulega verður uppi fótur og fit ef að veitt- ar eru upplýsingar um slík mál.    Jafnvel þeir miðlar sem alla jafnagefa ekki mikið fyrir einkalíf landsmanna, verða kaþólskari en páfinn þegar kemur að einkalífi hælisleitenda.    Nema að vísu þegar kemur aðþví að miðla því sem hælisleit- endurnir sjálfir vilja koma á fram- færi. Þeim upplýsingum, réttum eða röngum, er hiklaust miðlað til almennings.    Afleiðingin af þessu viðhorfiverður svo sú að iðulega er að- eins dregin upp hálf myndin og sú jafnvel bjöguð.    Vissulega er málaflokkurinn við-kvæmur, en landsmönnum er enginn greiði gerður með því að vera aðeins mataðir á hlið annars málsaðilans.    Ætli það sé ekki vænlegra tilárangurs að helstu stað- reyndir liggi á borðinu? Önnur hliðin er sjaldnast nóg STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.6., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 14 skýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 19 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 21 léttskýjað Lúxemborg 21 heiðskírt Brussel 20 léttskýjað Dublin 17 léttskýjað Glasgow 14 rigning London 14 skúrir París 22 heiðskírt Amsterdam 19 léttskýjað Hamborg 19 skýjað Berlín 25 heiðskírt Vín 28 heiðskírt Moskva 24 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 33 léttskýjað Barcelona 26 rigning Mallorca 29 léttskýjað Róm 27 heiðskírt Aþena 30 léttskýjað Winnipeg 22 þrumuveður Montreal 20 skúrir New York 25 léttskýjað Chicago 22 heiðskírt Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:06 23:59 ÍSAFJÖRÐUR 1:37 25:37 SIGLUFJÖRÐUR 1:20 25:20 DJÚPIVOGUR 2:22 23:41 Háskóli Íslands mun ekki fylla í skarð Guðna Th. Jóhannessonar með beinni ráðningu á næstunni heldur munu áfangarnir sem Guðni sá um ýmist falla niður eða færast til starfandi kennara. Undanfarin ár hefur Guðni gegnt stöðu dósents við sagnfræðideild Háskólans. Hann mun taka við forsetaembættinu 1. ágúst næstkomandi og hefur þegar sótt um launalaust frí að sögn Guð- mundar Hálfdánarsonar, forseta hugvísindasviðs. Samkvæmt kennsluskrá Háskólans var áætlað að Guðni hefði umsjón með fimm áföngum. Efni þeirra var meðal ann- ars kalda stríðið á Íslandi og fall kommúnismans í Austur-Evrópu. „Einhverjir kúrsar kunna að falla niður. Þegar um er að ræða fasta- námskeið koma aðrir í stað Guðna. Það verða annaðhvort stundakenn- arar eða fastakennarar. Oft er erfitt að finna stundakennara sem geta kennt tiltekin námskeið þannig að sum kunna að falla niður,“ segir Guðmundur og bætir við að fjár- hagsstaða skólans geri deildinni erf- itt fyrir að ráða nýjan dósent. „Við verðum að líta á fjárhags- stöðu Háskólans sem er ekkert sér- staklega jákvæð. Þetta gæti orðið hluti af sparnaðinum en tíminn leiðir það í ljós.“ tfh@mbl.is Ekki áætlað að ráða í stöðu Guðna  Ástæðan sögð bág fjárhagsstaða HÍ  Áfangar færðir til eða falla niður Morgunblaðið/Eggert Forseti Guðni verður í launalausu fríi að því marki sem lög leyfa. Tveir bræður á fertugsaldri hafa verið ákærðir vegna bruna í iðn- aðarhúsi á Grettisgötu í Reykjavík í mars á þessu ári. Er annar þeirra sagður hafa kveikt í slæðu sem var á stól í her- bergi hans í húsinu, hent stólnum á dýnu og skilið brennandi dýnuna eftir inn í herberginu og þannig valdið eldsvoðanum. Er þess krafist að hann verði dæmdur til refsingar en til vara að hann sæti öryggis- gæslu á viðeigandi stofnun. Hinn er sagður hafa látið hjá líð- ast að gera það sem í hans valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, til- kynna hann til slökkviliðs eða lög- reglu né kanna hvort einhver væri í húsinu þegar hann yfirgaf það. Tryggingamiðstöðin hefur einn- ig lagt fram 12,6 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur bræðr- unum. Ákærðir fyr- ir íkveikju Morgunblaðið/Golli Eldur Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins berst við eldinn á Grettisgötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.