Morgunblaðið - 14.07.2016, Side 13

Morgunblaðið - 14.07.2016, Side 13
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2016 MORGUNBLAÐIÐ 13 G leði einkennir starfið á fjölsóttum unglinga- námskeiðum sem sigl- ingaklúbburinn Sæfari á Ísafirði hefur staðið fyrir í sumar. Hvert námskeið er fimm virkir dagar og á þeim tíma fá krakkarnir að spreyta sig í ýmsu sjósporti, en vestra er einmitt rík hefð fyrir slíkum íþróttum. Þannig gefst þátttakendum kostur á að leika sér á brettum, sigla á kajak og skútum og svo mætti áfram telja. „Það hendir oft að til okkar komi krakkar sem eru smeykir í upphafi. Kjarkurinn kemur svo á örfáum dögum og eftir vikuna kasta þau sér óhrædd fram af bryggjunni og beint í sjóinn eins og er hluti af leiknum hér,“ segir Guðrún Jónsdóttir. Hú- ner leiðbeinandi á námskeiðunum með Torfa Einarssyni, eiginmanni sínum. Í blautgöllum og björgunarvesti Segja má með nokkurri einföldun að ákveðnar íþróttir séu áberandi og tákn vissra bæja á landinu. Þannig má tengja Njarðvík við körfubolta, á Skaganum er fótboltinn mál mál- anna, hestamennska í Skagafirði og svo framvegis. Og á Ísafirði er það sjósportið sem svo margir stunda. Þannig eru margir kajakræðarar vestra og ófáir eiga skútur sem gam- an þykir að sigla til dæmis inn á Djúp eða inn í Jökulfirði. „Námskeiðin eru fjölbreytt og alls öryggis er gætt. Krakkarnir eru vel útbúnir eða eins og við á hverju sinni, það er í blautgöllum, í björg- unarvesti og öðru því sem við á hverju sinni. Það er ekkert að óttast, enda er aldrei farið lengra en hver þátttakandi treystir sér til,“ segir Guðrún um námskeiðin sem eru fyr- ir krakka á aldrinum 9 til 13 ára. Á brettum með hraðbát Aðstaða sjósportsfólks á Ísafirði er í Neðskaupstað og þaðan er örstutt að róa til leiks úti á Pollinum. „Oft erum við að leika okkur hér á kajak en sennilega er mesta sportið fyrir krakkana að vera á bretti og vera með línu og láta hraðbát draga sig. Við þekkjum slíkt af myndum frá sólarlöndunum en Ísafjörður gefur ekkert eftir, skal ég segja þér. Og sjálfri finnst mér þetta ofsalega skemmtilegt, enda heillaðist ég al- veg af sjósportinu,“ segir Guðrún sem er óperusöngkona að mennt. Hún stendur þó sjaldan á sviði en er kennari við Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, sem er í Edinborgarhús- inu á Ísafirði. „Í söngnum er maður alveg stopp ef maður fær kvef eða minnsta hökt í röddina eins og ég þekki svo vel. Í sjósportinu er þetta allt miklu einfaldara – maður getur hrópað og kallað og því fylgja engin vandamál. Bara gaman,“ segir Guð- rún að síðustu. sbs@mbl.is Fram af bryggju og beint í sjóinn Sjósportið er íþrótt Ís- firðinga Kajakróðrar á pollinum Alls öryggis er gætt Eins og myndir frá sólarlöndum Skútur Siglingar eru skemmtilegar og í mörgu efni einskonar bæjaríþrótt meðal þeirra Ísfirðinga. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Hafdís Það er ekkert að óttast, enda er aldrei farið lengra en hver þátttakandi treystir sér til,“ segir Guðrún Jónsdóttir. Lærdómur Sjósport er lærdómsríkt og mikilvægt ná strax í byrjun góðum tökum og réttu áralagi. U m langt skeið hafði veg- urinn um Ísafjarðardjúp fælandi áhrif á þá ferða- langa sem stefndu vestur á firði. Djúpið var orð sem hafði fælandi á marga sem sáu fyrir sér einbreiðan, holóttan malarveg með snarbratt fjall á aðra hlið og opið haf á hina. Hið rétta er þó að Djúp- vegur hefur aldrei verið sérstaklega hættulegur, en þegar stofnæð sem þessari er púslað saman eins og búta- saumsteppi úr nokkrum gömlum vegslóðum er kannski ekki von að fólk hafi sérstaklega mikla trú á verkefninu. Eða svo segja Ísfirð- ingar. Lengi vel eftir að Djúpvegur komst í gagnið var talin ástæða til að starfrækja og niðurgreiða rekstur Fagranessins, bílaferju sem gaf fólki þann kost að sleppa þessum akstri. Sú ákvörðun var svo tekin að hætta ferjusiglingunum og nýta peninga sem þannig spörðust til að flýta nú- tímavæðingu þessarar þjóðleiðar. Nú er staðan sú að fáir ef nokkrir vegir á landinu eru eins greiðfærir og Ísa- fjarðardjúp. Lognkyrrir firðir, beinir og breiðir vegir og einstaka haförn á stangli er eitt af því sem gerir þennan akstur svo skemmtilegan. Í ágúst eru svo ber á lyngi um allt Djúp. Þó að mikið verk sé enn óunnið í samgöngubótum í innfjörðum Breiðafjarðar og sérstaklega á milli norður- og suðursvæða Vestfjarða, er leiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur ein sú þægilegasta á landinu, sér- staklega eftir tilkomu brúar yfir Mjóafjörð og vegar um Arnkötludal. Rétt um 450 kílómetrar á nýlegu, bundnu slitlagi, er ekki neitt sem ætti að fæla nokkurn frá því að koma vest- ur. Það má því með sanni segja að á Vestfjörðum finni maður bæði verstu og bestu vegi á landinu. Leiðin um Ísafjarðardjúp er beinn og breiður vegur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vegur Brú um Hrútey yfir Mjóafjörð, innarlega í Djúpinu, var samgöngubót fyrir Ísafjarðarfara, enda var vegurinn yfir Eyrarfjall hvimleiður þröskuldur. Um 450 km. á nýlegu, bundnu slitlagi ættu ekki að fæla nokkurn frá því að fara vestur. Trukkur Samgöngur milli landshluta þurfa að vera greiðar, meðal annars vegna ferða flutningabíla, til dæmis með fisk sem þarf að komast ferskur á markað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.