Morgunblaðið - 30.06.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.06.2016, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 E itt af því tilkomumesta sem sjá má á gjörvöllu Íslandi eru Drangaskörð á Ströndum. Þau eru einstaklega fögur þegar litið er til þeirra úr fjarska og ekki dregur úr áhrifunum þegar nær kemur. Falleg og skemmtileg gönguleið liggur frá Ófeigsfirði og norður í Reykjarfjörð og jafnvel lengra ef göngufólk vill. Sumarið 1991 gekk ég, undirrit- aður, með góðum hópi vina þessa gönguleið. Pétur Guðmundsson sigldi með okkur yfir í Drangavík þar sem við tjölduðum. Þarna er svo margt kennt við þessa Dranga. Fyr- ir ofan þá er fjallið sem nefnist Drangahlíð og fyrir það og skörðin liggur Drangagata og norðan við þau er komið að bænum Dröngum sem fór í eyði árið 1966. Þar hefur þó verið búið á hverju sumri síðan. Síð- ustu ábúendurnir voru hjónin Krist- inn Hallur Jónsson og Anna Jak- obína Guðjónsdóttir. Þau áttu saman níu börn en Anna átti fyrir fimm dætur. Kristinn lést árið 2000 og Anna 2006. Kristinn var eft- irminnilegur maður, afar fróður um landið sitt og gaman að hitta hann. Tveimur dögum síðar komum við í Reykjarfjörð og þar hittum við hjón- in Ragnar Jakobsson (1931-2015) og Sjöfn Guðmundsdóttur (1937-2012) sem voru góðir vinir og tóku alltaf vel á móti mér og ferðafélögum mín- um. Sjöfn, sem alltaf var kölluð Lilla, var systir Péturs þess sem áð- ur var nefndur og sigldi með okkur. sigurdur.sigurdarson@simnet.is Tilkomumikil og fjarskafögur Náttúrusmíð Drangaskörð eru sjö misháir jarðlagastaflar yst á fjallskaga í Árneshreppi á Ströndum. Falleg og skemmtileg gönguleið liggur frá Ófeigsfirði og norður í Reykjarfjörð og jafnvel lengra. Gönguleið Drangaskörð Ljósmynd/Sigurður Sigurðarson Urð Göngugarpar víla ekki fyrir sér að klífa kletta og ganga skriður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.