Morgunblaðið - 06.08.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.08.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2016 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Veitingastaður á Stór-Reykjavíkursvæðinu í eigin húsnæði sem leggur áherslu á hádegismat og er aðeins opinn að degi til. Tækifæri fyrir t.d. duglegan matreiðslumann að þróa frekar eftir eigin höfði. • Traust sérverslun með góða afkomu sem býður upp á allt í sambandi við rafmagnið. Endalaust úrval pera, garðljós, útiljós, hreyfiskynjarar, smærri heimilistæki, ljósnemar, tímarofar, dimmar, fjöltengi, dyrabjöllur, kaplar, spennubreytar, rofar, tenglar o.fl. o.fl. • Hótel Siglunes er lítið og mjög fallegt hótel/gistihús í eigin húsnæði í ferðamannabænum Siglufirði. Þar eru 19 herbergi, fullbúinn veitingastaður og bar. Frábærir dómar hjá ferðamiðlum. • Umboð fyrir eldhúsinnréttingar. Þekkt evrópskt merki í eldhúsinnréttingum og fataskápum. Velta á bilinu 70-100 mkr. Gott tækifæri fyrir aðila í skyldum rekstri. Auðveld kaup. • Lítil heildverslun með gott umboð fyrir hágæða múrefni og klæðningar. Velta um 100 mkr. Miklir möguleikar á vexti. • Vaxandi innflutnings- og smásölufyrirtæki með mjög góða markaðshlutdeild á sérhæfðum markaði. Ársvelta 130 mkr. og EBITDA 30 mkr. • Fiskvinnsla á SV-horninu í framleiðslu á fiski og harðfiski. Velta 50 mkr. Inannlandsssala og útflutningur. Miklir möguleikar til veltuaukningar. • Stórt og gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla möguleika fyrir áhugasaman, nýjan eiganda. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is STUTT ● Breski bankinn Royal Bank of Scotland tapaði tveimur milljörðum punda fyrstu sex mánuði ársins. Það jafngildir ríflega 315 milljörðum króna. Þetta mikla tap má að stóru leyti rekja til kostnaðar sem fallið hefur á bankann vegna málaferla þar sem bankinn hefur þurft að verjast mýmörgum málsóknum hluthafa í kjölfar þess að bresk stjórnvöld björguðu honum frá falli í efnahags- kreppunni 2008 og eignuðust með því 73% hlutafjár hans. Bankinn hefur fram til þessa skilað tapi í átta ár samfellt. Í breskum fjölmiðlum er haft eftir Ross McEwan, forstjóra bankans, að annir vegna lögsóknanna fari nú senn að minnka og hann voni að þær verði að baki fyrri hluta næsta árs. Jafnframt er haft eftir honum að staða bankans sé mjög sterk og hann geti því staðið af sér þennan andbyr. jonth@mbl.is Royal Bank of Scotland tapaði risafjárhæðum Verðmæti innflutnings í júlí var nær 10 milljörðum meira en verðmæti þeirra vara sem fluttar voru út í mánuðinum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Hagstofunni um vöruviðskipti við útlönd. Er þá vöruviðskiptahallinn orðinn tæplega 73 milljarðar það sem af er ári. Til samanburðar var vöruvið- skiptahallinn tæplega 7 milljarðar á sama tímabili í fyrra á verðlagi þess árs. Útflutningur sjávarafurða nam í júlímánuði 19,7 milljörðum. Er það áþekk fjárhæð og var í mánuðinum í fyrra eða 20,5 milljarðar. Hins vegar nemur samdráttur í útflutningi sjávarafurða 15,3 milljörðum milli ára sé litið til fyrstu sjö mánaðanna. Útflutningur iðnaðarvara nam 22 milljörðum í júlí síðastliðnum en var 29,3 milljarðar í sama mánuði í fyrra. Fyrstu sjö mánuði ársins nam út- flutningur iðnaðarvara 162,2 millj- örðum. Alls voru iðnaðarvörur flutt- ar út fyrir 208,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Innflutningur eldsneyt- is nam 38,3 milljörðum fyrstu sjö mánuði ársins. Á sama tímabili í fyrra nam sá innflutningur 50,6 milljörðum. jonth@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Útflutningur Samdráttur í verðmæti sjávarafla og iðnaðarvara frá í fyrra. Bætist við vöru- viðskiptahallann  Hefur tífaldast frá sama tíma í fyrra Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Áhugi erlendra aðila á uppsetningu gagnavera á Íslandi er nokkur að sögn Björgvins Skúla Sigurðssonar, framkvæmdastjóra markaðs- og við- skiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar. „Landsvirkjun er bundin trúnaði um hvaða aðilar þetta eru en við eigum í samtali við nokkur minni gagnaver sem þurfa 2-3 mega- vött (MW) og stærri sem þurfa 10-15 MW,“ segir Björgvin en í dag nota gagnaver á Íslandi samtals um 30 MW. „Gagnaver eru spennandi við- skiptavinir sem geta greitt góð verð. Þau eru í miklum vexti erlendis og smitast yfir á Ísland með þessum já- kvæða hætti.“ Verði af stærri verkefnum sem Björgvin vísar til, gæti orkusala til gagnavera tvöfaldast á skömmum tíma. Allt að 150MW í risa gagnaver Í áhættugreiningarskýrslu Cush- man & Wakefield, Data Center Risk Index 2016, fær Ísland hæstu eink- unn og gæti því verið orðinn ákjósan- legur kostur fyrir uppbyggingu gagnavera. Björgvin segir helstu styrkleika Ís- lands liggja í stöðugu orkuverði og orkuöryggi. „Ólíkt mörgum löndum er raforku- verð hér á landi ekki háð markaðs- sveiflum á olíu og gasi. Rekstraraðilar gagnavera geta því treyst á stöðugt orkuverð hér á landi. Raforkukerfið hérlendis er líka öruggt því við höfum byggt það upp fyrir álver sem eru mjög kröfuharðir viðskiptavinir.“ Spurður hvort Landsvirkjun gæti tryggt orku fyrir stærri gagnaver á borð við þau sem Apple og Google eru að byggja upp víða um heim segir Björgvin að Landsvirkjun geti ekki ein tryggt orku í slíkt á næstu tveim- ur árum. „Þessi allra stærstu gagnaver eru að nota allt að 150 MW og það þyrfti að byggja það upp í skrefum og tryggja orkuna jafnvel í samstarfi við aðra.“ Vöxturinn viðráðanlegur enn Þrátt fyrir öran vöxt gagnavera á undanförnum árum segir Björgvin Landsvirkjun ráða vel við það verk- efni. „Við erum ekki einir á orkusölu- markaðnum en eins og staðan er í dag tel ég að Landsvirkjun ráði ágæt- lega við vöxt gagnavera. Þau vaxa í smærri skrefum, þó hraðað hafi á vextinum á síðustu tveimur árum.“ Orkuþörf gagna- vera gæti tvöfaldast  Nokkrir erlendir aðilar eiga í viðræðum við Landsvirkjun Orka Gífurlega raforku þarf til að keyra stærstu gagnaver heims en hér á landi nota gagnaverin núna um 30 MW og fer magnið ört vaxandi. Ljósmynd / Landsvirkjun Áhugi erlendis » Nokkrir erlendir aðilar í viðræðum við Landsvirkjun. » Ný verkefni myndu þurfa allt frá 2-3MW upp í 10-15MW. » Íslensk gagnaver nýta nú alls 30MW í starfsemi sinni. » Risagagnaver þurfa allt að 150MW en til samanburðar er uppsett afl Sigöldustöðvar 150 MW. Björgvin Skúli Sigurðsson Á tónleikum Muse í Laugardals- höll í kvöld verður tekið í notk- un stærsta og öflugasta hljóð- kerfi landsins. Er það í eigu fyrirtækisins Exton sem nýverið festi kaup á því frá bandaríska hljómtækjaframleiðandanum Meyer. Kaupverð kerfsins er um ein milljón Bandaríkjadala eða tæpar 120 milljónir íslensk- ra króna. Ívar Ragnarsson hjá Exton segir kerfið mjög öflugt. „Það er nógu öflugt til að sinna Laugardalshöllinni, Kórnum og slíkum sölum. Þetta saman- stendur af 50 mismunandi há- talaraboxum og nýjustu tækni í hljóðstýringu. Bassahátalar- arnir eru þeir öflugustu á markaðnum í dag. Við próf- uðum það almennilega í gær og það fór fram úr mínum björt- ustu vonum.“ Kaupin á búnaðinum eru fjár- mögnuð á grundvelli hlutafjár sem bræðurnir Sigurjón og Rík- harður Sigurðssynir lögðu fyrirtækinu til þegar þeir komu að því í sumar. Ríkharður er framkvæmdastjóri Exton. Öflugasta hljóðkerfi landsins  Kostar 120 milljónir Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á 6. ágúst 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.3 119.86 119.58 Sterlingspund 156.76 157.52 157.14 Kanadadalur 91.54 92.08 91.81 Dönsk króna 17.871 17.975 17.923 Norsk króna 14.101 14.185 14.143 Sænsk króna 13.989 14.071 14.03 Svissn. franki 122.4 123.08 122.74 Japanskt jen 1.1798 1.1868 1.1833 SDR 166.57 167.57 167.07 Evra 132.93 133.67 133.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 163.9895 Hrávöruverð Gull 1362.6 ($/únsa) Ál 1616.0 ($/tonn) LME Hráolía 43.36 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.