Morgunblaðið - 30.06.2016, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016
L
anganes er áhugaverður
staður að sækja heim, með
sína ósnortnu náttúru, víð-
áttu og fjölbreytt fuglalíf.
Þangað hefur löngum verið sótt
björg í bú og eggjatekja töluverð í
gegnum tíðina. Leiknir sigmenn
víla ekki fyrir sér að síga niður
þverhnípt björgin til að nálgast
svartfuglseggin, sem þykja allra
meina bót, og enn luma ýmsir á
svartfuglseggjum eftir eggjavertíð
vorsins.
Langanes þykir mikil paradís
fuglaáhugamanna, t.d. er mikil
súlubyggð við Skoruvíkurbjörg, í
klettastapanum Stórakarli. Fyrir
tveimur árum var byggður útsýn-
ispallur á Skoruvíkurbjargi rétt við
Stórakarl og frá honum er stór-
kostlegt útsýni yfir ríki súlunnar.
Um 34 km eru frá Þórshöfn að út-
sýnispallinum, sem ber nafnið
Járnkarlinn.
Skoruvík er rétt utan við björgin
og þar stóð samnefndur bær, sem
fór í eyði fyrir 38 árum. Ysti oddi
Langaness er Langanesfontur, í
daglegu tali kallaður Fontur þar
sem Langanesvita ber við himin.
Frá Þórshöfn eru um 50 km út á á
Fontinn og er vegurinn seinfær
síðasta kaflann út að Fonti.
Mikil saga á Langanesi
Saga útgerðar, mannlífs, hrakn-
inga og sjóslysa er einnig tengd
Langanesi. Skammt frá Skoruvík,
á Vatnadalnum, er kross með
áletruninni „Hér hvíla 11 enskir
menn“ og vitnar um harmsögu
enskrar áhafnar, eftir að skip
þeirra strandaði við björgin og
menn náðu ekki til bæjar. Skammt
frá Skoruvík eru minjar um stríðs-
árin en þar stendur listaverkið
Tundurdufl, eða stríðseggið, eins
og það er stundum nefnt. Það er
listamaðurinn Jóhann Ingimars-
son, Nói, sem útfærði það en þar
rís á undirstöðum gamalt tund-
urdufl sem minna skal á styrjaldir
og grimmd mannsins. Á stríðs-
árunum sprungu tundurdufl á
Skálum og ollu þar miklu tjóni og
búsifjum, þó ekki hefði orðið
mannskaði á landi.
Frá Skoruvík liggur vegur,
rúma fjóra kílómetra austur yfir
nesið, yfir að Skálum þar sem mik-
il útgerð var á öndverðri tutt-
ugustu öld. Enn standa þar minjar
um byggðina sem eitt sinn var,
húsarústir og hafnarmannvirki.
Gamall grafreitur er við Skála-
bjarg, þangað um stundarfjórð-
ungs ganga frá Skálum. Mikið út-
sýni er frá Skálabjargi yfir
Bakkaflóann og í björtu veðri má
sjá allt austur að Héraðsflóa, til
Smjörfjalla og Dyrfjalla.
Heiðarfjall – Misty Mountain
Að ganga um Langanesið endur-
nærir líkama og sál, segir fólk.
Ýmsan hátt er hægt að hafa þar á.
Tilvalið er að byrja ferðina í
Sauðaneshúsi, en þessi fyrrverandi
prestsbústaður á merkilega sögu
og er elsta steinhús í Þingeyj-
arsýslum, byggt úr steini árið
1879. Þar er nú minjasafn og upp-
lýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og
hægt að kaupa þar kaffi og þjóð-
legt meðlæti.
Heiðarfjall er rétt utan Sauða-
ness, þar var áður ratsjárstöð
Bandaríkjamanna.
Háskólanemi vinnur nú að
gagna- og heimildaöflun um lífið á
fjallinu, sem hermennirnir kölluðu
Misty Mountain enda var þar afar
þokusamt. Í lok júlí er stefnt að
opnun sýningarinnar í einu
húsanna sem eftir standa frá þeim
tíma, frá árunum 1959-1960.
Undir austanverðu Heiðarfjalli
er eyðibýlið Hrollaugsstaðir og
þaðan er merkt gönguleið með-
fram sjónum yfir í Skálar, það eru
um tíu kílómetrar og hvergi mikill
bratti. Á miðri þeirri leið er eyði-
býlið Kumblavík og skammt ofan
Skála er komið að gamla kirkju-
garðinum.
Þeir gönguglöðustu geta einnig
tekið stærri áfanga, t.d. byrjað við
Skoruvík og gengið út á Font,
rúma tólf kílómetra. Þaðan er til-
valið að gefa sér góðan tíma til að
ganga meðfram bjargbrúninni yfir
að Skálum, sem er reyndar nokkuð
lengri leið, líklega um fjögurra
tíma ganga. Gott er að hafa vatns-
brúsa meðferðis því uppsprettur
eru ekki á hverju strái.
Á Skálum er tjaldstæði og
salernisaðstaða en ekki annars
staðar á nesinu, svo að þar er gott
að hafa bækistöð. Rétt innan Heið-
arhafnar er svo farfuglaheimilið
Ytra-Lón. Á Þórshöfn er einnig
gott að hvílast og hefur gistiheim-
ilið Lyngholt fjölgað gistirýmum
og tekur vel á móti ferðalöngum.
lineysig@simnet.is
Stórbrotin náttúra þrungin sögu
Saga útgerðar, mannlífs, hrakninga og sjóslysa tengist Langanesi. Áður var þar töluverð útgerð en nú eru flestir bæir á útnesinu komnir
í eyði. Ósnortin náttúran með sínum drifhvítu rekaviðarfjörum og hrikalegu björgum er núna paradís fuglaáhugamanna og útivistarfólks.
Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir
Ríki súlunnar Mikil súlubyggð er í Skoruvíkurbjörgum, og þessar eru í klettastapanum Stórakarli. Björgin eru gullnáma fyrir fuglaskoðunarfólk.
Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir
Útvörður Á ysta oddi Langaness, Fonti, ber Langanesvita við himin.
Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir
Járnkarl Útsýnispallurinn á Skoruvíkurbjargi er ekki fyrir lofthrædda.
Langanes – útvörður í norðaustri
Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir
Tundurdufl Listamaðurinn Jóhann Ingimarsson, Nói, útfærði verkið Tundurdufl.
Hafið Bláa
verið velkomin
útsýnis & veitingastaður
483-1000•hafidblaa.is
Óseyrartanga við ósa
Ölfusá, 816 Þorlákshöfn
opiðkl11-21alladaga
483-3330•raudahusid.is
Búðarstíg4,820Eyrarbakka
opið alla daga
11:30-21/22:00