Morgunblaðið - 30.06.2016, Síða 4
Frá Hafravatni skammt ofan við Reykjavík
liggur skemmtileg leið austur fyrir fjall,
sem ekki margir fara. Þarna er vegur sem
liggur samsíða pípunum sem flytja heitt
vatn frá Nesjavallavirkjun, afstöð Orku-
veitu Reykjavíkur. Um aldarfjórðungur er
liðinn síðan þessi vegur var lagður jafn-
hliða byggingu virkjunarinnar og er hann
uppbyggður, með bundnu slitlagi og beint
strik á löngum kafla.
Um 25 kílómetrar eru frá Hafravatni og
austur á Nesjavelli. Vestast er farið um
slétta heiði en austar er landið tilkomu-
meira. Þar er ekið upp háar brekkur og
svo þar sem vegurinn liggur milli hárra
hryggja, þar sem heita Dyrafjöll. Bera þau
nafngift með rentu, því að skörð í fjöll-
unum þarna sem vegurinn liggur um eru
líkust dyrum. Svo má líka segja að þegar
þær eru opnaðar á efstu fjallbrúnum á
þessum slóðum blasi við nýr heimur; ein-
stakt útsýni yfir Þingvallavatn með falleg
fjöll í bakgrunni. sbs@mbl.is
Nesjavellaleiðin liggur samsíða pípum
Vegur Leiðin á Nesjavelli er 25 km, með slitlagi og allt sem best má verða.
Beinn og breiður vegur í fallegu umhverfi frá Hafravatni í Grafning við Þingvallavatn
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016
Í
jaðri höfuðborgarsvæðisins er
Heiðmörkin, skógi vaxin og vin-
sælt útivistarsvæði. Skógurinn
nær yfir heiðarlönd innan landa-
mæra Garðabæjar, Kópavogs og
Reykjavíkurborgar en svæðið allt er
um 3.200 hektarar. Það er ámóta og
öll byggð svæði í höfuðborginni.
Ræktunarstarf í Heiðmörk hófst árið
1949. Síðan þá hafa milljónir trjá-
plantna verið gróðursettar á svæð-
inu, en skógurinn þar er um 1.300
hektarar.
Þrettán kílómetrar
Margir aka inn í Heiðmörk nærri
Rauðhólum, skammt ofan við
Reykjavík. Þar er fyrst farið um
kræklóttan veg að Elliðavatni, en
gamli bærinn þar sem að stofni til frá
árinu 1862 markar svæðinu ákveðið
svipmót.
Þvert í gegnum Heiðmörk er
Heiðavegur suður í Garðabæ, þrett-
án kílómetrar langur spotti. Á þeim
legg er farið um skóga, hraun, opin
svæði og svo mætti áfram telja.
Þarna eru nokkrir þeirra lunda sem
finna má í Heiðmerkurskógum, svo
og ýmis rjóður og reitir. Þau eru
kennd við til dæmis félög, fyrirtæki
og sendiráð erlendra ríkja enda var
gróðursett á þeirra vegum. Þarna má
nefna reit Ferðafélags Íslands, Síma-
mannaflöt og Þjóðhátíðarlund sem
plantað var í árið 1974 vegna ellefu
alda afmælis Íslandsbyggðar.
Falleg Búrfellsgjá
Sunnarlega í Heiðmörkinni er Búr-
fellsgjá, einskonar hrauntröð sem
liggur að fjallinu Búrfelli. Þar er eld-
gígur, sem talið er að hafi gosið fyrir
um það bil 7.200 árum og í því gosi
rann það hraun, sem nú þekur ná-
grenni Hafnarfjarðar og Garða-
bæjar. Það er eldgígur, sem talið er
að hafi gosið fyrir um það bil 7.200 ár-
um og þá rann hraunið sem er áber-
andi við Hafnarfjörð og Garðabæ.
Frá gígnum féll hraun eftir mjórri
rás sem er hin eiginlega Búrfellsgjá.
Víða eru fallegir klettaveggir og
skútar sem setja svip sinn á alla nátt-
úru við gjána, sem vinsæl gönguleið
liggur um. Talið er að á ári hverju
komi um 500.000 manns í Heiðmörk,
sem er í raun einstakt útivistarsvæði
örskammt frá fjölmennustu bæjum
landsins. sbs@mbl.is
Milljónir trjáa í Heiðmörkinni
Víðfeðmur og fallegur
skógur. Hraun, rjóður og
reitir. Heiðmörkin er
3.200 hektara svæði og
er einskonar bakgarður
höfuðborgarsvæðsins.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Lautarferð Útivist er meina bót og tilvalið að skreppa með nesti í körfu í skóginn.
Morgunblaðið/Ómar
Litbrigði Í lágþoku á sumarnóttu þegar óvenjulegir litir verða áberandi.
Morgunblaðið/Eggert
Gönguferð Við Vífilsstaðavatn í Garðabæ, en það er mitt grónu og fallegu umhverfi í útjaðri borgarskógarins mikla. Lúpína og birki eru hér áberandi.
Tré Góðir og gildir stofnar úr Heiðmerkurskógum sem nýtast vel og til margs.
„Hundurinn minn var búinn að
vera í meðferðum hjá dýralækni
í heilt ár vegna húðvandamála
og kláða, þessu fylgdi mikið
hárlos. Hann var búinn að vera
á sterum án árangus. Reynt
var að skipta um fæði sem bar
heldur ekki árangur. Eina sem
hefur dugað er Polarolje fyrir
hunda. Eftir að hann byrjaði að
taka Polarolje fyrir hunda hefur
heilsa hans tekið stakkaskiptum.
Einkennin eru horfin og hann er
laus við kláðann og feldurinn
orðinn fallegur.“
Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi
Sími 698 7999 og 699 7887
Náttúruolía sem
hundar elska
Við Hárlosi
Mýkir liðina
Betri næringarupptaka
Fyrirbyggir exem
Betri og sterkari fætur
NIKITA
hundaolía
Selolía fyrir
hunda