Morgunblaðið - 06.08.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.08.2016, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2016 ✝ Elsa ViolaBackman var fædd í Reykjavík 21. nóvember 1924. Hún lést á Dvalarheimilinu Sólvöllum Eyr- arbakka 21. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Ernst Fri- dolf Backman, f. í Svíþjóð 13.8. 1891, d. 19.4. 1959, og Jónína Salvör Helgadóttir Backman, f. á Kvíavöllum, Miðneshreppi, 16.7. 1894, d. 15.11. 1988. Systkini Elsu eru Elsa Viola Backman, f. 16.3. 1919, d. 21.11. 1923, Ernst Fridolf Backman, f. 21.10. 1920, Hall- dór Sigurður Backman, f. 30.1. 1922, d. 20.1. 1984, Lilla (óskírð), f. 25.4. 1926, d. í nóv- ember 1926, Henning Karl, f. 7. júlí 1927, d. 10. janúar 2013, Ingibjörg Helga Backman, f. 24.1. 1930, Valgeir Backman, f. 19.10. 1931. Sammæðra Ingi- mar Karlsson, f. 15.10. 1914, d. 2.8. 1992. Dóttir Ingimars er Sonja Backman, f. 26.8. 1938. Hún var uppeldissystir. átta barnabörn. 6) Elsa Birna, f. 19. sept. 1960, eiginmaður henna er Guðlaugur Gunnar Björnsson. Elsa á tvo syni og Guðlaugur tvær dætur og barnabörnin þeirra eru sex. Elsa ólst upp í Reykjavík á Háaleitisveginum ekki langt frá því sem nú stendur Aust- urver, þar voru foreldrar hennar með búskap. Sem barn gekk Elsa í Laugarnesskóla, hún hafði mikið yndi af bókum og gat gleymt sér við lestur og þá voru það aðallega bækur á dönsku, norsku og sænsku. Hugurinn hennar stefndi til meira náms en það var ekki auðvelt á þessum tíma en hún sótti ýmis námskeið í kvöld- skóla. Árið 1975 fór hún í sjúkraliðanám í sjúkraliða- skóla Borgarspítalans og starf- aði sem sjúkraliði á Grensás þar til hún fór á eftirlaun. Elsa var mikil hannyrðakona og sótti hin ýmsu námskeið í hannyrðum og liggur eftir hana mikið og fallegt hand- verk. Elsa og Björn hófu sambúð sína á æskuheimili hennar á Háaleitisveginum, fluttu svo árið 1957 í nýbyggt hús sitt á Tunguvegi 13 Reykjavík og bjuggu þar allt til ársins 2001 en þá fluttu þau á Selfoss. Útför Elsu Violu var gerð frá Selfosskirkju 29. júlí 2016 og fór útförin fram í kyrrþey. Elsa giftist Birni Emil Björns- syni 5. apríl 1947. Foreldrar Björns voru Björn Björns- son málari, f. á Eskifirði 10. júlí 1891, d. 9. maí 1983, og Sigurlaug Guðjónsdóttir, f. á Hallfreðsstöðum í Tunguhreppi 12. júlí 1891, d. 25. okt. 1969. Björn var alinn upp í Reykjavík hjá föðursystur sinni, Katrínu Björnsdóttur. Björn lést 10. júlí 2003. Björn og Elsa eignuðust sex börn, þau eru: 1) Stúlkubarn, f. 25. des. 1946, d. 26. des. 1946. 2) Sigurbjörn Ernst, f. 11. mars 1948, eiginkona hans er Þóra M. Sigurðardóttir og eiga þau tvö börn og sex barnabörn. 3) Ingrid, f. 22. okt. 1949, Ingrid á þrjá syni og eitt barnabarn. 4) Katrín Súsanna, f. 11. des. 1950, hún á fjögur börn, 12 barnabörn og sjö langömmubörn 5) Anna Soffía, f. 10. nóv. 1953, eig- inmaður hennar er Þráinn B. Jónsson, þau eiga þrjú börn og „Ég vona að þú reynir að taka frá pláss fyrir hana „góðu þína“ og hafa allt tilbúið eins og þú varst vanur áður en sú gamla birtist, því ég vona að það verði ekki mjög langt á milli okkar.“ Þetta var í minnngargrein sem mamma skrifaði þegar pabbi lést 2003, í þrettán ár var hún án hans góða síns og það var henni mjög erfitt. Mamma og pabbi voru alltaf saman og gerðu allt saman, á sumrin var það garðurinn heima á Tungó sem var þeirra paradís og var einstaklega fallegur, en á veturna var verið að dytta að innandyra og var heimilið allt mjög fallegt. Þau lögðu áherslu á að ganga vel um og sem unglingi fannst mér þessar umgengnisreglur meira vesenið og hótaði að flytja að heiman. Mamma var mikil hannyrða- kona og sótti hin ýmsu námskeið í hannyrðum og liggur eftir hana mikið og fallegt handverk og þar kom pabbi líka við sögu því hann smíðaði allt sem mömmu vantaði varðandi handavinnuna. Bækur voru stór hluti af mömmu og það skipti ekki máli hvort þær væru á íslensku, dönsku, norsku eða sænsku en skemmtilegast fannst henni að lesa danskar bækur, hún lifði sig inn í sögubækurnar og seinna meir með barnabörnunum inn í ævintýraheim bíómyndanna. Mamma hafði ekki tök á að fara í nám sem ung stúlka en þegar hún stóð á fimmtugu fór hún í Sjúkraliðaskóla Borgarspítalans og starfaði sem sjúkraliði þar til hún fór á eftirlaun. Það er ekki hægt að minnast mömmu án þess að hugsa til jólanna, hún var mikið jólabarn, allt fallega skreytt bæði úti og inni og þegar ég var barn þá var jólaölið sótt í Ölgerðina á fallega glerkúta og brúna lagkakan bökuð, þá voru jólin komin. Mamma var mikill fagurkeri á fallega hluti og eins hefur hún alltaf verið pjöttuð með sig, fín til fara, varaliturinn, púðrið og ilmvatnið ekki langt undan og þannig var hún alla tíð, fín og falleg. Henni fannst dóttirin stundum mega vera aðeins meira pjöttuð með sig. „Notar þú ekki varalit, Elsa Birna mín?“ heyrðist stundum. Árið 2001 fluttu mamma og pabbi á Selfoss í næstu götu við mig, þannig að samgangurinn varð daglegur og eftir að pabbi lést þá varð hann enn meiri og átti Andri Hrafn, yngri sonur minn, mikið og fallegt samband við ömmu sína. Það eru forréttindi að fá að eldast og verða gamall en síðast- liðið ár hefur verið mömmu mjög erfitt, lífsgæðin ekki eins og hún hefði kosið og trúi ég að hún hafi verið hvíldinni fegin. En nú er komið að leiðarlok- um, ég ylja mér við það að hafa verið til staðar fyrir mömmu, ég set púðrið, varalitinn og ilm- vatnið í veskið hennar, legg það í fangið á henni og kyssi hana góða ferð og takk fyrir allt, elsku fallega góða mamma mín. Elsa Birna. Það var ekki amalegt að fá afa og ömmu í næstu götu við mig þegar þau fluttu á Selfoss, og eftir að afi kvaddi varð ég dag- legur gestur. Ég er mjög þakk- látur fyrir þessar stundir og að geta verið til staðar fyrir ömmu. Stutt var að stökkva yfir til ömmu og fá sögur af gamla tím- anum, afa og öllum dýrunum þeirra. Amma elskaði ævintýri og þá sérstaklega ævintýrabæk- ur, hún skapaði líka ævintýri með öllum prjónafígúrunum sem hún bjó til og allir voru heillaðir af. Takk amma. Hún amma mín sagði mér sögur er skráðust í huga minn inn, sumar um erfiðu árin aðrar um afa minn. Og þá var sem sól hefði snöggvast svipt af sér skýjahjúp því andlitið varð svo unglegt og augun svo mild og djúp. (Rafnar Þorbergsson) Andri Hrafn Karlsson. Ég á margar góðar minningar frá heimili afa Björns og ömmu Elsu, sérstaklega sem barn. Tunguvegurinn, „Tungó“, var eins konar miðpunktur fyrir fjölskylduna og okkur krakkana. Það var ósjaldan að eitt eða fleiri barnabörn væru í heim- sókn í lengri eða skemmri tíma og þrátt fyrir að við höfum ef- laust getað verið þreytandi (eins og öll börn geta verið) þá man ég ekki eftir að það hafi nokkurn tímann vottað fyrir óþolinmæði eða pirringi út í okkur krakk- ana, það ríkti alltaf ákveðin ró yfir heimilinu, og ekki minnst; nægur tími. Ekkert stress á þeim bæ. Tími til að dunda í garðinum, veiðiferð með barna- börnin í Kleifarvatn o.s.frv. Þar var gott og notalegt að vera sem barn. Alltaf. Og einstaklega skemmtilegt og líflegt að horfa á sjónvarpið með ömmu uppi í sjónvarpstofu, því hún lifði sig alveg inn í myndina og „kom- menteraði“ alla viðburði og per- sónur. Og stundum átti að vera ekstra huggulegt og þá kom; „Bjössi minn, nennir þú ekki að skreppa og kaupa ís handa krökkunum?“ (og ég efast um að hann hafi nokkurn tímann sagt nei). Og eitt af því sem gerði heim- ilið frábært fyrir mig og okkur voru hefðir. Um jólaleytið gat maður t.d. verið viss um að hitta sömu jólasveinana á sömu stöð- um og vanalega (að ógleymdum Sveinka). Og rekast auk þess á ýmislegt sem barnabörnin höfðu klambrað saman í smíði eða handavinnu og gefið í jólagjöf. Og svo keypti amma kerti í öll- um litum, sem við bræddum á disk og bjuggum til ýmsar myndir og mynstur. Og svo náttúrlega hin ómiss- andi mynd af okkur krökkunum í stiganum. Ég held að við (barnabörnin) höfum eiginlega alltaf verið hálf- gerðir krakkar í hennar augum, þrátt fyrir að við yxum úr grasi, eða a.m.k. mjög langt fram eftir aldri. Elsa Birna hló mikið þegar hún heyrði einhvern tímann að amma hefði spurt mig hvort ég færi aldrei i sund? Og ég svar- aði; nei, ég væri frekar lítið fyrir það. Og þá sagði amma; „Hva, fer pabbi þinn aldrei með þig í sund?“ (Þá var ég um tvítugt.) Takk fyrir allar minningarn- ar, amma mín, þær eru margar og allar góðar og munu fylgja mér og hlýja alla ævi. Steinarr Finnbogason Óðinsvéum, Danmörku. Elsku systir. Þegar fréttin af andláti þínu barst mér, var hún svo ljúf og eðlileg, en hér allt svolítið kyrrt og hljótt þessa stundina. En varla lengi, því hugur er þegar kominn á fulla ferð til baka að ná í svo margt sem gleð- ur á langri leið til æskunnar daga – um þig og þína aðstoð við hann litla bróður sem situr hálf hokinn í leit að orðum. Já, fréttin barst vel að mér. Nú er hugurinn fljótur í förum, enda um langan veg að fara. Kennileiti víða, innanbæjar sem utan, og ég kominn alla leið að þeim stað sem minnir okkur á að við gerum stuttan stans. Tyllum okkur niður, kæra systir, og hvílumst og njótum minning- anna saman, því þetta er ekki neinn venjulegur staður. Háaleitisvegurinn, með öll sín ævintýri, á sér reyndar önnur nöfn í sögu gamalla minninga, eins og til dæmis virðulega nafn- ið „Värmland du sköna“ en að- eins þó í huga og hjörtum þeirra nánustu sem þar höfðu lagt hönd á plóg við smíðar þess og alið sinn aldur þar. En annars venjulega kallað Backmanshús- ið. Stærsta húsið uppi á Háaleit- inu, gult með rauðu þaki og tveimur skorsteinum. Stolt okkar systkina, svo traust og öruggt í umhverfi sínu, sást svo víða að. Svo sannarlega sjón og saga síns tíma. Þar var stundum dansað í eldhúsinu, þó þröngt væri, undir ljúfum tónum harmónikkunnar. Já, svona var þetta bara. Við brosum bæði breitt til sameig- inlegra minninga frá þessum stað, en það eru fleiri kennileiti, ekki langt frá þessum stað. sem eiga einnig þátt í sjón og sögu minninganna. Ekki má gleyma Tunguveginum. Já, eitt stykki einbýlishús smíðað frá grunni af bónda þín- um, Birni Emil Björnssyni, húsa- og bátasmið, því þangað var gott að koma og þiggja góð- gjörðir í eldhúsinu hjá ykkur hjónum. Mikil reisn bæði innanhúss sem utan. Þá að lokum til Sel- foss, að Lágengi. Þar mátti fljótt sjá að ekkert hafði gleymst að flytja með austur. Allar hannyrðirnar þínar, systir góð, í áratugi, til sýnis og gjafa minntu ennþá á sig, bæði á veggjum og hillum. Þá ekki síð- ur verklag bóndans, jafnt inni sem úti á hinum nýja stað. Svo líða árin eins og tíminn týnist, þó hann birtist við og við. Blessuð sé minning ykkar hjóna. Guð veri með þér, kæra systir. Við vottum aðstandendum öll- um okkar dýpstu samúð. Valgeir og Helga. Elsa Viola Backman HINSTA KVEÐJA En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Elsku Elsa amma, þá ertu komin til afa, vina mín. Takk fyrir þessa göngu. Elsa, Óttar, Elva og fjölskyldur. ✝ Valdimar HelgiEiríksson leigubílstjóri fædd- ist 23. desember 1930 að Eystra- Geldingaholti í Gnúpverjahreppi. Hann lést á hjúkr- unardeild Sjúkra- hússins á Seyð- isfirði 19. júlí 2016. Foreldrar hans voru hjónin Sigríð- ur Valdimarsdóttir, f. 3. júlí 1904 á Sóleyjarbakka í Hruna- mannahreppi, d. 13. maí 1974, og Eiríkur Steinsson, f. 24.12. 1898 í Miklaholti í Bisk- upstungum, d. 6. febrúar 1969. Bróðir Valdimars var Að- alsteinn Ingólfur Eiríksson, f. 13. otkober 1925, d. 9. maí 2003, búsett- ur á Reyðarfirði. Foreldrar Valdi- mars voru nokkur ár í Eystra- Geldingaholti en bjuggu síðan í Reykjavík. Valdimar hóf ungur störf sem leigubílstjóri, fyrst hjá Bifreiðastöð Steindórs í nokkur ár, en síðan á eigin bílum hjá Bæjarleiðum allt til ársins 2000 er hann flutti austur á Reyðarfjörð. Haustið 2014 flutti hann á hjúkr- unardeild Sjúkrahússins á Seyð- isfirði. Útför hans fór fram í kyrrþey. Elsku Valdi frændi, ég á eft- ir að sakna þín en um leið minnast þín örugglega oft og iðulega með mikilli væntum- þykju og ánægju. Þegar ég var barn var alltaf gaman þegar þú komst austur á Reyðarfjörð til okkar í heimsókn, viss spenna í kringum það að Valdi frændi væri kominn, og ekki er hægt að minnast þín öðruvísi en að nefna jólapakkana. Það var mikil spenna í kring- um það þegar pabbi kom með kassa fullan af pökkum frá Valda til okkar krakkanna. Það kom fyrir að það sem upp úr þeim kom var kannski ekki alveg við aldur þiggjand- ans en það var bara gaman að því. Mikið urðum við hissa þegar þú hringdir í pabba, Alla bróð- ur þinn, og sagðir honum að þú ætlaðir að flytja úr borginni og austur á Reyðarfjörð, því hefði nú held ég bara enginn trúað en þú komst og þá fór ég að kynnast þér betur. Þú sagðir við okkur pabba: „Árdís kennir mér að elda“ því þú varst nú ekki neitt sterkur á því sviðinu. Þú hafðir gaman af að spjalla við Loga Stein, son minn, og ekki fannst þér nú leiðinlegt þegar hann keyrði þig frá Akureyri í Mý- vatnssveit, þú sagðir daddann aldrei hafa verið svona snöggan á milli það hefði hreinsast vel úr púströrinu. Þér þótti vænt um dýr og kisa var nú fljót að átta sig á því og heilsaði þér alltaf þegar þú komst og þú varst hrifinn af Esju, hundinum hennar Bóelar Rutar, dóttur minnar, og þér þótti örugglega ekkert síðra að fá Esju í heimsókn en mig þeg- ar við vorum að koma við hjá þér. Þótti þér vænt um Rebekku Sif, dóttur mína, það fór ekki á milli mála og hún fann eitthvað í þér, hún var hrifin af Valda frænda, kom alltaf fram og heilsaði þér þegar þú varst að koma og þegar við mæðgur vorum að bera út Moggann þá passaði hún alltaf upp á að fara sjálf með blaðið til þín. Áður en þú fluttir á hjúkr- unarheimilið á Seyðisfirði varstu orðin ansi lúinn en ég er þakklát fyrir að hafa getað að- stoðað þig sem best ég gat áður en þú fórst þangað og það var svo mikið gott hvað ég fann strax að starfsfólkið var svo fljótt að átta sig á þér og var svo virkilega gott við þig. Það væri endalaust hægt að rifja upp en nú kveð ég kæran frænda og veit að hann er kom- inn til fólksins síns, til bróður síns og ég veit að hún Rebekka mín verður kát að sjá þig. Guð blessi þig. Þín frænka Árdís. Okkar kæri frændi og vinur Valdimar, alltaf kallaður Valdi frændi, er farinn, hans verður sannarlega sárt saknað. Margs er að minnast á löngum tíma mikilla og góðra samskipta, þrátt fyrir að hann hafi búið í Reykjavík lengst af kom hann austur nánast á hverju sumri til að heimsækja bróður sinn og hans fólk. Valdi var mikill bílaáhuga- maður og þekkti á sínum yngri árum allar bílategundir, bíl- númer og eigendur þeirra í Reykjavík og víðar. Hann var einnig mikill áhugamaður um flug og flugvélar, þekkti vel til á þeim vettvangi. Gamall vinur Valda úr Reykjavík, Pétur Ólafsson, bauð Valda frænda stundum með sér í flug enda voru þeir góðir vinir um langan tíma. Valdi var mikill vinur vina sinna og vitnaði iðulega í þá í samtölum við okkur frændfólk sitt. Það er einnig óhætt að segja að í öllum samskiptum var stutt í gleði og gamanmál. Eftir að Valdi hætti að vinna flutti hann hingað austur á Reyðarfjörð árið 2000. Hér naut hann sín ágætlega í róleg- heitum, en sinnti þó einu af áhugamálum sínum sem var að ferðast og taka myndir. Eftir að hann kom hingað austur fór hann aldrei minna en eina ferð til Reykjavíkur á ári, svona til að kíkja á fornar slóðir og hitta vini og kunn- ingja þar. Hér á heimaslóðum var hann mikið á ferðinni, fastagestur í Olís og svo hafði hann mjög gaman af að skreppa upp á Hérað, kom þá við í Nettó og fékk sér kaffi og rabbaði þar við málkunnuga. Hann hafði það fyrir siðvenju að heimsækja okkur systkinin til skiptis, þá voru málin rædd og krufin til mergjar, pólitík eða eitthvað sem efst var á baugi, þá var oft glatt á hjalla. Einnig var rætt um gamla tíma, honum var minnisstætt þegar hann var í sveit á Sól- eyjarbakka hjá ömmu sinni og afa. Valdi frændi var alla tíð heilsuhraustur en þó fór elli kerling að taka sinn toll þegar fram í sótti, og að því kom að hann átti orðið erfitt með að búa einn heima. Þar kom að haustið 2014 bauðst honum pláss á Hjúkr- unardeild Sjúkrahússins á Seyðisfirði. Honum fannst það óþarfi, var alveg sjálfbær að eigin mati, þegar rætt var um að fara á hjúkrunarheimili. Það rann þó upp sá dagur að hann fór á Seyðisfjörð, en hann var frekar ósáttur til að byrja með, svona fyrstu vikurnar, en fyrir tilstilli þess góða starfs- fólks sem þar er varð hann sáttari og leið þar afar vel, var alltaf kátur þegar komið var í heimsókn, þar fékk hann þá umönnun sem þurfti og lið- veislu og var það honum afar mikilvægt að geta farið á ferð- ina og skoðað sig um á staðnum í góðri og öruggri fylgd, svo ekki sé talað um að fá sér ham- borgara í leiðinni sem hann kunni vel að meta enda alltaf í hjartanu Reykjavíkurdrengur, enda var Reykjavík hans starfsvettvangur. Við viljum sérstaklega þakka starfsfólki öllu fyrr og síðar í tíð Valda á Hjúkrunarheimilinu á Seyðis- firði frábæra umönnun og vel- vild í hans garð og fjölskyldu hans. Elsku Valdi, við þökkum þér allar góðar samverustundir og minningar sem við eigum, meg- ir þú í friði fara, við munum alltaf minnast þín með gleði í hjarta. Birna og Þorvaldur. Valdimar Helgi Eiríksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.