Morgunblaðið - 06.08.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.08.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2016 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forstjóri Mjólkursamsölunnar leggur áherslu á að fyrirtækið sé rekið í þágu samfélagsins, til að hægt sé að selja mjólkurafurðir til almennings á sem lægstu verði. Að- gerðir til hagræðingar sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum, meðal annars með sameiningu og samstarfi, skili í heild um 30 króna hagræðingu á lítra og um 2,5 millj- örðum króna árlega til neytenda. Hann lýsir sig ósammála ýmsum fullyrðingum sem fram koma í úr- skurði Samkeppniseftirlitsins um meint brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum. Hann segir MS vilja vinna samkvæmt réttum reglum og ef endanleg niðurstaða málsins verði sú að hefðbundin túlkun mjólkuriðnaðarins á lögum sé röng verði framkvæmdin löguð. „Mjólkursamsalan er verkfæri sem byggist á samvinnu bænda. Hún hefur það hlutverk að koma af- urðum til neytenda með sem hag- kvæmustum hætti,“ segir Ari Ed- wald og heldur áfram: „MS er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi. Arðsemiskrafan sem við vinnum eftir væri ekki talin við- unandi í almennum rekstri. Besta árið í rekstri Mjólkursamsölunnar, eftir að hún varð til í núverandi mynd árið 2007, var 250 milljóna króna hagnaður sem svarar til 5% arðsemi eigin fjár. Samanlögð rekstrarniðurstaða fyrirtækisins á þessum tíma er 585 milljóna króna tap fyrir skatta. Sú niðurstaða er ekki í samræmi við þá mynd sem dregin er upp af fyrirtæki í einok- unaraðstöðu með ofurverðlagn- ingu.“ Verðlækkun skilað til neytenda Mjólkuriðnaðurinn hefur sér- staka heimild í búvörulögum til að vinna saman. „Sú lagaumgjörð sem við vinnum innan var ekki sett til höfuðs neytendum, þvert á móti var hún sett í þeirra þágu. Það var verið að reyna að finna lausn á því verk- efni að koma vörunni á markað með sem minnstum kostnaði. Hugsunin var að lækka verð til neytenda.“ Ari telur að það markmið hafi náðst. „Allar mælingar sýna það. Afurðastöðvum á vegum Mjólk- ursamsölunnar og tengdra aðila, þar sem mjólk er unnin, hefur fækkað úr átján í fimm. Starfsfólki MS hefur fækkað úr um 650 í 400. Þegar skoðað er tímabilið 2003 til 2013, þegar framleiðslan var að jafnaði um 100 milljónir lítra á ári, sést að verð á hverjum lítra hefur lækkað um 20 krónur til neytenda. Á sama tíma hefur hagur bænda batnað. Heildarhagræðingin sam- svarar um 30 krónum á lítra. Verð- lækkunin til neytenda er um 10% af heildsöluverði, sem gerir um 2,5 milljarða króna á ári miðað við veltutölur í dag. Þetta fyrirkomulag hefur því augljóslega lækkað verð og bætt hag neytenda.“ Ræður ekki verðlagningu Meginröksemdin fyrir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að Mjólkursamsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína er sú að fyrirtækið hafi selt keppinautum sínum hrámjólk á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengd fyrirtæki hafi fengið sama hráefni undir kostnaðarverði. Ari leggur áherslu á það í þessu sambandi að Mjólkursamsalan ráði ekki verðlagningu á sínum vörum og alls ekki verði til annarra mat- vælaframleiðenda. „Við seljum allar vörur til annarra framleiðenda á verði sem ákvarðað er af stjórnvaldi, verðlagsnefnd búvara. Þannig hefur það alltaf verið.“ Þegar málið var tekið til rann- sóknar var ekki ákvarðað sérstakt verð fyrir ógerilsneydda mjólk og við sölu á hrámjólk miðaði Mjólk- ursamsalan við verð á mjólk í lausu máli. Ari segir að hrámjólkin hafi ekki verið verðlög sérstaklega vegna þess að áður en Mjólka fór að kaupa þessa afurð í mars 2008 hafi ógerilsneydd mjólk ekki verið seld frá fyrirtækinu. Þegar aðstæður breytist lagi verðlagskerfið sig að nýjum aðstæðum en með tímatöf. Þannig hafi það verið þegar þetta kom upp. „Mjólkursamsalan var í góðri trú að vinna með það opinbera verð sem til var. Menn geta spurt að því hver ætti að hafa frumkvæðisskyldu að því að láta verðleggja fleiri af- urðaflokka þegar þörf á því kemur upp. Staðreyndin er sú að það var ekki gert fyrr en verðlagsnefndin ákvað sérstakt verð fyrir hrámjólk í mars 2014, eftir mikla athugun á því hvað teldist sanngjarnt. Það verð hefur síðan verið notað í þessum við- skiptum, við alla aðila. Það er hæpin framsetning hjá Samkeppniseftirlitinu að Mjólk- ursamsölunni hafi verið í lófa lagið að selja hrámjólkina á öðru verði. Það hefði ekki verið í samræmi við venjur. Mjólkursamsalan selur eng- in hráefni til annarra framleiðenda á verði sem hún ákveður sjálf. Samkeppniseftirlitið talar eins og verðlagsnefndin sé ekki til og að Mjólkursamsalan ráði ferðinni. Þannig segir í áliti eftirlitsins, sem rök fyrir því að Mjólkursamsalan hafi gert aðför að Mjólku, að verð til Mjólku hafi verið hækkað 1. ágúst 2009 en ekki til Kaupfélags Skag- firðinga. Hér er verið að ræða um ákvörðun verðlagsnefndar búvara, ekki Mjólkursamsölunnar. Verð- lagsnefndin ákvað að hækka verð í heildsölu en halda verði til bænda óbreyttu. Um þetta má lesa í frétta- tilkynningu frá Verðlagsnefnd frá 9. júlí 2009. Verð á mjólk í lausu máli var hækkað um 7,6% en verð á ný- mjólk um 9% og á mjólkurdufti til iðnaðar um 13,5%, svo dæmi séu nefnd, en verðhækkanir voru miklar eftir hrun, alveg óháð aðstæðum á mjólkurmarkaði. Það leiðir af sjálfu sér að mjólk sem seld var sam- kvæmt gjaldskrá nefndarinnar hækkaði um þá prósentutölu sem nefndin ákvað en mjólk sem seld var á bændaverði, eins og til KS, hélst óbreytt. Orðalag í úrskurði Sam- keppniseftirlitsins er því óskilj- anlegt. Ekki er mögulegt að starfs- menn þess hafi ekki vitað þetta. Því miður eru mörg fleiri dæmi um slíka framsetningu í úrskurði og frétta- tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.“ Þurfti að bæta KS upp tap Samkeppniseftirlitið telur að þær skýringar Mjólkursamsöl- unnar á verðlagningu hrámjólkur til Kaupfélags Skagfirðinga að KS hafi fallist á að hætta framleiðslu á framlegðarháum mjólkurvörum til að einbeita sér að framlegðarlágum vörum og MS hafi þurft að bæta fyrirtækinu það upp standist ekki. Rannsókn þess sýni þvert á móti að það öndverða hafi gerst. KS hafi hætt framleiðslu á framlegð- arlágum vörum og aukið fram- leiðslu á framlegðarháum vörum, þar á meðal rifosti. Framlegð KS hafi verið mun meiri en MS. Ari segir þessa niðurstöðu ranga. Full- yrðir að lítil framlegð sé í fram- leiðslu á ostum enda sé hún í beinni samkeppni við innflutning. Rifostur sé áfram framlegðarlágur þegar búið er að rífa hann niður og pakka. „Markaðurinn er lítill. Sam- starfið gengur út á það að þegar af- urðastöðvum fækkar séu fram- leiddar sem fæstar tegundir á hverjum stað. Tilgangurinn er að ná niður kostnaði. Mjólkursamlagið á Sauðárkróki er nú það eina í þessu samstarfi sem ekki er hluti af Mjólkursamsölunni. Samið var við KS um að hætta framleiðslu á vörum sem gáfu mesta framlegð og færa hana til starfsstöðva Mjólk- ursamsölunnar og að samlag KS tæki að sér að framleiða framlegð- arminni vörur. Við bættum þeim það upp með hluta af þeim ávinn- ingi sem þetta skapaði. Það var gert með því að selja þeim þá við- MS er verkfæri í þágu  Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir að samruni og samvinna í mjólkuriðn- aði hafi skilað miklum ávinningi  MS vilji starfa eftir réttum reglum og bíði endanlegrar niðurstöðu í markaðs- misnotkunarmáli  Ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins hefur verið kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála Úti í haga Kýrnar í Káraneskoti í Kjós njóta útiverunnar. Mikil framleiðsla var fram eftir ári en er nú að minnka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.