Morgunblaðið - 06.08.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.08.2016, Blaðsíða 43
tekið að sér öryggisúttektir erlendis í Tansaníu og Kanada. Dæmt í Formúlumótum Ólafur hefur stundað margvísleg félagsstörf, sérstaklega á vettvangi akstursíþrótta og umferðarörygg- ismála. Hann var einn stofnenda og stjórnarmaður í Bifreiðaíþrótta- klúbbi Reykjavíkur og síðan Lands- sambandi íslenskra akstursfélaga, þar sem hann var forseti 1991-2001. Þá var hann fulltrúi akstursíþrótta- manna hjá Alþjóðabílasambandinu, FIA, 1985-2014. Hann hefur einn Ís- lendinga verið alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum í yfir 60 keppnum í rally, GT-kappakstri, Formúlu 3000, GP2 og 10 keppnum í Formúlu 1. Samhliða frumherjastarfi við upp- byggingu akstursíþrótta á Íslandi, sá Ólafur um nýsköpun með útflutningi á sjónvarpsefni af íslensku torfær- unni, sem var sýnd í fjölda landa um allan heim á árunum 1995 til 2002. Þá aðstoðaði hann fjölda erlendra sjón- varpsstöðva við tökur á Íslandi tengdar bílum og ferðamennsku, svo sem BBC Top Gear, Lonely Planet og Extreme Machines. Ólafur hefur verið ötull talsmaður aukins umferðaröryggis um áratuga skeið, ritað greinar og komið fram í fjölda þátta og viðtala. Hann var í umferðarráði í mörg ár, sat í nefnd um ný umferðarlög og hefur tekið þátt í fjölda umferðaröryggis- verkefna. „Sigrarnir og árangurinn er það sem drífur mig áfram, auk alls þess góða fólks sem ég hef kynnst, hvort sem er í akstursíþróttunum eða um- ferðaröryggismálunum. Mest gef- andi eru samherjar mínir erlendis, sem ég hef mikið lært af. Margir hverjir eru vinir mínir í dag og vinna að umferðaröryggismálum með sömu hugsjón og ég, sem er að fækka umferðarslysum og hörm- ungum þeirra fyrir ástvini og samfélagið.“ Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Sigrún Kon- ráðsdóttir, f. 17.8. 1956, skrifstofu- maður. Foreldrar: Konráð Þor- steinsson, f. 31.8. 1919, d. 10.3. 1973, kaupmaður, og Steinunn Vilhjálms- dóttir, f. 1.5. 1930, d. 31.10. 1996, ritari í Seðlabanka Íslands. Börn: 1) Þorsteinn Konráð, f. 25.7. 1975, tónlistarmaður í sambúð með Svövu Ingþórsdóttur fjöllistakonu; 2) Guðmundur Bjarni, f. 5.4. 1982, hugbúnaðarverkfræðingur, í sambúð með Hugrúnu Fjólu Hafsteinsdóttur nema. Barn þeirra er Hafsteinn; 3) Lóa Sigríður, f. 11.11. 1983, MA í fötlunarfræði, gift Tryggva Knúti Farestveit, forstöðumanni hjá Opn- um kerfum. Börn þeirra eru Vala Fanney, Ásta Laufey og Lena Sóley. Systkini: Gísli Ísfeld, f. 5.11. 1957, d. 23.3. 2015, húsgagnasmiður; Björn Ingi, f. 5.5, 1964, viðskiptafræðingur; Sigurður Vignir, f. 26.9. 1966, mynd- listarmaður, og Guðmundur Víðir, f. 15.9. 1969, MBA frá HÍ. Foreldrar: Guðmundur Guð- mundsson, f. 4.6. 1910, d. 13.12. 1987, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis hf., og k.h. Ólafía Ólafsdóttir, 31.10. 1926, húsmóðir, bús. í Reykjavík. Úr frændgarði Ólafs Kristins Guðmundssonar Ólafur Kristinn Guðmundsson Valgerður Eiríksdóttir húsfreyja í Önundarholti Bjarni Guðmundsson Bóndi í Önundarholti í Villingaholtshr., Árn. Guðmundur Bjarnason bóndi í Önundarholti Hildur Bjarnardóttir saumakona í Reykjavík Guðmundur Guðmundsson forstjóri Trésmiðjunnar Víðis hf. Reykjavík Þuríður Magnúsdóttir húsfreyja í Króki Björn Snæbjörnsson bóndi í Króki í Gaulverjabæjarhr., Árn. Elín Ólafsdóttir bjó í Gerðakoti, Garðahr., Gull. Tómasína Árnadóttir húsfr. í Rvík Elín Pálmadóttir blaðamaður Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja í Áshóli Ólafur Ólafsson bóndi í Áshóli Ólafur Ólafsson bóndi í Áshóli Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja í Áshóli í Ásahreppi, Rang. Ólafía Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík Sigurður Ólafsson bóndi á Hvalsnesi á Miðnesi, Gull. Una Einarsdóttir húsfreyja á Hvalsnesi Bjarni Guðmundsson héraðslæknir Magnús Björnsson bóndi á Efri Hömrum, Ásahr. Ingunn Magnúsdóttir húsfr. í Rvík Helgi Vilhjálmsson í Góu Guðmundur Bjarnason barnaskurðlæknir í Rvík Þóra Bjarnadóttir tannsmíðameistari í Garðabæ Á EuroRAP mælingabílnum Ólafur Kr. Guðmundsson hefur notað bílinn í öryggisúttekir á vegum Íslands. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2016 Magnús Jónsson fæddist íBolungarvík 7. ágúst 1916.Hann var sonur hjónanna Jóns Bjarnasonar lögregluþjóns á Ísafirði, f. 1886 og Margrétar Maríu Pálsdóttur, f. 1984. Eiginkona Magnúsar var Sigrún Jónsdóttir, f. 12.2. 1918, d. 14.5. 2013. Foreldrar hennar voru Jón Ív- arsson, kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði og alþingismaður, og k.h. Guðríður Jónsdóttir. Börn Magn- úsar og Sigrúnar eru Gyða, f. 5.11. 1942, hjúkrunarfræðingur og Jón, f. 23.3. 1946, hæstaréttarlögmaður og fv. alþingismaður. Magnús missti móður sína ungur og var sendur í fóstur í Æðey og ólst þar upp hjá þeim Æðeyjarsystk- inum, Ásgeiri, Bjarna og Sigríði. Magnús lauk kennaranámi við Kennaraskóla Íslands og var kenn- ari í Vestmannaeyjum 1942-1945. Skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akranesi 1945 og Iðnskólans á Akranesi 1946-1951. Veturinn 1947-1948 fór Magnús um Norðurlönd að ráði þáverandi fræðslustjóra, Jónasar B. Jóns- sonar, til að kynna sér verknám ung- linga og skipulagningu verktækni og bóknáms á Norðurlöndum. Síðar fór Magnús til Bandaríkjanna sömu er- inda. Nýjar hugmyndir skólamanna á þeim tíma voru um að tengja betur saman bóknám og verknám á grund- velli þeirrar hugsjónar að koma sem flestum til þess náms sem hentaði hverjum og einum og vinna að aukn- um skilningi á milli þeirra sem stunduðu handverk og háskóla- manna. Magnús skipulagði verk- námskennslu á Íslandi á þeim grundvelli, sem var undanfari hug- mynda og stofnunar fjölbrautaskóla. Magnús varð skólastjóri Gagn- fræðaskóla verknáms við stofnun hans 1951, en sá skóli varð síðar Ár- múlaskóli, því starfi gegndi Magnús til starfsloka. Starf með ungu fólki og að koma því til þroska var lífs- starf Magnúsar og hugsjón. Magnús gegndi ýmsum forustu- störfum í félagsstörfum kennara og skólastjóra og var m.a. formaður Fé- lags skólastjóra um skeið. Magnús Jónsson lést 6.6. 2012. Merkir Íslendingar Magnús Jónsson Laugardagur 95 ára Ruth Þorvaldsson 90 ára Steingerður Sigurðardóttir Þórarinn Jónsson 85 ára Árni Þór Þorgrímsson Helga Sæmundsdóttir Ingunn Jónsdóttir 80 ára Bóthildur Erna Hauksdóttir Bragi Magnússon Ingibjörg Björnsdóttir Sigurður Karl Björnsson Þorvaldur Ólafsson 75 ára Kristín Gestsdóttir Rósa Ámundadóttir Sigurjón Pálsson 70 ára Elsa Þorbjörg Árnadóttir Elspa S. Salberg Olsen Ingunn Emilsdóttir Kolbrún Gunnarsdóttir Kristín Gunnþórsdóttir Lovísa Sixta Svavarsson Vilhelmína Þór 60 ára Anna María Flygenring Arnar Guðmundsson Gunnlaugur V. Einarsson Hallgrímur Stefán Ingólfsson Jens Karl Bernharðsson Jóhanna G. Benediktsdóttir Kristján Róbert Walsh Ólafur Kristinn Guðmundsson Sigurður Þ. Þórðarson 50 ára Andrzej Kozlicki Bozena Halina Wiszniewska Guðbrandur Guðbrandsson Guðrún Pálsdóttir Jóhanna Hreinsdóttir Jón Haukdal Styrmisson Lýður Hákonarson Mariusz Cezary Kuberna Mousa Falah Ali Al-Mllahi Orlando Arango Gonzalez Rut Jónsdóttir Þráinn Berg Theódórsson 40 ára Andrea Sif Þorvaldsdóttir Birna Ósk Hansdóttir Guðmundur Tjörvi Guðmundsson Guðni Þórir Jóhannsson Guðrún Ólafsdóttir Inga Jóna Heiðarsdóttir Ingimundur Pétursson Jóhann Benedikt Hjálmarsson Mariusz Dabrowski Pablo Alejandro Japke Sepulveda Rakel Hermannsdóttir Sigrún Breiðfjörð Magnúsdóttir Sigurbjörg Írena Rúnarsdóttir Sigurjón Sigurgeirsson 30 ára Camila Abad González Heiðrún Baldursdóttir Hildur Erna Sigurðardóttir Hrefna Þórarinsdóttir Jóhann Sindri Pétursson Leó Jónsson Magdalena Zietek María Rán Finnsdóttir Oddný Þóra Logadóttir Stefán Örn Sturlaugsson Sunnudagur 90 ára Aðalheiður Helgadóttir Ása Finnsdóttir 85 ára Ásdís Magnúsdóttir Ragnar Ágúst Bjarnason Sigurborg Sigurgeirsdóttir Þorleifur Matthíasson 80 ára Ólafur Sigurðsson Ómar B. Gústafsson Valgerður Bjarnadóttir Þórir Hallgrímsson 75 ára Andrés Indriðason Erla Georgsdóttir Sigurður Örn Arinbjörnsson Véný Lúðvíksdóttir 70 ára Árni Rúnar Þorvaldsson Geir Hallsteinsson Gísli Sigurðsson Helga Sigurðardóttir Sigurður Sigurðsson 60 ára Áki Hermann Guðmundsson Halldór H. Kristiansen Hrafnhildur Geirsdóttir Jóhanna Tryggvadóttir Jóna Ingólfsdóttir Ólöf Dóra Þórhallsdóttir Sigurbjörg Jónsdóttir Snjólaug Sigurðardóttir Ægir Haraldsson Örn Ísleifsson 50 ára Bjarni Ólafsson Björgvin Örn Eggertsson Dorota Przygodzka Egill Karlsson Hafdís Helga Haraldsdóttir Jakob Halldórsson Kassahun Alemayehu Negash Kristjana Kristjánsdóttir Páll Þór Leifsson Rúna Helga Hilmarsdóttir Sigurbjörg Gylfadóttir Sigurður Ásgeirsson Skorri Óskarsson Þórey Bang 40 ára Adriana Florentina Hagiu Anna Margrét Korn- elíusdóttir Arna Guðrún Jónsdóttir Davíð Fannar Stefánsson Elísabet Jónsdóttir Haukur Halldórsson Jón Einar Karlsson Kristján Smári Smárason Linda Rós A. Lúðvíksdóttir Miranda Dorota Borowska Njörður Ludvigsson Stefán Ingi Stefánsson Þorsteinn Jóhannsson 30 ára Aja Jensen Alfa Markan Elfarsdóttir Baldur Snær Jónsson Bríet Ósk Arnaldsdóttir Fannar Eyjólfsson Finau Maliana Toutai Jóel Mar Hólmfríðarson Jóna Dagmar Hólmfríðardóttir Marion Charlotte B. Poilvez Paola Andrea Arce Suarez Ugis Lubans Ventseslava Toteva Marinova Viktor Eyjólfsson Viktor Freyr Hallsteinsson Viktor Guðnason Til hamingju með daginn ÚTSÖLULOK CALVIN HORNTUNGUSÓFI 203x260cm kr. 247.600 / ÚTSÖLUVERÐ kr. 198.000 LOKADAGUR LAUGARDAGINN 6. ÁGÚST BÆJARLIND 14 - 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUG. 11 - 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.